Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1984 Átök í Kaupfélagi Hvammsfjarðar: Stjórnin vítt - kaup- félagsstjórinn segir upp störfum Búdardal, 10. áipíst. Laxárdalsdeild Kaupfélags HvammsfjarAar samþykkti á þriAjudagskvöldið vítur á stjórn kaupfélagsins. Fjölmennur fund- ur í deildinni skoraði jafnframt á fulltrúa sinn í stjórn félagsins að segja af sér. Tillagan var sam- þykkt með tveggja atkvæða meiri- hluta. Kaupfélagsstjórinn hefur sagt upp störfum og einnig fulltrúi hans og fleira starfsfólk á skrif- stofu félagsins. Mál þetta er upp komið vegna Kolsýruhleðslan: Slökkvitæk- ið sprakk SLÖKKVITÆKI, sem starfsmaður í Kolsýruhleðslunni við Seljaveg í Reykjavík var að hlaða um hádeg- isbilið í gær, sprakk skyndilega með þeim afleiðingum, að maður- inn slasaðist talsvert í andliti. Hann var fluttur á Borgarspítalann og mun líðan hans eftir atvikum. Sjónarvottar að slysinu urðu engir en nærstaddur starfsmað- ur heyrði sprenginguna út úr herbergi, þar sem slökkvitæki eru hlaðin. Er hann kom að lá maðurinn á gólfi hleðsluher- bergisins og var ljóst, að hleðslu- patrónan hafði sprungið. Nánari tildrög slyssins voru ekki ljós í gærkvöld. aðgerða meirihluta stjórnar kaupfélagsins í málefnum trésmiðju félagsins. Nánar til- tekið tók stjórn Kaupfélags Hvammsfjarðar um það ákvörð- un, að deildarstjóri trésmiðjunn- ar skyldi fara með fjármál og daglegan rekstur deildarinnar á ábyrgð félagsins en án yfir- stjórnar kaupfélagsstjóra. Eins árs samningur þar að lútandi var gerður fyrir hálfu öðru ári, milli kaupfélagsstjóra, stjórnar félagsins og deildarstjóra tré- smiðjunnar. Stjórnin ákvað síð- an fyrr á þessu ári að fram- lengja samninginn í aðalatriðum óbreyttan þvert gegn vilja kaup- félagsstjóra og andstöðu hans við „óeðlilegt rekstrarfyrir- komulag" á samvinnufyrirtæki og sjáanlegan hallarekstur á tré- smiðjunni. Kristín M. Waage, kaupfélagsstjóri, sem lætur af störfum 1. september nk., er fjórði kaupfélagsstjórinn, sem lætur af störfum síðan 1979. Kristinn Jónsson, fulltrúi Lax- árdalsdeildar í stjórn kaupfé- lagsins, hefur látið þau orð falla að slæma stöðu Kaupfélags Hvammsfjarðar megi að hluta rekja til aðgerðarleysis kaupfé- lagsstjórans. Það má koma fram, að ekki hefur verið sam- komulag milli kaupfélagsstjóra og stjórnar um aðgerðir í rekstri félagsins og eins má rekja slæma stöðu KH til ýmissa erf- iðleika í landbúnaði hér í hérað- inu. Kristjana. Per Johan Larsen, stjórnarformaður Jernbeton AS, annar frá vinstri, undirritar verksamninginn. Ellert Skúlason er lengst til hægri, Halldór Jónatansson, framkvæmdastjóri Landsvirkjunar, fyrir borðsendanum og Páll Ólafsson, hyggingarstjóri Landsvirkjunar, er lengst til hægri á myndinni. Blönduyirkjunarsamningar undirritaðir: Samningar um fjórð- ung framkvæmda í GÆR voru undirritaðir hjá Lands- virkjun tveir verksamningar vegna Blönduvirkjunar, annars vegar vegna neðanjarðarvirkja og hins vegar vegna vinnu við botnrás Blöndustíflu. Verksamningar þessir nema um fjórðungi af öllum beinum verkframkvæmdum við Blönduvirkj- un. Verktakarnir munu fljótlega hefja framkvæmdir á staðnum. Tilboð í jarðgangagerð og neð- anjarðarstöðvarhús voru opnuð 2. mars sl. Tekið hefur verið tilboði lægstbjóðanda, Jernbeton A/S, Noregi, og Ellerts Skúlasonar hf., Njarðvík, og er upphæð viðkom- andi verksamnings kr. 385.731.523,-. Á þessu ári verður fyrst og fremst unnið við gerð að- komuganga og er áætlað að kostn- aður við þennan verksamning verði kr. 75,0 milljónir á árinu. Skiladagur fyrir verkhlutann í heild er 1. júní 1989. Tilboð í botnrás Blöndustíflu voru opnuð 20. júlí sl. Tilboði lægstbjóðanda, Arnardals sf., Kópavogi, og óla Þ. Óskarssonar, Garðabæ, hefur verið tekið og er upphæð viðkomandi verksamn- ings kr. 55.000.400,-. Á þessu ári er ráðgert að vinna fyrir kr. 18 millj- ónir við þennan verkhluta og er meginverkefnið að sprengja botn- rásarskurð. Á næsta ári verður lokuvirki steypt, og er skiladagur fyrir allan verkhlutann 1. desem- ber 1985. Undirverktakar við þetta Svar norska utanríkisráðuneytisins við mótmælum íslenskra yfirvalda: Ekki rétt að draga afla Dana frá kvóta Noregs Utanríkisráðuneytinu hefur borist skeyti frá norskum yfirvöldum vegna mótmæla íslenskra stjórn- valda við veiðum danskra loðnu- skipa á svæðinu milli Jan Mayen og Grænlands. íslenska sendiherranum í Osló var formlega afhent svarið í gærmorgun. Ólafur Egilsson skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu upplýsti í samtali við Morgunblaðið að í yf- irlýsingunni ítreki Norðmenn skoðun sína að miðlína skuli skipta hafsvæðinu milli Jan May- en og Grænlands en Danmörk krefjist 200 mílna lögsögu frá Grænlandi. Þetta ágreiningsefni þjóðanna hafi enn ekki verið til lykta leitt og eftirliti á svæðinu sé háttað þannig að ekki komi til árekstra milli þeirra. f svarinu er þó tekið skýrt fram að norsk yfir- völd telji það sitt hlutverk að halda uppi lögsögu við Jan Mayen. Hvað varðar fiskveiðar frá miðlín- unni að eynni segir að Norðmenn andmæli því að aflamagn Dana sé dregið frá norska hluta loðnukvót- ans, eins og um hann sé samið milli fslands og Noregs, því að dönsku veiðarnar byggist ein- göngu á ákvörðun Efnahags- bandalagsins þar að lútandi, en ekki samningi. Að lokum er árétt- að að sá ágreiningur sem nú ríki sýni hve mikilvægt sé að samning- ar takist milli fslendinga, Norð- manna og Efnahagsbandalagsins á skiptingu veiða loðnunnar. Jafnframt svari norsku yfir- valdanna bárust Mbl. athuga- semdir frá blaðafulltrúa norska utanríkisráðuneytisins Geir Grun varðandi svar ráðuneytisins. Þar segir m.a: „Noregur vísar á bug að afli danskra loðnuskipa, á um- deilda svæðinu milli Jan Mayen og Grænlands, verði dreginn frá hlut Norðmanna í loðnuveiðisamning- um Noregs og íslands. Loðnukvóti ákveðinn af Efnahagsbandalaginu án samráðs við Noreg er alveg óviðkomandi norskum fiskveiðum. fslenskum stjórnvöldum skal Ummæli blaðafulltrua norska utanríkisráðuneytisins: „Motsögn í svari hans — segir Geir Hallgrímsson U „ÉG TEL ekki rétt að svara nafna mínum, Geir Grun blaðafulltrúa norska utanríkisráðuneytisins, á þessu stigi málsins", svaraði Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, þegar Morgunblaðið innti hann eftir athugasemdum Grun sem birtast í blaðinu í dag, um deilu Norðmanna, Dana og íslendinga við Jan Mayen. „Það vekur hins vegar athygli að blaðafulltrúanum ber engan veginn saman við opinbert svar ráðuneytisins hvað varðar lög- gæslu milli Grænlands og eyjar- innar. Hann segir að Noregur sé ekki skyldur til að hafa eftirlit með hinu umdeilda svæði, en hins vegar er skýrt tekið fram í bréfi ráðuneytisins að lögsaga þar sé einungis f höndum norskra yfirvalda. Ef Norðmenn hafa tekið að sér lögsögu á títtnefndu hafsvæði þá ber þeim skylda til að gæta rétt- ar þeirra sem þar eiga hags- muna að gæta, bæði fslendinga og Norðmanna. Því hlýtur að vera ljóst að ef þeim tekst ekki að halda uppi löggæslu er rétt að draga fiskveiðar þriðja aðila, í þessu tilviki Dana eða Færey- inga, frá kvóta þeirra," sagði utanríkisráðherra að lokum. verk eru Ræktunarsamband Flóa og Skeiða vegna sprengivinnu og Loftorka sf., Borgarnesi, vegna steypuframleiðslu. Vegna þess hve umræddar framkvæmdir fara seint af stað, verður varið nokkru lægri fjárhæð til þeirra í ár en gert hafði verið ráð fyrir í framkvæmdaáætlun Landsvirkjunar. einnig vera ljóst að fiskveiðar Dana og Norðmanna milli Græn- lands og Jan Mayen er óviðkom- andi samningum um miðlínu haf- svæðisins milli fslands og eyjar- innar. f þeim er hvergi nefnt að Noregur skuli hafa löggæslu á fyrrnefndu svæði og því geti norska utanríkisráðuneytið ekki fallist á kröfu fslendinga, að norsk eftirlitsskip reki þaðan skip Dana eða annarra þjóða." Norska utanríkisráðuneytið neitar því að Danir og Norðmenn semji bak við tjöldin um loðnu- veiðar á títtnefndu hafsvæði. Þó er skýrt tekið fram að viðræður séu stöðugt í gangi til að ná samn- ingum. Þjóðirnar vilji fyrir alla muni komast hjá loðnustríði við Jan Mayen, og skilningur ríki um löggæslu þar, þannig að norsk eft- irlitsskip hafi einungis leyfi til að skipta sér af norskum skipum og dönsk eftirlitsskip af samlöndum sínum. Hvað viðvíkur tregðu Norð- manna til leggja deiluna um haf- svæðið milli Grænlands og Jan Mayen í gerðardóm svarar Geir Grun: „Hingað til hafa norsk yfir- völd vonast til að deilumálið leyst- ist við samningaumleitanir þjóð- anna. Uns allar leiðir til lausnar hafa verið reyndar, vill Noregur ekki vísa málinu til alþjóðagerð- ardóms, og við teljum að góðir möguleikar séu á því að ná samn- ingum með áframhaldandi við- ræðum.“ MorgunblaJiS/ól.K.M. Sóley vekur athygli „Þetta er í fyrsta skipti í fimm þúsund ára sögu stólsins, sem maður hefur dottið ofan á þessa hugmynd og þið getið verið hreyk- in af því, að hann er landi ykkar," saðgi Dieter Kusch (t.v.), fram- kvæmdastjóri þýska húsgagna- fyrirtækisins „Kusch & Co.“, þeg- ar Sóleyjarstóll Valdimars Harðarsonar var kynntur á blaðamannafundi hjá Epal hf. í gær. Stóllinn hefur vakið mikla athygli erlendis og hið þýska fyrirtæki hefur nú hafið fjölda- framleiðslu á honum. Sjá viðtal við Valdimar Harðarson á mið- opnu í dag. Annar fundur BSRB og ríkisvaldsins Ríkissáttasemjari hefur boðað til samningafundar með Bandalagi starfsmanna ríkis og beja og sam- ninganefnd ríkisins, næstkomandi fimmtudag klukkan 14.00. Einn fundur hefur verið með deiluaðilum hjá ríkissáttasemjara áður, en hann var árangurslaus. Ríkissáttasemjara ber skylda til að boða til fundar innan halfs- mánaðar frá síðasta fundi, óski hvorugur deiluaðila eftir fundi innan þeirra tímamarka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.