Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1984
4. greinin
r
Eg náði í skottið á unglinga-
þætti hér á dögunum í Ríkis-
útvarpinu, þar sem nokkrir ungl-
ingar voru inntir álits á hinu svo-
kallaða frjálsa útvarpi, sem nú
virðist í burðarliðnum á hinu háa
Alþingi.
Ungmennin voru á einu máli
um að leyfa skyldi sjálfstæðar út-
varps- og sjónvarpsstöðvar.
Höfðu krakkarnir ljósa hugmynd
um æskilegt dagskrárefni hinna
frjálsu stöðva. Hið frjálsa útvarp
skyldi absolút útvarpa poppi,
helst allan sólarhringinn, og í
hinu nýfrjálsa sjónvarpi átti
einkum að sýna „spennumyndir".
Ja ekki eru kröfurnar miklar hjá
krökkunum. Sýnist mér að hinar
frjálsu útvarps- og sjónvarps-
stöðvar muni ekki eiga í miklum
vandræðum með að koma til móts
við þennan aldurshóp. Auglýs-
ingar munu og streyma inn til
unglinganna, því eins og allir vita
eru þeir frekir til fjörsins, háðari
tískusveiflum, og þar með mark-
aðinum, en flestir aðrir samfé-
lagsþegnar.
4. greinin
Ég nefni þetta, því mér sýnist
að þarna sé hagnaðarvon og sá
steinn er geymir glitrandi gull
liggur eigi lengi óhreyfður. Að
vísu stendur í 4. grein frumvarps
til nýrra útvarpslaga, ... út-
varpslaganefnd er andvíg því að
stofna til hreinræktaðs viðskipta-
útvarps („Commercial radio/tv“).
Að baki þessari klausu liggur
vafalaust göfugt lífsviðhorf, en
svolítið framar í 4. greininni
stendur: Hér er lagt til að hljóð-
varps- og sjónvarpsstöðvar, sem
leyfi hafa fengið til þráðlausra
útsendinga, megi afla fjár til
dagskrárgerðar með auglýsing-
um. Slíkar stöðvar geta ekki með
góðu móti innheimt afnotagjöld,
þótt bjóða megi áskrift að efni
stöðvanna ... Bann við auglýs-
ingum stöðva af þessu tagi gæti
leitt til lélegrar dagskrár."
Nýtt útvarpsráð?
Mér finnst gæta hér nokkurs
tvískinnungs í afstöðu útvarps-
laganefndar. Annars vegar leggst
hún gegn „hreinræktuðu við-
skiptaútvarpi" og hins vegar
styður hún „frjálsar" útvarps- og
sjónvarpsstöðvar, sem svo til al-
farið lifa af auglýsingum. Hver á
að beina efni þessara frjálsu út-
varps- og sjónvarpsstöðva í þann
menningarlega farveg, er hindrar
þær í að umhverfast í „...
hreinræktað viðskiptaútvarp".
Máski eins konar „útvarpsráð"?
Hvað lifir þá af hugsjóninni um
hið frjálsa útvarp. Auðvitað
hvorki tangur né tetur, því eðli
sínu samkvæmt hagar frjálst út-
varp sér í samræmi við hin al-
mennu lögmál er gilda í samfé-
laginu, það er lögmálið um fram-
boð og eftirspurn. Hinar frjálsu
útvarps- og sjónvarpsstöðvar
geta eigi staðist samkeppnislög-
málið nema þær fái að starfa
óháðar miðstýringarvaldinu. Þær
verða að haga dagskrá sinni að
miklu leyti i samræmi við neyt-
endur og auglýsingamarkaðinn,
en ekki í samræmi við menning-
arlegar forskriftir ríkisvaldsins.
Því er út í hött að leggjast gegn
„... hreinræktuðu viðskiptaút-
varpi“, en berjast á sama tíma
fyrir frjálsu útvarpi er ... megi
afla fjár til dagskrárgerðar með
auglýsingum".
Unglingarnir í fyrrgreindum
unglingaþætti vildu gera meira
popp og fleiri spennumyndir.
Verði þeim að ósk sinni, þeir eiga
að erfa landið blessaðir, svo geta
kallinn og kellingin borgað hærra
afnotagjald ... sem nemur tapi
auglýsingatekna ... eins og
stendur á blaðsíðu 12 í frumvarpi
til útvarpslaga.
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP / S JÓN VARP
Matur og næring
- lokaþáttur
Garðávextir
Raunapottréttur
12 smálaukar eða 2 venju-
legir laukar
750 g af rótum og hnýð-
um, t.d.
'k seljurót
‘k gulrófa
2 gulrætur
2 kartöflur
2 msk. matarolía
xk tsk. pipar
1 dós niðursoðnir tómatar
(500 g)
2 msk. sojasósa
e.t.v. salt
2 hvítlauksrif, marin
2 lárviðarlauf
'k tsk. tímjan
1— 1'k dl vatn
2— 4 dl soðnar hvítar eða
brúnar baunir
1. Hreinsið laukana og
grænmetið og skerið það í
stóra bita.
2. Brúnið grænmetið í
olíunni við snarpan hita.
3. Látið piparinn, inni-
hald tómatdósarinnar,
sojasósu, (salt), hvítlauk,
lárviðarlauf, tímjan og
vatnið út í og sjóðið þar til
grænmetið er næstum
fullsoðið.
4. Bætið baununum út í
og hitið að suðu.
Berið réttinn fram með
grófu brauði.
Virginíusalat
1 salathöfuð — í bitum
3 tómatar í bátum
'k gúrka — í bitum
2 harðsoðin egg í bátum
8 soðnar kartöflur í sneið-
um
nokkrar greinar dill eða
steinselja — klippt
Látið allt í lögum í skál.
Salatsósa
matarolía
edik eða sítrónusafi
tarragon
salt, pipar
Blandið þessu saman og
hellið yfir salatið. Þetta
salat er heil máltíð ef
gróft brauð er borið fram
með.
Alda Möller dósent t.v. og Laufey Steingrímsdóttir dós-
ent, umsjónarmaður þáttarins Matar og næringar.
Stjórnendur þáttarins „Hvað viltu verða?“, Sigrún Hall-
dórsdóttir t.v. og Erna Arnardóttir.
Starf leikara
kynnt í þættinum
„Hvað viltu verða“
■^■■B Starfs- og
O A 20 náms-
áívl “ kynningarþátt-
urinn „Hvað viltu verða?"
í umsjá Ernu Arnardóttur
og Sigrúnar Halldórsdótt-
ur er á dagskrá útvarps-
ins í kvöld.
f þessum þætti verður
nám og starf leikara
kynnt. í samtali við Ernu
Arnardóttur kom fram,
að Kjartan Bjargmunds-
son leikari kemur í heim-
sókn og mun hann segja
frá því hvernig er að vera
leikari. „Síðan fórum við
niður í Leiklistarskóla,"
sagði Erna, „og hittum
Helgu Hjörvar, skóla-
stjóra Leiklistarskólans,
og hún sagði okkur allt
um Leiklistarskólann,
inntökuskilyrði, nám í
skólanum, námsgreinar
o.s.frv.
Einnig verðum við með
viðtöl við leiklistarnema á
4. ári í Leiklistarskóla ís-
lands. Þar verður spjallað
um leiklist, nám og starf
leikara."
í þættinum verður flutt
tónlist og verða að þessu
sinni einungis flutt lög af
plötunni Pleasuredome
með Frankie Goes to
Hollywood.
Úr kvennabúrinu:
Hazel O’Connor og Big Mama Thornton
■■■■ Á dagskrá rás-
1 7 00 ar 2 í dag er
A • -’ m.a. þáttur
Andreu Jónsdóttur Úr
kvennabúrinu. Þáttur
þessi mun að mestu leyti
fjalla um bresku ný-
bylgjusöngkonuna, laga-
smiðinn og hljóðfæraleik-
arann Hazel O’Connor.
Andrea Jónsdóttir sagði,
að þrátt fyrir að Hazel
O’Connor hefði verið í
þessum „bransa" um
nokkurt skeið, væri hún
fyrst nú smám saman að
öðlast frægð. Nýjasta
plata hennar verður einn-
ig kynnt í þættinum.
Eflaust muna einhverj-
ir eftir henni úr myndinni
Braking Glass, sem sýnd
var hér fyrir nokkru. í
myndinni fór Hazel
O’Connor með aðalhut-
verkið.
í þættinum verður
einnig fjailað um banda-
rísku blús-söngkonuna
Big Mama Thornton, sem
lést fyrir stuttu. Hún var
fædd 11. desember árið
1926.
Svo virðist sem hún
hafi ekki verið mjög þekkt
hér á landi, því aðeins er
til eitt lag með söng henn-
ar á plötu í Ríkisútvarp-
inu. Þetta lag er á safn-
plötu með lögum eftir
Johnny Ace, sem var
poppstjarna í Bandaríkj-
unum á 6. áratugnum og
verður það flutt í þættin-
um ásamt lagi eftir Big
Mama Thornton sjálfa,
Ball and Chain, sem Janis
Joplin söng og gerði
frægt.
Andrea Jónsdóttir. í þættin-
um Úr kvennabúrinu í dag
kynnir hún söngkonurnar
Hazel O’Connor og Big
Mama Thornton.
ÚTVARP
MIÐVIKUDAGUR
12. desember
7.00 Veðurfregnír. Fréttir.
Bæn.
A virkum degi. 7.25 Leikfimi.
7.55 Daglegt mál. Endurt.
þáttur Sigurðar G. Tómas-
sonar frá kvöldinu áöur.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregn-
ir.
Morgunorð: — Hólmfrlður
Nikulásdóttir talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Jólagleði"
Sigrún Guðjónsdóttir les
smásögu eftir Ragnheiði
Jónsdóttur.
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar. 9.45 Þing-
fréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr.).
10.45 íslenskir einsöngvarar og
kórar syngja
11.15 Ur ævi og starfi íslenskra
kvenna
Umsjón: Björg Einarsdóttir.
11.45 Islenskt mál
Endurtekinn þáttur Jörgens
Pind frá laugardegi.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir Tilkynningar. Tón-
leikar
14.00 Barnagaman
Umsjón: Sigrún Jóna Krist-
jánsdóttir.
13.30 Arja Saijonmaa, Duke
Ellington, Erik Paaske o.fl.
syngja og leika.
14.00 A bókamarkaðinum
Andrés Björnsson sér um
lestur úr nýjum bókum.
Kynnir: Dóra Ingvadóttir.
14.30 Miðdegistónleikar
Mormónakórinn í Utah syng-
ur lög eftir Stephan Foster;
Richard P. Condie stj.
14.45 Popphólfið
— Bryndls Jónsdóttir.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Islensk tónlist
Ólafur Þ. Jónsson syngur lög
eftir íslensk tónskáld. Ólafur
Vignir Albertsson leikur á
planó.
17.10 Slðdegisútvarp
Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Daglegt mál. Sigurður G.
Tómasson flytur þáttinn.
20.00 Utvarpssaga barnanna:
„ Ævintýri úr Eyjum" eflir Jón
Sveinsson
Gunnar Stefánsson les þýð-
ingu Freysteins Gunnarsson-
ar (10).
20.20 Hvað viltu verða?
Starfskynningarþáttur i um-
sjá Ernu Arnardóttur og Sig-
rúnar Halldórsdóttur.
21.00 „Let the People Sing"
1984
Alþjóðleg kórakeppni á veg-
um Evrópusambands út-
varpsstöðva. 5. þáttur. Um-
sjón: Guðmundur Gilsson.
Keppni samkynja kóra.
21.30 Utvarpssagan: Grettis
saga
Óskar Halldórsson les (13).
SJÓNVARP
MIÐVIKUDAGUR
12. desember
19.25 Aftanstund
Barnaþáttur með innlendu
og erlendu efni: Söguhornið:
Sálin hans Jóns mins —
þjóðsaga. Sögumaður
Gunnlaugur Astgeirsson.
Myndir eftir Ragnhildi
Ólafsdóttur. Litli sjóræning-
inn, Tobba og Högni Hinriks.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Matur og næring
Lokaþáttur — Garðávextir.
Myndaflokkur I fimm þáttum
um næringu og hollt matar-
æði.
Gestur verður Alda Mðller,
dósent.
Umsjón: Laufey Stein-
grímsdóttir, dósent.
Stjórn upptöku: Kristln
Pálsdóttir.
21.15 Þyrnifuglarnir
Attundi þáttur.
Framhaldsmyndaflokkur I tlu
þáttum, gerður eftir sam-
nefndri skáldsögu eftir Coll-
een McCullough.
I slöasta þætti sagði frá þvl
að Meggie ól meybarn en
ekki bætti það sambúð
þeirra Lukes. Ralp de Bric-
assart biskup snýr heim til
að velja milli kirkjunnar og
Meggie.
Þýðandi Oskar Ingimarsson.
22.15 Eþiópla — þjóð I þreng-
ingum
Einar Sigurðsson fréttamað-
ur, sem var á ferð ( Eþióplu
nú um mánaðamótin, lýsir
neyðarástandinu I landinu.
22.50 Djassþáttur Airto og
Flora Purim
flytja djass með suðrænu
hljómfalli.
23.20 Fréttir I dagskrárlok.
22.00 Horft I strauminn
með Kristjáni frá Djúpalæk
(RUVAK)
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orö kvöldsins.
22.35 Tlmamót
Þáttur i tali og tónum. Um-
sjón: Arni Gunnarsson.
23.15 Nútimatónlist
Þorkell Sigurbjörnsson kynn-
ir.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
RÁS 2
MIÐVIKUDAGUR
12. desember
10.00—12.00 Morgunþáttur
Róleg tónlist. Viötöl. Gesta-
plötusnúður. Ný og gömul
tónlist.
Stjórnendur: Kristján Sigur-
jónsson og Jón Ólafsson.
14.00—15.00 Eftir tvö
Létt dægurlög.
Stjórnandi: Jón Axel Ólafs-
son.
15.00—16.00 Nú er lag
Gömul og ný úrvalslög að
hætti hússins.
Stjórnandi: Gunnar Salvars-
son.
16.00—17.00 Vetrarbrautin
Stjórnandi: Júllus Einarsson.
17.00—18.00 Ur kvennabúrinu
Hljómlist flutt og/eða samin
af konum. Stjórnandi: Andr-
ea Jónsdóttir.