Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGOST 1984
19
BensínverÖ og skattar
eftir Grétar H.
Óskarsson
Ríkið tekur í sinn hlut 60% af
verði hvers lítra af bensíni. Þykir
víst flestum langt gengið í þeirri
skattheimtu og bensínverð hér á
landi er með því hæsta í heimi.
Víð bíleigendur eigum þó til
allrar hamingju skelegga tals-
menn, þar sem eru m.a. Félag ís-
lenskra bifreiðaeigenda, til þess
að mótmæla kröftuglega, draga
Aðalfundur
Sambands
vestfirskra
kvenna
Aðalfundur Sambands vestfirskra
kvenna var haldinn á Flateyri 30.
júní og 1. júlí síðastliðinn.
Gerðar voru samþykktir um
samgöngumál og óréttlæti í
skattlagningu hjóna. Tekið var
undir áður framkomnar sam-
þykktir varðandi lækkun á raf-
orkuverði til heimilanna. Fundur-
inn lýsti yfir ánægju sinni með
það fræðslustarf sem fram fer í
húsmæðraskólanum ósk á fsa-
firði. Fundurinn flutti Ragnari W.
Ragnar, skólastjóra þakkir fyrir
brautryðjendastarf á sviði tónlist-
armála. Áð lokum skoraði fundur-
inn á heilbrigðisráðuneytið að
auka fræðslu um skaðsemi fíkni-
efna.
Aðalfundur
Sambands
sveitarfélaga
á Austurlandi
Aðalfundur Sambands sveitarfé-
laga í Austurlandskjördæmi verður
haldinn í 18. skipti á Höfn f Horna-
firði dagana 24. og 25. ágúst nk.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa verður flutt framsöguerindi
um stöðu verk- og tæknimenntun-
ar á Austurlandi og kynnt verður
skýrsla um tillögur um samgöngu-
kerfi, skipulag samgangna og
flutningaþjónustu á Austurlandi.
Fundargestum er bent á gist-
ingu að Hótel Höfn á meðan pláss
leyfir. Að öðru leyti verður fund-
argestum séð fyrir gistingu ann-
arsstaðar.
ns
fram samanburð við önnur lönd og
berjast fyrir lækkun bensínverðs.
En þótt bíleigendur eigi sér
góða talsmenn í baráttunni við
kerfið, þá er því miður annar hóp-
ur í þjóðfélaginu, sem á sér tals-
menn fáa, fávisa eða furðulega,
svo ekki sé meira sagt. Ég á hér
við stærsta hóp landsins, að bíl-
eigendum kannske undanskildum,
en það eru launþegar.
Enginn skeleggur talsmaður
launþega stigur fram og mótmælir
kröftuglega að þeir þurfi að greiða
allt að 60% af hverri aukakrónu
launa sinna i beina skatta. Enn
frekari ástæða væri þó til þess að
mótmæla því en skattlagningunni
á bensfnið, þvi bensinskattinn
verða allir að greiða sem bensín
nota, en hitt vita allir sem vilja
vita það, að ekki greiða allir fulla
skatta af tekjum sínum.
Verðbólgan náðist niður á
kostnað launþega. Nú sætta laun-
þegar sig ekki við, að ríkisvaldið
skuli enn vega að þeim og stór-
hækka beina skatta. Launþegar
eru búnir að fá skattseðilinn með
kveðju frá Alþingi og finna nú og
sjá, hversu mikið greiðslubyrði
skatta hefur aukist eftir að verð-
bólgan náðist niður og hjálpar
þeim ekki lengur að greiða skatt-
ana.
En hvað gera forystumenn
launþega? Ekki orð um það, að
launþegar þurfi að greiða allt að
60% af hverri aukakrónu i skatta,
heldur er krafist 30% kauphækk-
unar á línuna, sem getur ekki þýtt
annað en a.m.k. 30% verðhækkun
í landinu. Launþegar myndu hins
vegar ekki halda eftir nema 12%
af „launahækkuninni" og hið
opinbera tæki 18%. Launþegar
yrðu því mun verr settir en áður,
ef kröfur forystumanna launþega-
samtakanna næðu fram að ganga.
Það yrði launalækkun fyrir allan
þorra launþega.
Með afnámi tekjuskattsins
strax í dag myndi öllum launþeg-
um veitast umtalsverðar kjara-
bætur, án þess að það kostaði
verðbólgu, án þess að það kostaði
atvinnurekendur neitt og án þess
að ríkissjóður yrði af neinum tekj-
um. Þvert á móti myndu tekjur
hins opinbera aukast, því starfs-
menn skattsins gætu þá einbeitt
sér að skattsvikum og undan-
drætti söluskatts einstaklinga og
fyrirtækja.
Grétar H. Óskarsson
„Meö afnámi tekju-
skattsins strax í dag
myndi öilum launþegum
veitast umtalsveröar
kjarabætur, án þess aö
þaö kostaöi veröbólgu,
án þess aö þaö kostaöi
atvinnurekendur neitt
og án þess að ríkissjóð-
ur yrði af neinum tekj-
um.“
Á sama tima og skatturinn,
samkvæmt lögum og sínum
starfsreglum, er með fjölda
starfsmanna að eltast við að reyta
þúsund krónur af þessum laun-
þega, neita öðrum um frádrátt
fyrir ungling i skóla eða önnur
álíka smáatriði, þá blasa sölu-
skattssvik og undandráttur á tekj-
um við hver sem litið er i þjóðfé-
laginu.
Nú þegar forystumenn launþega
lyfta ekki litla fingri þeim til
varnar í skattamálum (jafnvel
launþegar með tekjur undir lág-
markstekjum sleppa ekki við
skattinn), mætti ætla að kjörnir
fulltrúar þjóðarinnar, alþingis-
menn, gerðu eitthvað þeim til
varnar og réttlætis, einkum þeir
sem telja sig hafa önnur markmið
en hag launþega í huga. öreiga-
fulltrúarnir bitu líka alveg haus-
inn af skömminni siðast þegar
þeir sátu í ríkisstjórn og fóru allt í
einu að taka mark á ruglinu í
sjálfum sér og greiddu láglauna-
bætur eftir skattframtölum!
Niðurstaðan varð auðvitað sú, að
forstjórarnir og þvottakonurnar
fengu bætur en aðrir ekki.
En hvernig er með með ykkur
hina alþingismenn? Eiga launþeg-
ar enga talsmenn?
Grétsr H. Óskarsaoa er flugvéla-
verkfrædiagur.
Geðhjálp með
námskeið
gegn streitu
Geðhjálp, Bárugötu 11, mun halda
námskeið þann 18. ágúst, þar sem
fengist verður við hvernig best er
brugðist við streitu.
Geðhjálp hefur skrifstofu sína
opna frá kl. 13 til 15 og gefst þeim
sem þörf hafa á að ræða við ein-
hvern að líta inn eða hringja i
sima 25990.
Geðhjálp hefur opið hús á
fimmtudagskvöldum kl. 8 til 11 og
á laugardögum og sunnudögum
frá kl. 14 til 18.
^glýsinga-
síminn er 2 24 80
Kanntu táknmál næturlífsins 1
YPSÍLON
ÖLKRÁ:
VÍNLISTI:
MATSEÐILL:
MIÐNÆTUR
MATSEÐILL:
DISKÓTEK:
Alþjóðlegt fyrirbæri.
Nú loksins I Kópavogi.
Skrá yfir lystauka og borðvín
(hvít og rauð) af ýmsu tagi.
Skrá yfir ómótstæöilega
forrétti, aðalrétti og eftirrétti.
Sjaldgæfur, en ómissandi
þáttur í næturiífinu.
Snúningsaöstaöa fyrir alla.-
Lengi tekur gólfiö við,-
BORÐAPANTANIR: Wá okkur tekur
yfirþjónninn við
pöntunum í síma 72177
Veitingastadurinn YPSÍLON býöur uppá öll tákn næturlífsins.
Býður nokkur betur?
ölkráin opin i hádegi og frá kl. 18.00.
Diskótek opnar kl. 22.00 fyrir aöra en matargesti.
YPSILON
Smiójuvegi 14d, Kópavogi. Viö hliöina á Smiójukaffi.