Morgunblaðið - 15.11.1984, Side 6

Morgunblaðið - 15.11.1984, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 Fréttaskot geigar w Eg hef stundum velt því fyrir mér, hve gífurleg áhrif frétta- menn hafa á líf okkar, á þessum síðustu og bestu tímum. Það má næstum segja að þeir hafi tekið við hlutverki kaþólsku kirkjunnar á Vesturlðndum, í þeim skilningi að þeir útdeili heimsmyndinni, rétt eins og páfinn gerði á hinum myrku miðöldum. Sá grundvall- armunur er hér samt á að heims- mynd kaþólsku kirkjunnar var kyrrstæð, en heimsmynd sú, er berst oss frá lyklum fréttamann- anna, er síbreytileg, í senn háð at- burðum iíðandi stundar og því mati er fréttamenn leggja á atburðarás- ina. Er raunar álitamál hvort mat fréttamannsins á atburðum skiptir meira máli fyrir þá heimsmynd er blasir við oss hverju sinni en sjálf- ur veruleikinn. Tökum dæmi þessu til skýringar: af nýafstöðnu verk- falli BSRB. Um tíma sendu þrjár útvarpsstöðvar frá sér fréttir af verkfallinu. Ég verð að játa, að ég vissi eiginlega ekki hvað snéri upp og hvað niður, á landi voru, þá þessar stöðvar sendu út fréttir, svo ólíkt var fréttamatið. Ein stöðin lýsti þannig ástandinu að manni virtist um tíma að styrjöld hefði brotist út í Reykjavík. Varð mér á þvi augnabliki hugsað til Orson Welles, þá hann ærði Ameríkubúa með fréttum í útvarpi af innrás frá Mars, einsog frægt er orðið. Sefjunarmáttur Já svo sannarlega er sefjunar- máttur hins talaða orðs mikill, og harla mikilvægt að þeir frétta- menn, er framreiða heimsmyndina hverju sinni, leggi sem hlutlægast mat á veruleikann, en forðist til- finningalegt mat á atburðum. Því held ég að sé ekki heppilegt, að menn sem hafa stundað frétta- mennsku i síðdegisblöðum, hefjist skyndilega og óundirbúið handa við að útvarpa fréttum. Sefjunarmátt- ur hins talaða orðs er slíkur, að hann getur hrifið fjöldann, og jafn- vel æst hópa manna til átaka við löggæslumenn eins og dæmin sanna. Ég tel að ríkisfjölmiðlarnir hafi sýnt og sannað að þeir stunda almennt ekki „æsifréttamennsku". Hitt er svo aftur annað mál, hvort það mat er liggur að baki frétta- flutnings þessara ríkisstofnana er ætíð með þeim hætti, að við fáum sannferðuga mynd af ástandi mála. Mér dettur í hug i þessu sam- bandi stutt frétt f útvarpinu, þess efnis að: Rússar hefðu fordæmt opinberlega aðstoð Vesturlanda við bágstadda í Eþíópíu á þeim for- sendum að „ákveðin stjórnmálaleg skilyrði hefðu verið sett fyrir að- stoðinni". Skotið geigar Hér er um afar alvarlega ásökun að ræða, á hendur hjálparsamtök- um og rikisstjórnum, sem nú reyna af öllu afli að afstýra hungurdauða álíka margra og létu lífið í gasklef- um nazista í heimsstyrjöldinni síð- ari. Ábyrg fréttastofa varpar ekki fram slíkri ásökun athugasemda- laust. Hún vefur hana inní frétta- skýringaþátt um ástandið í Eþíópíu, og myndi væntanlega geta þess í leiðinni, að fyrir skömmu tóku fulltrúar 50 kommúnista- flokka þátt i skrúðgöngu í Eþíópfu, er kostaði skitnar 250 milljónir dollara. Fremstur i þeirri miklu göngu, er farin var til að fagna byltingarleiðtoganum Mengistu Haile Mariam, var enginn annar en Sovétleiðtoginn Grigory Romanov. Vafalaust hefir sá ágæti maður lát- ið vera, þá hann dreypti á hinum frægu „vodka- og viskíbirgðum" síðar um kveldið, að rukka Meng- istu um þær 3 billjónir dollara er Éþiópia skuldar Sovétmönnum fyrir vopnakaup. Góðir „félagar" ræða ekki um slfkt á erfiðleika- stundu. ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNVARP Skúli Helgason og Snorri Már Skúlason Rokkrásin kynnir Stranglers Þeir félagar 1 /*00 Skúli Helgason * O og Snorri Már Skúlason verða með þátt sinn „Rokkrásina“ á rás 2 í dag. Skúli sagði, að þeir myndu kynna hljómsveit- ina Stranglers í þættinum i dag, en hljómsveit þessi er mörgum kunn síðan hún kom til landsins i hljómleikaför árið 1978. Þá var sveitin á hátindi frægðar sinnar, en félag- arnir í Stranglers hófu að leika saman árið 1975. Þeir hafa gefið út 7 plötur og sú 8. er nýkomin á markaðinn. Skúli sagði þá skífu vera mjög góða og væri hún i sama stil og lagið vinsæla „Golden Brown". „Við ætlum okkur að kynna helstu at- riði í sögu hljómsveitar- innar, allt frá því að þeir gáfu út hljómplötur eins og „No More Heroes" og „Black and White“, en þá voru þeir brautryðjendur nýbylgjunnar," sagði Skúli. „Þeir hafa nú skipt um stíl, en halda enn miklum vinsældum." Skúli og Snorri verða með næturútvarp rásar 2 á morgun og verða þá kynnt úrslit vinsældakosningar um besta íslenska lagið undanfarin 20 ár. „Úrslit- in þar komu nokkuð á óvart,“ sagði Skúli, en var ófáanlegur til að láta meira uppi. Gömlu, góðu rokklögin ■i Bertram Möll- 00 er, sem á árum áður var aldrei kallaður annað en Berti Möller og var þá rokk- söngvari, verður með þátt sinn „Einu sinni áður var“ á dagskrá rásar 2 í dag. Bertram, sem nú er hætt- ur dægurlagasöng og sinnir löggæslu i staðinn, leikur vinsæl lög frá 1955—1962. Þetta tímabil var sannkallað rokktíma- bil. Á þessum árum komu fram margir listamenn, sem hafa haft mikil áhrif á sér yngri menn, og er Bertram allfróður um gömlu, góðu rokkarana. Éins og allir vita breyttist tónlistin mjög þegar Bítl- arnir komu til sögunnar og eru margir sem sjá eft- ir þeim tíma þegar „rokk var rokk“. Þeir sömu ættu að hlusta á Berta í dag milli kl. 16 og 18. Bertram Möller Óskalög eldri kynslóðarinnar ■■ Hermann 00 Ragnar Stef- ánsson verður með þátt sinn „Ég man þá tíð“ í útvarpi kl. 11 í dag. Hermann hefur nú verið með þessa þætti í nærri tvö ár. „Þessi þáttur er eini óskalagaþátturinn sem eldra fólk stjórnar Karl Ágúst Úlfsson þýddi leikritið sem flutt verður í útvarpi í kvöld kl. 20. Hann bjó verkið einnig til flutn- ings í útvarpi og leikur eitt af aðalhlutverkunum. efni í,“ sagði Hermann. „Ég fæ óskir alls staðar að af landinu og ég hef alltaf hvatt fólk til að syngja með þegar leikin eru lög sem allir kannast við. Það er því miður allt of lítið um að fólk haldi við þeim gamla og góða sið að taka lagið, en þenn- ■■ í kvöld verður 00 bandarískt leikrit á dagskrá útvarpsins. Leik- rit þetta heitir „Af illri rót“ og er glæpaleikrit. Verkið er eftir Maxwell Anderson og er byggt á samnefndri skáldsögu William Marsh. Aðalper- sóna leiksins er átta ára stúlka, Roda Pennmark. Dag nokkurn fer hún i skólaferðalag, þar sem vo- veiflegur atburður gerist, atburður, sem á eftir að hafa mikil áhrif á líf hennar og foreldra henn- an sið vil ég gjarnan endurvekja. Svo sakar það ekki að fólk taki nokkur dansspor við tónlistina. Það hafa margir sagt mér, að þeir hafi gaman af að taka lagið, og ég kemst aldrei yfir að leika öll þau óskalög sem beðið er um, jafnvel þó þættirnir séu nú tvisvar í viku.“ Þættir Hermanns eru nú bráðum að verða 160, en alltaf virðist fólk hafa áhuga á að heyra falleg sönglög og taka lagið heima í stofu. ar. Með aðalhlutverkið fer Anna Sólveig Þorsteins- dóttir, en auk hennar leika Karl Ágúst Úlfsson, María Sigurðardóttir, Margrét Ólafsdóttir, Steindór Hjörleifsson, Viðar Egg:erts8on, Bríet Héðinsdóttir, Erlingur Gíslason, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Karl Guðmundsson, Rúrik Haraldsson og fleiri. Leik- stjóri er Kjartan Ragn- arsson, en Karl Ágúst Úlfsson þýddi verkið og bjó það jafnframt til flutnings í útvarpi. Af illri rót ÚTVARP FIM4UUDKGUR 15. nóvember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar G. Tómassonar frá kvðldinu áð- ur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð — Sigurveig Ge- orgsdótfir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Breíðholtsstrákur fer I sveit" eftir Dóru Stefánsdótt- ur. Jóna Þ. Vernharðsdóttir les (12). 920 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 11.00 „Ég man þá tlö" Lög frá líðnum árum. Um- sjón: Hermann Ragnar Stef- ánsson. 11.30 „Sagt hefur það ver- ið. ..“ Hjálmar Arnason sér um þátt af Suðurnesjum. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tll- kynningar. 1220 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 1320 Barnagaman Umsjón: Gunnvör Braga. 14.00 „A íslandsmiðum" eftir Pierre Loti. Séra Páll Pálsson á Bergþórshvoli les þýðingu Páls Sveinssonar (16). 1420 A frlvaktinni Sigrún Sigurðardóttir kynnlr óskalög sjómanna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 1620 Slðdegistónleikar 19.15 A döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. 1925 Veröld Busters Annar þáttur. Danskur fram- haldsmyndaflokkur I sex þáttum, gerður eftir sam- nefndri barnabók eftir Bjarne Reuter og Bille August. Þýð- andi Olafur Haukur Slmon- arson. (Nordvision — danska sjónvarpið). 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Kastljós Þáttur um inntend málefni. Umsjónarmaöur Guöjón Ein- Gisels Depkat og Raffi Arm- enian leika Sellósónötu I A-dúr eftir Franz Schubert. / Tamás Vásáry, Thomas Brandis og Norbert Haupt- mann leika Trló I Es-dúr op. 40 fyrir planó, fiðlu og horn eftir Johannes Brahms. 17.10 Siðdegisútvarp Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. FÖSTUDíkGUR 16. nóvember arsson. 21.10 Gestir hjá Bryndisi Fyrsti þáttur. Bryndls Schram spjallar við fólk I sjónvarpssal. I þáttum þess- um er ætlunin að gefa sjón- varpsáhorfendum kost á að kynnast fólki I fréttum nánar en unnt er I hraðfleygum fréttatlma eöa fréttaklausum dagblaða Upptöku stjórnar Tage Ammendrup. 21.50 Hláturinn lengir llfið Þriðji þáttur. Breskur mynda- flokkur I þrettán þáttum um gamansemi og gamanleik- ara I fjðlmiðlum fyrr og slöar. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 19.50 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Útvarp frá Alþingi: Stefnuræða forsætisráð- herra og umræða um hana. I fyrri umferð talar Steingrlm- ur Hermannsson forsætis- ráðherra allt að hálfri klukku- stund. Fulltrúar annarra þingflokkka hafa til umráða 20 mlnútur hver. I slðari um- ferð hefur hver þingflokkur 10 mln. ræðutlma. 2225 Stjörnuhrap (Stardust) Bresk blómynd frá 1974. Leikstjóri Michael Apted. Aðalhlutverk: David Essex, Adam Faith, Larry Hagman, Marty Wilde og Rosalind Ayres. Myndin er um bresk- an poppsöngvara á bltlaár- unum, höpp hans og glöpp á framabrautinni. Hún er tram- hald myndarinnar „Æsku- glöp" (That’ll Be the Day) sem sýnd var I Sjónvarpinu 25. ágúst sl. Þýðandi Krist- rún Þórðardóttir. 00.00 Fréttir I dagskrárlok. 23.10 Kvöldtónleikar Strengjaserenaöa I E-dúr op. 22 eftir Antonln Dvorák. Sín- fónluhljómsveit útvarpsins I Hamborg leikur; Hans Schmidt-lsserstedt stj. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. RÁS2 15. nóvember 10.00—12.00 Morgunþáttur. Fyrstu þrjátlu mlnúturnar helgaðar Islenskri tónlist. Kynning á hljómsveit eöa tónlistarmanni. Viðtöl ef svo ber undir. Stjórnendur: Kristján Sigur- lónsson og Siguröur Sverr- isson. 1420—15.00 Eftir tvö Létt dægurlög. Stjórnandi: Jón Axel Olafs- son. 1®-00 I gegnum tlðina Stjórnandi: Þorgeir Ast- valdsson. 16.00—17.00 Rokkrásin Kynning á þekktri hljómsveit eða tónlistarmanni. Stjórnendur: Skúli Helgason og Snorri Már Skúlason. ■17.00—18.00 Einu sinni áður var Vinsæl lög frá 1955 til 1962 — Rokktlmabilið. Stjórnandi: Bertram Möller. SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.