Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 1
72 SIÐUR STOFNAÐ 1913 245. tbl. 71. árg. MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Desmond Tutu í Osló: Hluti vígbúnaðarfjár renni til hungraðra CMó. II. desember. AP. DESMOND M. Tutu biskup frá Suður-Afríku hvatti til þess í Nób- elsraeðu sinni við Oslóarháskóla I dag, að ríki heims verðu hluta af þcim fjármunum, sem nú fara til vopnaframleiðslu og vopnakaupa í átak gegn hungri í heiminum. Mikill öryggisviðbúnaður var við háskólabygginguna, en í gær Keagan svareiður. r Saka Irana um linkind við arabísku flug- ræningjana Washington, 11. desember. AP. LARRY Speakes, blaðafulltrúi Ron- alds Reagan Bandaríkjaforseta, segii að forsetinn sé svareiður stjórnvöld- um í fran vegna þess hve mikla lin- kind þau hafi sýnt í viðskiptum við arabísku flugrsningjana, sem myrtu tvo bandaríska gísla sina um borð i farþcgaþotu frá Kuwait á Teheran- flugvelli. Blaðafulltrúinn sagði, að það væri krafa Bandaríkjamanna að ræningjarnir yrðu framseldir stjórnvöldum í Kuwait og yrðu leiddir þar fyrir rétt. þegar biskupinn veitti friðarverð- launum Nóbels viðtöku varð að rýma um stund hátíðarsal háskól- ans, þar sem athöfnin fór fram, vegna fullyrðingar óþekkts aðila, sem reyndist ekki á rökum reist, um að sprengju hefði verið komið þar fyrir. 1 ræðu sinni í dag gagnrýndi Tutu stjórnvöld í Suður-Afríku harðlega fyrir aðskilnaðarstefn- una og sakaði hana um að beita meirihluta landsbúa, sem eru svertingjar, ofbeldi. Hann kvaðst einkum tala um Suður-Afríku með því hann þekkti þar best til, en einnig vegna þess að ranglætið, sem þar ríkti, væri ranglæti heimsins í smækkaðri mynd. , rr~ Ellefu létust í hraöbrautarslysi Símamynd/AP Björgunarmenn að störfum á M25-hraðbrautinni skammt frá Godstone fyrir sunnan London í gærmorgun. Þar létu 11 manns lífið og tíu til viðbótar slösuðust þegar 22 bifreiðar rákust saman. Sjá nánar: „Ellefu létu lífið í árekstri 22 bfla“ á bls. 31. Ótti við nýtt gasslys og orðrómur um fjöldaflutninga: Hundruð óttasleginna manna flýðu frá Bhopal Bbopal, Paria, 11. desember. AP. W? JL Bbopal, HUNDRUÐ óttasleginna íbúa Bhopal á Indlandi flýðu heimabæ sinn í dag eftir að orðrómur komst á kreik um að yfirvöld hygðust Símamynd/AP Móðir Teresa sem hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir líknarstarf árið 1979 heimsótti í dag nokkur fórnarlömb gaseitrunarinnar í Bhopal á Indlandi. Hermdarverk gegn NATQ í Belgíu: Olíuleiðslur sprengd- ar upp á fimm stöðum Bnissel, 11. desember. AP. ÖFGASAMTÖK í Belgíu, sem kalla sig „Baráttusellur kommúnista", hafa lýst á hendur sér ábyrgð á sprengjunum sex, sem sprungu á fimm stöðum í landinu í gær og ollu skemmdum á olíuleiðslum Atlants- hafsbandalagsins þar. Engan sakaði. Olíuleiðslurnar, sem eru grafnar i jörðu, eru hluti af flutningakerfi á vegum Atlantshafsbandalagsins. Leiðslurnar, sem liggja um fimm að- ildarlönd bandalagsins i Mið- Evrópu, eru 5.900 km að lengd. Þær eiga að tryggja, að unnt sé að flytja eldsneyti á ófriðartímum. Dig Istha, talsmaður Atlants- hafsbandalagsins, sagði að fyrsta sprengingin hefði orðið i Tubize, 25 km suður af Brussel, á fimmta tím- anum í morgun. Af þeirri spreng- ingu hefði orðið gífurlegur eldur, sem ekki tókst að slökkva fyrr en eftir fjórar klukkustundir. Hinar sprengjurnar sprungu skammt frá Verviers, þar sem einnig kviknaði eldur.í Tongeren, Glons, Archennes og Ath, en á þeim stöðum varð ekki eldsvoði. Tjónið af völdum sprenginganna í morgun hefur enn ekki verið metið, en ljóst er að það er umtalsvert. „Baráttusellur kommúnista" i Belgfu hafa á undanförnum mánuðum stað- ið fyrir svipuðum skemmdarverkum á mannvirkjum Atlantshafsbanda- lagsins í suðurhluta landsins og hús- næði nokkurra stiórnmálaflokka í Brussel og Ghent. I öll skiptin hefur orðíð mikið tjón, en enginn hefur slasast. flytja á brott fólk, sem býr í ná- grenni verksmiðju Union Carbide þar og eyðileggja þau 15 tonn af eiturgasinu metýl ísócyanate, sem enn eru í verksmiðjunni. Örtröð varð á járnbrautar- og hópferðarstöðvum í Bhopal og sagði borgarstjórinn þar, að svo virtist sem fólk liti á eiturgasið í verksmiðjunni sem tíma- sprengju. Það væri hrætt um að tilraunir til að gera eitrið óvirkt gætu leitt af sér nýtt slys, en í gasslysinu í fyrri viku létust rösklega 2000 manns og fleiri þúsundir til viðbótar veiktust. Arjun Singh, forsætisráðherra Madhya Pradesh-fylkis, flutti í dag útvarpsávarp og bar til baka sögusagnirnar um að fyrirhug- aðir væru fjöldaflutningar fólks frá Bhopal. Hann skýrði hins vegar ekki frá því hvers vegna tæplega 200 hópferðarbílar á vegum stjórnvalda hefðu komið til borgarinnar, en koma þeirra varð til þess að ýta undir orð- róminn. í New York hafa lögfræðingar fjögurra fórnarlamba gaseitrun- arinnar höfðað skaðabótamál á hendur Union Carbide. Nemur krafa þeirra 20 milljörðum bandaríkjadala. Áður hefur komið fram skaðabótakrafa á hendur fyrirtækinu, sem nemur 15 milljörðum dala. í dag gengu um 900 læknar og hjúkrunarmenn út af aðal- sjúkrahúsinu í Bhopai, þar sem flest fórnarlömb gaseitrunarinn- ar eru til meðferðar, til að mót- mæla ummælum borgarfulltrúa nokkurs um starf eins læknisins, sem hann sagði flausturslegt. Segjast þeir ekki koma til starfa fyrr en borgarfulltrúinn hefur beðið lækninn afsökunar. Þær fréttust bárust frá París í dag, að umhverfismálaráðherra Frakka hefði óskað eftir því við Union Carbide-fyrirtækið að 12 tonn af efninu métýl ísócyanate, sem flytja átti í verksmiðju í suðurhluta Frakklands, ekki til landsins. kæmu Santiago: Átján særðust í sprengingu Saatugo, II. deœmber. AP. ÁTJÁN manns slösuðust þegar tímasprengja, sem komiö hafði verið fyrir í skjalatösku, sprakk í af- greiðslusal veröbréfamark- aðarins í Santiago, höfuð- borg Chile, um fjögurleytið í dag. Að sögn Orbe, hinnar opinberu fréttastofu lands- ins, eru þrír hinna slösuðu al- varlega særðir. Verðbréfamarkaðurinn er í miðborg Santiago, steinsnar frá forsetahöllinni. Skæruliðar vinstri manna, sem berjast gegn herfor- ingjastjórn Augusto Pinoch- ets, hafa að undanförnu gert sprengjuatlögur að stjórn- arbyggingum og opinberum mannvirkjum. Þeir hafa einnig fellt nokkra lögreglu- menn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.