Morgunblaðið - 12.12.1984, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1984
GESTUR
Bókmenntir
Sigurjón Björnsson
íslenskur Iróðleikur gamall og nýr.
I.
Gils Guðmundsson safnaði efninu.
Iðunn.
Reykjavík 1984. 247 bls.
Á árunum 1964—1972 gaf Iðunn
út þjóðfræðasafnið Heimdraga.
Urðu það alls fjögur bindi og ann-
aðist Kristmundur Bjarnason rit-
stjórn flestra þeirra. Nú hefur Ið-
unn tekið þráðinn upp að nýju.
Gestur er arftaki Heimdraga, að
því er útgefendur segja. Birtist nú
fyrsta bindi þeirrar ritraðar undir
ritstjórn Gils Guðmundssonar.
Gils Guðmundsson er bókelsk-
um íslendingum löngu kunnur
fyrir ágætt framlag sitt til þjóð-
legra fræða. Hygg ég að vandfund-
inn sé maður, sem betur er fallinn
til að leita uppi ritsmíðar, sem
fallnar eru í fyrnsku, en erindi
eiga í dagsljósið á ný. Er það og
skemmst sagna, að flestir þætt-
irnir, sem hér birtast eru hinn
besti lestur (örfáir hefðu þó að
ósekju mátt missa sig) og fengur
að því að setja þá í ritsafn, sem
líklegt er að geymist.
í bók þessari eru 22 sagnaþætt-
ir, auk syrpu einnar í bókarlok,
sem nefnist Smámunir. Eru það
fáeinar smálegar frásagnir, gam-
an bæði og alvara í bundnu máli
og lausu.
Margir eru þættirnir eftir löngu
liðna menn, sumir eru höfundar-
lausir, en fáeinir eru eftir núlif-
andi fólk og iíklega samdir fyrir
þessa bók, þó að ekki sé þess getið.
Margra grasa kennir hér og þeirra
flestra góðra. Þó held ég að ég hafi
haft einna mest gaman af frá-
sögnum ólafs Ketilssonar (föður
Odds á Reykjalundi). Hann skrif-
ar einkar vel og skemmtilega, og
mannlýsingar hans eru með ágæt-
um. Sé meira til af skrifum hans,
kysi ég gjarnan aö sjá það. Þá
finnst mér góður fengur í lýsingu
Jóns Jónssonar frá Sleðabrjót á
Þorsteini Erlingssyni. Og raunar
ekki síður því litla sem hann segir
um Pál ólafsson. Þar er mark-
verðum drætti bætt í mannlýsingu
hans. Minningar Helgu Halldórs-
dóttur um Benedikt yngra Grön-
dal á síðustu árum hans eru einnig
sérlega athyglisverðar í öllum ein-
faldleika sínum. Þannig mætti
raunar halda áfram að telja, þó að
látið verði staðar numið.
Vel er að þessari útgáfu staðið í
hvívetna. Bindið er fallegt og eigu-
legt. Pappír góður og prófarkir vel
lesnar. Bókinni fylgir skrá yfir
mannanöfn og er það vissulega
kostur á riti sem þessu. Efni bók-
arinnar er dregið að úr ýmsum
áttum, og þykir mér sennilegt að
Gils Guðmundsson
ritstjórinn hafi þurft talsvert
fyrir því að hafa að leita það uppi.
Eina aðfinnslu hef ég þó: Æskilegt
hefði verið að sums staðar heföu
verið samdar stuttar skýringar-
greinar. Þeirra hefði verið þörf á
stöku stað. Þetta er til vinsam-
legrar athugunar fyrir aðstand-
endur ritsins framvegis.
Gils Guðmundsson hefur farið
vel af stað með val til þessa rits,
og væntanlega verður framhaldið
ekki lakara, ef honum auðnast að
standa við stýri enn um sinn.
Kári litli
í skólan-
um
Bókmenntir
Siguröur Haukur Guöjónsson
Kári litli í skólanum
Höfundur: Stefán Júlíusson
Myndir: Halldór Pétursson
Kápa: Pétur Halldórsson
Prentun: Prentsmiðjan Oddi
lltgefandi: Æskan
Sumar sögur eru skrifaöar á
þann veg að þær fylgja þeim er
lesa æ síðan, persónurnar verða
vinir, hugljúfir vinir. Svo varð um
Kára litla og Lappa, er Stefán
rétti þá íslenzkum börnum. Börnin
urðu fullorðið fólk, og er það tók
að leita góðra gjafa börnum sín-
um, þá spurðist það fyrir um það
er glatt hafði það sjálft og nú eru
jafnvel afar og ömmur, sem unna
barnabarni, farin að gera það
sama. Því undrar engan, er les, að
þetta er 6. sinn sem sagan kemur
út.
Hér segir frá Kára litla og
Lappa, skólagöngu drengsins, og
frá ævintýrum þeirra félaga og
vinarins Gunnars. Á skemmtileg-
an hátt er sagan um kóngsdóttur-
ina Meikorku Mýrkjartansdóttur
og son hennar Ólaf dregin inn í
frásögnina.
Stefán Júlíusson
Höfundur segir frá á þann veg,
að lítilli stúlku og litlum dreng
finnst þau vera þátttakendur í
ævintýrum bókarinnar, háskum
hennar og láni. Slíkri leikni ná að-
eins góðir höfundar, sem unna
börnum, skilja börn. Þetta allt
sameinar Stefán og er því í hópi
okkar beztu höfunda, sem skrifa
fyrir börn.
Myndir Halldórs eru frábærar,
og vissulega sýnir kápan, að Pétur
kann listatökin líka.
Prentun og frágangur með
miklum sóma. Varla telst það villa
þó tvö lítil orð takist í hendur (99).
Hafi útgáfan þökk fyrir hug-
ljúfa bók.
Umbrot og
stóratburöir
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Tómas Þór Tómasson: HEIMS-
STYRJALDARÁRIN Á ÍSLANDI
1939—1945. II. 185 bls. Bókaútg.
Örn og Órlygur hf. — 1984.
Nú er komið út síðara bindi af
heimsstyrjaldarsögu Tómasar
Þórs Tómassonar. Mikil saga og
merkileg! Tómas Þór segir að hinn
10. apríl 1940 megi »hiklaust telia
meðal merkustu daga í sögu Is-
lendinga þótt öll umgjörð dagsins
hafi vart verið af hinu góða.« En
daginn áður höfðu Þjóðverjar
hernumið Danmörku og var þá
sjálfkrafa lokið beinum tengslum
Dana og íslendinga og yfirráðum
Dana hér á landi. Síðan hófst at-
burðaröð sem olli því að örugglega
má telja stríðsárin merkilegasta
tímabil í sögu þjóðarinnar frá
landnámi. Fyrst ber auðvitað að
nefna stofnun lýðveldis. Almenn-
ur efnahagur breyttist frá örbirgð
til velmegunar; og á sjálfum
stríðsárunum er óhætt að segja að
margur hafi vaðið hér í peningum.
Bretar hernámu landið. Og ári síð-
ar tóku Bandaríkjamenn að sér
hervernd landsins samkvæmt
samningi. Þar með var einangrun
íslands lokið. Fyrrum höfðu stór-
veldi látið landið afskiptalaust
(nokkurn veginn) vegna fjarlægð-
ar frá umheiminum. Nú sá hver
maður að þeirrar náðar yrði land-
ið naumast lengur aðnjótandi.
Með bandaríska hernum barst ný
tækni til iandsins. Nægir að
minna á jarðýtuna í því sambandi
sem gjörbreytti vegagerð hér á
landi, olli nánast byltingu á því
sviði. Islendingar fengu þrjá
flugvelli svo hægt var að hefja
flug innanlands og landa milli.
Verulegar breytingar urðu á
vettvangi íslenskra stjórnmála, og
hafa valdahlutföll þau, sem þá
sköpuðust, haldist svo til óbreytt
síðan. Húsakostur þjóðarinnar var
stórbættur. Menn skyldu lesa
gaumgæfilega þann kaflann í bók
þessari þar sem Tómas Þór fjallar
um þau mál. Þegar stríðið hófst
var ótrúlega hátt hlutfall þjóðar-
innar í húsnæði sem taldist alls
ekki íbúðarhæft! Gilti það bæði
um dreifbýli og þéttbýli. Nú stór-
jukust kröfur til lífsþæginda,
jafnt á þeim sviðum sem öiðrum.
Jafnframt má svo geta þess að
ýmsar lífsvenjur bárust hingað
með þeim erlendu þjóðum sem hér
gistu, bæði góðar og vondar eins
og gengur. Eftirminnilega gefur
að líta hvað hér var á seyði á
kápumynd bókarinnar, einkar
skýrri og greinilegri. Þar standa
fimm lögreglumenn: tveir íslensk-
ir, einn kanadískur, einn norskur
og einn bandarískur. Hér var
blandaður sannkallaður þjóða-
kokkteill.
Tómas Þór fer að baki atburð-
unum, ef svo má að orði komast,
og minnir á hvílík óvissa ríkti hér
á stríðsárunum, einkum framan
af. Lofthernaður var þá rekinn af
fullu kappi í Evrópu. Ósennilegt
var talið að Islendingar slyppu við
þau ósköp. Svo fór líka að Þjóð-
verjar sýndu sig hér æði oft á flugi
yfir landinu. En þar var helst um
einstakar flugvélar að ræða sem
ollu að vísu tjóni, en hvergi slíku
sem gerðist á Bretlandseyjum og
meginlandi Evrópu. Framan af
var hér ónógur flugfloti til varnar,
en efldist smám saman. »Alls
skutu bandarískar vélar niður 5
þýskar flugvélar yfir íslandi á ár-
um síðari heimsstyrjaldarinnar en
Bretar enga,« segir Tómas Þór. Á
síðustu árum stríðsins lögðu Þjóð-
verjar ofurkapp á kafbátahernað
sem olli íslendingum bæði skipa-
og manntjóni. En þýsku kafbát-
arnir hlutu líka skell fyrir skill-
inga: »Alls tókust 18 árásir flug-
véla, er bækistöðvar höfðu á ís-
landi, á þýska kafbáta en aðeins
var vitað með vissu um 5 kafbáta
sem sökkt var.«
Framan af stríðinu bar hér mik-
ið á hermönnum. »f hernámsliði
Breta,* segir Tómas Þór, »voru
rúmlega 25.000 menn þegar mest
var. Eftir að Bandaríkjamenn
tóku að sér hervernd landsins, í
júlí 1941, fjölgaði erlendum her-
Tóraas Þór Tómasson
mönnum í landinu enn meir. Þeir
munu flestir hafa orðið rúmlega
60.000 á árinu 1942.«
Ýmislegt horfði hér til breyt-
inga þegar Bretarnir fóru en
Bandaríkjamenn komu. »Banda-
rísku hermennirnir,« segir Tómas
Þór, »þóttu í mörgu frábrugðnir
þeim bresku. Frelsi og velmegun
Bandaríkjanna setti mark sitt á
þá. Þeir þóttu upp til hópa mynd-
arlegir og koma þar eflaust til
stílhreinir einkennisbúningar
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Ógnarráðuneytið: Grahara Greene
Magnús Kjartansson þýddi.
Útg. Mál og menning 1984.
Graham Greene er í essinu sínu
í þessari bók. Sagan gerist í Bret-
landi í seinni heimsstyrjöldinni.
Söguhetjan Arthur Rowe virðist
vera hinn mesti meinleysingi. Þó
hefur hann að visu myrt eiginkonu
sína á árum áður og kvelst stund-
um af því. En lifir nú tilbreyt-
ingarlitlu lífi, vinafár og heldur
litlaus maður. Slæðist fyrir tilvilj-
un inn á útiskemmtun hjá Frjáls-
um mæðrum og lætur spá fyrir
sér. Segir þar af slysni örlagarík
orð, svo að hann flækist í fáeinum
vetföngum inn í hið ferlegasta
njósna- og glæpanet. Hann er
þeirra sem stungu í stúf við
þyngsla- og pokalega búninga
Breta.« — Hitt vó þó þyngra á
metunum að bandarísk hernaðar-
yfirvöld komu allt öðruvísi fram
við fslendinga en Bretar höfðu
gert.
Það var svo ekki fyrr en á »frið-
ardaginn* að til ófriðar dró svo
um munaði hér á landi. Banda-
ríkjamenn ákváðu að halda liði
sínu innan dyra svo það gerði ekk-
ert af sér. En »sama dag kom til
Reykjavíkur bresk flotadeild og
fengu áhafnir skipanna langþráð
landgönguleyfi. Er skemmst frá
því að segja að sjóliðarnir gengu
berserksgang um götur borgarinn-
ar; vopnaðir bareflum og jafnvel
skotvopnum gerðu þeir aðsúg að
borgurum er urðu á vegi þeirra og
mölvuðu rúður verslana og létu
greipar sópa.«
Stríðið var búið!
Óhætt er að segja að sagnfræð-
ingar urðu nokkuð seinir til að
skrá sögu þessara merkilegu um-
brotaára. Orsökin mun meðal ann-
ars hafa verið sú að mönnum þótti
viðfangsefnið hvorki vera þjóðlegt
né í raun og veru alvarlegri fræði-
mennsku samboðið. »Astandið«
var efni í revíu en ekki sagnfræði.
Fræðimenn héldu því áfram að
sökkva sér ofan í fyrri alda sögu
Graham Greene
lagður í einelti og reynt að fyrir-
koma honum, af því að hann vill
ekki vera samvinnuþýður, sem
stafar einfaldlega af því að hann
hefur ekki hugmynd um hvað er
eiginlega að gerast.
með lögmenn og biskupa í öndvegi
meðan braggar ryðguðu, skotpall-
ar grotnuðu niður og atburðir
fölskvuðust í endurminningunni.
Nú er ekki lengur hörgull á ritum
um stríðsárin. Þetta rit Tómasar
hefur það fram yfir önnur að það
er bæði vönduð sagnfræði og enn
fremur flettirit fyrir þá sem eru
ekki gefnir fyrir langan lestur en
hafa gaman af að skoða gamlar
myndir og lesa þá gjarnan mynda-
textana. En myndefnið { þessari
bók er bæði mikið og fjölskrúðugt;
og margt af því hefur hvergi birst
áður. Segir höfundur frá því í
formála að hann hafi gert sér ferð
til Ameríku til að komast þar í
myndasöfn og afla þannig ljós-
mynda til ritsins. Hefur sú ferð
skilað stórmiklum árangri eins og
gleggst blasir við augum á síðum
bókarinnar.
Og að lokum eitt sem undirrit-
uðum þykir alltaf nokkurs vert:
Tómas Þór skrifar mjög þægi-
Iegan texta sem gerir bók þessa að
prýðilegum skemmtilestri, að
minnsta kosti fyrir þá sem áhuga
hafa á sögu. Blaðaefni ýmiss kon-
ar frá stríðsárunum, sem tekið
hefur verið upp í ritið, bætist svo
við sem salt og pipar minninganna
um þetta sérstæða tímabil.
I loftárás missir hann minnið og
er fluttur á spítala, þar sem For-
ester læknir ræður ríkjum. Senni-
lega er hann einn af höfuðpaurum
í samsærinu. Systkini tvö koma
við sögu. Þau eru flóttamenn frá
Austurríki. Þau reynast Rowe bet-
ur en enginn — eða hvað? Það
skyldi þó ekki vera að þau séu
eitthvað tortryggilegar persónur
líka. Spennan eykst enn og Greene
leikur sér fimlega og eins og hon-
um einum er lagið að koma öllu i
flækju. Og þó. Þessi flækja er
þaulhugsuð og eins og sönnum rit-
höfundi sæmir greiðir hann úr
öllu saman, án þess að leita nokk-
urs staðar ómerkilegra útgöngu-
leiða.
Þýðing Magnúsar Kjartansson-
ar nær stíl og anda höfundar, svo
að í frásögur er færandi.
Bókin er í nýjum Ugluflokki
Máls og menningar. Ágætlega úr
garði gerð.
Skipulögð spennuflækja