Morgunblaðið - 15.11.1984, Side 28

Morgunblaðið - 15.11.1984, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 AF INNLENDUM VETTVANGI STEFÁN FRIÐBJA RNA RSON ísland — Grænland: Forn samleið og framtíðar Þúsund ár frá íslenzku landnámi í Grænlandi Jonathan Motzfeldt, formaður landsstjórnar Grænlands, kom í heimsókn til íslands 26.-29. september sl. Af því tilefni verður hér á eftir drepið lauslega á örfá atriði er tengja ísland og Grænland á genginni tíð og önnur sem varða samleið landanna inn í framtíðina. Myndin sýnir hvar Vestri- og Eystribyggð, fslendingabyggðirnar í Grienlandi, stóðu um fimm alda bil, frá þvf fyrir irið 1000 fram i síðari hluta 15. aldar. Hún sýnir einnig afstöðu íslands og Grænlands hvors til annars, og hve Grænland teygir sig langt til suðurs, miðað við land okkar. Voríð 1729 birust til fslands fyrirmæli fri Kaupmannahöfn um skriningu sjilfboðaliða til nýs landnims á Grænlandi, sem ekki varð af, þritt fyrir að 200 manns létu skri sig. Sr. Jón Bjarnason i Ballari hafði síðar i 18. öldinni hug i landnimi og kristniboði i Grænlandi, sem einnig fórst fyrir. Hinsvegar eru heimildir til um að íslendingar hafi kennt Grænlendingum hikarlaveiði (1773). Áhugi i Grænlandsmilum er ekki nýr í íslandssögu. ÍSLENZK BYGGÐ Á GRÆNLANDI Fyrir tæpum þúsund árum, 985, fór 25 skipa landnámsleiðangur úr Breiðafirði og Borgarfirði til Grænlands. Fjórtán skip komust á leiðarenda. Önnur snéru við eða týndust. Það var Eiríkur rauði, sem kannað hafði landið og gefið því nafn, er fór fyrir landnemum. Leifur heppni, sonur hans, sigldi síðar fleyi sínu til Vesturheims (Ameríku), fyrstur Evrópumanna, og kallaði Vínland hið góða, en ekki varð af landnámi þar. Samfelld íslenzk byggð var við lýði í Grænlandi í fimm aldir, eða þar um bil, en þá hverfa þessir norrænu menn inn í söguna, spor- laust, að því er nær til skriflegra heimilda. Ýmsar getur hafa verið leiddar að örlögum þeirra en lausn á gátunni, sem óyggjandi getur talizt, liggur ekki fyrir. Þegar þessi byggð var fjölmenn- ust vóru um 280 bæir í Eystri- og Vestri-byggð, svonefndum, og íbúatala um 3.000. Byggðin hafði biskupsstól í Görðum og þing að íslenzkri fyrirmynd. Það var á þessu landnámi og ís- lenzkri byggð í Grænlandi um ald- ir sem dr. Jón Dúason, virtur mennta- og fræðimaður, reisti kröfur sínar um sögulegan rétt ís- lendinga til Grænlands. Áður höfðu Einar Benediktsson, skáld, Bjarni Jónsson frá Vogi og fleiri þjóðkunnir menn sett fram svipuð sjónarmið. Árið 1931 samþykkir Alþingi samhljóða tillögu Jóns Þorlákssonar, þ.e. áskorun til rík- isstjórnar um að „gæta hagsmuna íslands" vegna deilu sem þá stóð milli Dana og Norðmanna um yf- irráð á Grænlandi. Pétur Ottesen, alþingismaður, tók kröfugerð af þessu tagi oftar en einu sinni upp á Alþingi, flutti m.a. tillögu til þingsályktunar 1953 um kröfu á hendur Dönum um viðurkenningu á „fullum yfirráðum íslendinga yfir Grænlandi". Fallist danska stjórnin ekki á þá kröfu lýsi Al- þingi þeim vilja „að leitað verði um málið úrskurðar alþjóða- dómstólsins í Haag“. SAMLEIÐ UNDIR DANSKRI KRÚNU Samskipti milli íslands og Grænlands gerast lítil eftir lyktir íslenzkrar byggðar í grannland- inu. Þó eiga löndin samleið undir danskri krúnu í gegn um margar aldir. Einn og einn íslendingur slæðist til Grænlands í tímans rás með dönskum Grænlandsförum og einn og einn Grænlendingur hingað. Þessi takmörkuðu tengsl hafa ekki umtalsverð áhrif á framvindu mála, hvorki hér né þar. Á fyrri hluta þessarar aldar má líta nokkrar svipmyndir í vakn- andi samskiptum Grænlendinga og íslendinga. Þannig er græn- lenzkur prestur vígður í Isafjarð- arkirkju 27. ágúst 1925, að við- stöddum mörgum Grænlending- um, sem þangað lögðu leið sína með Grænlandsfarinu Gustav Holm. Danskur prófastur fram- kvæmdi vígsluna en Sigurgeir Sig- urðsson, síðar biskup, aðstoðaði. Árið 1929 heldur íslenzkur leið- angur í slóð Eiríks rauða til Grænlands, ekki til að setjast þar að með nýju landnámi, heldur til að sækja lifandi sauðnaut. Hingað komu þeir með fimm sauðnauts- kálfa, sem haldið var til beitar á Arnarhóli í Reykjavík, áður en fluttir vóru í framtíðarvist annars staðar á landinu. Þeirra íslands- saga varð skammvinn. Grænlenzkur þorskur hefur þó án efa gengið á íslandsmið gegn um ár og aldir. Og strax og veiði- tækni íslenzks útvegs nægðu ekki heimamið héldum við utar til fanga og m.a. vestur um Atlants- ála. — „Það gefur á bátinn við Grænland...“ Þá erum við komnir að mergn- um málsins, sameiginlegum fisk- veiðihagsmunum þjóðanna við Norður-Atlantshaf, fyrst og fremst Kanadamanna, Grænlend- inga, íslendinga, Færeyinga og Norðmanna, þó fleiri þjóðir telji til veiðihagsmuna á þessu svæði. Það eru þessir sameiginlegu hags- munir sem beina sjónum okkar aftur til Grænlands og verða væntanlega lykillinn að framtíðarsamskiptum Islendinga og Grænlendinga. FISKSTOFNAR f LANDHELGI TVEGGJA EÐA FLEIRI RÍKJA Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna gengur að meginefni út á nauðsyn samstarfs, bæði um lausn deilumála og verndun auð- æfa. f 63. grein sáttmálans segir berum orðum að þar sem fiskteg- undir gangi á milli efnahagslög- sögu tveggja eða fleiri ríkja skuli þær annaðhvort beint eða fyrir milligöngu svæðisstofnana sjá um nauðsynlegar ráðstafanir til að vernda fiskstofna og eðlilega nýt- ingu þeirra. I febrúarmánuði sl. samþykkir Alþingi þingsályktun um sameig- inleg hagsmunamál Grænlend- inga og fslendinga, sem flutt var Eyjólfi Konráði Jónssyni (S) og fleiri þingmönnum úr öllum þing- flokkum: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að kanna til fullnustu möguleika á samkomulagi við Græn- lendinga um sameiginleg hagsmuna- mál, sérstaklega að því er snertir verndun fiskistofna og fiskveiðar, og leita jafnframt nánari samvinnu þeirra ríkja, sem liggja að fiskimið- um norðarlega í Atlantshafi, um verndun og nýtingu fiskistofna og önnur sameiginleg hagsmunamál.“ f framsögu fjallaði Eyjólfur Konráð um þá skyldu íslendinga við samtíð og framtíð, að róa öll- um árum, bæði utanríkisþjónustu og annarra áhrifa, að nauðsynlegu samstarfi um fiskveiðihagsmuni, fiskvernd og veiðisókn, m.a. til að tryggja um aldur og ævi efna- hagslegar forsendur fyrir byggð í landinu. Þetta samstarf verði m.a. á sviði rannsókna og veiðiákvarð- ana. „Ég held að ekki væri óeðli- legt,“ sagði hann ennfremur, „að tekin yrði upp einhvers konar sameiginleg landhelgisgæzla ekki bara Islendinga og Grænlendinga heldur kannske líka Færeyinga." Alþingi fslendinga hefur og stofnað sérstakan Grænlandssjóð, sem Matthías Bjarnason ráðherra hafði frumkvæði um, til að efla ýmiss konar samskipti milli ríkj- anna. fslendingar hafa einnig stutt hlut Færeyinga og Græn- lendinga í samstarfi Norðurlanda. Þannig eiga lögþing Færeyinga og landsþing Grænlendinga nú aðild að Norðurlandaráði og samkomu- lagi Norðurlanda um samstarf á sviði menningarmála. GRÆNLAND OG EVRÓPUBANDALAGIÐ Mörg undanfarin ár hafa ein- stakir þingmenn, ekki sízt Eyjólf- ur Konráð Jónsson, krafizt auk- innar samvinnu fslendinga, Græn- lendinga og Færeyinga og annarra þjóða, sem eiga hagsmuna að gæta á norðanverðu Atlantshafi. Árið 1980 fór Steingrímur Her- mannsson, þá sjávarútvegsráð- herra, í hálfopinbera heimsókn til Grænlands, til viðræðna við Jon- athan Motzfeldt, formann lands- stjómar Grænlands. Til umfjöll- unar vóru sameiginleg hagsmuna- mál á sviði sjávarútvegs. Græn- lendingum vóru kynntar fiski- fræðilegar niðurstöður islenzkra rannsókna og viðhorf okkar til fiskverndar og fiskveiði á haf- svæðinu milli fslands og Græn- lands. Þá vóru ekki sízt viðraðar áhyggjur íslendinga vegna veiða þjóða Evrópubandalagsins (EBE) í grænlenzkri landhelgi, einkum á karfa, en einnig á öðrum fiskteg- undum. Grænlendingar sýndu áhuga á samstarfi við okkur um fiskveiði-, fiskvinnslu- og markaðsmál. „Hinsvegar kom mjög greinilega fram,“ sagði Steingrímur Her- mannsson í þingræðu 21. febrúar sl., „að áætlun þeirra um úrsögn úr Efnahagsbandalaginu (EBE) væri nánast háð því að viðræður yrðu við bandalagið um tollfrjáls- an aðgang að bandalaginu og fjár- styrk...“. Vorið 1983 komu þrír græn- lenzkir landsstjórnarmenn til fs- lands, fyrst og fremst til viðræðna um samgöngur milli landanna. Þetta tækifæri var óformlega nýtt til viðræðna um fiskveiðimál, þ.á m. samninga Grænlendinga við Evrópubandalagið, sem raunar fór með málefni Grænlendinga á þessum vettvangi til sl. áramóta. Geir Hallgrímsson, utanríkis- ráðherra, lagði áherzlu á það í þingræðu í febrúar, að ríkisstjórn- in hefði fjallað um eflda sam- vinnu, bæði við Færeyinga og Grænlendinga, en raunar einnig Norðmenn, Dani, Færeyinga og Kanadamenn um fiskverndarmál. Hann kvað Grænlendinga ætíð hafa verið reiðubúna til viðræðna við okkur. Hinsvegar hafi ákvarð- anataka af þeirra hálfu strandað á því, „að þeir töldu sig ekki hafa forræði þessara mála meðan þeir vóru í Efnahagsbandalaginu, eða réttara sagt meðan Efnahags- bandalagið fór með forræði fisk- veiðimála þeirra, vegna aðildar Dana að bandalaginu". — Græn- lendingar samþykktu með naum- um meirihluta að segja sig úr Evr- ópubandalaginu, sem kunnugt er, Jonathan Motzfeldt, formaður landsstjórnar Grsnlands. en sömdu samhliða við það um tollfrelsi grænlenzkra sjávaraf- urða í EBE-ríkjum og fjárstyrk gegn ákveðnum veiðiheimildum EBE-ríkja á afla, sem þeir töldu sig ekki geta nýtt um sinn sjálfir. Síðar kom til sögu loðnuveiði Dana og Færeyinga á „gráu“ svæði milli Grænlands og Jan Mayen, sem Danir (f.h. Grænlend- inga) og Norðmenn deila um, þ.e. hvort fiskveiðilandhelgi Græn- lands skuli miða við miðlínu (milli Grænlands og Jan Mayen) eða 200 mílur frá grænlenzkum viðmiðun- arpunktum og samsvarandi skemmri vegalengd frá Jan May- en. íslendingar styðja sjónarmið Noregs og telja réttilega nálægt eigin loðnuveiðihagsmunum höggvið. ÍSLAND - GRÆNLAND: SAMEIGINLEGIR HAGSMUNIR „Ekki þarf að rökstyðja það mörgum orðum að bæði fslend- ingar og Grænlendingar eiga efnahagslega afkomu að mjög miklu leyti undir sjávarafla. Skynsamleg nýting fiskimiða og skynsamleg verndun fiskistofna er báðum þjóðunum nauðsynleg." Þannig komst ólafur heitinn Jóhannesson, þá formaður utan- ríkismálanefndar Alþingis, að orði í þingræðu á sl. vetri, sem var ein af hans síðustu. Ýmsir nytjafiskar, sem mjög koma við lifskjarasögu okkar, svo sem þorskur, loðna, karfi og síld (fyrr á tíð), fara — a.m.k. að hluta til — um fiskveiðilandhelgi tveggja eða fleiri ríkja. Af þeim sökum eru nauðsynlegar rann- sóknir, æskileg fiskvernd og hygg- ileg veiðsókn háð nánu samstarfi á þessum vettvangi. Það var því meira en tímabært er Alþingi samþykkti framangreinda þings- ályktun um sameiginleg hags- munamál Grænlendinga og Is- lendinga. Raunar þurfa allar fisk- veiðiþjóðir við norðanvert Atl- antshaf að hafa allnokkra sam- vinnu um sameiginlega fiskveiði- hagsmuni. Samansöfnuð reynsla íslendinga í sjávarútvegsgreinum, veiði, vinnslu og markaðsmálum, gæti og gagnazt Grænlendingum í gagnkvæmu samstarfi. Aldalöng byggð íslendinga á Grænlandi er hluti þjóðarsögu okkar. Samleið okkar og Græn- lendinga á langri vegferð undir danskri krúnu einnig. Hvort tveggja heyrir genginni tíð, að því er okkur varðar. íslenzkir fisk- veiðihagsmunir verða naumast héðan af reistir á þeirri sagn- fræði. Gagnkvæm samvinna, byggð á beggja hag og fiskifræði- legum staðreyndum, er vegvísir- inn, bæði fyrir okkur og Græn- lendinga. Það er því gleðiefni að Jonathan Motzfeldt, formaður landsstjórnar Grænlands, er gestkomandi hér á landi. Við þurfum að rækta af alúð vináttu og tengsl við granna okkar I vestri á öllum sviðum samskipta þjóða í milli, en fyrst og síðast á sviði sjávarútvegsmála. Þar fara miklir hagsmunir beggja þjóð- anna ótvírætt saman. — sf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.