Morgunblaðið - 15.11.1984, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 15.11.1984, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 3 Frumflytja nýja uppfærslu á Sóleyjarkvæði í kvöld I dag fnimflytja Háskólakórinn og Stúdentaleikhúsið nýja upp- færshi á Sóleyjarkvæði Jóhannes- ar úr Kötlum við tónlist Péturs Pálssonar. Stjórnandi kórsins er Árni Harðarson og útsetti hann einn- ig tónlistina fyrir kórinn. Guð- mundur Ólafsson leikari fer með talaðan texta iafnframt því að leikstýra með Arna. Lýsingin er í höndum Einars Bergmundar en Hans Gústafsson sér um leik- mynd og búninga. Aðeins er fyrirhugað að flytja verkið fjórum sinnum þ.e. 15., 16., 17. og 18. nóvember. Flutn- ingur á verkinu hefst klukkan 21 öll kvöldin í Félagsstofnun stú- denta við Hringbraut. Veiðimálastofnun innheimtir kostnað við rannsóknir: Kemur illa við þá sem síst skyldi — segir Böðvar Sigvaldason, formaður Landssambands veiðifélaga „AÐALHAGSMUNAMÁL okkar er að fá meiri leiðbeiningaþjónustu við nýtingu laxveiðihlunnindanna. Veiðimálastofnunin hefur veitt þessa þjón- ustu. Fram að þessu hefur vantað fiskifræðinga til starfa en nú eru að koma ungir og áhugasamir menn til starfa en þá sveltir fjárveitingavaldið stofnun- ina svo að þeir nýtast ekki. Stofnunin hefur þá farið út á þá braut að láta veiðifélögin greiða fyrir rannsóknir en við óttumst að það verði til þess að þau veiðifélög sem helst þurfa á halda, þau sem eru að rækta upp ár og hafa litlar eða engar tekjur, verði af rannsóknum,“ sagði Böðvar Sigvaldason á Barði í Miðfirði, formaður Landssambands veiðifélaga, í samtali við blm. Morgunblaðsins. Böðvar sagði að veiðiréttareig- endur legðu á það áherslu að þjón- usta Veiðimálastofnunarinnar væri þeirra leiðbeiningarþjónusta en ekki tíðkaðist að greitt væri fyrir leiðbeiningarþjónustu og rannsóknir fyrir aðrar greinar landbúnaöarins og aðra atvinnu- vegi. Lagði hann áherslu á að nauðsynlegt væri að auka rann- sóknir á þessu sviði til að fá skorið úr réttmæti ýmissa kenninga sem haldið hefði verið fram og í raun stönguðust oft á. Þetta væri ung vísindagrein og mörgum spurn- ingum ósvarað. Til dæmis væri nauðsynlegt að læra hvernig bregðast ætti við þegar fiskgengd færi minnkandi eins og verið hefði. Þá teldu margir að meiri möguleikar væru í nýtingu lax- veiðiánna en nú eru. Böðvar, Vigfús Jónsson á Laxa- mýri og fleiri stjórnarmenn í Landssambandinu sem blm. ræddi við sögðu nauðsynlegt að leiðrétta þann misskilning margra að allt væri peningur þar sem veiði væri annars vegar. Sagði hann að mörg veiðifélög hefðu ekkert nema kostnaðinn því þau væru að rækta árnar upp og hefðu litlar tekjur á meðan. Innheimta Veiðimála- stofnunarinnar kæmi sérstaklega illa við slík félög og gæti það orðið til að draga úr mönnum kjarkinn. Og alls staðar þyrfti að leggja í mikinn kostnað og gífurlega vinnu til að nýta þessi hlunnindi. Lögðu þeir áherslu á að veiðiréttar- eigendur vildu gera allt sem þeir gætu til að auðvelda þéttbýlis- búum að komast út i náttúruna og njóta hennar, en til þess að það væri mögulegt þyrfti víða, til dæmis við silungsvötnin, að leggja vegi að þeim og byggja aðstöðu. Hid opinbera leggur okk- ur ekki til rannsóknarfé — segir Árni ísaksson hjá Veiðimálastofnun „ÁSTÆÐAN er sú að hið opinbera hefur ekki verið tilbúið til að leggja okkur til nægilegt rannsóknarfé og beinlínis gert okkur að vinna okkur inn tæpar 800 þúsund kr. í eigin tekjur. Því fórum við þess á leit við veiðifélögin í vor að þau greiddu rannsóknirnar í sumar," sagði Árni ísaksson, sem nú gegnir starfi veiði- málastjóra, í samtali við blm. Mbl. þegar hann var spurður af hverju Vciðimálastofnunin hefði farið inn á þá braut að innheimta gjöld fýrir rannsóknir sínar. „Sum veiðifélaganna eru nokkuð fjársterk og treysta sér vel til að greiða eitthvað fyrir rannsóknirn- ar en svo eru önnur félög sem ekki hafa bolmagn til þess. Við fengum sérstaka fjárveitingu úr Fram- leiðnisjóði landbúnaðarins, að fjárhæð 400 þús. krónur, til að standa undir rannsóknum fyrir þau. Það er því engan veginn hægt að segja að við höfum ekki reynt að sinna einnig verr stæðu veiði- félögunum, en það verður að hafa það í huga í þessu sambandi að fjárveitingarvaldið er ekki tilbúið til að leggja okkur til rannsókn- arfé en við erum hér með mikið starfslið sem við viljum nýta sem best,“ sagði Árni einnig. Sagði Árni að þeim hefði verið gert að vinna sér inn 773 þúsund en hann bjóst ekki við að þeir næðu þeirri fjárhæð. Veiðimálastofnunin fær á móti 7 milljónir á fjárlögum vegna launa og rekstrargjalda. 464 gjaldþrota- beiðnir á árinu ÞAÐ SEM af er árinu hefur borg- arfógetaembættinu borist 464 beiðnir um gjaldþrotaskipti. Allt síðastlióið ár bárust embættinu 246 beiðnir um gjaldþrotaskipti og var það metár. „Þrátt fyrir mikið vinnuálag hefur tekist að halda í horfinu þannig að mál hafa ekki tafist,“ sagði Ragnar Hall, borgar- fógeti í samtali við blm. Mbl. „Það er áberandi að gjald- þrotabeiðnum á hendur fyrir- tækjum og einstaklingum i atvinnurekstri hefur fjölgað mjög. Þannig eru sex af hverjum tiu beiðnum sem berast á hendur félögum og fyrirtækjum en fjór- ar af hverjum tíu á hendur ein- staklingum. Árið 1983 voru 40% beiðna á hendur félögum og ein- staklingum í atvinnurekstri, en 60% á hendur einstaklingum," sagði Ragnar Hall. Magnus Gustafsson, forstjóri Coldwater: Þorskblokkarverð á uppleið vegna minna framboðs — spurning hvað gerist í febrúar „SALAN hefur verið þokkaleg að undanfornu, í október seldum við til dæmis beldur meira en í október í fyrra. Að nýju er að komast jafnvægi á í framboði og eftirspurn á þorskblokk. Því miður er það ekki vegna söluaukn- ingar heldur vegna minna framboðs," sagði Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater Seafood co., sölufyrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Bandaríkjunum, þegar hann var spurður að því hvernig salan hefði gengið að undanförnu. Magnús sagði að sala á þorsk- flökum hefði verið góð að undan- förnu og horfur væru á að skortur yrði á ýsuflökum vegna minni afla. Sagði hann að blokkarverðið væri heldur á uppleið og átti von á að það héldi áfram en sagði jafn- framt að það kæmi væntanlega í ljós í febrúar hvort verðið héldist uppi eða færi niður aftur. Sagði hann að nú væri verkfall á flotan- um á Nýfundnalandi og innfjarða- veiðin hefði einnig brugðist. Ef Kanadamenn kæmu með verulegt magn inn á markaðinn eftir ára- mótin og Danir líka gæti verðið hæglega fallið aftur. Þá gat hann þess einnig að góðar horfur í sölu- málum saltfisks hefðu minnkað þrýstinginn á freðfiskmarkaðinn, bæði hjá Islendingum og öðrum. Blokkarbirgðir hafa farið minnk- andi í Bandaríkjunum. Sagði Magnús að búist væri við að þær yrðu komnar niður í 15 til 20 milljónir punda um áramót en i birgðum hefðu verið 37 til 39 milljón pund þegar mest var. F.f' þú ittlar að skoöa Mid-Evrópu skaltu fljúga með Fluj>lcióum til Luxemborgar. Far ertu vel i sveit settur. fðr v/ Fyrr eða siðar langar þig að skoða Evropu: , Rinarhéruðin, Alpana, I Paris. Miinchen, Vín- I arborg og Rom. Láttu m Flugleiðir flytja þig * til Luxemborgar og \ fylgdu síðan eigin ^ ferðaáætlun. FLUGLEIDIR Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.