Morgunblaðið - 20.12.1984, Síða 2

Morgunblaðið - 20.12.1984, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984 Ratsjár kynnt- ar á Bakkafirði og Þórshöfn FULLTRÍJAR í ratsjárnefnd varnarmáladeildar utanríkis- ráðuneytisins efndu til fundar meö hreppsnefndum í Bakka- firöi og l>órshöfn á þriöjudaginn og kynntu þeim skýrslu nefndarinnar um tvær nýjar ratsjár á norðvestur- og norö- austurhorni landsins. Bæjarstjórnin í Bolungarvík hefur beö- ið nefndina að koma til fundar þar eftir áramótin. f skýrslu ratsjárnefndar er bent á tvo staði sem koma til álita fyrir nýja ratsjá í þágu varna landsins og flugumferðarstjórnar á Norð- austurlandi. Er það annars vegar á Gunnólfsvíkurfjalli við Bakka- fjörð og hins vegar á Hrollaugs- staðafjalli (eða Heiðarfjalli) á Langanesi, nálægt Þórshöfn. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, deildarstjóri í varnarmáladeild, Þorgeir Pálsson, dósent, Haukur Lifur grædd í íslending LIFUR hefur verið grædd í tvftugan íslending á sjúkra- húsi í Bretlandi. Nokkuð er um liðið frá því lifrin var grædd í manninn og er líðan hans eftir atvikum, að sögn Bjarna Þjóðleifssonar læknis. Þetta er í fyrsta skipti sem lifur er grædd í íslend- ing. Hauksson, varaflugmálastjóri, og Berent Sveinsson, yfirloftskeyta- maður Landhelgisgæslunnar, allir úr ratsjárnefnd, héldu fyrst fund með hreppsnefnd Skeggjastaða- hrepps í Bakkafirði (í Norður- Múlasýslu) síðdegis á þriðjudag og stóð hann í tæpa þrjá tíma. Að kvöldi þess sama dags hittu nefnd- armenn síðan þrjár hreppsnefndir í Norður-Þingeyjarsýslu, Sauða- neshrepps, Svalbarðshrepps og Þórshafnarhrepps, á sameiginleg- um fundi á Þórshöfn og stóð hann í rúma fjóra tíma. nVið kynntum þeim skýrslu okkar," sagði Sverrir Haukur Gunnlaugsson í samtali við blm. Morgunblaðsins, „og svöruðum spurningum um ýmis atriði. Menn skiptust á skoðunum af hrein- skilni." Sverrir Haukur sagði að spurningar heimamanna hefðu bæði tengst atriðum sem snerta varnir landsins og öryggi þjóðar- innar, en einnig þeim er vörðuðu beint framkvæmdir og stöðu sveit- arfélaganna ef í þær yrði ráðist. Þá hefði nefndin skilið eftir eintök af ratsjárskýrslunni hjá oddvit- um, svo að hreppsbúar gætu kynnt sér efni hennar. \ pf mmm 'V'- M 1 Morgunbladið/Árni Sœberg Skammdegið virðist ekki hafa áhrif á ást þessara ungmenna enda styttist í hátíð fagnaðarboðskapsins og ekki spillir „jólasnjórinn" umhverfinu og hughrifum þess. Engar fyrirætlanir um að leggja BÚR niður - segir DavíÖ Oddsson borgarstjóri um fullyrðingar Borgarblaösins Þriðja umræða fjárlaga í dag ÞRIÐJA umræða um fjárlaga- frumvarpið fyrir árið 1985 fer fram á Alþingi í dag. Miðað við endur- skoðaða tekjuhlið og breytingar- tillögur til hækkunar á útgjöldum, sem líkur eru á að nái fram að ganga, sýnist stefna í 700—750 milljóna kr. greiðsluhalla. Heildarniðurstaða tekjuhliðar fjárlagafrumvarpsins var 21 milljarður 980 milijónir og 942 þúsund krónur, en hefur hækkað í 25 milljarða 336 milljónir. Þeir tekjupóstar sem hækka mest í endurskoðun eru óbeinir skattar, annars vegar gjöld af innflutn- ingi, sem hækka úr 3 milljörðum 596 millj. kr. í 4 milljarða 473 millj. kr. og sölugjald úr 8 millj- örðum 420 millj. í 9 milljarða 835 millj. kr. Aðrir tekjupóstar hækka einnig, en ekki eins mikið og þessir. í BORGARBLAÐINU, málgagni jafnaðarmanna í Reykjavík, sem nú er verið að dreifa, er rekstur Bæjar- útgerðar Reykjavíkur á þessu ári gagnrýndur og fullyrt að markmið Sjálfstæðisflokksins sé að leggja BÚR niður smátt og smátt. Af þessu tilefni sneri Morgun- blaðið sér til Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, og spurði hann um þessar fullyrðingar og hvaða stefna hefði verið mótuð í rekstri BÚR á næsta ári. „Þessar fullyrðingar eru afar sérstæðar, svo ekki sé meira sagt, þegar maður hefur það í huga að málefni Bæjarútgerðarinnar voru látin reka á reiðanum á síðasta kjörtímabili," sagði Davíð. „Þegar við tókum við stefndi í tæplega 200 milljón króna halla á þessu fyrir- tæki á einu ári, sem ljóst var að fyrirtækið hefði aldrei getað borið og ekki einu sinni borgin. Við gerðum því mjög róttækar breyt- ingar á rekstri fyrirtækisins, breytingar sem allar stefna í þá átt, að treysta undirstöðu þess og möguleika í framtíðinni. Það eru engar fyrirætlanir uppi um það, af minni hálfu né annarra for- svarsmanna Reykjavíkurborgar, eða Bæjarútgerðarinnar, að leggja þessa starfsemi niður. Hins vegar höfum við margoft sagt það, að við gætum hugsað okkur hvers konar skipulagsbreytingar, sem horfa til framfara fyrir þessa starfsemi í borginni, bæði fyrir fyrirtækið sjálft og fyrir þá starfsemi sem þar stendur öflugt fyrir í dag. Ég vísa því þessari gagnrýni á bug. Hún er sett fram af ósanngirni og eingöngu í þeim tilgangi að koma höggi á mig persónulega og skaða fyrirtækið," sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri. 1 ritnefnd Borgarblaðsins eru Bjarni Guðnason, prófessor, Björgvin Guðmundsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri BÚR, Friðrik Þ. Guðmundsson og Sig- urður E. Guðmundsson, borgar- fulltrúi Alþýðuflokks. K-álma Landspítlans: 20 milljónir króna f fjárlagafrumvarpinu FJÁRVEITINGANEFND Alþingis samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi, að leggja til 20 milljóna króna framlag til K-álmu !>andspítalanx fyrir þriðju umræðu fjárlagafrumvarpsins. Ekkert Fær ekki að hitta eigin- mann sinn í Bandaríkjunum Saa Diego, Koliforniu. AP, EINA leiðin fyrir Jeffrey Mendler til að hitU eiginkonu sína er að fara til Mexíkó eða íslands. Bandarísk yfirvöld vilja ekki leyfa henni að koma til Bandaríkjanna jafnvel þótt ákæra á hendur henni fyrir fíkniefnabrot hafi verið látin niður falla. Konan, Salome Mendler, 29 ára, reynir nú að fá bandaríska utanríkisráðuneytið til að taka til endurskoðunar umsókn hennar um vegabréfsáritun, enda hafa ís- lensk yfirvöld fallið frá kærum á hendur henni fyrir þátttöku í fíkniefnasmygli. Hún var handtekin 3. nóvem- ber 1981 en var sýknuð af öllum ákærum í maí á þessu ári. Engu að siður er henni synjað um vega- bréfsáritun til Bandaríkjanna, að sögn lögmanns hennar, Eugene Iredale. „Það er skelfilegt að vera giftur konu, sem er í 10 þúsund mílna fjarlægð," sagði Mendler, 30 ára. „Ég er reiður og ég vil fá konuna mína aftur." í bréfi til Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta, sagði Mendler m.a.: „Ég elska konu mína mjög heitt og ég vil vera hjá henni. Kerfið hefur sært okkur en við viljum aðeins fá að lifa lífinu... tvær manneskjur líða í hjörtum sínum og eru hvor í sínu heims- horni." Samkvæmt frásögn Mendler- hjónanna og lögmanns þeirra byrjuðu vandræði þeirra árið 1981 þegar frú Mendler var hand- tekin, sökuð um að eiga þátt í samsæri um fíkniefnasmygl. Eft- ir tveggja vikna fangelsisvist varð hún fyrir fósturláti, missti tvíbura, og var látin laus gegn tryggingu. Henni var leyft að vera um kyrrt í Bandaríkjunum þar til í apríl 1984, þegar hún var fram- seld til heimalands síns, íslands, til að koma fyrir dóm. Frú Mendl- er hefur sagt að fyrrverandi unn- usti sinn hafi stundað fíkniefna- sölu. 1981 voru unnustinn fyrrver- andi og nokkrir af fyrrum sam- starfsmönnum frú Mendler hand- teknir sakaðir um að hafa smygl- að litlu magni af hassolíu til Is- lands. Hinir handteknu báru af sér sakir og bendluðu frú Mendl- er við málið til að vernda sjálfa sig, að því er íslenskir embætt- ismenn sögðu síðar í skjölum, sem Iredale fékk í sínar hendur. En eftir að frú Mendler kom til íslands urðu saksóknurum þar mistökin ljós, kærur á hendur henni voru dregnar til baka og henni var sagt að framsalið frá Bandaríkjunum hefði verið mis- tök. í maí lýsti ríkissaksóknari hana saklausa af öllum ákæru- atriðum. Á blaðamannafundi i síðustu viku lagði Iredale fram bréf frá bandaríska útlendingaeftirlitinu (U.S. Immigration and Naturaliz- ation Service), þar sem segir að frú Mendler geti snúið aftur til Bandaríkjanna vegna þess að hún sé gift bandarískum borgara. En, sagði Iredale, bandaríska utan- ríkisráðuneytið neitar að veita henni vegabréfsáritun. Talsmaður bandaríska útlend- ingaeftirlitsins sagði á þriðjudag að eftirlitið hefði enga lögsögu í málinu en embættismenn stofn- unarinnar gátu ekki vísað AP- fréttastofunni á embættismann í bandaríska utanríkisráðuneyt- inu, sem gæti tjáð sig um málið. Á meðan hefur frú Mendler flogið á milli íslands og Rosarito Beach í Mexíkó, 48 km suður af landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Mendler sagði að hann myndi flytja til Rosarito Beach og fara daglega til vinnu sinnar í Oceanside f Kaliforníu ef þess gerðist þörf. framlag var til K-álmunnar á upphaf- legri gerð frumvarpsins. Matthías Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi, að eftir samþykkt fjárveit- inganefndar yrði þetta framlag, 20 milljónir króna, vafalaust inni á fjárlögum fyrir einstakan velvilja bæði ráðherra og þingmanna, sem um þessi mál hefðu fjallað. Það væri því fyrirsjáanlegt að hægt væri að hefja þessar nauðsynlegu fram- kvæmdir. Hann væri mjög ánægður með þessa afgreiðslu, því hann hefði borið mestan kvíðboga fyrir því af öllum málum að koma ekki fram- kvæmdum við K-álmuna af stað. Sjá forystugrein Morgun- blaðsins í dag. Tveir til Eþíópíu HJÁLPARSTOFNUN kirkjunnar hef- ur ákveðið að senda tvo menn til Eþíópíu vegna jieirra hjálparstarfa, sem þar eru innt af hendi. Verða þeir þar miili jóla og nýárs til þess að und- irbúa dreifingu og komu íslenzkra hjálpargagna og munu þeir síðan fylgjast með íslenzka hjálparstarfinu í samvinnu við kirkjuna á staðnum. Þessir menn eru Arni Gunnarsson, fyrrverandj alþingismaður, og Bern- harður Guðmundsson, fréttafulltrúi Þjóðkirkjunnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.