Morgunblaðið - 12.12.1984, Side 23

Morgunblaðið - 12.12.1984, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1984 23 DVERGRÍKI í DEIGLUNNI/Jón Óttar Ragnarsson FRJÁLSLYNDI EÐA FRJÁLSHYGGJU Stóri bróðir: Megrun í kjörþyngd eða megrun til óliTis. Sída-sta von ísiendinga um betri tíð er ný og frjálslynd stjórnarstefna scm byggist á afnámi ríkiseinokun- ar svo hægt sé að finna hæfasta rekstraraöilann á öllum sviðum. I'rjálslyndi í þessa átt er ekki kenning, heldur sú grunnhugsun evrópskrar heimspeki að best sé fyrir heildina að þeir hæfustu fái að njóta sína og keppa saman innbyrð- is. Þessi frjálslynda lífsfílósófía á akkúrat ekkert skylt við svonefnda „frjálshyggju Friedmans" sem bannar ríkinu allt nema reka her, lögreglu, löggjafar- og dómsvald. Frelsi eða bönn? Sagt er að munurinn á vitrum manni og heimskingja sé sá að hinn fyrri aðhyllist margar kenningar, en sá síðari ánetjist einni og gengur umsvifalaust í björg. Bannstefna Friedmans er ekki einasta ófrjálslynd í meira lagi, heldur hefur hún verið rekin af slíku offorsi af lærisveinum hans á fslandi að með fádæmum er. Kjarninn í þessari villukenningu er sá að það sé æösta markmið í efnahagsstjórn að megra stóra bróð- ur — ekki bara í kjörþyngd — held- ur til ólífs. Heilsa En sitjum ekki við orðin tóm. Skoðum kenninguna nánar. Hvað um t.d. heilbrigðismál? Friedman segir: Ríkinu er bannaö að styðja við heilbrigðisstofnanir. En hver er reynslan? í Bandaríkjunum þar sem ótt- inn við heilsubrest er örlagavald- ur í lífi fólks reka æ fleiri bækj- arfélög nú spítala fyrir þá sem minna mega sín. Ekki styður það kenningu Friedmans. Menntun Hvað með skóla? Friedman seg- ir: Ríkinu er bannað að styðja menntastofnanir. En hver er reynslan? í Bandaríkjunum eru sumir bestu skólar heims (og raunar einnig sumir þeir allra lélegustu) í einkaeign. En aðrir eru í ríkis- eign. Ekki styður það kenningu Friedmans. Menning Hvað með kúltúr? Friedman seg- ir: Ríkinu er bannaö að styðja leik- hús, óperur og listasöfn. En hver er reynslan? Hvergi verður afhjúpun kenn- ingarinnar átakanlegri en hér: Engri vestrænni þjóð hefur tekist að halda uppi menningu algjör- lega án ríkisstyrkja. Ekki styður það kenningu Friedmans. Þessi barnalega teoría fellur hins vegar ágætlega í kramið hjá einfeldningum sem álíta að list sé yfirstéttarföndur og menning einn helsti útgjaldaliður ríkisins. Vísindi Hvað með rannsóknir? Fried- man segir: Ríkinu er bannað að styðja rannsóknir. En hver er reynslan? Þegar ég spurði Friedman á Sögu forðum hver ætti að greiða fyrir þjóðhagslega nauðsynlegar grunnrannsóknir benti hann al- farið á sjálfseignarstofnanir. Veit hann í alvöru ekki að utan USA eru slíkar stofnanir á þessu sviði afar litlar og munu ekki einu sinni í heimalandi hans fullnægja þessari þörf? Ekki styður það kenningu Friedmans. Eftirlit En hvað með eftirlit? Friedman segir: Ríkinu er bannað að styðja eftirlit. En hver er reynslan? Einmitt eftirlit hins opinbera, t.d. með brunavörnum, öryggi skipa, framleiðslu eiturefna (sbr. Indland þessa dagana!) og sam- keppnishömlum eru forsenda hins frjálsa framtaks. Því fleiri svið sem flutt verða frá ríki yfir til einstaklinga þeim mun meiri verður þessi þörf, ekki minni. Annars kemur brestur í réttarríkið. Ekki styður það kenn- ingu Friedmans. Lokaorð Þröngsýni íslenskra frjálshyggju- manna er viðbrugðið. En þessi þröngsýni liggur ekki síöur í ófrjálslyndi kreddunnar en í ófrjálslyndi trúboðanna. Frjálslyndir og frjálshyggjumenn eiga samleiö um stund meðan undið er ofan af ríkisbákninu. En það er mikill munur á því hvort maður verður manni samferða upp í Borg- arnes eða hvort maður fer með hon- um alla leið til Akureyrar og syndir svo með honum út í Grímsey. JÓLA- TILBOÐ Dvimiit SKIDASKÓM SKÁTABÚÐIN Snorrabraut 60 sími 12045

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.