Morgunblaðið - 13.11.1984, Side 19

Morgunblaðið - 13.11.1984, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984 19 Tónlistardagar Dómkirkjunnar Tónlist Jón Ásgeirsson Dagana 7., 10. og 11. nóvember voru haldnir í Dómkirkjunni f Reykjavík tónlistardagar og lögð áhersla i að kynna tónverk eftir Mendelssohn, auk þess sem frum- flutt var verk eftir Þorkel Sigur- björnsson, er hann samdi sérstak- lega fyrir Dómkórinn. Tónverkid heitir Aminning. Þvi miður gat undirritaður ekki verið viðstaddur tvo fyrri tónleikana og aðrir þeir, er oftlega hafa hlaupið i skarðið, sáu sér ekki fært að sækja þessa tónleika og þvi er rétt að biðja hlutaðeigendur velvirðingar á þessum aðstæðum, þvi sannar- lega hefði undirritaður óskað þess að mega njóta góðrar stundar með Dómkórnum og þeim listamönnum er lögðu þar hönd á plóginn. Síðustu tónleik- arnir voru sem fyrr segir sunnu- daginn 11. nóvember og var þar flutt tónlist eftir Mendelssohn, Þorkel Sigurbjörnsson, Knut Nystedt, Hummel og Hugo Distl- er. Auk Dómkórsins, undir stjórn Marteins H. Friðriksson- ar, tóku til hendi Gunnar Eyj- ólfsson, Orthulf Prunner, Hall- dór Vilhelmsson og Rúnar Ein- arsson. Tónleikarnir hófust á Sónötu nr. 1 eftir Mendelssohn, er Orthulf Prunner lék. Svo sem eins og flestar orgelsónötur Mendelssohn er þessi fyrsta orgelsónata ekki veigamikið verk. Flutningur Prunners var rösklegur, ekki nógu vel unninn, blátt áfram en án allrar fhugun- ar. Prelúdían og fúgan eftir Hummel er eitt af þeim verkum, sem næstum óþarft er að leika. Á tímum Hummels voru tón- skáld farin að telja sér vansæmd að því að hafa týnt niður þeirri list að semja fúgur og voru flest- ar tilraunir tónskálda til að endurvekja þessa list næsta aumkunarverðar. Prunner lék verk Hummels blátt áfram, enda ekki úr miklu að moða hjá Hummel. Kórinn flutti gamalt kórverk eftir Þorkel Sigur- björnsson, við 150. sálm Davíðs, Lofið Guð f Helgidómi Hans. I þessum dýrðarsöng notar Þor- kell ýmis hljóðfæri til að leggja áherslu á innihald textans. De profundis op. 54, eftir Nystedt, var næst á efnis- skránni. Þetta verk þarf að syngja með miklum glæsibrag til að gallar þess hverfi. Sú leik- ræna túlkun á neyðarópi úr und- irdjúpunum, sem áhersla er lögð á í þessu verki, er f raun tilraun til að gera tónlist að einhverju öðru en tónlist. Ef hljóðlfking er markmiðið, er hægt að ná þess- um „effektum" á miklu mark- vissari máta, allt að þvf „natúr- alistískum", án þess að nota sönghljóð, sem f raun firra þessa túlkun allri merkingu. Sfðasta verkið var Dauðadansinn eftir Distler og var textinn f þýðingu Hjartar Kristmundssonar lesinn af kórfélögum og Gunnari Eyj- ólfssyni leikara. í verkinu er sterk predikun og á milli leskafl- anna syngur kórinn undurfalleg- ar hugleiðingar. Það sleit verkið að nokkru í sundur, að kórinn söng frumtextann, en sjálfsagt er erfitt að setja fslenskan texta við kórverkið, þó slfkt hefði auð- vitað gert flutning verksins heil- steyptari. Lestur Gunnars og kórfélaganna var sannfærandi og án yfirdrifins leikaraskapar. Dómkórinn söng mjög þokkalega en það er eins og það vanti punktinn yfir „iið“ f samleik radda og söngtúlkun kórsins, án þess þó að það beinlfnis særi, það aðeins er ekki til staðar, þetta litla sem á vantar. Hvað sem þessu líður er lffleg starfsemi Dómkórsins til mikils sóma fyrir kirkjuna og rétt leið til að skapa Dómkirkjunni stöðu og álit á sviði tónlistar, gera kirkjuna að vettvangi tfðinda f listrænum efnum. Háskóla- tónleikar á morgun FJÓRÐU Háskólatónleikarnir i haustmisseri 1984 verða í Norræna húsinu í hádeginu tniðvikudaginn 14. nóvember. Flytjendur eru Anna Guðný Guðmundsdóttir, pfanó, óskar Ingólfsson, bassethorn, og Sigurð- ur I. Snorrason, klarinett. Flutt verður tónlist eftir Karl von Prandau, Norbert Burgmúller og Felix Mendelssohn Bartholdy. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og standa u.þ.b. hálftima. Hhití greinar- gerðar féll niður VIÐ birtingu greinargerðar frá ÍSAL í Morgunblaðinu 11. nóvember síð- astliðinn á bls. 40 og 41 féll niður einn töluliður greinargerðarinnar, sem er svohljóðandi: 5. Afskrift gengismunar, leiðrétting 2.637.000 bandarfkjadalir Aðferð ISAL við afskrift á geng- ismun hefur nú verið samþykkt af ríkisstjórninni f ofangreindu sam- komulagi. sparífjáreigenda Öryggislykill 1: Besta ávöxtun bankans. Nú 26,75% ársávöxtun. Sé Kaskó-reikningurinn án úttektar heilt vaxtatímabil, reiknast uppbót á vaxtainneign, sem samsvarar bestu ávöxtun sparifjár hjá bankanum á því tímabili. Ef lagt er inn á Kaskó-reikning eftir að vaxtatímabil er hafið og reikningurinn er síðan án úttektar næsta tímabil á eftir, reiknast vaxtauppbót allan spamaðartímann. Öryggislykill 2: Vörn gegn verðbólgu. Samanburður á kjörum verðtryggðra og óverðtryggðra reikninga er framkvæmdur mánaðarlega. Ef verðbólga eykst og verðtryggðir reikningar gefa bestu ávöxtun, þá fær Kaskó-reikningurinn sjálfkrafa þá ávöxtun. Engin fyrirhöfn eða flutningar á milli reikningsforma. Öryggislykill 3: Engin binding. Innstæða Kaskó-reiknings er alltaf laus til útborgunar án uppsagnar á reikningi. Ef tekið er út á vaxtatímabili fellur vaxtauppbót niður það tímabil en innstæðan heldur sparisjóðsvöxtum eftir sem áður. Kaskó-reikning má stofna og leggja inn á hvenær sem er. VÉRZIUNRRBRNKINN -vúuua ttteð þer l Bankastrxti 5 Húsi verslunarinnar, nvja miðbænum Umferðarmiðstöðinni v/Hrmgbraut Laugavegi 172 Grensásvegi 13 Arnarbakka 2 Varnsnesvegi 14, Keflavík Þverholti, Mosfellssveit

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.