Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1984 7 LaunaskriÖið staíar af erlendum lántökuni — segir Magnús Gunnarsí „Á sama tíma og gengið lækkar um 21%, eða á tímabilinu frá því f maí 1983 og fram í júní 1984, hafa laun hækkað um 22,5% og þá er ekki tekið tillit til þess launaskriðs í ákveðnum atvinnugreinum sem óumdeilanlega hefur orðið. Það launaskrið á fyrst og fremst rætur sínar að rekja til þeirrar staðreyndar að ríkisstjórninni hefur mistekist að halda utan um rikisfjármálin og pen- ingamálin með stjórnleysi sínu á þessu sviði og launaskriðið helgast af erlendum lántökum, en ekki af raunverulegri verðmætaaukningu,“ sagði Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, í samtali við Morgun- blaðið um viðhorf vinnuveitenda til þeirra kjarasamninga sem nú eru að fara í hönd. „Kostnaður innanlands hefur þannig að þessu ieyti orðið umfram það sem gengisþróunin hefði gefið tilefni til, auk þess sem um verð- lækkun hefur verið að ræða á öllum helstu fiskmörkuðum okkar og út- litið framundan hvað þá snertir dökkt. VSÍ mun leggja á það ríka áherslu i komandi samningum að aðildarfélögin standi þétt saman og að vinnuveitendur komi fram sem einn maður i samningunum, svo sá' árangur sem náðst hefur glatist ekki, áður en hann fer að skila árangri að fullu. Sporin frá sól- stöðusamningunum 1977 hræða, en þá misstu menn tökin á samninga- málunum, með þeim afleiðingum sem allir þekkja. Það er fyrst núna sem okkur er að verða fært að i, framkvæmdastjóri VSÍ Magnús Gunnarsson leggja raunhæft mat á stöðu fyrir- tækja. Áður hvarf allt í verðbólgu- móðuna og það væri illa farið ef aftur á að kalla verðbólguholskeflu yfir þjóðina, um það bil sem þær fórnir sem færðar hafa verið fara að skila árangri," sagði Magnús. „Verkalýðshreyfingin miðaði við það í samningunum í vetur að kaup- máttur fjórða ársfjórðungs siðasta árs myndi haldast og við munum standa við þá samninga gagnvart þeim sem ekki sögðu samningunum upp, þrátt fyrir þá erfiðleika sem við er að glíma. Að sjálfsögðu munu þeir sem sögðu upp samningum ekki fá þau 3% sem umsamin voru 1. september og það skýtur meira en lítið skökku við, að sagt skuli upp samningum á þeirri forsendu að 4% kaupmáttarrýrnun hafi orð- ið, og jafnframt fara fram á launa- hækkanir sem skipta mörgum tug- um prósenta," sagði Magnús einnig. „Menn verða að horfast í augu við staðreyndir. Ég viðurkenni fúslega að aðstæður eru erfiðar hjá ein- staklingum og heimilum, en það er lífsspursmál fyrir þjóðina að ekki verði farið út i aðgerðir andstæðar þeirri þróun til jafnvægis sem við höfum mátt sjá undanfarna mán- uði. Lækkun verðbólgunnar er for- senda þess að hægt sé að koma með frambúðarlausnir á ýmsum hlutum í efnahagsmálum hér á landi. Kjarni málsins er að nálgast málin út frá réttum forsendum. Á árabil- inu 1970—1983 hækkuðu kauptaxt- ar um yfir 7000%, en á sama tíma rýrnaði kaupmáttur þeirra um 9%. Um raunverulega kjarabót getur ekki verið að ræða fyrr en lausn finnst á þeim grundvallarvanda- málum atvinnuveganna sem við er að glíma. Því skora ég á menn að setjast að samningaborðinu með því hugarfari að semja um raun- verulegar kjarabætur í stað þess að vera með yfirboð á yfirboð ofan sem ekki eiga sér nokkurn stað i raun- veruleikanum. Við verðum að reyna að slíðra sverðin og leita leiða sem skila okkur eitthvað fram á við. Það er ekki markmið neins vinnuveit- anda að halda launum starfsfólks síns niðri, heldur þvert á móti stefna allir góðir vinnuveitendur að því að kjör starfsmanna þeirra megi vera sem best. Því hljótum við að leita að raunverulegri kjarabót og getum ekki sæst á kröfugerð sem á við ímynduð rök að styðjast," sagði Magnús Gunnarsson að lok- um. Morgunblaíið/Martin Holmes Keppendurnir sem hafa nær tryggt Audi-bílaverksmiðjunum heimsmeistara- titilinn, (f.v.) ökumennirnir Hannu Mikkola heimsmeistari '83, Walter Röhrl, Stig Blomqvist, og aðstoóarökumennirnir, Christian Geistdorfer, Björn Cederberg og Arne Hertz. Heimsmeistarakeppnin í rallakstrí: Svíinn Blomqvist nálgast titilinn SVÍINN Stig Blomqvist hefur nær tryggt sér heimsmeistaratitil rallöku- manna eftir sigur í argentísku al- þjóðarallkeppninni sem lauk um sl. helgi. Blomqvist ók Audi Quattro og kom rúmum þrem mínútum á undan félaga sínum hjá Audi, heimsmeist- aranum Hannu Mikkola, í mark. Þriðji varð Argentínumaðurinn Jorge Recalde einnig á Audi Quattro, tæpum tveim mínútum á eftir Mikkola. Með þessum árangri eru Audi- bílaverksmiðjurnar skrefi nær heimsmeistaratitli bílaframleið- enda með 114 stig, Lancia hefur 86 stig, Renault 61 og Toyota 38. Þrjár keppnir eru enn eftir af tíu í stigagjöf til bllaframleiðenda en fjórar til heimsmeistaratitils öku- manna. Sjö bestu úrslit gilda til stigagjafar og því er allt útlit fyrir að Stig Blomqvist verði heims- meistari ökumanna og Audi heimsmeistari bílaframleiðenda. Lancia sem veitti Audi harða keppni um heimsmeistaratitilinn á tímabili sendi ekki keppendur til Argentínu og vann Audi því auð- veldan sigur. Eru Blomqvist og Mikkola ökumenn Audi í tveim efstu sætunum til heimsmeistara ökumanna með 103 og 86 stig, en Finninn Marrku Alen á Lancia er þriðji með 75 stig og á nú litla möguleika á titlinum. G.R. EIMSKIP * P0LLAM0T Eimskips og KSI 'Vkjum': Ugu,n EIMSKIP * Úrslit fara fram í dag laugardag og hefjast kl. 10. Leikirnir fara fram á svæöinu milli Laugar- dalsvallar og Sundlaugar. Sjálfur úrslitaleikurinn verður síðan leikinn kl. 18.00. Verölaunaafhendingin fer síðan fram á % leik KR og Liverpool en Eimskip býöur öllum þátttakendum mótsins á leikinn. V*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.