Morgunblaðið - 15.11.1984, Síða 37

Morgunblaðið - 15.11.1984, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 37 Rabin í Líbanon Yitzhak Rabin, varnarmálaráðherra ísraels, hefur verið á ferð um Suður-Líbanon og kynnt sér vel ástandið á þeim svæðum, sem ísraelsher ræður. Sagði hann við fréttamenn, að hvar sem hann hefði komið hefðu hermennirnir spurt hann hvenær þeir fengju að fara heim. AP. Ólympíuskákmótið hefst á sunnudag Aþenn, 14. nóienbtr. AP. Macmillan hvetur til þjóðarsáttar RÚMLEGA 1.000 skákmenn frá 99 þjóðlöndum, þar á meðal frá ísrael og Palestínu, búa sig nú undir að keppa á 26. Ólympíu- skákmótinu, sem hefst á sunnu- dag í borginni Saloniki í Grikk- landi. Ólympíuskákmótið, sem hald- ið er á tveggja ára fresti, stend- ur í 16 daga og rúmlega 300 skákir tefldar hvern dag. Hafa aldrei jafn margir tekið þátt í því og nú, jafnt í karla- sem kvennaflokki, og er þetta i fyrsta sinn sem það fer fram í Grikklandi. Reka Grikkir harð- an áróður fyrir því, að mótið verði alltaf haldið þar í landi á sama hátt og þeir vilja að verði með sumarólympíuleikana. Ólympíumótið i skák var fyrst haldið í London árið 1927. Á síð- ustu tíu mótum hefur Sovét- maður orðið Ólympíumeistari átta sinnum en Bandaríkjamað- ur og Ungverji einu sinni. Loadoa, 14. DÍTember. AP. Harold Macmillan fyrrum for- sætisráðherra rauf í gær 20 ára þögn með ræðu í lávarðadeild brezka þingsins í gær, þar sem hann hvatti til siðferðisbyltingar og þjóðarsáttar. Macmillan stendur á níræðu og hefur ekki komið fram opinber- lega í 20 ár er hann flutti jómfrúr- ræðu sína í lávarðadeildinni. Hann var aðlaður og tók sér lá- varðstign sem lávarður af Stock- ton er hann varð níræður í febrú- Veður víða um heim Akureyri 1 anjókoma Amsterdam 12 hoióskfrt Aþena 13 skýjaó BflTMkXM vanfar Bertín vantar Brusoal 15 skýiaó Chícago 9 skýjaó Oublin 14 skýiaó Fanayjar 14 skýfaó Frankfurt 10 hoióakfrt Ganf S skýjaó Helsinki 7 skýjaó Hong Kong 24 skýjað Jerúsalam 16 skýjaó Kaupmannahöfn 8 heióskírt Las Palmaa 1» skýjað Linabon 15 rigning London 11 akýjaó Los Angeles 21 skýjaó Luxomburg 14 þokuruón. Malaga vsntar Mallorca 13 úrk. i gr. Miami 17 hoióskfrt Montreal 0 skýjaó Moskva heióakirt M yn,L H®w T OTK 5 akýjað (Mi 1 akýjaó Parta 13 rigning Peking 7 skýjaó Reykjavík 5 rigning Rio do Janeiro 26 rigning Rómaborg 19 skýjaó Stokkhólmur 7 heióskírt Sydney vantar Tókió 15 hoióaklrt Vínarborg 7 skýjaó Þórshöfn 9 akýjaö ar sl. Þangað til hafði hann hafn- að því að taka við aðalstign, sem forsætisráðherrar hljóta sjálf- krafa, er þeir hverfa úr starfi. Macmillan var forsætisráðherra 1957-63. Macmillan hélt jómfrúrræðuna blaðalaust og sagði átakanlegt að fylgjast með því sem væri að ger- ast með þjóðinni og geta ekkert skakkað leikinn. Varð honum tíð- rætt um verkfall námamanna og af mikilli tilfinningu hrósaði hann hugrekki fyrri kynslóða náma- manna og framlagi þeirra til sög- unnar. Kvartaði hann undan því sem hann kallaði „brjálæðislegt hatur“ milli stétta og kynslóða og hvatti til þjóðarsáttar. „Þetta verkfall beztu manna í heimi, sem lögðu að velli heri keisarans og Hitlers, er bæði átakanlegt og tímaskekkja," sagði Macmillan. ÓeirÖaseggir klófestir í Suður-Afríku Jóhaaaesorborg, 14. oAnnber. AP. Handteknir hafa verið fjórir and- ófsleiðtogar, sem sagðir eru for- sprakkar aðgerða og uppþota sem beinst hafa gegn stjórn S-Afríku og kynþáttastefnu hennar. Meðal fjórmenninganna eru stúdentaleiðtogi og formaður eins stærsta verkalýðsfélags þeldökkra Suður-Afríkubúa. Hundruð her- og lögreglumanna tóku þátt i leit að forsprökkunum í borgarhverfi norðaustur af. Jó- hannesarborg tvo daga í röð. Voru alls 78 menn handteknir og þeir ákærðir fyrir ýmsar sakir tengdar óeirðum, sem blossað hafa upp öðru hverju siðustu mánuðina. Á síðustu tveimur vikum hafa a.m.k. 12 óeirðaseggir verið hand- teknir til viðbótar þeim 206, sem sagðir eru í haldi án ákæru. Vitað er um 155, sem fallið hafa í óeirð- um í S-Afríku frá í ágústlok, allir þeldökkir, nema einn hvítvoðung- ur. Luns: Hvetur SA-Asíu- þjóðir til að efla varnarmátt sinn Sioxapore. 9. nÓTember. AP. JOSEPH Luns, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbandalags- ins, sagði í ræðu, sem hann flutti í höfuðbækistöðvum stofnunar um málefni Suðaustur-Asíu, að þjóðir í þessum heimshluta ættu að keppa að því að sinna sínum öryggismálum án íhlutunar annarra ríkja. Luns sagði, að AtlanLshafsbandalagsþjóðir ættu að fylgjast með velþóknun með þvi, sem þjóðir Suðaustur-Asíu gerðu f öryggismálum sínum, og almennt því sem fram færi í þessum heims- hluta. Luns sagði, að i Japan gætti vaxandi áhuga á því að annast á eig- in spýtur sín varnarmál og vitaskuld tengdist það einnig efnalegum styrkleika Japana. Samtök ríkja Suðaustur-Asiu, Singapore, Malaysía, Indónesía, Thailand, Filippseyjar og Brunei, hafa lagt fram skerf til varnar- og öryggismála í heimshlutanum og í hinum „frjálsa heimi" með and- stöðu við hernám Víetnama í Kambódiu. Eins og alkunna er, njóta Víetnamar stuðnings Sov- étríkjanna og Luns sagði, að Sov- étmenn notfærðu sér víetnamskar stöðvar til að eiga hægara með Joseph Luns njósnir og afskipti af siglingum og annarri umferð milli Evrópu og Asíu. Luns sagði, að núverandi stefna I Kína miðaði að stöðug- leika og Sovétríkin gætu einnig gert ámót breytingar ef vilji væri fyrir hendi. Andstæðingur Marcos myrtur á Filippseyjum Moailo, 14. oóvember. AP. Borgarstjóri Zamboanga, Cesar Climaco, sem er kunnur og skelegg- ur andstæðingur Marcos forseta, var myrtur mergun. Árásarmanninum tókst að flýja inn á akur og renna úr greipum manna sem veittu honum eftirför í hávöxnu grasinu. Marcos fyrirskipaði yfirmanni hersins, Fidel V. Ramos, að annast rannsókn morðsins. Climaco var 68 ára. Hann náði kosningu til þings í vor, en afsalaði sér sæti sínu þar sem hann vildi áfram vera borgarstjóri í Zamboanga, sem er 870 km suðaustur af Man- ila. Tónlistarunnendur Selfossi og Reykjavík Þriðja starfsár íslensku hjómsveitarinnar hefst með tónleikum í íþróttahúsi gagnfræðaskólans á Selfossi laugardaginn 17. nóvember kl. 14:30. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Hljomsveitarstjori: Ragnar Björnsson Efnisskrá Karl Hermann Pillney: Eskapaden Eines Gassenhauses. Svíta fyrir kammerhljómsveit. Jacques Ibert: Suite Symphonique. Svíta fyrir kammerhljómsveit. Frédéric Chopin: Mazurka nr. 17, Scherzo nr. 2. Einleikur: Stephanie Brown. Wolfgang Amadeus Mozart: Pianókonsert nr. 9, f Es-dúr, K271. Einleikur: Stephanie Brown. Efnisskrá þessi verður endurflutt á fyrstu áskriftartónleikum hljómsveitarinnar í Bústaðarkirkju sunnudaginn 18. nóvemberkl. 17:00. Áskriftarsímarnir eru 22035 og 16262. Þú getur tryggt þér áskrift með símtali og greitt gjaldið eftir samkomulagi. önnur efnisskrá vetrarins verður frumflutt á Akranesi laugardaginn 24. nóvember kl. 14:30 og endurtekin á áskriftartónleikum i Reykjavík sunnudaginn 25. nóvemberkr. 17:00. Einleikari: Stephanie Brown Að loknu meistaraprófi frá Julliard tónlistar- háskólanum (1976) vakti Stephanie Brown (1955) þegar athygli fyrir öryggi i tækni og túlkun. Síðan hefur hróður hennar vaxið jafnt og þétt með tónleikum vlðs vegar um Bandarikin. Hún hefur leikið með mörgum helstu hljómsveitum þarlendis, og hefur nú á efnisskrá sinni fjölda pianó- konserta. Ummæli gagnrýnenda stórblað- anna hafa öll verið á einn veg: „Sfephanie Brown er sannarlega undursamlegur píanóleikari, eigin tón og ákveðinn listræn- an persónuleika" (N. Y. Times). „Stephan- ie Brown er ungur píanisti með stórar hug- myndir og tækni sem hætir þeim. Blæ- brigðin voru i fögru jafnvaBgi og styrkleika- breytingar virtust hlfta innra afli hennar" (The Wahington Post). Þess má geta, að Stephanie Brown lék nú i haust þennan Stephanie Brown konsert Mozarts með þekktustu kammer- hljómsveit Bandarikjanna. St. Paui Chamber Orchestra. undir stjóm Pinnkas Zukerman.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.