Morgunblaðið - 08.12.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.12.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984 41 Aðventu- samkoma Kársnes- safnaðar ANNAN sunnudag í aðventu, 9. des- embcr, efnir Kársnessöfnuður til ár- legrar aðventuhátíðar í Kópavogs- kirkju kl. 20.30. Efnisskráin hefst með orgelleik Guðmundar Gilssonar. Formaður sóknarnefndar, Stefán M. Gunn- arsson, flytur ávarp og ræðumað- ur kvöldsins verður Andrés Björnsson, útvarpsstjóri. Þá mun Einar Jóhannesson klarinettleik- ari flytja Adagio eftir W.A. Moz- art. Kirkjukórinn syngur Ave María eftir Eyþór Stefánsson og Ave Verum Corpus eftir W.A. Mozart. Litli kórinn úr Kársnes- skóla syngur undir stjórn Þórunn- ar Björnsdóttur, en sá kór er skipaður börnum á aldrinum 8—9 ára. Tilgangur aðventusamkoma er sá að gleðjast sameiginlega og fagna yfir þeim heilaga boðskap sem lýsir upp hugina og eflir okkur til góðra verka. Því munum við verða þátttak- endur í almennum söng og sam- eiginlegum bænum. Að lokinni aðventusamkomunni er fólki boðið að ganga niður í safnaðarheimilið Borgir þar sem þjónustudeild safnaðarins hefur á boðstólum heitt súkkulaði og með- læti. Sóknarnefnd Kársnessafnaðar. Arleg landssöfnun kirkjunnar um helgina HIN árlega landssöfnun Hjálpar- stofnunar kirkjunnar á jólaföstu undir vfirskriftinni Brauð handa hungruðum heimi hefst á sunnudag með guðsþjónustum í kirkjum lands- ins. Biskup hefur skrifað prestum og söfnuðum og mælst til þess að hjálparstarfsins verði minnst þennan dag við guðsþjónustur eða við annað tækifæri sem betur hentar. Þátttaka safnaðanna í kjörum hinna nauðstöddu með fyrirbæn og fórnargjöf er undirstaða söfn- unarinnar á jólaföstu. Um þessar mundir beinist athygli neyðar- hjálparinnar að Eþíópíu en jafn- framt er unnið að langtímaverk- efnum í fyrirbyggjandi starfi, að hjálpa hinum nauðstöddu til að hjálpa sér sjálfum. „Það er í sam- ræmi við eðli og tilgang jólaföst- unnar að nota tækifærið að tjá fórnarhug sinn í fögru verki, því að Guð elskar glaðan gjafara," segir biskup í bréfi sínu. Söfnunarbaukar og giróseðlar eru nú að berast inn á heimili landsins. Margir söfnuðir hafa skipulagt móttöku söfnunarbauk- anna undanfarin ár með þeim hætti að kirkjur voru opnar síð- ustu kvöldin fyrir jól og tekið við framlögunum. Víða voru organ- leikarar og fleira tónlistarfólk viðstatt og fólki gafst kostur á að eiga kyrrðarstund í kirkju sinni. Er þess að vænta að svo verði að þessu sinni og verður nánar skýrt frá því síðar, hvernig fyrirkomu- lagi verður háttað á hverjum stað. Hjálparstofnun kirkjunnar er það mikið áhugamál að fram- kvæmd söfnunarinnar megi tengj- ast safnaðarstarfi eins og aðstæð- ur leyfa á hverjum stað. Fréttatilkynning. l f>okks va Pantaðídaq -_____~ pantið Spokkun™* ? m°r9un. ega - Norðsmannsþynur ^í^^slgraenn og ^^£^^^,dahiáun9um orh“^^^^anni9aðve gildiróbreytuar. , . . 1983-1984. Norðmannsþvnuf Verðsk 1kr. 685.00 75-100 cm. .....' ‘.. kr. 835.00 101 -125 cm. .... . kr. 1010.00 126-150 cm. ........ . kr. 1275.00 151 -175 cm. ...... . kr. 1875.00 176-200 cm. ........ .. kr. 2175.00 201-250 cm. ....... . kr. 2390.00 251 -300 cm. ...... kr. 2630.00 tegundum jolatrjaa. jólaskógurinn v. Sigtun Aðventuhátíd í Laugarneskirkju SUNNUDAGINN 9. desember verð- til að undirbúa jólin sem best. ur aðventuhátíð í Laugarneskirkju. Kl. 11 verður barnaguðsþjónusta en um kvöldið kl. 20.30 hefst aðventu- samkoma. Ræðumaður kvöldsins verður sr. Bernharður Guðmundsson frétta- fulltrúi þjóðkirkjunnar. Hann mun ræða um aðventuna og það sem við getum gert á aðventunni Tónlistarmennirnir Guðrún Sig- ríður Birgisdóttir og Martial Nardau flytja tónlist fyrir flautu. Börn úr barnastarfi kirkjunnar sýna helgileik undir stjórn Mar- grétar Hróbjartsdóttur. Kirkjukór Laugarneskirkju syngur jólalög undir stjórn Sigríðar Jónsdóttur, en hún mun einnig leika á orgel kirkjunnar. Eftir samkomuna í kirkjunni mun Kvenfélag Laugarnessóknar bjóða kirkjugestum upp á heitt kakó og smákökur í nýja safnað- arheimilinu. Þar verða einnig til sölu jólaskreytingar sem félags- konur hafa útbúið á vikulegum vinnukvöldum í haust og vetur. Um þessar mundir eða 18. des. er 35 ára vígsluafmæli Laugarn- eskirkju. Þessara tímamóta verð- ur minnst á samkomunni. Aðventusamkoman er öllum opin meðan húsrúm leyfir. Jón Dalbú Hróbjartsson,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.