Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1984 t Faðir minn, tengdafaöir afi og iangafi, BERGSTEINN HJÖRLEIFSSON, Flókagötu 4, Hafnarfiröi, andaöist aö Sólvangi. Hafnarfiröi, 11. desember. Hjörleifur Bergsfeinsson. Hafdls Magnúsdóttir, barnabðrn og barnabarnabörn. t Bróöir okkar, ÞORSTEINN G. HJÁLMARSSON, fyrrverandi húsgagnasmíöameistari, andaöist i Landspitalanum aö kvöldi 10. desember. Egill Hjólmarsson, Ólöf Hjólmarsdóttir Ingibjörg Hjólmarsdóttir, Halldór Hjólmarsson Guörún Hjólmarsdóttir Waage, Höröur Hjólmarsson Krístin Helga Hjólmarsdóttir, Margrét Hjólmarsdóttir t RAGNHILDUR JÓNSDÓTTIR, Njólsgötu 49 óóur Laugavegi 17, lést i Borgarspitalanum 8. desember. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 18. des kl. 1.30. Fyrir hönd aöstandenda. Óskar Jónsson, Gunnar Jónsson, Theodór Óskarsson, Arnheiöur Árnadóttir. t Faöir okkar, GUDMUNDUR JÓN MARKÚSSON fró Súgandafiröi, er andaöist i Hrafnistu, Reykjavík 5. desember, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimtudaginn 13. desember kl. 15.00. Börn hins lótna t Útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, ÁRMANNS PÉTURSSONAR, aóalbókara, Eyvindarholti, Álftanesi, fer fram í Bessastaöakirkju fimmtudaginn 13. desember kl. 13.30. Jóhanna Stefónsdóttir, Gunnar Ármannsson, Úlfar Ármannsson, Bryndls Ásgeirsdóttir, Pótur H. Ármannsson, og barnabörn. t Þökkum af alhug auösýnda samúö og vináttu viö fráfall og jaröarför eiginkonu minnar og dóttur, GRETU SVEINSSON, Noröurtúní 28, Bessastaöahreppi, Fyrir hönd aöstandenda. Jón Sveinsson. Else Christiansen. t Innilegt þakklæti fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför, eiginmanns mins, fööur, tengdafööur, afa og langafa, OTTA VILBERGS JÓNSSONAR, reiöhjólasmiós, Dalselí 6, Rigmor H. Jónsson, Guöbjörg A. Ottadóttir, Gunnar Guðmundsson, Jón V. Ottason, Alma Magnúsdóttir, Edda Ottadóttir, Kristmundur Sigurösson, barnabörn og barnabarnabörn. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Kveðjuorð: Helga Sigurrós Friðjónsdóttir Fædd 19. apríl 1915 Dáin 3. desember 1984 Þegar við nú kveðjum elskulega mömmu, ömmu og tengdamömmu, viljum við með örfáum orðum votta henni virðingu okkar og þakklæti, en okkur brestur orð til að tjá það sem í hjartanu býr. Rósa fæddist á Eyri við Reyð- arfjörð 19. apríl 1915. Skömmu síðar fluttist hún með foreldrum sínum að Hólmum í sömu sveit og ólst þar upp. Þar vann hún öll hefðbundin sveitastörf eins og þau gerðust á þeim tíma og höfðu gerst öldum saman. Þar lærði hún þann hugsunarhátt að spyrja ekki hvað þú gætir gert fyrir hana, heldur hvað hún gæti gert fyrir þig. Þetta var sú regla, sem hún lifði eftir æ síðan og var þetta áberandi þáttur í fari hennar. Þegar hún hafði náð fullorðins- aldri hleypti hún heimdraganum, fór vítt og og breitt um land og vann hin ýmsu störf. Þetta gerði hún meðai annars til að svala löngun sinni til að kynnast land- inu og hinum fjölmörgu atvinnu- háttum en þó helst til að kynnast fólkinu og viðhorfum þess til lífs- ins. Ekki naut hún mikillar skóla- göngu í æsku frekar en þá var títt. Reyndi hún að bæta sér það upp með þessu móti og með lestur góðra bóka. Þetta tókst henni, því hún var fróð kona. Eftirtektarvert var, hve hún hafði ríkan áhuga á landinu, náttúru þess og gerð enda átti hún ógrynni sýnishorna af bergtegundum og steingervingum. Að loknum ferðum sínum um landið settist hún að í Reykjavík. Þar kynntist hún eftirlifandi manni sínum Bjarna P. Jónssyni. Þau gengu í hjónaband 1948, er Rósa var 33 ára. Það þykir í dag hár giftingaraldur, en hún vildi ekki rasa um ráð fram í þessu frekar en öðru, vanda skildi val lífsförunautar. Svo var einnig um Bjarna farið, því báðum tókst val- ið frábærlega. Alla tíð var sambúð þeirra til mikillar fyrirmyndar, sem lýsti sér í trúnaðartrausti, ást og um- hyggju af beggja hálfu. Þau eign- uðust þrjá syni, Friðjón fæddan 1950, Sigurð fæddan 1953 og Val- geir fæddan 1957. Allir eru þeir kvæntir og búa í Reykjavík nema Sigurður, sem búsettur er í Nor- egi. Lengst af var hið ágæta heimili Rósu og Bjarna að Kópavogsbraut 99, Kópavogi. En þegar synirnir voru allir farnir að heiman, fengu þau sér minni íbúð og bjuggu þá að Engihjalla 9, Kópavogi. Hún Rósa var indæl mamma og amma, en hún hiýtur að hafa verið einstök tengdamamma. Tengda- mæður hafa kannski að ósekju fengið misjafnt orð, en það var öðru nær að það ætti við um hana. Það hefur verið mér ómetanlegt að eiga hana að og verður það seint fullþakkað hvernig mér var tekið strax og ég tengdist fjöl- skyldunni og hefur aldrei hlaupið snurða á þann þráð. Það er mannbætandi hverjum manni að umgangast konu sem Rósu Hvar sem hún fór fylgdi henni friðsæid, öryggi og ró, því auðlegð átti hún nóga og hjartahlýju og ást og glöggskyggn var hún með afbrigð- um á mannlegar þarfir. Ekki bar dauða hennar brátt að, Hallgrímur Jónsson Grenivík - Minning Fæddur 30. september 1929 Dáinn 27. september 1984 Síðbúin minning. Já, síðbúin minning segi ég, vegna þess að þegar ég komst til meðvitundar á Borgarspítalanum, voru fyrstu fréttirnar sem ég fékk þær að Halli svili minn og vinur væri allur. Ég var reyndar búinn að gera mér ljóst að maðurinn með Ijáinn var búinn að boða komu sína. Halli var fluttur norðan af Grenivík, þar sem hann var vél- stjóri á togskpinu Verði ÞH, til rannsóknar á sjúkrahús í Reykja- vík. Þá var hann þegar orðinn fár- veikur. Allar rannsóknir leiddu í ljós að vonin var lítil. Þrátt fyrir það var ákveðið að gera á honum mikla aðgerð sem því miður dugði ekki til. Það var ekki ólíkt honum, að þegar hann vissi hvað fram undan var tjáði hann sínum nánustu að þetta væri ekkert mál, aðeins smá stíflur í ristli og hann yrði góður eftir nokkra daga. Ég vissi þegar, að í hans skýringum fólst það eitt að láta ekki sína nánustu líða kvöl fyrir það sem framundan var. Hailgrímur var sonur hjónanna Hjálmfríðar Eyjólfsdóttur frá Svefneyjum á Breiðafirði, sem nú lifir son sinn í hárri elli búsett í Reykjavík, og Jóns Hákonarsonar frá Reykhólum en hann lést 1953. Þau hjón voru fyrstu hótelstjórar í Bjarkarlundi. Það sakar ekki að geta þess að Jón var seinna fyrsti formaður Barðstrendingafélags- ins í Reykjavík. Elst barna þeirra hjóna er Sól- borg búsett í Reykjavík, þá Eyjólf- ur einnig búsettur í Reykjavík, Hailgrímur, og yngstur Hákon búsettur í Ameríku. Þau hjón fluttu til Reykjavíkur 1931 og Halli sleit barnsskónum hér. Upp úr fermingu vann hann alla al- menna vinnu framan af en réðst fljótlega til náms í bílasmíði í Bílasmiðjunni hf. og útskrifaðist þaðan 1952. Halli var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Rósa Jóhannsdóttir og áttu þau einn kjörson, Aðal- stein, nú búsettan í Ameríku, en þau slitu samvistum eftir nokkur ár. Seinni kona Halla var Gréta Jónsdóttir frá Akureyri, dóttir hjónanna Elísabetar Bogadóttir og Jóns Kristjánssonar. Halli og Gréta eiga 3 syni, Jón Þór, fæddan 1963, Hjálmar, fæddan 1966 og Jó- hann Þorgrím, fæddan 1971. Gréta átti eina dóttur fyrir, Elísabetu fædda 1958, en Halli gekk henni í föðurstað og ól hana upp sem sína eigin dóttur. Það var eins og sjórinn ætti alltaf taugar í Halla, því fljótlega eftir að hann lýkur námi ræður hann sig á togara nokkra túra og síðan réðst hann á sambandsskip og siglir með þeim um nokkurt skeið. Árið 1962 ræðst Halli á norskt skip og siglir nánast um allan heim en kemur heim eftir ár. Strax og hann kemur heim byrjar hann að starfa með bróður sínum Eyjólfi, sem rak bílaverkstæði á Kópavogshálsi. Fljótlega tók Halli við rekstri verkstæðisins og rak það í nokkur ár. Síðan ræður hann sig á Gullfoss og er þar um tíma, kemur síðan í land og setur upp verkstæði í Súðarvogi. Vorið 1977 flytjast Halli og Gréta til Krísu- víkur og taka við umsjón svína- búsins þar fyrir Halldór Júlíusson veitingamann. Jafnframt því stundaði Halli bílaviðgerðir þar því ekki skorti „kúnnana" gömlu þó langt væri til hans. Eftir þriggja ára dvöl í Krísuvík flytjast þau til Grindavíkur þar sem Halli byrjar að starfa hjá Vísi sf. sem alhliða viðgerðarmaður. Haustið 1982 ákveður Halli að það var síðla vetrar að hún veikt- ist af þeim sjúkleika, sem dró hana til dauða. Fljótlega varð ljóst að hverju dró og sjálfa mun hana hafa rennt í grun hvert stefndi, en því sem öðru tók hún með röggsemi og æðruleysi, enda treysti hún því að almættið tæki sér mildum höndum. í veikindum hennar sást hve indælan og um- hyggjusaman mann forsjónin hafði gefið henni, því ekki leið sá dagur að hann vitjaði hennar ekki þar til yfir lauk þrátt fyrir það, að um nokkurt skeið virtist hún ekki þekkja þá, sem komu til hennar. Rósa lést í Borgarspítalanum þann þriðja þessa mánaðar. Það var mikils virði litlu Rósu okkar að fá að njóta samvista ömmu sinnar þó samvistarárin yrðu allof fá. Hún kveður ömmu sína með söknuði og þakkar henni allt það, sem hún var henni og gerði fyrir hana. Valli kveður ástríka móður með hjartans þakklæti fyrir allt umburðarlyndið og móðurkærleik- ann. Að síðustu eru hér hlýjar kveðjur frá fólkinu okkar í Haga með innilegri þökk fyrir allt sem hún var því þau alltof fáu ár, sem kynnin stóðu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Magga, Valli og Rósa litla. setjast á skólabekk í Vélskóla Is- lands, þá 52 ára. Þar tók hann tvo bekki saman og lauk þaðan prófi með prýði. Síðan réðst hann sem vélstjóri til Eimskips. Áform hans voru að taka 3. og 4. bekk vélskól- ans árið 1985 en því miður entist honum ekki aldur til þess. Ég hef nú stiklað á stóru um lífshlaup Haila eins og mér er það kunnugt, þó kemst ég ekki hjá því að minnast þess að þegar ég og mín fjölskylda heimsóttum Halla og Grétu, sem var alloft, hvað það var áberandi hversu mikill vinur og félagi hann var drengjunum sínum. Hann var aldrei svo upp- tekinn að hann mætti ekki vera að því að sinna þeim og þeirra áhuga- málum. Einnig langar mig að geta þess, að ég tel stórt skarð höggvið í aðhlynningu tengdaforeldra okkar i Grindavík, sem Halli vitj- aði bókstaflega alla daga sem hann var heima til að athuga hvort hann gæti eitthvað orðið þeim að liði. Sár er söknuður Grétu mágkonu minnar sem sýndi fádæma dugnað og kjark allan tímarin. Var hún honum meira en orð fá lýst síð- ustu vikurnar, hún nánast vakti yfir honum dag og nótt. Ég vil að lokum Gréta mín, votta þér og börnunum svo og Hjálmfríði, systkinum Halla og tengdaforeldrum, mína innileg- ustu samúð. Ég bið góðan guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Bergþór Njáll Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.