Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1984 3 Blaut nótt í Laugardalnum — nokkrir tjald- búar teknir tali „Við komum til landsins fyrir þremur vikum og höfum verið á hringferð um landið," sögðu þau Klaus, Reinhard, Werner og Anita frá Þýskalandi er blm. Mbl. ræddi við þau í rigningu og bleytu á tjald- stæðunum í Laugardalnum í g*r. „Við komum hingað á tjaldstæðin í gær og í gærkvöldi hengdum við svolítið af fötum út á snúru til að þvo í rigningunni,“ sögðu þau og virtust bara ánægð með hugmyndina. „Nei, nei, blessuð vertu, rigningin truflar okkur ekkert,“ segja þau aðspurð. „Það er bara hressandi. Því verður samt ekki neitað að það verður nokkuð kalt í tjaldinu þegar grasið er allt blautt, en við sváfum öll vel í nótt“ Heföi farið á gistiheimili Næstan hittum við að máli Klaus Bikar, sem var að taka tjaldið sitt niður. Klaus er frá Þýskalandi. Hvernig svafst þú í nótt? „Ég svaf alveg ágætlega, ég kom hingað bara til að gista eina nótt, því ég er á leiðinni til Detroit í dag. Eg kom hingað um eftirmið- daginn í gær en hefði ég vitað fyrirfram hvernig veðrið yrði, hefði ég nú farið á gistiheimili. Jæja, ég verð að drífa mig, því vél- in til Bandaríkjanna fer eftir rúma tvo tíma. Bless og hafið það gott í votviðrinu!" Tók svefnpokann út og svaf í varðskýlinu Robart Hiizer frá Hollandi er eig- andi þess tjalds sem varð hvað verst úti í Laugardalnum í rigningunni miklu síðasta sólarhring. (Mynd af Robart við tjald sitt er á baksíðu Mbl. í dag.) Hann sá sér ekki fært að sofa í tjaldi sínu um nóttina og fékk því gistingu í varðskýlinu á staðnum. „í gærkvöldi var það Ijóst að ég gæti ekki sofið í tjaldinu mínu, svo ég tók út svefnpokann og annað sem ég vildi ekki að blotnaði. Ég fór svo inn í varðskýli og fékk mér kaffisopa hjá Kristjáni tjaldstæðis- verði, sem bauð mér að sofa í skýl- inu,“ segir Robart á ágætri íslensku, en hann hefur oft verið hér á landi og talar málið ágætlega. Hann segist fyrst hafa komið til landsins sumarið 1974. „Þá sagði mér maður i Hollandi að hann hefði farið til íslands og það væri mjög áhugaverður staður. Eg kom þá hingað með kærustunni minni og okkur þótti mjög gaman hér. Við fórum í miklar gönguferðir, gengum fyrst til Hvalfjarðar, svo til Þingvalla og héldum svo áfram gangandi að Laugarvatni, Hauka- dal og síðan að Skálholti. Að end- ingu gengum við til Selfoss og tók- um svo rútu þaðan til Reykjavík- ur. Síðan þá hef ég komið nokkr- um sinnum og var meðal annars uppi i fjöllum i nágrenni við Vopnafjörð í fjóra og hálfan mán- uð. Það var árið 1980, þegar ég var að undirbúa mig fyrir doktorsrit- gerð í líffræði, en ég skrifaði um fjallajurtir. Þá bjó ég einmitt í sama tjaldi og núna. Þetta er mjög gott tjald, skal ég segja þér!“ Ertu einn á ferð núna? Úrkomumet á einum sólarhring í ágústmánuði GRÍÐARMIKIL úrkoma var í gær og að sögn Markúsar Á. Ein- arssonar veðurfræðings hefur úr- koma ekki mælst meiri í ágúst- mánuði. „Úrkoma mældist 42,4 milli- metrar frá klukkan níu að fimmtudagsmorgni til klukkan níu að föstudagsmorgni og er þetta úrkomumet á einum sól- arhring í ágústmánuði frá því að mælingar hófust og i Reykjavík er þetta fimmta mesta sólarhringsúrkoma frá upphafi mælinga, óháð mánuð- um.“ -En víkjum að veðurhorfum næstu sólarhringa. „Á morgun, laugardag, verð- ur suðvestanátt, skúrir sunnan og vestan til, en góðviðri norð- austan- og austanlands. Aðfaranótt og fyrri hluta sunnudags verður gögnum samkvæmt suðlæg átt og vfð- ast hvar samfelld rigning, nema helst á Norðausturlandi, en seinni hluta sunnudags breytist vindátt til suðvesturs og verður þá svipað veður og á laugardag. Fyrstu daga eftir helgi má búast við suðvest- lægri átt. Með öðrum orðum, því miður fyrir okkur á Suður- og Vesturlandi, engar breyt- ingar,“ sagði Markús Á. Ein- arsson að lokum. „Konan mín var með mér hérna, en hún fór heim í fyrradag. Ég er feginn því að hún skuli ekki hafa lent í rigningunni, henni hefði ör- ugglega þótt það leiðinlegur endir á sumarfríinu. En mér finnst þetta allt í lagi. Ég get sagt þér það, að mér var svo heitt í skýlinu, að ég varð að taka hitann af til að geta sofið!“ sagði þessi eldhressi Hollendingur og gat þess að lokum að næst langaði hann að koma að vetrarlagi til íslands. ViljiÖ þiö fá stæöið mitt? „Vantar ykkur tjaldstæði?" sagði Rainer Sinzig frá Þýska- landi er blaðamaður og ljósmynd- ari stikuðu holdvot í átt til hans, þar sem hann var að tína tjald- hælana upp úr votu grasinu. „Ég er að fara núna og þið getið fengið stæðið mitt ef þið viljið." Nei takk, en er það rigningin sem fælir þig í burtu? „Nei, nei, það er ekki vegna rigningarinnar. Hún skiptir ekki svo miklu máli. Ég er bara að fara aftur til Þýskalands í dag, en ég er búinn að vera á ferðalagi um land- ið og hafa það alveg ljómandi gott. Þið eigið fallegt land,“ sagði hann að lokum og brosti framan í ís- lenska sumarregnið. Þau Klaus, Reinhard, Werner og Anita hengdu föt út á snúru og þvoðu í rigninglinili. MorKunblaðið/Július. Þvoum upp í rigningunni „Hæ,“ sögðu bresku feðgarnir Darrel og Timothy Jones og voru hinir hressustu. „Við erum að nota rigninguna til að þvo upp, eins og þið sjáið. Það er nú meira hvað hún er hressandi þessi rigning!" Hvað hafið þið þekkt hana lengi? „Frá því á mánudag, en þá kom- um við til landsins. Það er nefni- lega allt að því ólíft á Englandi núna, vegna þess að það er svo heitt þar. Ég hata hita, en kann ágætlega við kulda og sérstaklega rigningu," segir Darrel. „Mér dett- ur til dæmis ekki í hug að fara til sólarlanda í frí, það er miklu skemmtilegra að koma til landa eins og Islands og skoða náttúr- una, en að liggja eins og skata á sólarströnd.“ Hvað verðið þið lengi hérna? „Við förum til Akureyrar í dag, en ætlum að ferðast um landið næstu tvær vikur áður en við för- um aftur í hitann á Englandi." &e hatð'0 a\ Meöö » r I.I..4 -.41AV4T Hinir frábæru break-dansarar THE MAGNIFICENT FORCE koma fram og dansa á sinn frábæra hátt. Þaö eru einmitt The Magnificent Force sem dansa í break myndinni sem Háskóla- bíó sýnir um þessar mundir, Beat Street. BREAK-DANSKEPPNI fyrir fólk á öllum aldri — 2ja — 70 ára. Verðlaun veröa veitt og dómarar veröa The Magnificent Force og Hollywood breakers. Þátttakendur skrá sig viö innganginn. H0LLYW00D BREAKERS einnig fram og sýna listir sínar. koma Húsið opnað kl. 13. Aöeins þetta eina sinn. Ekkert aldurstakmark. Verö aögöngumiða kr. 180.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.