Morgunblaðið - 20.12.1984, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984
Fjallaloft og sólarsýn
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Valtýr Guðmundsson, Sandi: FÓTA-
TAK. 126 bls. Bókaforl. Odds
Björnssonar. Akureyri, 1984.
Nokkrir minningaþættir stendur
á titilsíðu. Suma þættina mætti
allt eins kalla smásögur. Þó hvati
þáttanna séu endurminningar
höfundar er víða spunnið svo mik-
ið utan um þær og efnið sett fram
á þann veg sem skáldskapur væri.
Valtýr Guðmundsson er stílisti
góður, hógvær og fer hvorki með
hávaða né fyrirgangi. Og atburðir
þeir, sem hann minnist, teljast
ekkert frekar til stórviðburða.
Hins vegar verða þeir honum
meiriháttar íhugunarefni, oft og
tíðum. Með rætur í gamla tíman-
um — tíma fornra dygða — en
opineygur fyrir líðandi stund ber
Valtýr gjarnan saman stórhugtök-
in: þá og nú. Ég tek sem dæmi
fyrsta þáttinn, Komið við á Þeistar-
eykjum. Þangað er unnt að komast
jafnt — eins og raunar um allar
jarðir nú á dögum — gangandi
sem akandi. Valtýr mælir með
göngu. Og hann stendur með
spurn á vör andspænis þeim sem
leggja það á dýr ökutæki að brjót-
ast örstuttar vegleysur, oft með
því að stórspilla því landi sem far-
Valtýr Guðmundsson
ið er um, til þess eins að komast
hjá lítilsháttar gönguferð. Hann
giskar á að nútímafólk, sumt að
minnsta kosti, telji það »ekki sam-
boðið tækniþróun nútímans« að
ganga. Ætli hann hafi ekki rétt
fyrir sér í því?
Og hann minnist hjátrúarinnar
gömlu sem er nú »mjög í hnignun
eins og vænta má, því nú er allt
slíkt á undanhaldi ásamt frjóu
ímyndunarafli horfinna kyn-
slóða.« Eitthvað kann nú líka að
vera til í því.
Valtýr tekur sér far með strand-
ferðaskipi og lýsir ferðinni. Þess
Séð til sólar
Bókmenntír
Jenna Jensdóttir
Laura Ingalls Wilder
Bær landnemanna
Óskar Ingimarsson þýddi
Útgefandi: Setberg, Reykjavík 1984.
Sjónvarpsþættirnir „Húsið á
sléttunni“ sem gerðir hafa verið
eftir bókum Lauru I. Wilder eru
þekktir víða um heim.
Hér hafa þeir verið fast sjón-
varpsefni undanfarna vetur. Mis-
jafnar hafa þó undirtektirnar ver-
ið og helst að þeim fundið að þeir
væru væmnir og drægju fram í
dagsljósið svo gott fólk að það ætti
sér tæplega hliðstæðu í veruleik-
anum.
Eitthvað er það nú samt sem
gerir þætti þessa eins lífsseiga og
raun þer vitni víðar en hér.
Ég man til þess að hafa tvisvar
horft á endursýningu þeirra (ein-
staka þætti) í Bandaríkjunum með
fárra ára millibili.
Fyrstu bók sína gaf Laura I.
Wilder út 1932, þá 65 ára að aldri.
Hún var áður kunn fyrir tímarits-
greinar og sögur. Árið eftir gaf
hún út bók um barnæsku Almanzo
Wilders, manns hennar, sem alinn
var upp í New York-fylki. Eftir
það komu Lauru-bækurnar hver
af annarri til 1943. Þær komu aft-
ur í nýrri útgáfu 1953 mynd-
skreyttar af listamanninum Carth
Williams, sem eyddi áður 10 árum
ævi sinnar í að heimsækja staði þá
og fólk er Laura sagði frá í bókum
sínum. Er þetta veglegt ritverk.
1958 var reist minnismerki um
skáldkonuna nálægt bernsku-
heimili hennar.
Bær landnemanna er sjötta bók-
in sem kemur út í íslenskri þýð-
ingu. Hún segir frá hinni erfiðu —
oft vonlitlu baráttu landnemanna.
Fátæktinni, sem kemur þeim til
að gleðjast einlæglega yfir hverju
smáræði, sem berst í búið.
María tekur örlögum sínum með
stillingu. Markmið fjölskyldunnar
er að hún geti komist til Iowa í
blindraskóla. Lára hefur hjálpað
henni við lærdóminn og leiðir
hana úti um leið og hún útskýrir
fyrir henni dásemdir náttúrunnar
í fallegu veðrinu. öryggisleysi og
kvíði Maríu er hún býst til brott-
ferðar að heiman — kannski fyrir
fullt og allt — verður henni samt
bærilegt vegna þess styrks og
skilnings er hún nýtur hjá fjöl-
skyldu sinni. Lára er ákveðin í að
styðja Maríu í náminu, sem er
dýrt. Hugur hennar sjálfrar stefn-
ir til þess að verða kennari og
fimmtán ára hefur hún náð því
marki þótt hún megi ekki byrja í
starfinu fyrr en sextán ára.
Eins og í öðrum Lauru-bókum
þar sem flestar persónur eru góð-
ar og sómakærar, læðast alltaf inn
í milli persónuleikar sem ekki
falla inní svo flekklaust mannlíf.
Höfundi er sérlega lagið að gera
þá ógeðfellda í huga lesandans
þótt þeir brjóti ekki neitt alvar-
legt af sér. Hér er það Nellí stelp-
an, I samskiptum við skólasyst-
urnar og lágkúrulegu viðhorfi
hennar.
Það þarf varla að taka það fram
að þýðing er lipur og málfar fágað
eins og á öðrum þýðingum Óskars
Ingimarssonar. Frágangur góður.
konar ferðalög voru dæmigerð á
fyrri hluta aldarinnar og lengur
en þættu líkast til fáum bjóðandi
nú.
Og Valtýr fer á Grasafjall. Þátt-
urinn heitir því kunnuglega nafni:
Grasaferð. »Seydd grasamjólk,*
segir hann, »hefur löngum þótt
hið mesta hnossgæti og lækn-
ingamátt.ur hennar undraverður í
sambandi við ýmiss konar maga-
kvilla, sem lærðustu menn í þeirri
grein ráða ekkert við í mörgum
tilfellum.*
Síðasti þátturinn í bókinni ber
yfirskriftina Fótatak. Og gerist á
sjúkrahúsi. Ekki er höfundur einn
í þeirri frásögn, síður en svo. Ör-
lög sjúklinga og annarra, sem við
sögu koma, verða honum tilefni
frásögunnar — og reyndar þessar-
ar bókar ef ég skil rétt. Misjöfn
eru mannamein á þeim stað. Sum-
ir taka vanda sínum með þögn og
þolinmæði, aðrir tjá örvænting
sína með fáránlegu látæði.
Kannski er það spegilmynd þjóð-
lífsins í allri sinni óstýrilátu fjöl-
breytni.
Enda þótt minningaþættir þess-
ir séu af ýmsu tagi og ytri búning-
ur þeirra sé breytilegur virðist
mér undirtónninn víðast hvar
vera hinn sami: söknuður. Valtýr
talar á einum stað um »að láta
hugann reika yfir liðinn dag, sem
kemur aldrei aftur.« I og með er
hann að mæla eftir forna lifnað-
arhætti og hvetja til varúðar gegn
nýjum lífsvenjum sem enginn veit
hvernig muni reynast.
Valtýr ann landi sínu og átthög-
um og ber virðingu fyrir móður-
málinu. Og hann fer með gát þeg-
ar hann minnist samferðamanna
á lífsleiðinni — stundum fullmik-
illi að mínum dómi. Til dæmis tal-
ar hann um dauðar kindur sem
fundust á afrétti »og báru þær eig-
anda sínum lítið gott vitni.« Hvað
sagði ekki í Helgakveri: III með-
ferð á skepnum ... ? Hitt er satt
að ekki er hægt að fara vægar í
sakirnar en að segja að eitthvað sé
»lítið gott«. Enn síður fellst ég á
að »klukkan níu um morguninn
eru komin rismál.* Ég vil hafa
rismál klukkan sex en dagmál
klukkan níu, hvenær svo sem farið
er á fætur.
Eitthvað var það nú annað sem
ég hnaut um og sætti mig ekki við.
Hitt var þó fleira sem mér þótti
vel orðað; og jafnvel ágætlega.
Þegar upp er staðið skilur þessi
bók eftir góð áhrif. Og það er aðal-
atriðið.
Snorri Sturluson
Heimir I’álsson
Málkonfekt
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Kdda Snorra Sturlusonar.
Heimir Pálsson bjó til prentunar.
Mál og menning 1984.
í jólabókatíð kemur sígild bók
upp í hendur: Edda Snorra Sturlu-
sonar í útgáfu Heimis Pálssonar.
Þessi bók er vissulega ólík öðr-
um jólabókum og reyndar öðrum
bókum yfirleitt. Hún er tilvalið
lestrarefni á jólum og í skamm-
degi, sækja má í hana kraft sem
dugar þegar þrengir að:
„Bók þessi heitir Edda. Hana
hefur saman setta Snorri Sturlu
sonur eftir þeim hætti sem hér er
skipað. Er fyrst frá ásum og Ými,
þar næst Skáldskaparmál og heiti
margra hluta, síðast Háttatal, er
Snorri hefur ort um Hákon koiJ-
ung og Skúla hertoga."
Uppsalabók greinir svo frá.
Um útgáfuna kemst Heimir
Pálsson þannig að orði:
„Þessi útgáfa Snorra-Eddu er
ekki fræðileg útgáfa í þeim skiln-
ingi að sérstakar rannsóknir
handrita hafi verið gerðar til und-
irbúnings henni. Hún er lestrar-
útgáfa ætluð íslenskri alþýðu og
því er allur texti færður sem næst
nútímastafsetningu og frágangi. í
öllum aðalatriðum er farið eftir
texta Konungsbókar."
Heimir Pálsson hefur miðað út-
gáfuna við vel upplýsta alþýðu því
að skýringar „hafa verið skornar
mjög við nögl“ eins og hann orðar
það. Þetta kemur ekki að sök,
skýringarnar eru alveg nógu ítar-
legar. Svo er hins að gæta að
skáldskapur græðir ekki alltaf á
skýringum.
En er Edda mikill skáldskapur?
Því er vandsvarað. Benda má á
ágæta hluti í Eddu, einkum í prós-
anum, sem hrein unun er að lesa,
eins konar málkonfekt. En líka má
greina í bundna málinu veiga-
minni málleikfimi. Það hefur
löngum farið svo þegar formið eitt
skal hafið til vegs og virðingar að
ýmislegt hefur gleymst af þeirri
ætt sem rekja má til skáldskapar.
Ef ég ætti að velja mér jólabók
myndi ég velja þessa. Hvaða jóla-
bókahöfundur kemst í samjöfnuð
við Snorra Sturluson, til dæmis í
eftirfarandi lýsingu?
„Miðgarðsormur gein yfir uxa-
höfuðið en öngullinn vó í góminn
orminum. En er ormurinn kenndi
þess, brá hann við svo hart að báð-
ir hnefar Þórs skullu út á borðinu.
Þá varð Þór reiður og færðist í
ásmegin, spyrnti svo fast að hann
hljóp báðum fótum gegnum skipið
og spyrnti við grunni. Dró þá
orminn upp að borði. En það má
segja að enginn hefur séð ógurleg-
ar sjónir er eigi mátti það sjá er
Þór hvessti augun á orminn en
ormurinn starði neðan í mót og
blés eitrinu."
Útgáfa Máls og menningar á
Eddu Snorra Sturlusonar er
smekkleg. Hún er í kiljuformi í
þeim flokki sem kallast Sígild ugla
og væntanlega á verði sem flestir
ráða við.
„Faðir vor, láttu þorskblokkina hækka“
Sérstæð ljóðaplata Matthíasar,
Dagur ei meir — Morgunn í maí
Hljóm
plotur
Árni Johnsen
„Faðir vor, láttu þorskblokk-
ina hækka," segir Matthías Jo-
hannessen skáld í einu ljóða
sinna sem hann les á nýútkom-
inni hljómplötu Fálkans, Dagur
ei meir — Morgunn í maí, en
nokkrir samstarfsmenn á Morg-
unblaðinu úr röðum blaðamanna
leika undir ljóðalesturinn og
sviðsetja þannig á sinn hátt eft-
irminnilega bókmenntakynn-
ingu skáldsins á ljóðum úr bók-
unum Dagur ei meir sem kom út
1975 og Morgunn í maí sem kom
út 1978. Báðar ljóðabækurnar
myndskreytti Erró og prýða
myndir hans umslag plötunnar.
Þótt hryggurinn í ljóðum
Matthíasar endurspegli alvöru
lífsins þá bregður hann sér alloft
í kjól gamanseminnar á sinn sér-
stæða hátt þannig að báðir þætt-
irnir flæða saman og gefa hvor
öðrum aukið gildi. Þannig er það
einnig í þessum tveimur ljóða-
bókum Matthíasar, landið, sagan
og persónulega afstaðan og
minningin renna saman í eitt
fljót, fljót sem fer um holt og
hæðir, lautir og móa, heilsar
spegilmynd samtímans á já-
kvæðan og djarfan hátt hins
frjálsa stolta Islendings.
Upptakan á hlið A var gerð í
útvarpinu fyrir útvarpsþátt árið
1975 og upptakan á hlið B var
gerð einnig fyrir útvarpsþátt ár-
ið 1978. Þessir þættir vöktu at-
hygli á sínum tíma og það er
mikill fengur að þeir séu nú
komnir á vandaða hljómplötu
frá Fálkanum. Það er vinarþel
sem er ríkjandi í stemmningu
plötunnar, sérstæður tónn þar
sem alvara skáldsins bregður á
leik í tali og tónum þegar svo ber
undir. Liðsauki Matthíasar á
plötunni eru félagar hans, Björn
Vignir Sigurpálsson, Árni Jörg-
ensen, Árni Þórarinsson, Sveinn
Guðjónsson og Stefán Halldórs-
son, allir blaðamenn úr skóla
Matthíasar. Fyrst og fremst nýt-
ur ljóðið sín á plötunni í allri
sinni reisn, en stundum er hún
vísnaplata og stundum konsert
og leikhús. Fyrir skömmu var í
sjónvarpinu þáttur með amer-
íska skáldinu og ljóðasöngvaran-
um Leonard Cohen, verðlauna-
þáttur í sjónvarpi að verðleikum.
Þættir Matthíasar og félaga á
þessari plötu eru úrvalsefni,
verðlauna verðir, skemmtilegir
og hrífandi. Frumsamin stef
blaðamanna á hljóðfæri sín,
rödd skáldsins, aðföng í innskot-
um sótt í ólíka sali heimsmenn-
ingarinnar, allt rennur þetta
saman í einn farveg eins og eitt
Ijóð án hnökra.
Auðvitað stendur ljóð fyrst og
fremst sjálfstætt, eitt og sér, en
félagsskapurinn á plötu Matthí-
asar rímar við líðandi stund,
gengur í takt við samtímann og
virkjar hann til liðs við hið sí-
gilda, ljóðið.
Dagur ei meir er ort á Þjóð-
hátíðarárinu, en Matthías var
sem kunnugt er formaður Þjóð-
hátíðarnefndar og Morgunn i
maí eru minningar hans ur
bernsku drengs sem ólst upp I
gamla miðbænum og varð m.a.
hluti af undarlegum sviptingum
stríðsáranna. Þessi fágæta
hljómplata frá Fálkanum höfðar
til fólks á öllum aldri, lífleg og
sérstæð, en fyrst og fremst per-
sónuleg. Matthías er í hópi
þeirra skálda sem sjálf túlka
ljóð sín best, líklega vegna þess
að ljóð eru svo viðkvæm og þola
best skurn síns eigin skálds.
Hljómplatan Dagur ei meir,
Morgunn i maí er svifléttur dans
um samtímann, myndir og
minningar renna hjá, skáldið
talar við hljóðfæraleik og stefið
úr sérhverju ljóði.
„Faðir vor, láttu þorskblokk-
ina hækka," segir skáldið og
heldur siðan áfram: „svo að við
getum fengið fleiri aukalög."
Þannig undirstrikar skáldið á
myndrænan hátt að menning
okkar blómstrar i skjóli útvegs-
ins og ekki er verra að hafa al-
mættið með i ráðum.
Ef til vill er þessari frábæru
plötu best lýst með nokkrum lín-
um úr lokaljoði Dags ei meir þar
sem skáldið segir:
„Nei, vinur, ég græt ekki góði.
Það er gaman að vera til,
að finna brimsúg í blóði
og brunann og sólaryl."