Morgunblaðið - 15.11.1984, Page 36
36_____
Indland:
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984
Morðsamsærið á
margra vitorði
Nýju Delhí, 14. nóvember. AP.
YFIRVÖLD í Indlandi hafa handtekið lögregluforingja fyrir aðild að morð-
samsærinu gegn Indiru Gandhi. Var hann raunar handtekinn daginn sem
Indira var myrt, en það var fyrst í dag sem látið var uppskátt um það.
Lögregluforinginn Jagtar Singh
(af trúflokki síkha en þeir bera
allir nafnið singh, sem þýðir ljón),
var í öryggisverði Indiru og er
hann sakaður um að hafa tekið
beinan þátt í samsærinu gegn
henni. Blaðið Hindustan Times
sagði svo frá því í dag, að sex aðrir
menn í öryggisverðinum hefðu vit-
að hvað til stóð en ekki skýrt frá
því. Sagði blaðið, að Beanth Singh,
sá banamanna Indiru, sem var
skotinn, hefði áður farið til Amr-
itsar, hinnar helgu borgar síkha,
og svarið þess dýran eið að hefna
árásar stjórnarhermanna á
Gullna musterið.
Menaka Gandhi, ekkja Sanjays
Gandhi, sonar Indiru, hét þess í
dag að berjast gegn mági sínum,
Rajiv, í kosningunum í desember.
Sagði hún að sú samúð sem hann
hefði notið vegna móðurmissisins,
væri stórleg ýkt og yrði minni með
degi hverjum.
Norðmaður aðalvitnið í
ensku bankaránsmáli
Ósló, 14. nóvember. Frá Jan Erik Lnure,
frétUriUra Mbl.
Norskur tæknifræðingur lagði sig nýlega í lífshættu við að upplýsa bankar-
án, sem framið var í Englandi. Fyrir hans tilstilli tókst að koma upp um
ræningjana og endurheimta hátt á fimmta hundrað milljónir króna verðmæti
í skuldahréfum.
Saga þessi hófst í Lundúnum
árið 1982. Ræningjar brutust þar
inn í banka og tókst að hafa á
brott með sér tæplega tólf millj-
ónir króna í reiðufé og skuldabréf
fyrir hátt á fimmta hundrað millj-
ónir, eins og fyrr gat. Skuldabréf-
in mátti innleysa í banka, svo að
þau voru í rauninni jafnverðmæt
og reiðufé væri.
I fyrra dvaldist Norðmaðurinn á
12 farast í
Tyrklandi
LsUnbul, 14. nóvember. AP.
Tólf manns fórust og 12 slösuð-
ust árla í dag er rúta og járn-
brautarlest rákust saman í hérað-
inu Nidge í miðju Tyrklandi. Af
hinum látnu voru 10 farþegar í
rútunni.
eynni Möltu og komst þá í sam-
band við anga úr ræningjaklík-
unni. Bauðst honum þar að kaupa
skuldabréf með afföllum. Þegar
hann kom heim til Noregs, lét
hann lögregluna vita og féllst á að
veita liðsinni sitt.
Var maðurinn svo sendur til
Englands, þar sem honum tókst að
fá tvo af forkólfum hópsins, sem
braust inn í bankann á sínum
tíma, til að eiga fund með sér.
Voru tveir norskir lögreglumenn
með og létust vera áhugasamir
kaupendur.
Mikill fjöldi lögreglumanna beið
fyrir utan hótelið, þar sem fund-
urinn átti sér stað. Og þegar ræn-
ingjamir drógu fram skuldabréf-
in, lét lögreglan til skarar skríða
og handtók þá umsvifalaust.
Norðmaðurinn verður aðalvitni
ensku lögreglunnar, þegar málið
verður tekið fyrir seinna í þessum
mánuði. Nafni hans er haldið
leyndu af ótta við hefndarráðstaf-
anir glæpaklíkunnar.
Harðnar í ári
Stöðugt harðnar í ári hjá þeim kolanámumönnum í Bretlandi, sem
þar eru í ólöglegu verkfalli. Þeir fá rúm 6 pund á viku úr verk-
fallssjóðum, sem er að sjálfsögðu allt of lítið til framfæris nokkurri
fjölskyldu. Því er reynt að drýgja þetta fé á ýmsan hátt. Hér á
myndinni sjást tvær konur tína kol við námu, þar sem allri starf-
semi hefur verið hætt af völdum verkfallsins.
Nicaragua:
„Stríðs-
ástand“
í óviss-
an tíma
Managua, 14. nóvember. AP.
HUMBERTO Ortega, varnarmála-
ráðherra í Nicaragua, sagði í dag, að
her landsins yrði allur hafður í
viðbragðsstöðu þar til Reagan,
Bandaríkjaforseti, hefði endanlega
lagt á hilluna áætlanir sínar um inn-
rás í landið.
Mikill viðbúnaður er í Managua
og engu líkara en styrjöld sé að
skella á. Eru hermenn hvarvetna á
verði og skriðdrekar við helstu
gatnamót. Talið er, að um 200.000
manns séu undir vopnum til að
hindra innrás Bandaríkjamanna,
sem stjórnvöld segja að sé yfirvof-
andi. Talsmaður bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins segir hins veg-
ar, að allt tal sandinista um inn-
rás sé þvættingur en hitt sé ann-
að, að trúlega sjái þeir sér hag í að
halda því fram.
íran:
Sonur keisara
spáir uppreisn
London, 14. nóvember. AP.
Reza Pahlavi, sonur fyrrum frans-
keisara, spáir meiríháttar uppreisn
gegn byltingarstjórninni í íran. Til-
gangurinn sé að steypa Khomeini
erkiklerki.
Ummæli þessi eru höfð eftir
Reza, sem tekið hefur sér keisara-
tign af íran, í blaði útlægra írana
í London, Kayhan.
Sagði Reza undirbúning upp-
reisnar gegn Khomeini í fullum
gangi, bæði heima fyrir og meðal
burtfluttra frana. Sagði Reza
mikla óánægju með klerkaveldið
heima fyrir og spáir hann því að
klerkarnir verði ekki öllu lengur
við völd.
Ný leit að
fjársjóði
nasista í
Toplitz-vatni
Bad Amicc, Austurríki, 14. uÓTember. AP.
TÆKNIMENN úr hernum, froskmenn og tundurduflasérfræðingar hófu
f gær að hífa tundurdufl og önnur hernaðartól upp úr Toplitz-vatni í
Steiermark-héraði, þar sem talið er,
styrjaldarárunum.
Vitað er til, að þýski herinn
hafði eldflaugatilraunastöð á
vatninu, og gera björgunarmenn
sér vonir um að geta náð upp
fleka sem eldflaugaskotpallarnir
hvíldu á.
„Við erum þarna með 40
tæknimenn, þrjá froskmenn úr
hernum og þrjá froskmenn á
vegum innanríkisráðuneytisins,"
sagði Herbert Skacel ofursti í
tæknideild hersins i Salzburg,
þegar AP ræddi við hann.
A mánudag náðist upp tund-
urdufl sem hafði sokkið og leifar
af hátíðnimagnara, og í morgun
fannst hluti úr skrokk orrustu-
flugvélar, sem hrapaði niður í
nasistar hafi falið digra gullsjóði á
vatnið í lok stríðsins, að sögn
Skacels.
Flakið af flugvélinni fannst I
fyrra, þegar vestur-þýski Iíf-
fræðingurinn Hans Fricke hóf á
ný að hnýsast í Toplitz-vatn, en
fyrir nokkrum árum fór hann í
dvergkafbáti um vatnið þvert og
endilangt, í því skyni, að því er
sagt var, að kanna lífríki þess.
Heimamenn, sem fylgdust með
ferðum hans, drógu þó margir I
efa, að tilgangur Frickes væri sá
sem hann lét í veðri vaka.
Toplitz-vatn, sem er vestast I
hinu fallega Salzkammergut-
héraði, ekki langt frá Salzburg,
hefur ýmist verið kallað „rusla-
kista nasista" eða „dýrgripa-
geymsla" vegna þeirra fjársjóða
gulls sem sagt hefur verið að
hafi verið faldir þar. En þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir allt frá
stríðslokum hefur köfurum ekki
tekist að finna þar neitt annað
en fáeinar timburkistur fullar af
fölsuðum pundseðlum, sem nas-
istarnir létu framleiða, þegar
þeir gerðu misheppnaða tilraun
til að eyðileggja breska gjald-
miðilinn.
Sérfræðingar hersins og
stjórnarinnar voru kvaddir til
nú að ósk stríðsminjasafnsins í
Vín, sem gerir sér vonir um að
komast þarna yfir eitthvað af
verðmætum munum frá nasista-
tímanum. En aðalmarkmiðið
virðist vera að ná í eldflauga-
flekann, þó að það sé jafnframt
langerfiðast af því sem þarna
verður fengist við vegna stærðar
flekans og þyngdar stálsins í
grind hans.
Þrátt fyrir að ýmsir hafi sínar
efasemdir um, hvað búi undir
öllu þessu tilstandi, er ljóst, að
björgunarliðið setur traust sitt á
Fricke. Dvergkafbáturinn hans
var notaður til að koma böndum
á flugvélarskrokkinn sem áður
var minnst á, svo og sokkna
tundurduflið, svo að unnt væri
að hífa þessa hluti upp af botni
vatnsins.
Ekki er þó búist við árangri
sem erfiði af umsvifum þessum,
þó mikil séu að vöxtum. Og varla
er þess heldur að vænta að þessu
sinni, að nein umtalsverð fémæti
verði sótt í þetta dulúðuga vatn
sem sagt er að búi yfir digrum
fjársjóðum.