Morgunblaðið - 13.11.1984, Page 46

Morgunblaðið - 13.11.1984, Page 46
54 fclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984 Dolly Parton giftir sig öðru sinni Söngkonan Dolly Parton ætlar nú að fara að gifta ng öðru sinni og að þessu sinni — eins og í fyrra sinnið — •nanninum sínum, Carl Parton. Þau hjónin voru svo fátæk þegar oau giftust í fyrra sinnið, að þau höfðu varla efni á blessun prestsins, hvað þá meira, og ætla því að endurtaka athöfn- ina. Þau Parton-hjónin hafa enn góðan tíma til að undirbúa veisl- una því þau ætla að giftast aftur a 20 ára brúðkaupsafmælinu, sem er 30. maí 1986. Þegar þau giftust áttu þau ekki bót fyrir rassinn á sér en það átti eftir að breytast. Dolly er nú heimsfræg söngkona og leikkona en Carl hefur náð langt sem bygginga- verktaki í Nashville. Dolly hefir oft verið orðuð við aðra karlmenn, Burt Reynolds, Sylvester Stallone, Porter Wag- oner og fleiri, sem hún hefur unnið með, og Dolly viðurkennir fúslega, að stundum hafi þeir komið hjarta hennar til að slá örlítið hraðar. Annað og meira Ætla aö endurtaka athöfnina... Dolly Parton viðurkennir fús- lega að Burt Reynolds, Sylvest- on Stallone, Porton Wagoner og fleiri hafi komið hjarta hennar til að slá örlítið hraðar ... hafi það þó aldrei verið. „Carl er maðurinn, sem Guð valdi mér,“ segir Dolly og brosir. KRISTÍNA HARALDS- DÓTTIR VINNUR SÉR SÍFELLT AUKIÐ ÁLITÍ FYRURSÆTU- STÖRFUM Nú er bara að læra og læra og ná þessum blessaða 9. bekk Kristína Haraldsdóttir er ung stúlka sem sífellt vinn- ur sér aukið álit í fyrirsætu- störfum, og þykir mjög efnileg. Hún er aðeins fimmtán ára gömul, en er þegar búin að ná ótrúlega langt erlendis. Blm. tók Kristínu tali og innti hana eftir því hvað hún væri að gera í dag. „Ég er i Ölduselsskóla að myndast við að ljúka níunda Morgunblaðið/Árni Sæberg Kristína stundar nám í Ölduselsskóla í vetur Svona geri ég ... „Að teygja úr áer á morgnana kemur blóð- inu á hreyfingu og þótt ég sé stirð ein- hvers staðar þegar ég vakna hverfur það eins og dögg fyrir sólu strax og ég teygi á útlimunum eftir vissu kerfi." SOPHIA LOREN LEYSIR FRÁ SKJÓÐUNNI „Fegurð og heilbrigði fara alltaf saman“ ótt ítalska leikkonan Sophia Loren sé komin á sextugsaldurinn virðist hún ekkert láta á sjá og jafnvel vera fegurri en nokkru sinni fyrr. Margar konur hafa velt þessum leyndardómi fyrir sér og nú ætlar Sophia að veita þeim svarið í bók, sem vætnaleg er á markaðinn. Hér á eftir verður getið nokkurra hollráða hennar. „Það er ekki fyrirhafnarlaust að vera falleg og fegurð og heilbrigði fara alltaf saman. Maðurinn er ekkert nema það, sem hann lætur ofan í sig, og þess vegna skiptir mestu máli að borða hollan og góðan mat. Ég hef stundum verið með konum, sem eru svo magrar, að beinin skaga út úr þeim eins og barefli vegna þess að þær eru „að passa sig á kaloríun- um“. Á ítölsku köllum við þessar konur „attaccapanni", sem þýðir bara „herða- tré“ og er hárrétt lýsing. Kvenleg fegurð er nefnilega ekki fólgin í þvf að losna við hverja fituögn á skrokknum. RÉTT MATARÆÐI Fólk á ekki að hætta að borða á matmálstímum þótt það sé í megrun og drekka bara vatn eða ávaxtasafa. Þá kemur hungrið bara aftan að því og það endar með því að það étur yfir sig. Þeir, sem vilja grenna sig, eiga að borða þrjár máltíðir á dag, en bara lftið i einu. Um- fram ailt skuluð þið þó forðast snarl á milli mála eins og heitan eldinn. Það er ekki aðeins að þið fitnið af því, heldur verðið þið líka þreytt, því blóðstreymið er svo mikið um magann þegar hann fær aldrei frið. Besti maturinn er fiskur, kjúklingar og ferskir ávextir. HREYFING ER NAUÐSYNLEG Góð hreyfing er ein af undirstöðum heilbrigðinnar og ekki aðeins nauðsyn- leg líkamanum heldur sálinni einnig. Hreyfingin dregur úr streitu, áhyggjum og alls kyns sálarmeinum, eins og t.d. þunglyndi, og það hefur verið sannað, að hreyfing, sem kemur af stað blóðinu í 15 minútur, veldur því, að í heilanum losn- ar um efni, sem eykur vellíðan og ánægju. Líkamsæfingar mínar eru mjög ein- faldar og á allra færi. Þær felast f þvi að teygja úr sér, ganga og sérstakar æf- ingar fyrir þá líkamshluta, sem vilja safna utan á sig of miklu holdi. AÐ TEYGJA ÚR SÉR Að teygja úr sér á morgnana kemur blóðinu á hreyfingu og þótt ég sé stirð einhvers staðar þegar ég vakna þá hverfur það eins og dögg fyrir sólu strax og ég teygi á útlimunum eftir vissu kerfi. Ég dreg andann djúpt, fylli lungun af lofti, og áhrifin eru þau, að ég finn meira fyrir mínum eigin Ifkama. GANGUR Ég er engin íþróttakona og nenni ekki að stunda flóknar og allt of erfiðar lík- amsæfingar eins og nú eru svo mikið í tísku. Þess vegna iðka ég þá hollustu og einföldustu hreyfingu, sem um getur, en það er að ganga. Ég reyni að ganga hæfilega hratt í eina klukkustund á dag og þessi litla stund gefur mér svo óend- anlega mikið. Ég kynnist umhverfinu, sé annað fólk en það sem ég umgengst daglega og er ein með sjálfri mér. SÉRSTÖKU ÆFINGARNAR Þar er ekki nóg að ganga til að ná af sér aukakílóunum, sem stundum vilja safnast á vissa staði á líkamanum. Til þess að losna við þau geri ég ákveðnar æfingar þrisvar í viku en frá þeim segi ég í bókinni rninni."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.