Morgunblaðið - 15.11.1984, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 15.11.1984, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 eiginlegt með hugsjónastefnu Bandaríkjanna, meðan hægri- menn, þótt þeir væru oft fylgjandi stofnun einhverskonar bandalags Evrópuríkja, vildu viðhalda mörg- um þeim sérvitringslegu einkenn- um evrópskra stjórnmála, sem Bandaríkjamenn eiga erfitt með að skilja og hafa óbeit á. Þetta hljómar ef til vill eins og útúrdúr, en sú manntegund í Vestur-Evrópu, sem Bandaríkja- menn kvarta réttilega undan í dag, er pólitískur afkomandi þeirra bandamanna, sem Banda- ríkin áttu og hófu samstarf við á blómaskeiði Atlantshafsstefnunn- ar. Eins og Bandaríkjamönnum er kunnugt af þróun eigin frjálslynd- isstefnu (í Bandaríkjunum er orð- ið „liberal“ eða frjálslyndur notað um þá sem þar teljast til vinstri í stjórnmálum. Innsk. Mbl.) dregur oft úr krafti pólitískra hugsjóna frá einni kynslóð til þeirrar næstu. Nútímasérfræðingar Bandaríkjanna í utanríkismálum hafa hlotið gömlu Atlantshafs- tenglsin í arf, en þá skortir til- finninguna, sem stefnumótendur eftirstríðsáranna í Bandaríkjun- um höfðu fyrir pólítískri sam- ræmingu. Þeir eru að ræða við fulltrúa Evrópu, sem á mörgum sviðum hafa allt aðra skoðun á heimsmálunum en Bandaríkja- menn. Hættuboðar Umfram allt hafa evrópsku við- mælendurnir eignazt Atlantshafs- samtök án þess, bersýnilega, að hljóta um leið ábyrgðartilfinningu gagnvart hinum frjálsa heimi í víðtækari skilningi, landræðilega og siðferðilega. Þar sem það eru þessir menn, sem stefnumótendur í Bandaríkjunum eiga að semja við, er ekki undarlegt þótt margt af því, sem kennt er við Atlants- hafsviðræður sé ruglingslegt, valdi vonbrigðum og beri lítinn árangur. Það er ástæðan fyrir því að nú er hætt við að bandalagið bregðist eftir að heil kynslóð hef- ur fengið að njóta landfræðilega takmarkaðs árangurs þess. Sumir bandarfskir íhaldsmenn halda því fram að þessi afturkipp- ur sé nauðsynlegur til að unnt verði í framtíðinni að endurreisa vestræna samstöðu. í stað þess að hnigna smátt og smátt með NATO eins og það er, segja þeir, með rök- um sem vissulega eiga nokkurn umsjá eins aðila, einhvers konar launanefndar, og yrðu einstakar stofnanir og ráðuneyti síðan að sækja um úthlutun til að geta yf- irborgað tilteknum starfs- mönnum, eða öllum sínum starfs- mönnum, ef svo bæri undir. Við- komandi yfirmenn yrðu þá að rökstyðja sínar umsóknir og launanefndin að skipta pottinum á milli umsækjenda. Að sjálfsögðu myndi fjárhæð sú sem væri til frjálsrar ráðstöfunar fljótt minnka, þar sem gera verð- ur ráð fyrir að yfirborganir sem eitt sinn komast á geti staðið um lengri tíma gagnvart hverjum ein- stökum. 2. Þá mætti hugsa sér að ein- stök ráðuneyti og stofnanir fengju eina ákveðna upphæð á fjárlögum til að standa undir hvers kyns rekstrarkostnaði og að þær réðu því siðan sjálfar hversu stórum hluta þær verðu til launagreiðslna og hvort og þá hvernig þær vikju frá lágmakstöxtum. Framangreindar leiðir grund- vallast á auknu sjálfstæði og ábyrgð einstakra stofnana og vinnustaða hins opinbera og fyrir- svarsmanna þeirra á launaákvörð- unum og á viðurkenningu þess að hið opinbera þurfi að hafa svigr- úm til að laga sig eftir lögmálum markaðarins í launamálum. Að þeim má sjálfsagt margt finna. En hver sú leið sem valin verður, þarf að dómi undirritaðs að styðjast við slíkar forsendur, eigi hún að losa um þann hnuf sem launamál opinberra starfsmanna eru óneit- anlega komin i. rétt á sér: Við skulum höggva á hnútinn meðan enn er tími til að gera breytingar til batnaðar. Und- ir þessi rök heyrist oft tekið í Bretlandi. Vandinn er sá að ef NATO riðl- ast í sundur áður en nauðsyn á viðnámi gegn Sovétríkjunum (en ekki uppgjafarstefna) er viður- kennd á stjómmálasviði Evrópu, verður ekki unnt að gera neinar breytingar til batnaðar. Mennta- og stjórnmálamenn verða að taka upp hanzkann nú til varnar Vest- urveldunum, meðan enn eru sæmi- legar varnir fyrir hendi. Banda- ríkin verða að kynna sér betur rætur nýrra áforma í Evrópu. Þessi áform eru varla undan rifjum Vestur-Þjóðverja runnin. Hvort heldur kristilegir eða sósí- aldemókratar fara með völd, þá liggur þeim næst að leita til sam- landa sinna, Austur-Þjóðverja, til að ná slæmu en umberanlegu sam- komulagi við einræðis-stórveldið í austri. Reikna má með að ítalir veiti viðnám, en samskonar við- nám og þeir hafa fullkomnað í þúsund ára sögu Evrópu: Eins og í síðari heimsstyrjöldinni veita þeir Bandaríkjunum stuðning þegar þau birtast í öllu sínu veldi, en þeir draga sig í hlé þegar Banda- ríkin hörfa undan. Um Breta má segja að meðan þeir skilja ekki að þeirra mestu mistök voru að fall- ast á skoðanir frjálslyndra í Bandaríkjunum og láta af heims- veldisábyrgð sinni, er ekki unnt að ætlast til þess að þeir gegni neinu ábyrgu leiðtogahlutverki i Evrópu. Þá er Frakkland eftir, þar hafa komið til sögunnar sterk menn- ingar- og stjórnmálaöfl — ef til vill þurfti vinstri stjórn til að það gæti gerzt — sem sér með stór- kostlegum galliskum skýrleika annars vegar sambandið milli þess sem Marxistar nefna rfor- réttindi miðstéttanna" og hins vegar þörfina fyrir samstöðu Vesturlanda gagnvart ógnun Sov- étríkjanna. Eins og venjulega eru Frakkar seinir til. Hvað um það: Þeir eru þarna samt og Bandarík- in hafa hagsmuni af þvi að hjálpa þeim. Að stöðva græningjana Þetta á sérstaklega við vegna þess lykilhlutverks, sem franskir menntamenn gegna gagvart öðr- um hlutum Evrópu. Uppvakning klassískrar frjálslyndisstefnu og alvarlegra umræðna um skipu- lags- og varnarmál (sem hvort tveggja á rætur að rekja til merkra verka heimspekingsins sáluga Raymonds Aron) varð vegna starfa nokkurra franskra rithöfunda eins og Jean-Marie Beonist og Andre Glucksmann. Fyrirlestrar og skrif þess síðar- ______________________________27_ nefnda i Vestur-Þýzkalandi hafa stuðlað að þvi að stöðva framgang flokks græningja þar. Báðir að- stoðuðu þeir frönsku, rómversk- kaþólsku biskupana við að semja yfirlýsingu um kjarnorkustríð, sem var athyglisverð vegna raunsæis og öfgaleysis. Samhuga karlar og konur starfa nú virkt að þvi að byggja upp hóp stjórnmála- og menntamanna um alla Evrópu til að halda hinum frjálsa heimi frjálsum. En opin- berir fulltrúar Bandaríkjanna heima og erlendis vita varla af þessari hreyfingu og notfæra sér hana ekki. Bandarikjamenn ættu að afneita þeirri úreltu skoðun að mið-vinstri-flokkarnir séu beztu bandamennirnir og gefa þessum konum og körlum tækifæri áður en það, sem þeir óttast mest, verð- ur sjálfkrafa að raunveruleika. ». (ÍJr Wall Street Journal) VIÐ FJOLGUM VBÐKOMUHÖFNUM ÚR FJÓRUM í ÁTTA! Enn aukum við þjónustu við landsbyggðina og einföldum vörustreymi milli dreifbýlis og þéttbýlis. Tíðari ferðir, stærri skip og fjórar nýjar viðkomuhafnir greiða til muna fyrir flutningum milli byggðarlaga og ekki síður milli landa, því beinn flutningur inn- og útflytjenda á landsbyggðinni verður nú mun auðveldari. Við hefjum nú fastar siglingar á REYÐARFJÖRÐ, SAUÐÁRKRÓK og PATREKSFJÖRÐ auk þess sem við önnumst afgreiðslu Herjólfs til VESTMANNAEYJA og tengjum strandflutningaþjónustuna alþjóðlegu flutningakerfi okkar þar sem fullkomin aðstaða í Sundahöfn er miðpunkturinn. Þú getur treyst þjónustu Eimskips. TÍÐARI SIGLINGAR- STÆRRI SKIP BEIN TENGSL VIÐ ALWÓÐLEGAR SIGLINGALEIÐIR EIMSKIP Baldur Guðlaugsson er hæstarétt- arlögmaður í Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.