Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1984 21 Sprenging á flugvelli Brak fjarlægt á Madras-flugvelli eftir hina miklu sprengingu á dögunum þegar 32 létu lífið. Nú skal blásið í hugsjónaglæðurnar Moskvu, 10. ágúst. AP. HÁTTSETTUR íélagi í miðstjórn Komsomol, æskulýðssamtaka kommúnistaflokksins, lagði í dag fram álitsgerð þar sem hvatt er til þess, að kynt verði betur undir hug- sjónaeldi ungra stúlkna og kvenna og aukin áhersla lögð á starf þeirra fyrir flokkinn. Viktor Mishin, aðaðlritari Komsomol, lagði skýrsluna fram á miðstjórnarfundi samtakanna í dag og er þar lögð megináhersla á stóraukna hugsjónafræðslu meðal ungs fólks, einkum þó ungra stúlkna og kvenna. Segir, að nauð- synlegt sé að auka kommúníska fræðslu, efla þjóðerniskennd og koma í veg fyrir óæskileg áhrif kristinnar trúar og vestrænna viðhorfa. Kommúnistaflokkurinn og frammámenn hans hafa að undan- förnu borið sig illa vegna fallandi gengi hinnar kommúnísku trúar meðal æskunnar og virðist skýrsla Mishins miðstjórnarmanns vera tilraun til að klóra eitthvað í bakkann í þessum efnum. Kínverjar á mannfjölgunarráðstefnunni: Mótmæla afstöðu Bandaríkjamanna Peking, 10. á|(Ú8t AP. FULLTRÚAR Kína á mannfjölgun- hvertja til né fjármagna fóstur- börn en eitt. Þeir sögðu að á næstu arráðstefnunni í Mexíkó sögðu í dag að afstaða Bandaríkjanna til fólks- fjölgunarvandamálsins í heiminum væri tilraun til að troða skoðunum sínum upp á aðra. Fulltrúi Bandaríkjanna, James Buckley, sagði á ráðstefnunni að vandamálið mætti rekja til fjár- hagsáætlana þróunarríkjanna og sagði að framlag Bandaríkjanna til lausnar málinu mætti ekki eyðingar. Kínverjar voru ekki alls kostar ánægðir með þessi orð bandarfska fulltrúans, og sögðu að Bandaríkin vildu ráða fjárhagsaðgerðum ann- arra þjóða. Þeir sögðu að Kína hefði alla tíð verið fylgjandi getn- aðarvörnum, fóstureyðingum og ófrjósemisaðgerðum sem ráðum við of hraðri mannfjölgun og hvet- ur ungt fólk til að eiga ekki fleiri árum væri búist við „barna- sprengingu" í Kína, þar sem um 11 milljónir ungra para væru að komast á giftingar- og barneigna- aldur og því yrði þjóðin að vera samhent við að halda mannfjöld- anum í skefjum, svo þjóðin verði ekki gjaldþrota ög hægt sé að sjá öllum fyrir nauðþurftum. Sveifyfir landamœrin Tékkneskur verkfræðinemi flúði nýlega til Austurríkis í þessari litlu flugvél. Hann er af ætt kunnra vfsindamanna og flugvélin þykir mikil völundarsmíði. Hann vann að undirbúningi flóttans í eitt ár. f j-a: ’ „Þátttakan sýnir sjálfstæði okkar“ — segir rúmenskur embættismaður í viðtali við Los Angeles Times Skæruliði í El Salvador fyrir framan tvo brennandi flutningabfla sem ráðist var á á strandvegi tæpa 100 km suðaustur af höfuðborginni San Salvador, skammt frá Ceiba Gacha. Ekkert samkomu- lag um aukaaðstoð til E1 Salvador Los Angeles, 10. ágúst AP. „RÚMENSKA ólympíuliðinu hefur vegnað vel á sumarleikunum, en við, sem erum Austur-Evrópuþjóð, tók- um ekki þá ákvörðun að fara til Los Angeles til þess að sækja þangað gull. Þátttakan sýnir sjálfstæði okkar gagnvart Sovétmönnum," er haft eftir háttsettum rúmenskum cmbættismanni. „Við höfum gert ýmislegt til þess að vekja athygli á þessu á undanförnum árum, en enginn virðist hafa tekið eftir því. Nú ef- ast enginn um það lengur," hefur Los Angeles Times eftir embætt- ismanninum, sem ekki vildi láta nafns síns getið. Hann sagði við blaðið, að sú ákvörðun Sovétmanna að hunsa leikana væri „algjörlega pólitísk". Viðtalið fór fram á miðvikudag, daginn eftir blaðamannafund sem rúmenska ólympíuliðið og farar- stjórar þess tóku þátt í í ólympíu- þorpinu, þar sem vikist var undan að svara spurningum sem voru stjórnmálalegs eðlis. Náðanir í Rúmeníu Búkarent, 10. ágúst. AP. RÚMKNSKA rfltisstjórnin hefur skýrt frá því, að ýmsum fóngum, sem dtemdir höfðu verið í allt að flmm ára fangelsi. Los Angeles: Waxhinglon. 10. ágúst. AP. NEFND skipuð fulltrúum úr báð- um deildum bandaríska þingsins, sem finna átti lausn á deilum þingdeildanna um aukna hernað- araðstoð við El Salvador, komst ekki að samkomulagi um málið. Afleiðingin verður sú að deila þingdeildanna verður tekin fyrir á sameiginlegum fundi beggja deilda. Þingmennirnir í nefndinni höfðu áður samþykkt að standa fast við upphaflega ákvörðun fulltrúadeildarinnar um að hafna málamiðlunartilboði öld- ungadeildarinnar. Tilboð öldungadeildarinnar var á þá leið að fjárupphæðin yrði lækkuð úr 117 milljónum dala í 90 milljónir. Búist er við hörðum deilum. Málið var sent nefndinni þar sem tillagan var felld í fulltrúa- deildinni þar sem demókratar hafa meirihluta, en samþykkt í öldungadeildinni, þar sem repú- blíkanar hafa meirihluta. Dró í hálfan mánuð að tilkynna 46 þús. dollara þjófnað Loh Angeles. SAUDI-ARABÍSKUR embættismað- ur, sem tilkynnti lögreglunni, að stolið hefði verið frá honum 46.000 dollurum f reiðufé á flugvellinum hér í Los Angeles, viðurkenndi jafn- framt, að það hefði dregist hjá hon- heföu verið gefnar upp sakir í tilefni af því, a* 40 ár eru liðin síðan kommúnistar komust til valda í landinu. Af tilkynningu Agerpres, hinnar opinberu fréttastofu, mátti ekkert ráða um það hvort pólitískir fangar væru hér á meðal eða hve margir yrðu látnir lausir. Var sagt, að rfkisráðið og Nicolae Ce- ausescu, forseti, hefðu haft frumkvæði að sakaruppgjöfinni til að minnast „byltingarinnar gegn fasistum og heimsvaldasinnum" árið 1944. Nær hún ekki til þeirra, sem hafa framið alvarlega glæpi, eins og t.d. manndráp eða skemmdarverk á eignum ríkisins, en sumir þeirra, sem höfðu verið dæmdir til skammrar vistar f vinnubúðum eða til „endurhæfingar", fengju að fljóta með. um í hálfan mánuð að kæra verknað- inn, vegna þess hve upptekinn hann hefði verið. William Booth, lögregluforingi í Los Angeles, sagði'að þjófnaður- inn hefði verið framinn 21. ágúst sl. þegar A1 Abdullatis, en svo heitir Saudi-Arabinn, hefði beðið komu saudi-arabísku ólympíu- sveitarinnar á flugvellinum, í því skyni að heilsa upp á íþrótta- mennina. Hann sagði lögreglunni, að síð- an hefði hann verið svo önnum kafinn við að fylgjast með leikun- um, að honum hefði ekki gefist tóm til að tilkynna um þjófnaðinn. Nicolae Causescu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.