Morgunblaðið - 15.11.1984, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984
15
Reykjaneskjördæmi:
Aðstandendur fatl-
aðra halda fundi
UNDANFARIÐ ár hefur sUrfað í
Rejkjaneskjördæmi aðstandenda-
hópur fatlaðra. f þessum hópi eru
bæði aðstandendur þroskaheftra og
hreyfihamlaðra einstaklinga i ýms-
um aldri. Hópurinn hefur haldið tólf
fundi i irinu og nú eru um hundraö
manns viðloðandi þessa starfsemi.
Uppbygging þessa áhugahóps er
nokkuð á annan veg en algengast er
í félagsstarfi. Engar kvaðir eru
lagðar á meðlimina, engin stjórn og
engin gjöld. Fólk kemur á samveru-
stundirnar þegar það hefur tæki-
færi til og á dagskrá eru málefni
sem vekja áhuga þess.
Aðaltilgangur hópsins er
fræðslustarf og þrýstingur á þau
málefni sem efst eru á baugi. Fund-
irnir eru óformlegir og byggðir á
rabbi um hvert verkefni og léttur
blær er yfir þessum samkomum.
Á hvern fund er fenginn einhver
virtur einstaklingur sem hefur
frumkvæði að rabbinu.
Valin eru viðfangsefni sem
gjarnan beinast inn i nánustu
framtíð og má þar nefna nýtt form
á skammtímavist fyrir fatlaða,
tölvumál í sambandi við kennslu og
hjálpartæki og ýmiskonar sam-
starf og samvinnu aðstandenda á
ýmsum sviðum. Hópurinn er að
mynda tengsl við hiiðstæða
starfshópa erlendis og fær efni
þaðan.
Á árinu hafa verið haldnir tveir
skemmtifundir með léttum veiting-
um þar sem slegið var á léttari
strengi.
Allir aðstandendur fatlaðra i
Reykjaneskjördæmi eru velkomnir
með í þennan hóp.
Fastur fundarstaður aðstand-
endahópsins er i Félagseiningu
verndaða vinnustaðarins ÖRVA í
Kópavogi að Kársnesbraut 1.
(Fréttatilkynning.)
KrLstín Gestsdóttir, höfundur bókarinnar 220 Ijúffengir lambakjötsréttir, af-
henti Jóni Helgasyni landbúnaðariðherra fyrsta eintakið.
Bókaklúbbur Amar og Örlygs:
220 ljúffengir lambakjötsréttir
— eftir Kristínu Gestsdóttur
ÚT er komin hjá Bókaklúbbi Arnar
og Örlygs bókin 220 Ijúffengir
lambakjöísréttir eftir Kristínu
Gestsdóttur höfund bókarinnar 220
gómsætir sjivarréttir sem kom út hjá
Erni og örlygi fyrir þremur árum.
Hin nýja bók er prýdd fjölda lit-
mynda auk margra teikninga eftir
Sigurð Þorkelsson.
I kynningu frá útgefanda segir
m.a.: „Lengi hefur verið skortur á
góðri, íslenskri matreiðslubók um
lambakjöt en með þessari bók er
bætt þar um. Islenskt lambakjöt
hefur þá sérstöðu fram yfir lamba-
kjöt annarra þjóða að fé okkar
gengur á fjall sumarlangt og gefur
það kjötinu sérkennilegt villibragð.
Bókin er samin með það i huga.
Margir nútímaréttir eru i bók-
inni, svo sem pottréttir, pönnurétt-
ir, „party“-bollur, pizzur, hamborg-
arar, fondue, auk margra rétta úr
hakki, læri, hrygg, framparti, slög-
um og leifum. Að sjálfsögðu eru
okkar þjóðlegu réttir hafðir með,
svo sem slátur og sláturafurðir,
bjúgu, hangikjöt, hrátt og soðið, og
saltkjöt, en sýnt er hvernig salta
má kjöt í heimahúsum á mjög auð-
veldan hátt. Saltkjötið og hangi-
kjötið er martreitt á fleiri vegu' en
hinn hefðbundna hátt. Bent er á
meðlæti með réttunum, en aftast er
stór kafli með ídýfum, kryddsmjöri,
sósum, hrásalötum og fleiri græn-
metissalötum auk brauðs.
Mbl./Sigurgeir Jónasson.
Sigurður Jónsson, forseti bæjarstjórnar, ávarpar gesti þegar dælustöð fyrir skolpfrárennsli var tekin í notkun í
Vestmannaeyjum.
Dælustöð fyrir skolp
tekin í notkun í Eyjum
Sigurgeir Ólafsson hafnarstjóri í Vestmannaeyjum gangsetur dælurnar.
VesUnannaeyjam, 12. nóvember.
I GÆRDAG sá loksins fyrir end-
ann á gömlu baráttumáli Eyjabúa
þegar tekin var í gagnið sérstök
dælustöð sem dælir skolpi frá stór-
um fiskvinnslustöðvum og mið- og
austurhluta kaupstaðarins á sjó út
fyrir utan Eiðið. Áður rann þessi
óþverri beint í höfnina sem að
sjálfsögðu hafði í för með sér held-
ur ógeðslega mengun í þessari líf-
æð kaupstaðarins sem höfnin er.
Þessi hvimleiða mengun hefur ver-
ið mikill þyrnir í augum fólks og
ráðamanna bæjarins og allt frá ár-
inu 1977 hefur verið unnið að því
að koma öllu skolpi frá bænum á
haf ÚL Nú mun höfnin ekki lengur
mengast af skolpi og verður hún
nú fljót að hreinsa sig aftur og þá
verður aftur hægt að renna færi
fyrír smáfísk af bryggjusporðum,
rétt eins og í gamla daga.
Þessi framkvæmd er einstök
meðal sveitarfélaga hér á landi
og mun Vestmannaeyjabær vera
eina sveitarfélagið sem hefur
komið upp dælustöð til þessara
hluta að því er kom fram i ræðu
sem Sigurður Jónsson, forseti
bæjarstjórnar, flutti þegar
dælustöðin var tekin í notkun i
gær. Dælur eru þrjár í stöðinni,
ein 5,9 kw og tvær 22 kw og er
enn pláss fyrir eina slíka til
viðbótar. í dag eru afköst dælu-
stöðvarinnar um 1200 tonn á
klst. en stækkanleg í 1500 tonn.
Dæluþróin tekur um 130 m3 og
virkar þróin sem miðlun fyrir
dælurnar. Útfallspípan er 27 m
löng og 70 cm í þvermál og verð-
ur næsta sumar lengd um 16 m.
Steyptar lagnir á Eiðinu eru 435
m og þrjár plastlagnir eru
grafnar niður í botninn yfir
höfnina, hver um sig 550—600 m
langar og 31 cm í þvermál.
Útfallspípur vegna skolps frá
bænum eru nú þrjár. Vestur af
Hamri fara nú um 10% af skolp-
inu, eldri útfallspipan á Eiðinu
flytur um 45% af skolpinu og nú
er restinni, um 45%, dælt út
fyrir Eiðið. Áð koma öllu skoipi
frá bænum á haf út er mikil
framkvæmd og kostnaðarsöm en
heildarkostnaður vegna þessa
verks er á verðlagi í dag um 30
milljónir króna. Þessi fjárfreka
framkvæmd nýtur hins vegar
velþóknunar bæjarbúa og því
mikið rétt sem Sigurður Jónsson
sagði í ræðu sinni í gær: „Sunnu-
dagurinn 11. nóvember verður
örugglega í framtíðinni skráður
sem merkisdagur í sögu okkar
Eyjabúa, við Vestmanneyingar
erum stoltir af þessari fram-
kvæmd.“
Það var svo vel við hæfi að
hafnarstjórinn í Eyjum, Sigur-
geir ólafsson, gangsetti dælurn-
ar, því trúlega verður enginn því
fegnari en einmitt hafnarstjór-
inn að losna við óþverrann úr
höfninni. — hkj.
HERÐATRÉ
ulstyrktar
fötluðum bömum
SÖLUDAGUR 17. NÓVEMBER.
Vinsamlega takiö sölubörnum vel.
Lionsklúbburinn NJÖRÐUR