Morgunblaðið - 20.12.1984, Page 33

Morgunblaðið - 20.12.1984, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984 33 Námsgagnastofnun veitir barnabókahöfundum verðlaun fyrir handrit ÞRÍR barnabókahöfundar skipta með sér verðlaunum Námsgagna- stofnunar fyrir bækur sérstaklega samdar fyrir nemendur sem nýb- yrjaðir eru lestur, en hafa ekki náð fullkominni þjálfun í lestri. Höf- undarnir eru Ragnheiður Gestsd- óttir, sem hlaut verðlaun fyrir handritið „Ljósin lifna“, Iðunn Steinsdóttir, sem hlaut verðlaun fyrir handritið „Bras og þras á Bunulæk“ og Andrés Indriðason sem hlaut verðlaun fyrir handritið „Það var skræpa“. Verðlaunafénu er skipt jafnt milli höfundanna þriggja. 1 fréttatilkynningu frá Náms- gagnastofnun segir að í samræmi við niðurstöður nefndar um út- gáfu namsgagna fyrir nemendur með sérþarfir, hafi stofnunin efnt til samkeppni um ritun bóka á léttu máli, sem sérstaklega hafi verið ætlaðar nemendum sem náð hefðu nokkru valdi á lestri, en skorti þjálfun. Efni bókanna skyldi vera auðskilið og æskilegt að það tengdist á einhvern hátt reynslu og umhverfi barna. Stærð bókanna var miðuð við 16 til 48 síður. Ákveðið var að veita þrenn verðlaun, kr. 18.000, kr. 14.000 og kr. 10.000 fyrir bestu handritin. Dómnefnd ákvað að skipta verð- laununum jafnt milli höfundanna. í dómnefnd voru skipuð Ingi Kristinsson skólastjóri, formaður nefndarinnar, tilnefndur af Námsgagnastofnun, Bryndís Gunnarsdóttir kennari, fulltrúi Félags móðurmálskennara, og Jó- hanna Kristjánsdóttir skólastjóri, fulltrúi Félags íslenskra sérkenn- ara. Ráðgjafi nefndarinnar var Silja Aðalsteinsdóttir. Þá lagði dómnefnd til að eftir- taldir höfundar fengju skriflega viðurkenningu: Hrafnhildur Val- garðsdóttir, Árni Árnason, Magnea Magnúsdóttir frá Kleif- um, Kristján Guðmundsson, Heiðdís Norðfjörð, Olga Guðrún Árnadóttir, Ármann Kr. Einars- son, Þórður Helgason og Steinunn Jóhannesdóttir. Frá móttöku verðlauna Námsgagnastofnunar. Frá vinstri: Andrés Indriða- son, Iðunn Steinsdóttir og Gestur Þorgrímsson, faðir Ragnheiðar Gestsdótt- ur, sem gat ekki verið viðstödd. Um 15 þúsund far- þegar á 6 dögum FLUGLEIÐIR verða að venju með fjölda aukaferða fyrir jólin í innan- lands- og millilandaflugi. Gert er ráð fyrir að félagið flytji um 40 þúsund farþega í desember í áætlunarflugi. Þar af eiga um 15 þúsund manns bókað far 18.—24. desember, segir í frétt frá félaginu. Annríkið nær hámarki dagana 20.—23. desember. Sem dæmi má nefna, að föstudaginn 21. desem- ber er áætlað að fara 21 ferð frá Reykjavík í innanlandsflugi. 1 millilandaflugi þann dag verður flogið til Lúxemborgar, London, Kaupmannahafnar, Gautaborgar, Stokkhólms, Oslóar og New York. Auk þess fara vélar Flugleiða frá Lúxemborg til Chicago, Washing- ton og Orlando. Á aðfangadag verður flogið inn- anlands á vegum Flugleiða til Ak- ureyrar, Sauðárkróks, Húsavíkur, ísafjarðar, Patreksfjarðar, Þing- eyrar, Egilsstaða, Norðfjarðar og Vestmannaeyja. Flugi lýkur um klukkan 16 þann dag. í millilandaflugi verður flogið til Lúxemborgar að morgni að- fangadags og síðdegis til New York. Ekki er flogið innanlands á jóladag, en frá New York er flogið að kvöldi jóladags til Keflavíkur. Innanlandsflug hefst að nýju á annan í jólum. Tvær flugáhafnir verða í New York um jól, ein í Chicago og ein í Lúxemborg, samtals 36 flugliðar. Þá verða átta flugliðar Flugleiða í Nígeríu yfir jólin. I morgun, 19. desember fór Flugleiðavél með 164 farþega beint til Kanaríeyja á vegum Flugleiða, Samvinnuferða, Úrvals og Utsýnar. Hópurinn kemur aft- ur heim 9. janúar. Athygli er vakin á því, að vöru- afgreiðsla innanlandsflugs á Reykjavíkurflugvelli er opin til klukkan 12 á aðfangadag. Stjórn MFA skipt- ir með sér verkum STJÓRN Menningar- og fræðslu- sambands alþýðu er samkvæmt lögum Alþýðusambands íslands kjörin á þingum ASÍ. Á 35. þingi ASÍ, sem haldið var 26.—30. nóvember sl. voru eftirtal- in kjörin í aðalstjórn MFA: Guð- mundur Hilmarsson, Helgi Guð- mundsson, Karl Steinar Guðna- son, Kristín Eggertsdóttir og Pét- ur A. Maack. Varastjórn skipa Ingibjörg Sigtryggsdóttir, Hildur Kjartansdóttir og Sonja Kristen- sen. Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar skipti stjórnin með sér verkum þannig: Formaður er Helgi Guðmundsson, ritari var kjörinn Karl Steinar Guðnason og gjaldkeri Pétur A. Maack. Aðrir í aðalstjórn eru eins og áður segir þau Guðmundur Hilmarsson og Kristín Eggertsdóttir. Vissir þú að hjá okkur færðu margar hugmyndir að góðum jólagjöfum? Gjöfum sem gleðja um leið og þær gera gagn. Veitum sérstakan jólaafslátt af verkfærum og ýmsum vörum fyrir þessi jól: • Skíðabogar á bíltoppinn . kr. 775. • Bílamottur 4 stk. í setti ... kr. 980. • Skíðahanskar .............kr. 240. • Leikfangabílar ........frá kr. 30. • Tölvuúr ...............frá kr. 233. • Litlar, þunnar reiknitölvur • Barnabílstólar • Vasaljós • Rakvélar • Olíulampar • Kassettutöskur • Topplyklasett • Vatteraðir kulda-vinnugallar - og margt, margt fleira. Gerið svo vel. Komið og skoðið úrvalið. Sffl m r STÖÐVARIMAR LLLLtJ VUOIIl Grensásvegi 5

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.