Morgunblaðið - 13.11.1984, Side 62

Morgunblaðið - 13.11.1984, Side 62
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR13. NÓVEMBER1984 EVERTON vann sinn áttunda leik í röd á iaugardag er liöiö lagöi West Ham aö velli, 1K), í London, og hefur nú þriggja stiga forystu í 1. deildinni. Tíunda mark Adrian Heath í vetur — 12 mín. fyrir leikslok — færöi Everton stigin þrjú. Arsenal tapaði tveimur stig- um heima — geröi 1:1 jafntefli viö Aston Villa og Man. United fór því upp í annað ssstiö eftir 3:2 sigur ( spennandi leik í Leicester. i 2. deild er Oxford enn efst þrátt fyrir aö hafa glutraö tveimur stigum — liöiö komst í 2:0 gegn Shrewsbury en missti leikinn niöur í 2:2 jafntefli. i Skotlandi hefur Aberdeen þriggja stiga forskot á Celtic á toppnum. Þess má geta aö Wrexham — sem í miöri síöustu viku lék gegn ítalska stórveldinu AS Roma í Evrópukeppninni, tap- aöi á laugardaginn 1:2 í Darlington og er nú 91. í rööinni af 92 liöum í ensku deildarkeppninni! Jafn leikur West Ham átti í fullu tré viö Ev- # Englandsmeistarar Liverpool halda áfram að valda áhangendum sínum vonbrigðum. Liöið geröi jafntefli á heimavelli um helgina 1—1. lan Rush sem á myndinni sást leika á markvöröinn skoraöi eina mark liðsins en það dugöi ekki. Rush viröist þó vera aö komast í siH gamla góöa form. Áttundi sigur Everton í röö — og liðið hefur þriggja stiga forystu í 1. deildinni erton, en vörn gestanna var föst fyrir og kom í veg fyrir mörk West Ham framan af er liöiö sótti meira. Liöin sköpuöu sér reyndar ekki mörg marktækifæri í leiknum því varnir beggja voru mjög sterkar. Á 78. mín. kom svo eina markiö. Eftir skyndisókn komst Adrian Heath einn inn fyrir vörn West Ham — eftir góöan samleik Kevin Ratcliffe og Graeme Sharp. Tom McAllister, markvöröur West Ham, varöi fyrra skot Heath, sem var snöggur aö átta sig og sendi knöttinn strax til baka i markiö. Áhorfendur á Upton Park voru 24.089. Vítakóngurinn tryggöi United stiginl Gordon Strachan, skoski lands- liösmaöurinn sem Manchester Un- ited keypti frá Aberdeen í haust, hefur reynst liöinu vel. Hann er ör- ugglega ein öruggasta vítaskytta Evrópu um þessar mundir og á laugardag tryggöi hann United- liöinu sigur í annaö sinn á fjórum dögum meö marki úr vítaspyrnu á lokamínútum leiksins. Hann skoraöi gegn Leicester (3:2) er tvær mínútur voru eftir og á miövikudag skoraöi hann sigur- markiö (1:0) í Evrópukeppninni gegn PSV Eindhoven. A laugardag var þaö Alan Brazil sem skoraöi fyrst fyrir United á 25. mín. en lan Banks jafnaöi fyrir Leicester 11 mtn. síöar. Mark Hughes kom United yfir á ný á 59. mín. en Gary Lineker jafnaöi fyrir Leicester sjö mín. fyrir leikslok. Strachan sá svo um aö skora úr vítinu í lokin eins og áöur sagöi — eftir aö Banks haföi handleikiö knöttinn í marklínu. Áhorfendur voru 23.840. Mariner með á ný Eftir aö hafa misst fimm leiki vegna meiösla lék enski landsliðs- maöurinn Paul Mariner meö Ars- enal aö nýju og þaö var einmitt hann sem skoraöi jöfnunarmarkiö gegn Aston Villa. Eftir leikinn til- kynnti hann síöan Bobby Robson, landsliöseinvaldi Englands, sem var meöal áhorfenda á leiknum, aö hann yröi aö draga sig úr lands- liöshópnum vegna meiösla, fyrir leikinn gegn Tyrkjum. Mariner sagöist hafa fundiö í leiknum aö hann væri ekki fyllilega búinn aö ná sér af meiöslunum, og auk þess heföi hann hlotiö höfuömeiösl ( leiknum á laugardag — en nokkur spor þurfti aö sauma í höfuö hans — og sagöist hann ekki treysta sér aö feröast til Tyrklands. Þaö var Paul Birch sem skoraöi fyrir Aston Villa en Mariner jafnaöi skömmu fyrir leikhlé. Áhorfendur á Highbury voru 33.193. Eftir tap á heimavelli fyrir WBA um síöustu helgi fór Tottenham nú til Nottingham og sigraöi Forest 2:1. Niöurleiö Forest heldur því áfram, en hvorki hefur gengiö né rekiö hjá félaginu undanfariö. Ekk- ert var skoraö í fyrri hálfleiknum en Ray Clemence, markvöröur Tott- enham, varöi þá nokkrum sinnum mjög vel. Mike Hazard kom Spurs svo yfir á 53. mín., Peter Daven- port jafnaöi þremur min. síöar en Tony Galvin skoraöi sigurmarkiö á 73. mín. Áhorfendur voru 21.306. Mark Rush dugði ekki Englandsmeistarar Liverpool halda áfram aö valda áhangendum sínum vonbrigöum á heimavelli. Nú geröi liöiö jafntefli viö South- ampton, 1:1. Markakóngur Evr- ópu, lan Rush, skoraöi fyrir Liv- Enska knatt- spyrnan erpool er tvær mín. voru liönar af seinni halfieik og allt leit út fyrir aö liöiö næöi sínum öörum sigri á heimavelli í veturi! En varnarmis- tök undir lok leiksins komu í veg fyrir þaö — gamla kempan Joe Jordan jafnaöi meö skaila er fimm mín. voru eftir. Áhorfendur á An- field voru 36.382. Peter Hucker, markvöröur QPR — sem fengiö hafði á sig sjö mörk á sjö dögum fyrir laugardag — var hetja liösins gegn Sheffield Wedn- esday. Wednesday var mun betra liöiö og fékk nokkur mjög góö marktækifæri. En Hucker sá ætíö viö framherjum liösins og varöi nokkrum sinnum snilldarlega. Áhorfendur: 13.390. Loks vann Watford á heimavelli Watford vann sinn fyrsta sigur á heimavelli á keppnistímabilinu er Sunderland kom í heimsókn. Sunderland hefur einmitt leikiö mjög vel aö undanförnu og kom þetta því nokkuö á óvart. John McClelland, noröur-írski landsliös- maöurinn sem Watford keypti frá Rangers í vikunni, lék í vörn liösins og breytti koma hans miklu. Liöiö lagöi nú mikla áherslu á sóknina og McClelland sá um aö fylla í göt- in í vörninni! Kenny Jackett (14. mín.), George Reilly (77. mín.) og Worrell Sterling (83. mín.) skoruöu mörk liösins en Roger Wylde geröi eina mark Sunderland á 70. mín. Áhorfendur voru 18.900. Skoski landsliösmaöurinn Asa Hartford skoraöi sitt fyrsta mark fyrir Norwich á laugardag í 3:0 sigrinum á Luton. Peter Mendham og Dale Gordon, 17 ára útherji, skoruöu einnig. Mark Gordons kom er 14 sek. voru liönar af síðari hálfleik. Áhorfendur: 14.395. Neil McDonald og Chris Waddle skoruöu í fyrri hálfleiknum fyrir Newcastle gegn Chelsea en Kerry Dixon minnkaöi muninn á síöustu mínútunum. Áhorfendur: 23.723. Albion lék vel WBA sigraöi Stoke 2:0 meö mörkum Steve Hunt og Steve McKenzie. Albion lék mjög vel í leiknum en ekkert nema kraftaverk viröist nú geta komiö í veg fyrir aö Stoke falli í 2. deild. Noröur-írski landsliösmaöurinn Jimmy Nicholl, fyrrum leikmaöur Manchester Un- ited, lék sinn fyrsta leik meö Alb- ion. Liöið keypti hann frá Toronto Blizzards í Kanada. Ahorfendur: 12.258. Aöeins 8.790 áhorfendur — minnsti áhorfendafjöldi hjá Cov- entry í vetur — fylgdist meö leik liösins gegn Ipswich. Þaö var Mick Adams sem skoraöi eina mark leiksins á 72. mín. og tryggöi Cov- entry þar meö þrjú stig. Skotland (Jrslit leiltja í Skotludi um síðustu helgi: Urvaldadeildin: Aherdeen — Morton 3-1 Celtic — l)umh»rton 2-0 I>undee — Dundee llnited 0—2 llibernian — Kangers 2-2 St Mirren — Hearts 2-3 1. deild: Ajr — Motherwell 1-3 ('lydehank — ('lyde 1—2 Kairt Fife - Brechin City 2-0 Falkirk — SL John.stone 1—3 Korfar — Kilmarnock 4-1 llamilton — Airdrie 1 — 1 Pnrtick Thiirtle - Meadowbank Thiutle 2-0 Staðan Staðan í ílrralxdeild: Aberdeen 13 11 1 1 33: 7 23 Celtic 13 8 4 1 24: 9 20 Rangere 13 6 6 1 13: 4 18 llearts 14 7 1 6 15:18 15 Dundee llnited 13 6 1 6 18:17 13 St Mirren 14 6 1 7 17:20 13 Dundee 14 3 3 8 16:22 9 Dumbarlon 14 3 3 8 12:18 9 llibernian 14 3 3 8 13:24 9 Morton 14 3 1 10 13:35 7 2. deild í Englandi: 25 þúsund áhorfendur á Maine Road um helgina ÚRSLIT leikja í 2. deíld ensku knattspyrnunnar, markaskorarar innan •viga og fjöldi óhorfenda í tölum ó eftir hverjum leik: Úrslit uröu sem hór segir: Blackburn Rovers 2 (Garner, Randell) — Brighton 0; 7.341 Manchester City 1 (Phillips) — Birmingham City 0; 25.369 Shrewsbury 2 (MacLaren, v., Stevens) — Oxford 2 (Aldridge 2); 6.451 Crystal Palace 1 (Aylott) — Huddersfield 1 (Pugh); 4.906 Middlesbrough 0 — Barnsley 0; 5.227 Fulham 3 (Davies, Carr, Coney) — Wimbledon 1 (Kay); 8.834 SheHield 1 (Dowman sjólfsm.) — Charlton 1 (Flanagan); 9.981 Portsmouth 3 (Doyle, McGarvey 2) — N. County 1 (Goodwin); 12.267 Leeds United 1 (Dickenson) — Carlisle United 1 (Shoulder); 13.327 Grimsby 5 (Wilkinson, Barnes sjálfsm., Bonnyman, v., Drinkell, Ford) — Wolvos 1 (Langley); 7.220 Cardifl 2 (Vaughan 2) — Oldham 2 (Parker, Palmer); 3.429.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.