Morgunblaðið - 15.11.1984, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984
41
ferð-
a vel“
stjórnunarhætti, án þess að
nokkrar grundvallarbreytingar
þurfi til að koma.“
— Hver eru helstu einkenni
japanskra stjórnunarhátta?
„Þegar ég var að undirbúa komu
mína hingað til lands, þá las ég
grein um ísland í Time, þar sem
sagði m.a. að íslendingum væri
ekkert um það gefið að hleypa út-
lendingum inn í efnahagskerfi
landsins. Þar stóð að þeir væru því
mótfallnir að útlendingar fjár-
festu á íslandi, og sömu sögu er að
segja um Japani. Japanir eins og
íslendingar voru landfræðilega
einangraðir um aldaraðir. Með
þessari landfræðilegu einangrun
Japan þróaðist með þjóðinni af-
skaplega hreinn og ómengaður
japanskur andi. Við viljum því
fyrst og fremst umgangast okkar
eigin landa, sem hugsa svipað,
hafa samskonar menningu á bak
við sig, sömu tungu og fleira. í
menningarsögulegu tilliti er Jap-
an lokað þjóðfélag, og á það ber að
líta, þegar japönsk stjórnun er
könnuð ofan í kjölinn. Fyrsta ein-
kenni japanskra stjórnunarhátta
er að mínu mati það, hvernig Jap-
an hefur útilokað útlendinga og
erlend öfl, án þess þó að hafa
hafnað aðferðum annarra þjóða,
svo sem Evrópulanda og Banda-
ríkjanna. Við erum mikið fyrir
kennisetningar í Japan, og höfum
því í gegnum árin tekið upp hinar
ýmsu kenningar frá Evrópu og
Bandaríkjunum, og gert tilraunir
með þær í Japan og reynt að að-
laga þær japönsku efnahagskerfi.
Sumar kenningarnar höfum við
tekið upp og gert að okkar, en
öðrrum höfum við hafnað. Það er
því afar erfitt að skilgreina hvað
er japanskt stjórnunarkerfi. í ör-
stuttu máli má ef til vill segja að
það sé blanda evrópsks stjórnun-
arkerfis, bandarísks stjórnunar-
kerfis og japansks anda. Vél-
búnaður japanska kerfisins er því
ekki japanskur, heldur bandarísk-
ur og evrópskur, en hugbúnaður-
inn er japanskur.
Það sem ég á við með þessum
orðum mínum, er að stjórnunar-
aðferðir í heiminum eru í ríkum
mæli þær sömu, það er aðeins
menningarlegur bakgrunnur sem
gerir það að verkum að aðferðirn-
ar verða mismunandi, í mismun-
andi þjóðfélögum. Andi hverrar
þjóðar er ólíkur því sem gerist í
öðrum löndum, og hann er það
sem ræður úrslitum þegar við töl-
um um stjórnunareinkenni hverr-
ar þjóðar.
Aðferðirnar eru sem sagt meira
og minna þær sömu, en það kann
að vera mikill munur á hver hátt-
ur er á viðræðum og stjórnunar-
legum samskiptum í hverju landi.
þótt markmiðið sé það sama —
það að komast að samkomulagi.
Svokallað óformlegt stig í stjórn-
un hjá okkur í Japan er mjög mik-
ilvægt. Við leggjum mikið upp úr
því að forðast átök opinberlega.
Hvert fyrirtæki hjá okkur er
kannski eins og heilt íslenskt eða
norskt þorp, og þar verður að gæta
einingar, til þess að rétt and-
rúmsloft ríki á vinnustaðnum,
(þorpinu). A.m.k. verða starfs-
mennirnir (íbúarnir) að finna
fyrir þessari einingu, til þess að
þeim líði vel í fyrirtækinu (þorp-
inu). Það er því þannig með
óformlega stigið, að mikil undir-
búningsvinna verður að fara fram
á meðal starfsmanna fyrirtækis,
áður en mál eru tekin til af-
greiðslu í stjórn fyrirtækis, eða
tillögur um nýjar hugmyndir.
Slíkt kann alltaf að geta valdið
átökum í stjórn, og því er mikil-
vægt að vera búinn að vinna hug-
myndinni fylgi á meðal starfs-
manna, áður en tillagan er borin
upp í stjórn fyrirtækisins. Þetta
er hægt að gera með ýmsum hætti
á þessu svonefnda óformlega stigi,
en þá er yfirleitt reynt að beita
aðferðum sem óneitanlega mýkja
menn, svo sem að bjóða þeim einn
hring á golfvellinum, bjóða þeim
til veislu, og þess háttar, og kynna
þeim nýjar hugmyndir í þægilegu
og afslöppuðu umhverfi. Þegar svo
talið er að hugmyndinni hafi verið
unnið traust fylgi, innan fyrirtæk-
isins, þá telja ráðamennirnir
óhætt að bera hana upp í stjórn
fyrirtækisins, án þess að eiga á
hættu að opinber átök um nýju
hugmyndina vofi yfir. Auðvitað
eiga sér stað átök innan japanskra
fyrirtækja, og þau oft harðvítug
— en við bókstaflega gerum allt
sem í okkar valdi stendur til þess
að forðast að þau átök verði gerð
opinber. Við viljum að allt sé fellt
og slétt á yfirborðinu."
— Er þá ekki erfitt að koma á
breytingum í stjórnun fyrirtækja?
„Jú, vissulega. Menningarleg
hefð hvers lands berst gegn hvers
konar nýjungum vegna þess að
menningin í sjálfu sér er íhalds-
söm og vill viðhalda óbreyttu
ástandi. Ef við einblínum á menn-
inguna í hverju landi, þá er ekki
hægt að ná fram neinum nýjung-
um. Nýjung hefur verið skilgreind
sem skapandi eyðilegging, þannig
að ef við eyðileggjum ekki einhver
núverandi kerfi, þá er ekki hægt
að koma á neinum breytingum.
Evrópulönd, að mínu mati, ríg-
haida svo í allar menningarlegar
hefðir sínar, að það er mun erfið-
ara að hrinda nýjungum í fram-
kvæmd þar en t.d. í Bandaríkj-
unum. Evrópa og Bandaríkin hafa
ekki nema í 10 ár eða svo litið til
Japans, í þeim tilgangi að læra af
stjórnunaraðferðum okkar. Það er
ekki langur tími, og í tilfelli Evr-
ópulandanna tel ég að það taki
lengri tíma, miklu lengri tima, áð-
ur en áhrifa frá Japan er farið að
gæta í ríkum mæli í stjórnunarað-
ferðum evrópskra fyrirtækja."
AB
iing til trúar“
þing 1984 ályktar að tímabært
sé, að hefja undirbúning að til-
högun hátíðahalda á 1000 ára af-
mæli kristnitökunnar árið 2000.
Kirkjuþing felur Kirkjuráði og
biskupum að skipa undirbún-
ingsnefnd, sem leggi fram tillög-
ur sínar fyrir næsta Kirkju-
þing.“
Biskup sagði að hann hefði
getið þess, er hann fylgdi tillög-
unni úr hlaði, að einhverjum
kynni að þykja það út i hött að
fara nú þegar að hugsa um und-
irbúning að 1000 ára hátíð
kristnitökunnar, en svo væri þó
ekki við nánari athugun. Ekki
væri nema hálfur annar áratug-
ur þangað til, en kristnitakan
væri af mörgum talin mesti at-
burður allrar þjóðarsögunnar.
Mætti í því sambandi minna á,
að þegar fyrsti forseti Islands,
Sveinn Björnsson, ávarpaði
þjóðina við lýðveldistökuna á
Þingvöllum 1944, hafi kristni-
takan verið honum efst í huga af
öllum atburðum íslandssögunn-
ar. í lok ræðu sinnar á Kirkju-
þingi sagði biskup m.a. að með
þessum undirbúningi vildi hann
leggja áhersu á að með öllum
þessum viðbúnaði væri mark-
miðið eitt Vakning til trúar.
„Þjóðin og kirkjan þurfa að
endurmeta og endurvekja það
besta, sem landi og lýð hefur
hlotnast í 1000 ár. Mættu orð
séra Jóns á Möðrufelli lýsa árun-
um fram að aldamótum: Tak ráð
í tíma, trúðu guði,“ sagði biskup
tslands, herra Pétur Sigur-
geirsson.
Mfek
w
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir LAURENCE MARKS
Brottför Svetlönu vakin
af heimþrá en ekki vegna
pólitískra þvingana?
HEIMFÖR Svetlönu Alliluyeva, einkadóttur Stalíns til Sovétríkjanna á
dögunum, eftir sautján ára búsetu á Vesturlöndum, hefur verið ofarlega á
baugi í fjölmiðlum, eins og alkunna er. Menn hafa velt fyrir sér hvaða
ástæður hafi valdiö því að hún valdi að snúa heim til þess lands sem
henni fannst óbærilegt að búa í sakir þess ófrelsis sem þar ríkti. Einnig
hafa ýmsir fréttaskýrendur hugleitt þann möguleika, hvort hún hafi verið
neydd til þess að hverfa á ný til Sovétrfkjanna.
Alténd hefur komið á dag-
inn, að Svetlönu hefur ver-
ið vel tekið í Moskvu. Hún og
Olga dóttir hennar búa þar um
sinn á virðulegasta hóteli borg-
arinnar, sem hýsir flesta gesti
sem koma í opinberum erinda-
gjörðum. Einnig hefur verið frá
því sagt, að hún og Olga hafi
báðar fengið sovézkt ríkisfang.
Brezki rithöfundurinn Malc-
olm Muggeridge hefur sagt:
„Rússland orkar sterkar á útlaga
sína en nokkra aðra.“ Hann hef-
ur bent á að Solzhenitsyn hafi
aldrei fest rætur á Vesturlönd-
um og eins og alkunna er hefur
Solzhenitsyn ekki vandað kveðj-
urnar, þegar hann hefur rætt
eða ritað um lífið á Vesturlönd-
um.
Muggeridge ritaði um skyndi-
lega brottför Svetlönu og sagði:
„Solzhenitsyn er sannfærður um
að hann muni að lokum fá að
snúa heim. Dostojevsky var van-
sæll í Genf. Við höfum dæmin
hvarvetna. Það er engu líkara en
Rússar geti ekki skotið rótum
utan heimalands síns, hvað sem
frelsi eða ófrelsi líður. Svetlana
hefur án efa lifað mjög einmana-
legu lífi og það hefur aukið á
heimþrána."
Svetlana er nú fimmtíu og sjö
ára og eftir að hún flutti til
Cambridge frá Bandaríkjunum
fyrir tveimur árum, segja menn,
að hún hafi ekki virzt þjást af
neinu óyndi. Hún hafi aldrei ver-
ið mannblendin og ekki sóst eftir
félagsskap, nema fárra en góðra
vina. Hún keypti sér ibúð í Cam-
bridge og ekkert benti til þess að
hún hugsaði sér til hreyfings á
næstunni.
Hún hafði ekki, svo að vitað sé
Svetlana Alliluyeva
nein samskipti við rússneska
innflytjendur í Englandi og forð-
aðist Kremlarsérfræöinga, sem
leituðu töluvert til hennar á
fyrstu árum hennar í Bandaríkj-
unum.
Hún hafði efnazt um eina
milljón dollara á tveimur bókum
sínum, en lifði einkar fábrotnu
lífi. Hún hafði gefið nokkra upp-
hæð til að reisa sjúkrahús í Kal-
akankar í Uttar Pradesh til
minningar um þriðja eiginmann
sinn, Pradesh Singh.
Hún var um þær mundir sem
hún hélt á brott að fást við þýð-
ingar og einnig að undirbúa
þriðja bindi endurminninga
sinna til útgáfu. Henni hafði
ekki samið við bandaríska útgef-
endur sína og tók þann ágreining
nærri sér. Frances Lindley,
bandarískur blaðamaður sem
kynnist henni nokkuð sagði, að
hún hefði komið sér fyrir sjónir
sem ákaflega óhamingjusöm
kona. Hún hefði verið döpur og
beygð, einmana og ekki haft
neinn þrótt til þess að reyna að
sætta sig við tilveruna. Þvert á
móti hafi hún alltaf dregið fram
dekkstu hliðarnar og mæðzt í sí-
bylju yfir hlutskipti sínu. Hún
hafi verið eirðarlaus og ákaflega
upptekin af sínum eigin vanda-
málum — heimþrá og einmana-
leikanum.
Hún talaði oft um börn sín frá
fyrri hjónaböndum, Josef, sem
er 37 ára, býr í Moskvu og er
hjartasérfræðingur og Katya,
sem er 33ja ára, eldfjallasér-
fræðingur og dvelur mest á
Makchatka-skaga, i norðaustur
Sovétríkjunum.
Einn vina hennar i Cam-
bridge, Jane Renfrew, hefur sagt
frá þvi, að hún hafi haft sam-
band við Svetlönu reglulega og
aldrei hafi hún minnzt á það
einu orði, að hún áformaði
breytingar á högum sinum. Eftir
Jane þessari Renfrew er haft að
Svetlana hafi alveg nýverið
fengið bréf frá Josef syni sinum,
þegar þær hittust síðar. Hann
hafði þá átt við alvarleg veikindi
að stríða, en var nú á batavegi og
var kominn til starfa á ný. Þau
mæðgin höfðu skrifast á síðustu
tvö árin. Fyrr var ekki veitt leyfi
til þess af hálfu sovézkra yfir-
valda, og Josef minntist stöku
sinnum á að það færi nú vægast
sagt að verða tímabært að þau
hittust. Hann tók fram i bréfum
sínum að hann fengi væntanlega
ekki fararleyfi. „Samt var hún
bjartsýn," segir Renfrew, „og var
að tala um að kannski fengi
hann að koma um jólin. Það væri
þó engan veginn öruggt, að úr
því yrði en hún vonaði það
bezta.“ Jane Renfrew hefur sagt,
að hún kunni þá skýringu eina á
brottför Svetlönu, að sonur
hennar gæti hafa skrifað henni
og sagt að hann fengi hvergi að
,'ara og jafnvel gæti hugsast að
hann hefði getað íað að þvi hvort
hún gæti ekki komið.
Svetlana hafði nokkrum sinn-
um haft á orði, hversu mjög hún
saknaöi barna sinna. Og hún lét
i ljósi vonbrigði með búsetuna á
Vesturlöndum og siöustu vikurn-
ar lúrði hún ekki á þeirri skoðun
sinni að þó að Vesturlandabúar
byggju við frelsi og langtum
betri lífskjör en landar hennar,
mætti svo sem ekki á milli sjá
hvort stjórnkerfið væri meira
rotið og spillt.
Þar sem fjórir sovézkir útlag-
ar hafa snúið heim á skömmum
tíma er eðlilegt að menn velti
vöngum og jafnvel komi upp þær
kenningar, að fólkið hafi verið
beitt þrýstingi eða þvingunum
til að snúa heim. Svetlana var
ekki blíðmál í garð Sovétríkj-
anna og stjórnarfarsins þar á
fyrstu árunum eftir að hún flúði.
Ekkert er það sem gefur til
kynna að sovézk stjórnvöld
hugsi henni þegjandi þörfina.
Þvert á móti virðast þau fagna
henni og Olgu og fagna þvi að
sannreyna enn einu sinni, að
römm er sú taug...
(Þýtt og endursagt — jk.)
Fræg mynd af þeim feðginum Svetlönu og Stalín.