Morgunblaðið - 15.11.1984, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984
Halldór Ásgrímsson
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
Frumyarp um framlengingu aflamarks:
Skiptar skoðanir
Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra mælti í gær í efri deild
Alþingis fyrir frumvapi um veiðar í
fiskveiðilandhelgi íslands, sem gerir
ráð fyrir þriggja ára framlengingu
svipaðra lagaheimilda — aflamarks-
leið — og gilt hafa í ár um veiði-
stjórn. í umræðu um málið komu
fram skiptar skoðanir.
STÖNDUM VÖRÐ UM
FISKSTOFNANA
SJÁVARÚTVEGSRÁHERRA
sagði nauðsynlegt að standa sam-
an um fiskveiðistefnu sem tryggði
bezt heildarhagsmuni. Stundar-
hagsmuir einstakra svæða eða
hópa megi ekki kljúfa þá viðleitni
til verndar fiskstofnun og hag-
kvæmustu nýtingu þeirra til sam-
ræmis við fiskifræðilegar niður-
stöður og ábendingar.
Ráðherra rakti þau fiskifræði-
legu rök um hrunhættu þorsk-
stofnsins, sem gert hefði einhvers
konar taumhald á veiðisókn nauð-
synlegt. Aflamarksfyrirkomulag
varð fyrir valinu, að sögn ráð-
Stuttar þingfréttir
Stefnuræða —
fjárlagaræða
Fjármálaráðherra frestaði
fyrir skömmu fjárlagaræðu
vegna nauðsynlegrar endur-
skoðunar á fjárlagafrumvarpi i
kjölfar nýrra kjarasamninga
við BSRB og ASÍ sem breyta
fjárlagaforsendum. Forsætis-
ráðherra hefur einnig — af
sams konar ástæðum — frestað
stefnuræðu, sem flytja ber
samkvæmt þingskaparákvæð-
um, en ríkisstjórnin telur sig
þurfa að meta heildarstöðu
efnahags- atvinnu- og ríkis-
fjármála í ljósi breyttra við-
horfa.
Of mikið um fjar-
vistir þingmanna
ólafur Þ. Þórðarson (F)
kvaddi sér hljóðs um þingsköp í
neðri deild Alþingis í gær. Kvað
hann fjarvistir þingmanna
meiri en góðu hófi gegndi. Þing-
menn væru og fjarverandi, er-
lendis, án þess að kveðja til
varaþingmenn. Þetta tefði fyrir
þingnefndastörfum. Væri nauð-
synlegt að þingforsetar tækju
þessi mál fastari tökum.
Mælt fyrir
frumvörpum
Mælt var fyrir þremur frum-
vörpum í neðri deild Alþingis í
gær:
1) Kristófer Már Kristins-
son (BJ) mælti fyrir frumvarpi
um eftirlitsskyldu fastanefnda
þings með framkvæmd laga.
2) Jóhanna Sigurðardóttir
(A) mælti fyrir frumvarpi til
laga um endurmat á störfum
láglaunahópa.
3) Stefán Valgeirsson (F)
mælti fyrir frumvarpi um fæð-
ingaroríof, sem nái til allra
kvenna.
herra, af fjórum ástæðum.
• Frekari sóknartakmörkun á
þorskveiði varð ekki við komið,
vegna þess að hún hefði leitt til
aukinnar sóknar í aðra fiskstofna,
sem fullnýttir vóru, ýsu, karfa,
ufsa og grálúðu.
• Reynslan hafði sýnt að erfitt
var að takmarka þorskveiði með
sóknarmörkum. Þetta var mjög
mikilvægt gagnvart þorskstofnín-
um í ár vegna hættu á hruni hans
ef veiðar færu að ráði fram úr
settu marki.
• Aflamarksfyrirkomulagið
tryggir betur en aðrar leiðir veiði-
stjórnunar að sá heildarafli, sem
menn koma sér saman um, dreifist
jafnt og réttlátlega á fiskiskip og
byggðarlög.
• Með aflamarksfyrirkomulagi
má koma við hagkvæmni í rekstri
fiskiskipa, m.a. vegna þess að
hægt er að færa aflakvóta milli
skipa og fækka þar með skipum í
rekstri.
Ráðherra kvað nýjustu fiski-
fræðilegar niðurstöður gera það
óhjákvæmilegt að hafa áfram um
sinn hliðstæða stjórn á veiðisókn
og nú í ár.
KVÓTAKERFI VAR TEKIÐ
UPP — OG AFLINN JÓKST
ÞORVALDUR GARÐAR KRIST-
JÁNSSON (S) kvaðst andvígur
kvótakerfi og tiltæk reynsla
styddi það viðhorf. Hann kvað
mikilvægt að hver einstök útgerð
bæri sig, bæði þjóðhagslega og
fyrir viðkomandi byggðarlag. Ekki
væri nauðsynlegt að halda öllum
skipaflotanum til veiða heldur
hitt, að þau skip, sem haldið er úti,
hafi viðunandi rekstrargrundvöll
og skili arði í þjóðarbúið. Kvóta-
fyrirkomulagið gengur þvert á
þetta grundvallarsjónarmið,
stuðlar að því að halda sem flest-
um skipum á veiðum. Stefnt er að
meintum jöfnuði með því að
vængstýfa þá, sem möguleika
hefðu til að standa undir eigin
rekstri, og stungið tálbeitu að hin-
um, sem ekki geta hvort sem er
náð sér til flugs nema meira komi
til.
Þegar útgerðin er þann veg leik-
in með stjórnvaldsákvörðunum,
þá á hún ekki annars úrkosta en
að segja við stjórnvöld, að þau
verði að taka afleiðingunum,
skapa skipunum rekstrargrund-
völl, því að nauðsyn krefur að róið
sé til fiskjar.
Raunin hefur oröið sú, sagði
Þ.G.Kr., að í stað þess að þorskafli
minnki á árinu 1984 um 45.000
tonn kemur hann til með að
aukast um 32.000 tonn. Kvótakerf-
ið var tekið upp og þorskaflinn
jókst. Þingmaðurinn vitnaöi til
ummæla varafiskimálastjóra,
Jóns Páls Halldórssonar, á Fiski-
þingi, sem hafi sagt, að aflamark
væri óæskileg leið við stjórnun
botnfiskveiða, þegar horft væri til
hagsmuna sjávarútvegsins sem
heildar, bæði veiða og vinnslu.
HEILDARHAGSMUNIR
í HÚFI
VALDIMAR INDRIÐASON (S)
kvað engan ánægðan með það
kerfi, sem nú rikti og leitt hefði til
Valdimar Indriðason
meiri miðstýringar í sjávarútvegi.
En hvað skal gera þegar það
ástand ríkir, sem nú hefur skapazt
hjá fiskstofnun, sem afkoma þjóð-
arinnar í samtíð og framtíð bygg-
ist á? Við höfum engin efni á því
að sniðganga fiskifræðilegar nið-
urstöður né vísindalegar spár um
fjöregg þjóðarinnar, jafnvel þó
umdeildar kunni að vera. Hér er of
mikið í húfi til að vera ekki á
nægilegu varðbergi um heildar-
hagsmuni.
Þingmaðurinn kvað þá veiði-
stjórn, sem nú væri viðhöfð og það
vald, sem fylgdi, ekki öfundsvert
hlutverk. Hann taldi að sjávarút-
vegsráðuneytinu og ráðgjafanefnd
við hlið þess hafi farnast stjórn-
unin vel miðað við allar aðstæður.
Ýmis atriði væru í þessu máli og
þessu frumvarpi, sem deilum
muni valda og þingnefnd þurfi að
gaumgæfa, svo sem varðandi afla-
mark skips, sem hverfur úr
rekstri, og gildistíma laganna, þ.e.
þrjú ár.
Skúli Alexandersson
FRAMLENGING í EITT
ÁR ÆTTI AÐ NÆGJA
SKÚLI ALEXANDERSSON (Abl)
kvað kvótakerfið þýða alræðisvald
sjávarútvegsráðherra í veiði-
stjórnun. Með því værum við kom-
in inn á hættubraut, sem enginn
atvinnuvegur gæti staðizt til
lengdar. Kerfið hafi verið sam-
þykkt, til prufu í eitt ár. Eftirtekj-
an væri sú að ekki væri verjandi
að framlengja það til þriggja ára.
Ef framlenging kæmi til greina
nægði eitt ár.
Þingmaðurinn lýsti andstöðu
sinni við kerfið og frumvarpið.
Skrapdagakerfið hefði verið
skárra. Þá vissum við nokkurn
veginn hve mikið fiskað var.
Rangt væri að aflamark, miðað
við þrjú líðin ár, tryggði nokkurt
réttlæti. Þrjú slæm aflaár á til-
teknu svæði áður en aflamark er
reiknað út og aflaleysistímabil
væri engin nýjung fyrir einstaka
landshluta, væri ekki réttlátur
grunnur að byggja á.
Bandalag
jafnaðarmanna:
Yfirnefnd
Verðlagsráðs
lögð niður
Lágmarksverð
sjávarafla ákveðið í
frjálsum samningum
Tveir þingmenn Bandalags
jafnaðarmanna, Kolbrún
Jónsdóttir og Stefán Bene-
diktsson, hafa lagt fram frum-
varp til breytinga á lögum um
Verðlagsráð sjávarútvegsins,
stuttort mjög: „1. gr. — 10. gr.
laganna falli niður; 2. gr. —
Lög þessi öðlast þegar gildi."
Þetta þýðir, ef samþykkt verð-
ur, að lágmarksverð sjávar-
afla „verði ákveðið í frjálsum
samningum af fulltrúum fisk-
kaupenda og fiskseljanda í
Verðlagsráði sjálfu," eins og
segir í greinargerð. Hinsvegar
verði felld niður sú grein við-
komandi laga sem kveður á
um sérstaka yfirnefnd Verð-
lagsráðs með oddamanni frá
Þjóðhagsstofnun, þ.e. að
„ríkisvaldið hætti afskiptum
að þessum samningum; að ein-
staklingar og samtök þeirra
semji sem fjálsir menn um
verð á afurðum sínurn".
AIMIUSI
um veiðistjórnun
Höfuðborgarsvæðið:
Mikið tap á rekstri
almenningsvagna
Tillaga á þingi um könnun og samræmingu
„Alþingi ályktar að fela sam-
gönguráðherra í samráði við Samtök
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
að láta fara fram könnum á hag-
kvæmni þess að samræma rekstur
almenningsfarartækja á höfuðborg-
arsvæðinu. Könnunin verði almenn
og þjóðhagsleg hagkvæmni slíks
sameiginlegs samgöngukerfis og
gerð langtímaáætlun um almenn-
ingssamgöngur á svæðinu. Kostnað-
ur við slíka athugun greiðist úr ríkis-
sjóði.“ Þannig hljóðar tillaga til
þingsályktunar sem Salome Þorkels-
dóttir (S) og fimm aðrir þingmenn úr
öllum þingflokkum hafa lagt fram á
Alþingi.
í greinargerð kemur fram að
samgöngukostnaður hafi hækkað
mjög á þessu svæði með útþenslu
byggðar og hækkandi benzínverði.
Þrátt fyrir tiltölulega góða nýt-
ingu vagnakosts er mikið tap á
rekstri almenningsvagna á höfuð-
borgarsvæðinu. Heildarútgjöld
vóru 180 m.kr. 1983 en fargjalda-
tekjur 130 m.kr. — hallarekstur 50
m.kr. í greinargerð kemur og fram
að á sama tíma (1962—1981) og
vegalengd vagna SVR hefur lengst
um 1,2 milljónir km á ári hafi far-
þegum fækkað úr 17,5 milljónum í
11,5 milljónir eða um 34%. Sam-
ræming á rekstri almennings-
vagnafyrirtækja geti hinsvegar
leitt af sér nokkurn þjóðhagslegan
sparnað, bæði hjá rekstraraðilum
og eins óbeinan sparnað hjá hin-
um almenna borgara.
Fjórir aðilar sjá um almenn-
ingsflutninga á svæðinu: Mos-
fellsleið, Strætisvagnar Reykja-
víkur (SVR), Strætisvagnar Kópa-
vogs og Landleiðir (einkafyrir-
tæki).
Tillaga frá Alþingi:
Nýbygging Seðlabanka
verði stjórnarráðshús
Seölabankinn fái hús Framkvæmdastofmm ir í makaskiptum
Fram er komin á Alþingi tillaga
þess efnis að ríkistjórnin „láti Ijúka
nýbyggingu Seðlabanka íslands við
Ingólfsstræti eins fljótt og auðið er“.
Þá er lagt til að „ríkisstjórn yfirtaki
bygginguna undir Stjórnarráð ís-
lands“. Loks gerir tillagan ráð fyrir
að ríkLsstjórnin láti Seðlabankanum
í té í makaskiptum byggingu Fram-
kvæmdastofnunar við Rauðarárstíg.
Vísað er til samkomulags stjórnar-
flokkanna frá því september sl. um
að gerðar verði tillögur un breyt-
ingar á lögum og verkefnura Fram-
kvæmdastofnunar ríkisins. Flutn-
ingsmenn eru Jón Baldvin Hanni-
balsson (A) og Jóhanna Sigurðar-
dóttir (A).
I greinargerð segir að Seðla-
bankinn sé ríkiseign undir þing-
kjörinni stjórn. Seðlabankabygg-
ing „telst því kostuð af almanna-
fé“. Þá segir og efnislega að miðað
við efnahagsástand og stöðu at-
vinnuvega sé „ótímabært að reisa
sérstakt minnsmerki yfir peninga-
stjórn landsmanna á áratug hinna
glötuðu tækifæra". Ekki sé hins-
vegar raunsætt að stöðva bygging-
una en hyggilegt að nýta hana í
þágu Stjórnarráðs íslands, er búi
við þröngan húsakost. Makaskipti
megi hafa á húsi Framkvæmda-
stofnunar við Rauðarárstíg og ný-
byggingu Seðlabanka við Arnar-
ból