Morgunblaðið - 20.12.1984, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984
Hundrað ára afmæli
Bókmenntir
Jenna Jensdóttir
Hundrað ára afmælið.
Saga: Þráinn Bertclsson.
Myndir: Krian Pilkington.
Nýtt Líf sf. Reykjavík 1984.
Hundrað ára afmæli er barna-
bók eftir Þráin Bertelsson. Hann
leitar á vit hinna gömlu ævintýra
um tröllin, hefur þau að ívafi fyrir
mennskan heim.
Sumar — og litlu systkinin Óli
og Stína fara í berjamó út fyrir
þorpið. Jói vörubílstjóri, sem á
leið þar um lofar þeim að fljóta
með og ætlar að taka þau aftur í
bakaleiðinni.
Óli á afmæli þennan dag og
Stína hefur gefið honum forláta
fótbolta, sem hann hefur með sér í
berjamóinn.
Höfundur leiðir samtal systkin-
anna að tröllunum í Tröllagili og
lætur Óla fullyrða að tröll séu ekki
til.
Þráinn Bertelsson
Samt byrjar ævintýrið. Lítil
mús södd og uppgefin á berja-
tínslu veldur því, í hræðslu sinni,
að berjafata veltur um koll.
Einfalt, kröft-
ugt og gott
Hljóm
plotur
a
Finnbogi Marinósson
Tom Robinson er búinn að
vera í hálfgerðu dái síðustu ár
eða síðan hljómsveit hans, Tom
Robinson Band, hætti í júlí 1979
(hafði þá starfað í sjö útgáfum á
tæpum þremur árum). Með TRB
komu út tvær ágætis rokkplötur,
Power in the Darkness og Two.
Plöturnar sem komu á eftir eru
ekki eins rokkaðar ef undan er
skilin Rest of the Best (sem er
safnplata). Þessar plötur heita
Glad to Be Gay Cabaret ’79,
Sector 27 og North by North-
west. Síðastnefnda platan var
aldrei gefin út í Englandi og sýn-
ir það glöggt hvesu lítils metinn
Tom var orðin þar. (Var þar áður
nánast sem hetja.)
Fyrir nokkru kom út ný plata
með drengnum og heitir hún
Hope and Glory. Skemmst er frá
því að segja að platan er frábær.
Hvert lagið er öðru betra og í
heildina mynda þau skothelda
poppplötu. Plötu sem þú þarft að
leggja eyrun eftir, kemur strax
til en verður ekki þreytandi eftir
mikla hlustun.
Tíu lög eru á plötunni. Níu eru
eftir TR og eitt var hér í eina tíð
flutt af Steely Dan. Það heitir
Rikki Don’t Lose That Number
og er útsetning TR mögnuð. Tvð
af þessum níu sem hann sjálfur
á er einnig að finna á North by
Northwest. Looking for a Bon-
fire og Atmospherice: Listen to
the Radio heita þau og eru hér í
dálítið annarri útsetningu.
Eins og fyrr segir er tónlistin
popp. Undirleikur er einfaldur
og takturinn fastur. Töluvert er
notast við saxafón og á hann
sérlega vel við. Þannig eru
fyrstu þrjú lög plötunnar. Kröft-
ugt undirspil, lítt áberandi
hljómborð, laglegar laglínur og
frábær söngur. Fjórða lagið, Old
Friend er rólegt, róar skemmti-
lega niður fyrir Looking for a
Bonfire sem lokar hliðinni kröft-
uglega.
Hlið tvö er ekki betri en leitast
meira við að snúa undir nálina.
War Baby opnar hliðina. Rólegt,
kannski hálf dapurt, en mjög
fallegt. Atmospherice: Listen to
the Radio er eitt besta popplag
sem ég hef heyrt á þessu ári.
Textinn frábær, millikaflinn
smellinn og útsetningin mögnuð
í einfaldleika sínum. Cabin Boy
er hratt og kannski dálítið
stressað. Þetta lag stingur í stúf
við önnur lög á plötunni en brýt-
ur hana upp um leið á mjög
skemmtilegan hátt. Blond And
Blue fellur undir sama hátt og
Atmospherice. Yndislega fallegt
og fullt af tilfinningu. Plötunni
er síðan lokað af titillaginu,
Hope and Glory. Undirleikurinn
dálítið jazzaður án þess að rugla
heildarmynd plötunnar.
Þegar öllu er á botninn hvolt
stendur þessi plata eftir sem
besta plata Toms Robinsons til
þessa. Hann hefur tekið nýja
stefnu og vonandi er þetta bara
byrjunin á nýjum glæstum ferli
frábærs tónlistarmanns.
Ásamt boltanum hans Óla hverfur
fatan niður um holu í lyngsverðin-
Hvort tveggja lendir hjá Steina
tröllabarni sem er af nátttröllum
kominn og sefur því um hábjartan
daginn. Steini tröllabarn sem á
100 ára afmæli um þessar mundir
og er heldur óþægur á nú óvænt
ævintýri framundan. Inn í hans
kynlegu veröld koma systkinin í
leit að berjafötunni og boltanum
sem Steini er búinn að bíta sundur
í fáfræði sinni.
Og nú er það tröllabarnið sem
heimsækir börnin í þeirra veröld
og verður ekki meint af þótt dagur
sé á lofti.
Hversdagslíf þeirra verður
ævintýri hans, sem byrjar þegar
hann leggst upp á vörubílspallinn
án vitundar Jóa. En póstmeistar-
inn Gróa sem fylgist með öllu því
er gerist í þorpinu lætur Guðmund
lögregluþjón vita um hinn óvenju-
lega flutning á vörubílspallinum.
Samtal þeirra er fyndið og
græskulaust, eins og samtalið við
Gunnu gömlu frænku þegar þau
koma í heimsókn til hennar. Eðli-
legir atburðir dagsins í Iífi systk-
inanna hverfa ekki í skugga
ævintýrisins. Höfundur fléttar þá
saman við hið óraunverulega á
skemmtilega heilsteyptan hátt.
Sagan er sögð af næmum skiln-
ingi á því að ná til ungra lesenda.
Það hendir höfund aldrei að
byggja upp setningar torskildar
lesendum hvorki í frásögn né sam-
tali. Þó er málið á sögunni litríkt
og gott.
Myndir eftir Brian Pilkington
höfða alltaf til mín. Það á líka við
um myndirnar í þessu góða ævin-
týri.
1000 spurning-
ar og svör
Bókmenntír
Sigurður Haukur Guöjónsson
1000 SPURNINGAR OG SVÖR.
Óskar Ingimarsson og Hermann
Gunnarsson tóku saman.
Myndir: Hörður Haraldsson.
Setning: Prisma hf.
Kókband: Arnarfell hf.
Útgefandi: Setberg.
Mikið fagna ég slíkri bók. Hún
hefir fyrst og fremst það markmið
að veita skemmtun og fræða þann
er les, breyta tíma þess er með
hana situr í höndum í nytjastund-
ir. Þeim félögum, Óskari og Her-
manni, hefir tekizt valið mætavel,
þeir hafa leitað fanga víða, hvorki
meira né minna en í 29 þáttum
mannlífsins.
Hér er spurt úr sögu, bókmennt-
um, náttúrufræði, trúarbrögðum,
tónlist, tungu, reiknilist, goða-
fræði, íþróttum, þeir spyrja um
himingeiminn og þjóðtrú og
margt, margt fleira. 1000 eru
spurnir þeirra, og fjöldi felu-
mynda, svona til þess að lífga upp,
ef vanmáttarkenndin er farin að
segja til sín. Stundum finnst mér
spurnir þeirra ekki nógu hnitmið-
aðar: Hvað er merkilegast að sjá í
Múlakoti í Fljótshlíð? (Ekki er nú
víst að allir telji tré merkileg.)
Hver er talin magnaðasta drauga-
saga í íslenskum bókmenntum?
(Hver ætlar að úrskurða slíkt?)
Hvaða mál er talað í Austurríki?
(Er átt við íbúa eða túrista?) En
þetta eru hártoganir gagnrýnand-
ans. Vissulega hafa þeir vel gert.
Myndir Harðar eru skemmtileg-
ar, ekki sérlega frumlegar, en vel
gerðar, gefa bókinni gildi.
Ég á lítinn snáða og litla hnátu,
sem ég hefi ákveðið að gefa þessa
bók, og bíð ég eftir að þau kunni
efni hennar út í hörgul.
Prentun og frágangur er mjög
góður, að vísu ekki alveg villulaus
(t.d. síða 115). Hafi Setberg þökk
fyrir bráðsnjalla bók.
Hress karl Jói Vaff
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Guðmundur Daníelsson: Krappur
dans, jarðvistarsaga Jóa Vaff.
ÍJtg. Setberg 1984.
Á kápusíðu þessarar bókar segir
að Guðmundur Daníelsson hafi
unnið þessa bók upp úr drögum að
sjálfsævisögu sem föðurbróðir
hans, Jóhann Vilhjálm Daníels-
son, byrjaði á aldraður, en entist
ekki líf til að ljúka við. Hins vegar
heldur Guðmundur sér þá mjög til
hliðar ef hann hefur þurft að
vinna upp þessi drög, því að
stærsti hluti sögunnar virðist vera
frásögn skrifuð af Jóhanni og þaö
er ekki fyrr en líða tekur á, að
Guömundur skýtur sér inn á milli
og raunar með nokkra kafla hér og
þar. Samt er freistandi að álíta að
Guðmundur Daníelsson
Guðmundur hafi á einhvern hátt
umskrifað drögin, því að þau bera
vott þjálfaðri penna en Jóhann
hefur líkast til verið, þótt vitur
karl og sprækur hafi hann sýni-
lega verið.
Strákarnir sem struku til Skotlands
Bókmenntír
Sigurður Haukur Guöjónsson
STRÁKARNIR SEM STRUKU TIL
SKOTLANDS
llöfundur. Marinó L. Stefánsson
Kápa og myndir: Kristinn G. Jó-
hansson
Prentverk: Prentsmiðja Björns
Jónssonar
Útgefandi: Bókaútgáfan Skjaldborg
Þeir eiga heima á Sandeyri vin-
irnir Halldór 12 ára og Jón 10.
Þeir eru uppátektarsamir, fiktar-
ar, tefla stundum svo djarft að
heilladisir þeirra eiga fullt í fangi
með að verja þá fyrir alvarlegum
skakkaföllum. Já, þeir eru efni í
margt þessir féíagar, en alltaf
halda jjeir þó sannsögli hins ein-
læga barns. Svo er það eina nótt
að þeir halda sem laumufarþegar
með Stapafossi til Skotlands. Þeir
kynnast Jóhanni kokki og verður
hann örlagavaldur í lífi drengj-
anna. Með skilningi lífsreyndrar
sálar laðar hann strákana inn á
brautir efnispilta. í Skotlandi
lenda þeir í villu, annar veikist,
hjálparvana, mállausir, peninga-
lausir, en lánið sleppir ekki af
þeim hendinni og í sögulok eru
Marinó L. Stefánsson
þeir drengir sem hafa verk fyrir
höndum. Það eru ekki lengur
óvissan og kvíðinn sem fyllir hugi
foreldra þeirra, heldur stolt og
gleði.
Þetta er velsögð saga, málið
tært og fallegt, efnistökin anda til
lesandans umhyggju höfundar
fyrir litlum prökkurum, sem hann
langar að styðja til manns.
Draumur Lóu litlu, meðan á leit-
inni stendur, þykir mér skemmti-
lega dregin mynd, óvanaleg í
barnabók.
Teikningar Kristins eru mjög
vel gerðar, verk listamanns.
Prentverk er vel unnið. Hér er bók
fyrir tápmikla krakka, mannsefni.
Hafi útgáfan þökk fyrir.
Sagan hefst þegar Jóhann er
sendur að heiman frá sér úr Kald-
árholti í Holtum 1882, nýfermdur,
til Egils Hallgrímssonar í Austur-
koti í Vogum. Jóhann er nýfermd-
ur og einn síns liðs leggur hann
upp í ferðalagið og er ekki bang-
inn. Enda skilar honum á leiðar-
enda og hefur upp frásögn af veru
sinni hjá Agli og fólki hans, sem
verður raunar ekki aðeins einn
vetur, eins og í upphafi var um
samið heldur dvelst hann þar
marga vetur. Segir skemmtilega,
fjörlega og af hréinskilni frá vist-
inni þar og heimilisfólki og sama
gegnir um þegar hann færir sig
um set að Kötluhóli í. Leiru. Þar
ræður hann sig á bát hjá bóndan-
um og sama verður uppi með
Kötluhó! og Austurkot, að hann
heldur heimleiðis á sumrin en er á
Suðurnesjum á vetrum.
Beztu kaflar bókarinnar eru að
mínum dómi fyrri hluti bókarinn-
ar jægar kemur að verzlunarmál-
um á Eyrarbakka og Stokkseyri
gerist frásagan heldur þurr og á
stundum upptalningakennd. Þó
má telja að þessir kaflar hafi
heimildagildi sem akkur er í.
Hvort það er svo Guðmundur
Daníelsson ellegar Jóhann sem
tekur til við að vitna í rit Margrét-
ar Árnason vegna bónda hennar,
ólafs kaupmanns, er ekki alltaf
skýrt. Alténd tjáir Jóhann sig um
athugasemdir hennar en vænta
má þess eins og fyrr var að vikið,
að Guðmundur hafi haft meiri
hönd í bagga með þeim þætti eins
og öðrum.
Jói Vaff er dugnaðarforkur,
hressilegur og að því er virðist
hreinskiptinn. Og gott og auðugt
málfar bókarinnar, miklar og
skemmtilega fram settar upplýs-
ingar gera þetta óumdeilanlega að
verulega læsilegri bók.