Morgunblaðið - 20.12.1984, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984
Bókmenntir
Sigurjón Björnsson
Jón Óskar: Söivi Helgason.
Listamaður á hrakningi.
Heimildasaga. ísafoldarprentsmiöja.
1984. 264 bls.
Eins og undirtitlar benda til er í
þessari bók rakinn hrakninga-
samur og brotagjarn æviferill
listamannsins Sölva Helgasonar
eftir þeim heimildum, sem höf-
undi voru tiltækar. Segist hann
mest hafa treyst á „dómabækur og
skjöl ýmiskonar, bréf, bréfabæk-
ur, auk handrita hans (Sölva)
sjálfs, sem aldrei fyrr munu hafa
verið könnuð að neinu marki“ (bls.
250). Engum er sjálfsagt betur
ljóst en höfundi, að naumast geta
gögn sem þessi sagt nema hluta af
sögu heils lífshlaups og enn síður
eru þau fullnægjandi til að meta
persónuleika manns eða skýra til-
urð hans og mótun. Hins vegar er
þess að geta að líklega eru þeir
Islendingar seinni alda fáir (fyrr
en þá nú á allra seinustu árum),
sem eru jafn fyrirferðarmiklir í
dómabókum og Sölvi Helgason.
Sölvi fæddist í Sléttuhlíð, norð-
ur í Skagafirði, 16. ágúst 1820. Og
hann var ekki nema 23 ára, þegar
bókhald réttvísinnar hófst. Og
ekki var það neitt smáræði, sem
þá var fært til bókar. Engum
steini í hinni rúmlega tvítugu
jarðvist Sölva var látið óvelt. Eftir
næstum þriggja ára yfirheyrslur
og gagnasöfnun var hann dæmdur
til hýðingar fyrir fölsun á reisu-
passa og óleyfilegt flakk. En ekki
liðu nema fáein ár uns réttvísin
Helgason
þurftu að fara að bókfæra á nýjan
leik. Þrítugur að aldri dæmdist
Sölvi til hýðingar nr. 2 fyrir lausa-
mennsku og flakk. Fjórum árum
síðar kastar þó fyrst tólfunum, því
að þá er honum úthlutað þriggja
ára betrunarhúsvist í Kaup-
mannahöfn. Ætla mætti að nú
væri kaleikurinn tæmdur, þegar
Sölvi kom til föðurlandsins úr
þessari utanlandsreisu sinni. Nei,
eftir voru dreggjar. Þegar hann
stóð á fimmtugu, var hann dæmd-
ur til hýðingar nr. 3 fyrir þjófnað.
En þá sleppir líka færslum í
dómabækur, — líklega hafa yfir-
völdin trénast upp á að eltast við
landhlauparann. Því að víst hélt
hann áfram að hlaupa, og kannski
ekki alltaf frómur eða klækjalaus.
Eftir þetta verður nú æviskrárrit-
arinn að styðjast við bréf, bréfa-
bækur o.s.frv. Heimildirnar verða
því öllu götóttari hér eftir. En
kannski gerir það minna til, því að
nú er kominn tími til að snúa sér
að hugverkunum. Ævi Sölva
Helgasonar lauk 27. nóvember
1895 í sömu sveit og hann fæddist.
Höfundur hefur bersýnilega
lagt mikla vinnu í gerð þessarar
bókar. Enda þarf vel að vanda,
þegar tilgangurinn „með ritverk-
inu var að flytja íslenskum al-
menningi sannari sögu af æviferli
Sölva Helgasonar en gert hafði
verið til þessa dags“ (bls. 248).
Smávægilegar athugasemdir hef
ég engu að síður við heimilda-
vinnu hans að gera. Hið fyrsta: Á
bls. 44 nefnir höfundur foreldra
Sölva: Helga Guðmundsson og
Ingiríði Gísladóttur og bætir við.
„Þeir íslenskir fræðimenn sem
höfundurinn hefur spurt vita ekk-
ert um ætt þeirra.“ Þetta kemur
mér undarlega fyrir sjónir, því að
ekki þurfti ég lengi að leita uns ég
fann nokkra vitneskju um móður-
ætt hans. Ingiríður var dóttir
Gísla Þorlákssonar bónda á
Minni-Grindli, en móðir hennar
var Oddný Jónsdóttir bónda á
Melbreið Böðvarssonar. Kona Jóns
þessa var Ragnhildur Guðmunds-
dóttir bónda á Þorgautsstöðum
Eiríkssonar í Stóru-Brekku Þor-
steinssonar. Erum við þá komnir
inn í Stóru-Brekkuættina svo-
nefndu, sem kunn er þar nyrðra og
fjölmenn mjög. Ég hygg að auð-
velt sé að fá mun meiri vitneskju
um ættir Sölva Helgasonar, ef
áhugi er fyrir hendi.
Annað: Höfundur segir foreldra
Sölva hafa gifst 1817 og hafi þá
móðir hans verið 21 árs og faðir-
inn 24 ára. Nú segir Jarða- og Bú-
endatal í Skagafjarðarsýslu að
þessar sömu persónur hafi búið á
Arnarstöðum í Sléttuhlíð
1812—13. Er ekki fremur ósenni-
legt að 16 og 19 ára unglingar
hefji á þessum tíma sjálfstæðan
búskap? Hvernig var um efni
þeirra? Verður ekki að telja lík-
legra að einhverju skakki um ald-
urinn? Þriðja: Nokkuð finnst mér
höfundur ganga langt í því að taka
Sölva trúanlegan í því sem hann
segir fyrir réttinum. Er það ávallt
réttlætanlegt og þjónar það best
þeim sannleika, sem höfundur
leitar að?
Fjórða: Fremur kann ég illa við
hversu mjög höfundur grípur
fram í fyrir heimildum sínum til
að koma að ákveðnum túlkunum.
Það er held ég ekki talin æskileg
sagnfræðivenja, ef í svo ríkum
mæli sem hér.
Fimmta: Mjög sjaldan telur höf-
enda dettur mér það ekki í hug.
Mér er reyndar mjög ljúft að játa
að sumar myndir af teikningum
Sölva sem eru í þessari bók, eru
gullfallegar. Þá er augijóst að
hann hefur verið lipur hagyrðing-
ur og snjall stílisti. Um heimspek-
ina og sagnfræðina þori ég hins
vegar ekkert að segja.
Nú, en hverjar eru þá niðurstöð-
ur Jóns Óskars um hið dramatíska
lífshlaup Sölva Helgasonar? Meg-
invandinn var sá að samtíðin, ein-
kum embættismennirnir, skildu
ekki eða vildu ekki skilja að and-
ans stórmenni á borð við Sölva
Helgason þurftu meira svigrúm og
olnbogarými en allur almenning-
ur. „Frelsi, frelsi, það er lykillinn
að sögu okkar: maður sem berst
fyrir frelsi til að ferðast, frelsi til
að hugsa, frelsi til að tigna fegurð-
ina.“ (Bls. 97.) En það var ekki nóg
með að „arfafanturinn“ Eggert
Briem skildi þetta ekki og væri
tilbúinn til að veita Sölva undan-
þágu frá gildandi lögum, heldur
lét hann og hans nótar sig ekki
muna um að lepja upp allskyns
ómerkileg smáglöp til að klekkja á
stórmenninu með. Hvað sýndi bet-
ur „að allt var notað þegar þurfti
að hefna sín á andlegum yfirburð-
um“? (Bls. 117.) En við hverju
mátti ekki búast? „Samtíðin þolir
ekki snillinga sína. Það er öfug-
uggaháttur mannlífsins. Að vísu á
þetta ekki við um alla snillinga,
heldur einkum þá sem kenndir eru
við hugsun og list.“ (Bls. 227.)
Þetta er viturlega mælt og tíma-
bær áminning um að reyna að
komast hjá því að falla í þessa
sömu gryfju og menn duttu í fyrir
svo sem einni öld. En líklega er
ekki ástæða til mikillar bjartsýni,
þegar litið er á hversu almúganum
og þeim sem með völdin fara geng-
ur sorglega erfiðlega að skilja að
listamannshæfileikar afsaka alla
persónulega ágalla, allt ófélags-
legt atferli, því að hið síðarnefnda
er ávallt afleiðing þess hvernig
samtíð og samfélag hefur níðst á
ofurmenninu.
Föstudagsblaðid ergott forskot á helgina
undur sig geta notað þær sagnir
sem skráðar eru um Sölva. Frá
þessu eru þó tvö frávik. Annars
vegar er mjög neikvæðri umsögn
Sigurðar Briem um Sölva hafnað
alfarið. Sigurður var nefnilega
sonur Eggerts Briem sýslumanns
sem reyndist Sölva þungur dóm-
ari. Þessi umsögn verður höfundi
tilefni til að segja „að sá maður
Eggert Briem sýslumaður, heiti
ekki að ófyrirsynju arfafantur í
skrifum Sölva“ (bls. 198). Hin um-
sögnin er eftir Hofdala-Jónas. Það
er fremur jákvæð umsögn og er
hún hikstalaust skrifuð tekjumeg-
in hjá Sölva.
Höfundur dregur ekki andartak
í efa að Sölvi Helgason hafi verið
einstakur snillingur og andans
maður. Snilli hans og gáfur lýstu
sér einkum í fjórum greinum:
Hann var heimspekingur, sagn-
fræðingur, ljóðskáld, en þó fyrst
og fremst óviðjafnanlegur málari.
Verk hans munu halda „nafni
hans á lofti meðan til eru menn,
sem kunna að meta list: teikn-
ingarnar, vatnslitamyndirnar"
(bls. 159).
Það væri vissulega að gera sig
beran að dæmalausri fávisku og
menningarfjandskap að fara að
bera brigður á þessa staðhæfingu,