Morgunblaðið - 15.11.1984, Page 24

Morgunblaðið - 15.11.1984, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 Nóbelsverð- launin í eðlisfræði — veitt fyrir eitt merkasta afrek tilraunaeðlisfræði allra tíma Myndin gýnir CERN-sveAið og umhvcrfi þess nábegt borginni Gcnf í Sviss. Krossalínan sýnir landamsri Sviss og Frakklands. Geysmluhringurinn er fyrir miðri mynd. — eftir dr. Þorstein I. Sigfússon Afhending Nóbelsverðlaunanna í eðlisfræði i ár, sem veitt voru Italanum Carlo Rubbia og Hol- lendingnum Simon van der Meer, er á margan hátt dæmigerð fyrir þá þróun sem er að verða á rann- sóknum í öreindafræði. í tilraunum framkvæmdum við rannsóknarstofu Evrópuþjóða CERN I Sviss tókst mannmörgu liði vísindamanna undir stjórn Rubbia að greina öreindir sem bera boð hinnar veiku víxlverkun- ar, en hún er ein af fjórum ásýnd- um krafta náttúrunnar. (Sjá grein Dr. Jakobs Yngvasonar í frétta- bréfi Eðlisfræðifélags íslands nr. 5 1984.) Eðlisfræðingar hugsa sér að víxlverkun agna í efnisheiminum sé borin af ákveðnum boðberum. Rafsegulkraftar eru þannig bornir af ljóseindum, sem við þekkjum úr venjulegu sólar- eða rafljósi. Kannski mætti líka eindum vixl- verkunar við kortspil, sem sam- eina spilamenn við borð, eða knött sem þyrpir knattspyrnuliði saman á velli. Pyrir fimm árum voru Nóbels- verðlaunin veitt þeim Glashow, Salam og Weinberg, en þeir höfðu einmitt rannsakað þá krafta sem valda beta-geislum atómkjarna og nefndir eru veiku kraftarnir. Til þess að víxlverkun með hinum veiku kröftum gæti átt sér stað spáðu þeir fyrir um tilvist þriggja svokallaðra vigureinda sem auk ljóseindarinnar væru boðberar veiku víxlverkunarinnar í náttúr- unni. Með kenningum sínum tókst Glashow, Salam og Weinberg að sameina rafsegulkrafta og veiku „geislunar“-kraftana undir einn hatt; þeir væru hluti af sama meiði. Menn hefir lengi grunað að allir kraftar náttúrunnar væru hluti af sama heildarkerfi. Hinir kraftarnir eru þyngdarkrafturinn, sem „dregur eplið til jarðar" og hinir sterku kraftar sem halda at- ómkjarnanum saman. Fundur vigureindanna í CERN var mikið afrek í tilraunaeðlis- fræði. Carlo Rubbia stjórnaði hundruðum vísindamanna í ná- kvæmri og úthugsaðri leit að vig- ureindunum. Við tilraunirnar var róteindum, sem eru í raun hinn plúshlaðni hluti vetniskjarna, gef- in orka, sem er meiri en milijón- föld orka venjulegrar rafeindar t.d. í ljósaperu. Við slíka orku er hraði róteindanna gífurlegur, að- eins örlitlu broti minni en ljós- hraðinn. Hinn ofursterki straum- ur róteinda var hnitmiðaður í skarpan geisla með nýrri aðferð sem Simon van der Meer fann upp. Nánari lýsingu á tæknilegum at- riðum má finna í grein Dr. Guðna Sigurðssonar í nýútkomnu Frétta- „Þegar skýrt var frá fundi vigureindanna 1983 var til þess tekið að 138 nöfn eðlisfræð- inga voru á titilblaði einnar greinarinnar. Það eitt út af fyrir sig endurspeglar umfang tilraunanna.“ bréfi Eðlisfræðifélags íslands. Róteindunum var hraðað og safnað i hringlaga hraðli CERN sem er um 2 km í þvermál og spannar yfir landamæri Sviss og Frakklands. Róteindir og svokall- aðar andróteindir, sem rekast á í skotmarki CERN-hraðalsins, um- breytast í margs konar eindir með ofurstuttan líftíma. Slíkar eindir finnast ekki I venjulegu efni. í desember 1982 höfðu tveir hópar rannsóknarmanna f CERN fylgst með um það bil einum millj- arði árekstra. Af þessum fjölda voru um ein milljón árekstra skráðir sérstaklega. En aðeins ör- fáir árekstrar komust í gegn um fíngert net alls konar prófana og gátu talist „áreiðanlegar heimild- ir“ fyrir tilvist hinna nýju einda. Erfiðast var að leita að svokall- aðri Z-eind þar sem aðeins um 9 árekstrar sýndu ótvíræða tilvist hennar. Þegar skýrt var frá fundi vigur- eindanna 1983 var til þess tekið að 138 nöfn eðlisfræðinga voru á tit- ilblaði einnar greinarinnar. Það eitt útaf fyrir sig endurspeglar umfang tilraunanna. Nóbelsverðlaunin 1984 fyrir eðl- isfræði þykja einkum minna á tvennt: Að Evrópa er að endur- heimta forystu í eðlisfræðirann- sóknum, sem heimsstyrjöldin síð- ari hafði raskað, og að þekking mannsins á náttúrunni er smám saman að kristallast f heilsteypta og f grundvallaratriðum einfalda mynd. Dr. Þorsteinn I. Sigfússon starfar bjá Raunvísindastofnun Háskól- ans. „I gildru á Grænlands- jökli“ — ný skáldsaga eftir Duncan Kyle Hörpuútgáfan sendir nú frá sér nýja bók eftir bandaríska spennu- sagnahöfundinn Duncan Kyle. Á sfð- asta ári kom út eftir hann bókin „Njósnahringurinn", sem seldist upp. I fréttatilkynningu frá útgef- anda segir m.a.: „Djúpt f ísnum á Grænlands- jökli var „Camp hundred", heim- skautastöð bandarfska hersins, staðsett í 7000 feta hæð. Þar var oftast 45 stiga frost og nístandi stormur. Þrjú hundruð menn unnu þar við rannsóknastörf. Með tækjabúnaði og reynslu tókst þeim að lifa þar við sæmileg kjör. En skyndilega fóru undarlegir at- burðir að gerast. Tæknin virtist fara eitthvað úrskeiðis. Slys og óhöpp urðu daglegir atburðir, nokkuð sem ekki var hægt að reikna með. Stöðin var orðin dauðagildra þar sem vitskertur maður lagði snörurnar." Njósnahringurinn er 208 bls. Hersteinn Pálsson þýddi. Kápu- teikning er eftir Kristján Jó- hannsson. Bókin er prentuð og innbundin í Prentverki Akraness hf. DVERGRÍKI I DEIGLUNNI/ Dr. Jón Óttar Ragnarsson Bjórinn: — Aulaháttur Alþingis mun lengi í manna minnum Það haustar Það haustar Auövitað væri ljúft að geta hald- ið í gamla tfmann enn um stund. Geta hagrætt sér í hegindastóln- um framan við sjónvarpið. Látið eins og ekkert hafi í skorist Kreppa? En allir draumar enda. Glögg- skyggn 100 ára kona orðaði það eitthvað á þá leið að ekki værí að undra þótt illa færí fyrir þjóð sem heimtaði allt af öðrum. En sjálfsgagnrýnin kemur seint. Þegar Líf og land hélt mál- þing fyrir einu ári um „Þjóð í kreppu“ fannst ýmsum argasta ósvffni að gefa vandamálunum þetta nafn. í dag blandast fáum hugur um hvað er á ferðinni. Þegar ríkið getur ekki lengur greitt stórum þjóðfélagshópum mannsæmandi laun er mikil hætta á ferðum. Skipbrot? Hitt er þó enn alvarlegra þegar rfkið og Alþingi, sem til þessa hafa þóst eiga einkaleyfi á miðstýringu atvinnuveganna, hafa enga lausn á vandanum. Þar með getur enginn íslending- ur lengur horft framhjá þeirri stað- reynd að stefnan sem stjórnvöld hafa treyst á við uppbyggingu at- vinnuveganna er gjaldþrota. Er óþarft að tfunda eina ferð- ina enn hvernig þjóðin er leikin eftir áratuga óráðsíu og óarð- bærar fjárfestingar um landið þvert og endilangt frá Krísuvík til Kröflu. Framhjá kerfínu Á sama tíma og Alþingi og rfki hafa ratað í hvern pyttinn á fætur öðrum hafa þessir aðilar faríð hamförum gegn einstaklingum sem reyndu nýjar leiðir. í flestum tilvikum tókst að brjóta frumkvæði þessa fólks á bak aftur. En við og við hefur einn og einn komist yfir múrinn þrátt fyrir hatramma andspyrnu kerf- isins. Eins og f einræðisríkjum sósíal- ismans f Austur-Evrópu snúast mörg átakanlegustu dæmin um matvörur á borð við bjór og brauð. En dæmin má finna á öll- um sviðum þjóðlífsins. Bjórmálið er e.t.v. það furðu- legasta. Þar hefur mannréttind- amál, vegna aulaskapar Alþingis sem lengi mun f manna minnum, fengið á sig allundarlegan endi. í stað þess að leyfa aðeins al- vörubjór, framleiddan eftir ströngustu kröfum, sötrar nú þjóðin álíka áfengan gervibjór þvert ofan í islensk lög. Og ekki er brauðmálið sfðra. Til þess að gefa þjóðinni kost á hollari brauðum urðu bakarar að sprengja vísitölukerfið í loft upp. Hófst þá hollustubylting i land- inu. En þetta eru aðeins tvö dæmi af mýmörgum. Er það glæsilegur vitnisburður um okkar kerfi að eina von okkar eru einstaklingar sem hafa burði til að berjast við það. Lokaorð Það haustar I íslensku þjóðfé- lagi. Illvígasta kreppa velferðarrík- isins er skollin £ Hvort þjóðfélag- ið verður samt aftur er ólíklegt Hvort það lifir af óvísL Um landið allt er fólk sem íhug- ar í fyrsta sinn í alvöru, þvert gegn eigin vilja, hvort til þess geti dreg- ið að það pakki saman og finni sér nýjan föðurgarð. Oðrum finnst sú tilhugsun óbæríleg að allt jákvætt frum- kvæði komi nú frá einstaklingum sem láta mótspyrnu lögmætra yfir- valda sem vind hjá eyrum þjóta. Er illa komið fyrir Iftilli þjóð þegar við blasir að annað hvort steypi ríkjandi stétt þjóðfélaginu í glötun eða ný kynslóð, nýtt ísland, taki við. En hið nýja ísland er ekki ein- göngu unga fólkið. Eins og orð hinnar aldargömlu þjóðarmóður staðfesta er það ekki aðeins þeim ungu sem blöskrar ástandið. Það sem þetta fólk á sameigin- legt er að það fínnur að það bjarg- ar okkur enginn ef við gerum það ekki sjálf. Stjórnvöld sem ekki átta sig á þvf bera feigðina í brjósti sér. Dr. Jón Óttar Ragnarsson er dós- ent rið Háskóla Islands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.