Morgunblaðið - 15.11.1984, Side 50

Morgunblaðið - 15.11.1984, Side 50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 50 Minning: Kristjana P. Helga- dóttir lœknir Fædd 5. ágúst 1921 Dáin 8. nóvember 1984 Kveðja frá starfsfólki Háaleitis Apóteks Kristjana hafði læknastofu sína siðustu árin i sama húsi og apó- tekið og kom við á hverjum degi til að sækja póstinn sinn. Þannig var það að starfsfólkið kynntist Kristjönu og hún kom á morgnana og drakk kaffi með okkur. Þessar stundir með Kristjönu urðu öllum mjög kærar og hún kom alltaf jafn kát og hress. Kristjana hafði sérstaka hæfileika til að gæða frásögn sína lifi og léttleika, og hreif hún alla með sér. Þegar Kristjana fór i frí var hennar sárt saknað og taldir dagarnir þar til hún kæmi heim aftur. Alltaf var hægt að leita til Kristjönu ef eitthvað bjátaði á og hún var ætið úrræðagóð og tilbúin til að aðstoða. Kristjana hafði yndi af handavinnu og blómarækt og nutum við oft góðs af þeirri þekkingu hennar. Eftirminnilega samverustund áttum við með Kristjönu og Finnboga á heimili þeirra f tilefni 60 ára afmælis hennar. Nú þegar Kristjana er öll er skarð sem ekki verður hægt að fylla. Við vottum eiginmanni hennar, Finnboga Guðmundssyni, og dótt- ur, Helgu Laufeyju, innilega sam- úð okkar. Fimmtudaginn 8. nóvember lést Krístjana P. Helgadóttir, læknir, og viljum við kveðja hana með nokkrum orðum. Kynni okkar hófust fyrir um það bil 10 árum og tengdumst við fljótt vináttuböndum, sem héldust þar til yfir lauk. Kristjana var einstök kona og góðum gáfum gædd. Hún var ætíð létt í lund og henni fylgdi ávallt gleði hvert sem hún fór. Kristjana var mjög atorkusöm og féll henni aldrei verk úr hendi. Hún hafði yndi af handavinnu og mikið af frístundum sínum notaði hún til að prjóna og sauma út, og margir hlutir, sem hún vann prýða heim- ili hennar. Umhyggja Kristjönu fyrir sjúklingum hennar, vinum og kunningjum var mikil, og var hún alltaf tilbúin til hjálpar, ef eitt- hvað bjátaði á. Við viljum þakka þær samveru- stundir, sem við áttum með Kristjönu og fjölskyldu, og mun- um geyma þær minningar í hug- um okkar um ókomna tíð. Við vottum eiginmanni hennar, Finnboga, og dóttur hennar, Helgu Laufeyju, innilega samúð okkar. Erna og Gulla Við kveðjum í dag Kristjönu P. Helgadóttur lækni. Það eru marg- ir, sem sakna hennar, enda var hún vinmörg. Kristjana var dóttir sæmdar- hjónanna Helga Ólafssonar, tré- smíðameistara og konu hans, Þóru Guðrúnar Kristjánsdóttur. Þau bjuggu að Austurgötu 45, I litlu húsi rétt við lækinn í Hafnarfirði. Þar ólst Kristjana upp ásamt systrum sínum þrem, Þórunni, Olafíu og Sólrúnu. Var Kristjana næst elst þeirra systra. Það var afar elskulegt að koma I heimsókn til Hafnarfjarðar. Það leyndi sér ekki, að þar ríkti vinsemd og ein- stök hjartahlýja, öllum leið vel, er heimsóttu þetta gestrisna heimili. Allar endurminningar frá þeim tíma eru hugljúfar. Kristjana var fyrst við nám við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Vorið 1937 lauk hún gagnfræða- prófi þaðan. Um haustið settist hún í 4. bekk Menntaskólans I Reykjavík. Þar hittumst við fyrst. Stúdentsprófi lauk hún vorið 1940. Haustið 1940 innritaðist hún í læknadeild Háskóla íslands. Kristjana var góðum gáfum gædd og átti því auðvelt með að tileinka sér þau fræði, sem hugur hennar stóð til. Hún var hugulsöm og hlý og sérstaklega kjarkmikil kona. Hún lauk kandidatsprófi frá Háskóla íslands vorið 1948. Þá tók vinnan við. Varð hún fyrst aðstoð- arlæknir á Vífilsstöðum og sfðan á Landspítalanum. Árið 1949 lagði hún leið sína til Kanada og fór til Winnipeg. Þar lagði hún stund á sérnám í barnalækningum, fyrst á Grace Hospital og siðan á Childr- en Hospital og loks á Municipal Hospital til ársins 1952. Um sumarið 1952 kom hún heim og varð starfandi læknir í Reykjavík frá því í ágúst 1952 og var þá orðin sérfræðingur í barnalækningum. Aftur fór hún til náms til Kan- ada haustið 1955 og starfaði á Grace Hospital þar til í mars 1956. Þann 1. október 1955 giftist Kristjana eftirlifandi maka sín- um, dr. phil. Finnboga Guðmunds- syni landsbókaverði, syni Guð- mundar Finnbogasonar lands- bókavarðar og Laufeyjar Vil- hjálmsdóttur. Hann er fyrir löngu þjóðkunnur maður. Ég tel það beggja lán að leiðir þeirra lágu saman. Þau hafa alla tíð verið óvenju samhent hjón og sambúð þeirra verið til fyrirmyndar. Þau eignuðust eina dóttur, Helgu Laufeyju, sem fæddist 25. janúar 1964. Hún varð strax sannkallaður sólargeisli heimilisins. Helga Laufey lauk stúdentsprófi frá Hamrahlíðarskóla fyrir tæplega tveimur árum og leggur nú stund á tónlistarnám. Helga Laufey er fjölhæf eins og hún á kyn til og snemma bar á tónlistarhæfileik- um hennar. Hún var lítil stúlka, er hún hóf nám í píanóleik. Minnist ég þess, er feðginin léku fyrst fjór- hent saman á píanóið. Ekki leyndi sér þá ánægja beggja foreldra, enda var það vissulega ánægjulegt á að hlýða. Það var áreiðanlega engin til- viljun, að Kristjana kaus að helga líf sitt læknisfræði. Hún kaus sér það hlutskipti að hlusta á og ráða framúr vandamálum annarra. Var henni létt að láta aðra njóta þekk- ingar sinnar og mannkosta. Kristjana var ætið stærst er hún var mestur stuðningur fyrir aðra. Það vitum við best, vinir hennar, sem áttum því láni að fagna að njóta samfylgdar hennar í tugi ára. Hún hugsaði minnst um sjálfa sig en mest um aðra. Þess vegna var hún lánsöm í lífi sinu. Hún var mjög barngóð. Er hún vitjaði sjúkra barna, áttu þau von á vini sinum ekki síður en lækni. Þrátt fyrir oft langan vinnudag, átti hún mesta myndarheimili. Þangað var gott að koma. Hafa þau bæði hjónin flutt með sér það besta af bernskuheimilum sínum. Þar ríkti mikill menningarbragur, gesti bar oft að garði og öllum vel fagnað. I dag er hún kvödd, allt of snemma og allt of ung. Hún barð- ist hetjulegri baráttu við erfiðan sjúkdóm árum saman. Það vissu sennilega fæstir, enda var hún dul um eigin hag. Við bekkjarfélagar og samstúdentar söknum hennar mikið. Hún skilur eftir sig vand- fyllt skarð. Mætti vor fámenna ís- lenska þjóð eignast fleiri slíkar konur. Hugheilar samúðarkveðjur sendum við eiginmanni hennar, dóttur og systrunum þrem. Þeirra er missirinn mestur. Blessuð sé minning hennar. Geirþrúður Hildur Bernhöft Þegar ég sest niður og hugsa um Kristjönu kemur margt upp í huga mér, fleira heldur en lýst verður með fáum kveðjuorðum. Kynni okkar hófust þegar dóttir hennar, Helga Laufey, og ég sett- umst í fyrsta bekk í Kvennaskól- anum í Reykjavík. Við Helga Laufey urðum strax mestu mátar og varð ég tíður gestur á heimili þeirra hjóna, Kristjönu og Finn- boga. Fjölskyldan var samhent og lifði hamingjusömu lífi. Það var mannbætandi að staldra við á heimilinu, sem rekið var af mikl- um menningar- og myndarbrag. Þrátt fyrir kynslóðabil var Kristjana eins og jafnaldra okkar. Hún var áhugasöm um allt mann- líf, hafði létta lund og það var bæði gaman og gott að tala við hana. Hún var hrókur alls fagnað- ar hvar sem hún kom. Vinirnir voru margir. Kristjana var í hópi fyrstu kvenna er luku læknaprófi frá Há- skóla íslands og varð síðar viður- kenndur sérfræðingur i barna- sjúkdómum frá Winnipeg. Hún var þannig á undan sinni samtfð og hefur án efa haft hvetjandi áhrif á stúlkur er síðar fetuðu í fótspor hennar. Kristjana hafði mikinn og sterkan persónuleika. Ég og fjöl- skylda mín mátum hana mikils. Eitt hið mikilvægasta í lifinu er að eiga góða og sanna vini. Góð vinátta er ómetanleg. Fyrir þessa vináttu viljum við þakka. Elsku Helga Laufey og Finn- bogi. Við hér í Blikanesi 12 vottum okkar innilegustu samúð i ykkar miklu sorg. Minningin um ein- staka konu og góðan lækni mun lifa í hugum okkar allra. „Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt.“ María Soffía Kristjana P. Helgadóttir læknir kvaddi þetta lif að kvöldi dags 8. nóvember, 63 ára að aldri. Síung og vökul, hress í bragði og létt i tali fram á síðustu daga, þrátt fyrir þungbær veikindi. Ég hitti Kristjönu í fyrsta sinn fyrir rúmum 30 árum, þegar Finnbogi mágur minn kom með hana á heimili tengdamóður minnar og kynnti hana sem konu- efni sitt. Hún hafði þá lokið læknaprófi frá Háskóla íslands og einnig sérfræðinámi í barnasjúk- dómum í Winnipeg. En það var einmitt þar sem þau Finnbogi kynntust er hann starfaði þar sem kennari í íslenskum fræðum við Manitoba-háskóla. Ég laðaðist strax að þessari glæsilegu konu, sem var svo skýr og skemmtileg og við bundumst hlýjum vináttuböndum sem aldrei bar skugga á þrátt fyrir annríki beggja og oft langan tíma milli funda. Kristjana var dóttir öðlings- hjónanna Helga ólafssonar tré- smíðameistara í Hafnarfirði og konu hans, Þóru Guðrúnar Krist- jánsdóttur. Hún var næstelst fjög- urra systra og ólst upp við mikið ástríki. Kristjana unni foreldrum sínum mjög og reyndist þeim af- burða góð dóttir. í vöggugjöf hlaut hún þær gjafir sem best prýða konur. Hún var bæði gáfuð og fal- leg, en einnig ötul og atorkusöm, verkhög með afbrigðum og afar farsæl í lífi og starfi. Minning: Phillip Phillips Phillip Phillips lést á spítala 7. september sl., 91 árs gamall. Fiilippus Filippusson fæddist 21. febrúar 1893, sonur sæmdar- hjónanna Filippusar Filippusar- sonar (f. 27. ágúst 1852, d. 19. febrúar 1905) bónda og útgerð- armanns f Gufunesi og Guðrúnar Guðmundsdóttur (f. 20. febrúar 1860, d. 1. mars 1941). Eftir að Filippus dó futti Guð- rún með börnin til Reykjavíkur, en þau voru: Þuríður, Guðmundur málarameistari, Filippus og tengdamóðir mín, Ingibjörg, og eru þau öll látin. Árið 1911 fór Filippus, þá 18 ára gamall, til Winnipeg og dvaldist þar í 7 ár. Þá breytti hann nafni sínu í Phillip Phillips. Hann gekk í kanadíska herinn og var 18 mánuði í hernum, þar af 7 mánuði í Frakklandi. Hann flutti til íslands 1918 og var hér í 8 mánuði en flutti þá út til Amer- íku. Hann settist að í San Franc- isco og átti einnig hús í Palo Alto og víðar. Hann starfaði sem bygg- ingameistari og verktaki f San Francisco og umhverfi í um 50 ár, jafnframt þvf sem hann byggði hús og íbúðir, sem hann leigði út. Phillip giftist Helgu Ólafsdótt- ur, vestur-íslenskri konu, 1923, en þau slitu samvistir 1953. Þau eign- uöust eina dóttur saman, Guðrúnu Luice Weiss og á hún þrjú börn. 1961 giftist hann svo eftirlifandi konu sinni, Sally Phillips, sem var ekkja og á tvær dætur, en Phillip reyndist þeim og fjölskyldum þeirra sem besti stjúpfaðir. Síðustu árin hafa þau mest haldið sig í húsi sinu í Sebastopol. Þótt heilsu hans væri farið að hraka sl. ár þá var hann alltaf að ditta eitthvað að húsinu. Phillip hafði sterkar taugar til íslands og ættingja sinna, sem eru nokkuð margir, og nokkrum sinn- um heimsótti hann landið sitt. T.d. var hann undanfarna 12—18 mán- uði að nefna það við Sally að panta nú flugmiða, svo þau gætu séð ísland í síðasta sinn. Hann naut þess að hitta ætt- ingja sína og vini og skoða sig um. Hann hafði mikið gaman af lax- veiði og einnig að fara með kon- unni minni eða okkur út á árabát frá Flekkuvík á Vatnsleysuströnd og leggja 2—3 rauðmaganet svo og að fara á handfæraveiðar. Við hjónin heimsóttum þau í San Francisco fyrir um það bil 10 árum. Phillip vildi allt fyrir okkur gera, bæði sýna okkur sem flest markvert og fór meðal annars með okkur í laxveiði á Mexíkóflóa á stórum og góðum bát sem hann átti og þótt fslenskan hjá honum Kristjana giftist Finnboga Guð- mundssyni landsbókaverði þann 1. október 1955. Þau byggðu sér fljótlega fagurt heimili á Set- bergsvegi 1 í Hafnarfirði. Þótt bæði störfuðu á ólíkum vettvangi, þá var það þeirra lffslán að eiga hvort annað, og samheldni og ást- ríki sat jafnan í fyrirrúmi á þeim bæ. Einkadóttirin, Helga Laufey, var augasteinninn þeirra, enda óvenju vel gerð stúlka, sem fékk að vaxa og þroskast sem einstakl- ingur við kærleiksríka og eðlilega heimilishætti, laus við allt ofdek- ur. Það var Kristjönu einkar lagið að samræma lifsmynstur sitt og sinna öllu fádæma vel, hvort sem það var læknisstarfið, heimilis- störfin eða aðalhugðarefnin, hannyrðir og blómarækt. Vinnu- þrekið var einstakt, hún stundaði heimilislækningar um þriggja áratuga skeið. Hún þótti frábær læknir og var elskuð og virt af sjúklingum sínum. Hún sat á lækningastofunni dag hvern og ók síðan f vitjanir út um allan bæ. Aldrei lét hún óblftt veðurfar aftra sér frá því að setjast upp f bílinn og vitja sjúklinga sinna. Hún var mikil hannyrðakona, og var þá sama hvort um var að ræða fegursta ísaum, prjónaða kjóla eða hekl, allt lék i höndum hennar. Enda sat hún aldrei auðum hönd- um. Hún ræktaði ótal tegundir blóma, kunni skil á þeim öllum, fylgdist með vexti þeirra og ann- aðist þau af stakri nærfærni. Fyr- ir þrem árurn byggðu þau Finn- bogi blómaskála við húsið svo að blómin fengju notið sfn betur. Landareign þeirra í kringum hús- ið á Setbergsvegi er einn gróður- reitur og þeim gróðri sem fyrir var einnig leyft að dafna og njóta sín. Það var unun að ganga með Kristjönu um landið þeirra, hún þekkti hvert lyng, hvern sprota og að öllu hlúði hún. Það mætti ætla að svo starfsöm kona hefði lítinn tíma aflögu fyrir vini sína og fjöl- skyldu, en svo var ekki. Það var mjög náið samband milli hennar og systra hennar og hún var afar vinmörg. En með Finnboga lifði hún lífinu, þau studdu hvort ann- að í starfi og leik. Þau ferðuðust víða um lönd og áttu einnig sumarbústað í Fljótshlíðinni. Hún sagði oft, það á enginn betri mann en ég, og það er víst að stór er sá maður sem stendur við hlið konu sinnar eins og hann gerði í erfið- um veikindum hennar. Hann létti henni stundirnar eins og hægt var og eygði alltaf vonina. Kristjana var fágæt kona sem nýtti hverja stund til jákvæðra verka. Hún var lánsöm í lífi sfnu, og tók skapadómi sfnum af óbil- andi ró og æðruleysi. Hún var læknir fjölskyldu minnar um langt árabil, var þátt- takandi í lffi okkar, trygg og örugg og alltaf boðin og búin að hjálpa ef til hennar var leitað. Við kveðjum hana með sárum söknuði og þökkum samfylgdina. Guð gefi Finnboga og Helgu Laufeyju styrk í þeirra miklu sorg. Þuríður Pálsdóttir væri svolítið stirð til að byrja með þá batnaði hún með hverjum deg- inum. Hann bauð flestum Vestur- íslendingum í borg sinni og ná- grannabyggðarlögum f heimsókn, svo við gætum hitt þá. Flestir töl- uðu þeir íslensku og höfðu sömu taugarnar til íslands. Það sem ég hafði aldrei hugsað út í var, að eftir að hafa kynnst þeim kom í ljós að þetta voru hörkukarlar, sem höfðu komist mjög vel af með dugnaði. Flestir voru byggingameistarar og verk- takar, sem byggðu heilu hverfin og seldu síðan. Phillip sagði okkur að þegar þar að kæmi, vildi hann láta brenna sig og láta sfðan jarða sig í leiði móður sinnar og fleiri ættingja. Jarðarförin fór fram í kyrrþey. Við ættingjar og vinir sendum fjölskyldu hans í Bandaríkjunum okkar bestu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Pétur O. Nikulásson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.