Morgunblaðið - 08.12.1984, Síða 47

Morgunblaðið - 08.12.1984, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984 47 samferðafólk hans okkur vonir um að hann kæmist til nokkurrar heilsu á ný. En í haust varð hann að leggjast inná sjúkrahús að nýju _ og þá stefndi allt að einu marki. Hann bar sig ávallt vel, að hann væri þjáður eða bæri ugg í brjósti lét hann aldrei í ljós, heldur miðl- aði okkur af styrk sínum og sálar- þreki. Hann gat þess við mig að hann kviði ekki endalokunum, en væri forvitinn um hvað við tæki. Það er nú um aldarfjórðungur síðan ör- lögin spunnu þann vef að leiðir okkar Þórarins lágu saman. Það vakti strax athygli mína hvað hann var óvenju hispurslaus og hreinskilinn maður, hjálpsam- ur og greiðvikinn. Þessa mann- kosti hans kunnu líka sveitung- arnir að meta og fólu honum margþætt trúnaðarstörf í þágu hreppsfélagsins og bændasamtak- anna. Þegar Félagsheimilið Ara- tunga var tekið í notkun réðst ég þangað sem húsvörður, en Þórar- inn var þá gjaldkeri húsnefndar. Ég kynntist því honum ekki aðeins sem tengdaföður, heldur líka sem samstarfsmanni og húsbónda. Hann var stundum harður hús- bóndi, en ávallt gerði hann mestar kröfur til sjálfs sín. Á þessum ár- um lærðist mér að meta hann svo að eigi fannst mér málum mínum vel ráðið nema hans álits væri leitað. Og svo held ég að hafi verið um fleiri. Hvað ungur nemur, gamall temur. Er nokkuð æskunni betra en að fá að alast upp á grónu sveitaheimili. Þar er enginn óvirk- ur áhorfandi, en allir í náinni snertingu við landið, gróðurinn og dýrin, lífið sjálft. Þessa urðu synir okkar Steinunnar aðnjótandi í mörg sumur. Vera þeirra á Spóa- stöðum veit ég að verður þeim besta veganestið út á lífsbrautina. Senn líður að jólum, nú verður það ekki Þórarinn sem stendur á tröppunum að fagna okkur þegar við komum að Spóastöðum á jóla- dag. En við erum þakklát fyrir öll árin sem við höfum átt saman. Gifta þess að eiga fjölskyldu er að bera byrðar hvers annars og veit ég að við munum öll standa þétt við hlið Ingibjargar í raunum hennar nú. Þar sem svo góðs er að minnast mun gleði þess liðna varpa birtu á komandi skammdeg- isdaga. „Dýrðlegt er að sjá eftir dag liðinn haustsól brosandi í hafið renna; hnígur hún hóglega og hauður kveður friðar-kossi og á fjöilum sest.“ (Jónas Hallgrímsson) Ég kveð Þórarin og þakka hon- um samfylgdina. Garðar Hannesson V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Sanitas VERDLÆKKUN! VEROMUNUR 0,251 m m 'j&c 11 Kft Gleðileg jól. hf. vaxtareikningur VÖRNGEGN VERÐBÓLGU Mánaðarlega eru borin saman kjör hávaxtareiknings og verðtryggðra reikninga hjá bankanum, og vaxtabreytingar gerðar svo að Hávaxtareikningur verði alltaf betri kostur. a Betri kjör bjóðast varla. <$>SamVÍnnilbailkmiÍ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.