Morgunblaðið - 15.11.1984, Side 5

Morgunblaðið - 15.11.1984, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 5 Finnur Jónsson listmálari. Finni Jónssyni listmálara veitt alþjóðleg viðurkenning Finnur Jónsson listmálari 92 ára í listaverkabók sem nýlega kom út í Bandaríkjunum um nútímalistasafn- ið fræga í Yale, Yale University Gall- ery, er að finna tvö málverk eftir Finn Jónsson listmálara en hann á 92 ára afmæli í dag. í fréttatilkynningu Almenna bókafélagsins segir m.a. að list- málaranum sé með'þessu veitt mik- il og alþjóðleg viðurkenning og hann sé í bókinni settur við hliðina á heimsfrægum frumkvöðlum nú- tímalistar eins og Nolde, Kand- insky o.fl. Ennfremur segir að myndir af málverkunum tveimur, sem máluð voru árið 1925, sé einnig að finna í bókinni um Finn Jónsson sem kom út hjá AB í fyrra. Dómkirkjubasar- inn í Casa Nova á laugardag KIRKJUNEFND kvenna Dómkirkj- unnar verður með sinn árlega basar í Casa Nova við Menntaskólann í Reykjavík, laugardaginn 17. nóv. nk. og hefst hann kl. 2 e.h. Þarna verður að venju margt handunninna muna á boðstólum. Mér er sagt að þar verði óvenju mikið af alls konar prjónlesi, einn- ig jólasvuntur og handmálaðir dúk- ar. Þá er og fjölbreytt jólaföndur, handunnin blóm, heimabakaðar smákökur og svo lukkupokar fyrir börnin. Að sjálfsögðu verður þarna ótal margt annað, ekki sist hlutir, sem munu henta vel til jólagjafa. Dómkirkjubasarinn hefur alltaf fengið það orð, að þar væru góðir hlutir á góðu verði, og ég held ég megi segja, að það, sem boðið verð- ur upp á í ár, sé á mjög sanngjörnu verði. Þær kirkjunefndarkonur vænta þess, að þetta komi fólki vel, þann- ig að það hagnist um leið og það leggur þeim málefnum lið, sem kvenfélagið berst nú fyrir. Þar ber hæst stuðningur þeirra við kaup á nýju orgeli í Dómkirkjuna. En jafnframt vinna konurnar mikið og óeigingjarnt starf fyrir unga sem aldraða, og raunar eru þær alltaf fyrstar á vettvang, hvar sem gott málefni þarf á stuðningi að halda, hvort heldur er innan kirkju eða utan. Það sýnir hann vel verkefna- listi undanfarinna ára. Þær eiga það því að okkur hin- um, að við komum til móts við þær á basarnum í Casa Nova á laugar- daginn kemur. Þórir Stephensen Vitað er að íínustu Bntýl rr nrw EJ TTíTf‘1 Li 10 m veitingahúsin skarta gjarnan karía ámatseðlum sín um og erþá oft mikið við hatt í matreiðslunni. En karfi er ekkert háður ílókinni matargerð, sérstaklega ekki BÚRKARFINN, því hann er ílakaður, roðlaus og beinlaus. BÚRKARFI fœst í góðum matvörubúðum. Honum má því kippa með á leiðinni heim úr vinnu og á hann þarí ekki annað en rasp, salt og pipar. Þetta heitir: „Að hœtti eláhússins heima" og bragðast aldeilis stórvel. Auðvitað má líka nota hveiti. egg, mjólk og annað krydd. Og hvort með honum eru bornar íslenskar, íranskar eða íranskíslenskar kartöílur, sitrónusaíi, remolaðisósa eða kokteilsósa og salat, breytir engu. Allt þetta íellur undir heitið góða: .Að hœtti eldhússins heima', en nauðsynlegt er það ekki eins og áður sagði, og verð steikarinnar er nánast hlœgilegt. „Það er kominn matur"! *Ath. Verðið miðast við 150 gramma Burkaríaílak roðlaust og beinlaust (auðvitað). S.2$S?7 jfneLum Æ. pés* JANH WÍKS7RÓM OCc hl'lVA WAHIGREW Gylmir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.