Morgunblaðið - 20.12.1984, Page 46

Morgunblaðið - 20.12.1984, Page 46
46 MORGUNBLAJÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984 Ungverjaland: Undirskriftir vegna útgefanda í stofufangelsi Vinarborc, 19. desember. AP. A FJÓRÐA hundrad manns hafa skrifað undir áskorunarskjal þar sem lögreglan er hvött til að sleppa úr stofufangelsi Gyorrgy Krasso, hagfræðingi, sem var handtckinn og sakaður um að hafa brotið landslög með því að aðstoða við útgáfu Hirmondo, bannaðs neðan- jarðarblaðs. Krasso hefur verið haldið í stofufangelsi síðan 22. nóvember Námum lokaö á Taiwan Tapei, Taiwan, 1». des. AP. STJÓRN Taiwan hefur fyrirskipað lokun fimmtán kolanáma á Taiwan í kjölfar námuslyssins sem varð fyrr í þessum mánuði. Þá létust 92 manns í spreng- ingu í námu og er þetta annað mannskæðasta námuslys á Tai- wan. Sérstök rannsóknarnefnd sem hefur kannað útbúnað og aðbún- að í námum hefur sagt að örygg- ismál séu þar í lágmarki og úr- eltur búnaður sé víða. Því verði námunum lokað um óákveðinn tíma frekar en eiga á hættu fleiri slys. í júlímánuði sl. létust 103 námamenn í kolanámu þegar eldur kom þar upp. og hann hefur hvorki fengið að fara út af heimili sínu né svara í síma. Maður nokkur hringdi frá Búdapest til blaðs í Vínarborg og skýrði frá því að 329 undirskrift- um hefði verið safnað. Maðurinn kvaðst ekki geta skýrt frá nafni sínu af öryggisástæðum. Hann sagði að ýmsir rithöfundar, poppstjörnur og ýmsir áberandi menn í listalífi landsins væru meðal þeirra sem hefðu skrifað undir plagg þetta. Ekkert hefur verið sagt frá málinu í opin- berum málgögnum ungversku stjórnarinnar. Hætta í UNESCO Wa8hinf(ton, 19. desember. AP. Bandaríkjastjórn staðfesti í kvöld, að engin breyting hefði orð- ið á afstöðu hennar til aðildar að UNESCO, Menningar- og vísinda- stofnun Sameinuðu þjóðanna. Talsmaður stjórnarinnar sagði, ao Bandaríkjamenn mundu hætta þátttöku í starfi stofnunarinnar nú um áramótin og hætta að leggja henni til fé. Bandaríska kvikmyndastofnimin: „A Passage to India“ bezta mynd ársins 1984 New York, 19. desember. AP. KVIKMYND Davids Lean, l'assage to India, hefur verið útnefnd bezta mynd ársins af Bandarísku kvikmyndagagnrýnendastofnuninni. Hún veitti verðlaun í fyrsta skipti árið 1920 og þykja þau mikil og göfug viðurkenning. David Lean fékk einnig viðurkenningu sem bezti leikstjóri ársins og tveir aðalleikarar myndarinnar Victor Banerjee og Peggy Ashcroft voru útnefnd beztu leikararnir. Fyrir beztan leik í aukahlut- verkum fengu þau verðlaun Sab- ine Azema fyrir „A Sunday in the Country" og John Malkovich fyrir „Places in the Heart“. Auk myndarinnar Passage to India sem var tilnefnd bezta myndin eins og í upphafi greinir voru eftirtaldar á listanum yfir þær tíu beztu: „París, Tekhas", „The Killing Fields", „Places in the Heart, „Mass Appeal„, „Country", A Soldiers Story“, „Birdy", „Careful He Might Hear You“, og „Under the Volcano“. A Sunday in the Country var tilnefnd bezta erlenda kvik- myndin. Trans World Airlines: Tveggja hreyfla þot- ur í Atlantshafsflug Bandaríska flugfélagið Trans World Airlines (TWA) segist munu hefja áætlunarflug á tveggja hreyfla þotum yfir Atlantshafið í apríl nk. Mun flugfélagið nota Boeing 767- þotur með innréttingu fyrir 187 far- þega í daglegum beinum ferðum mílli St. Louis í Bandaríkjunum og Parísar annars vegar og Frankfurt hins vegar. Verða þoturnar betur búnar en ella til að auka öryggi, fjórðu rafstöðinni verður bætt við og þriðja eldvarnarkerfinu í vörulest- inni. Reglur Alþjóðaflugmála- stofnunarinnar (ICAO) heimila tveggja hreyfla þotum að fljúga yfir hafi en þó aldrei fjær flugvelli en svo að 90 mínútur taki að fljúga til vallarins á einum hreyfli ef hinn bilar. Hefur nú bandaríska flugmálastjórnin fyrir sitt leyti samþykkt tilslökun frá reglunum og fjarlægðin miðuð við 120 mín-' útna flug til vallar, sem mundi gera flug TWA talsvert hagkvæm- ara þar sem þá væri hægt að fljúga nánast stytztu leið milli 21 fórst í flugslysi Lima, Pená, 19. desember. AP. TUTTUGU og einn maður fórst í frumskógum Perú, er tveggja hreyfla herflugvél hrapaði á leið til olíusvæða. Slysið varð í frum- skógunum norðaustur af Lima. ákvörðunarstaða. Annars þyrftu flugvélarnar að sveigja norður á bóginn í átt til Grænlands og Is- lands og lengja þar með flug sitt. ísraelska flugfélagið E1 A1 hef- ur flogið án viðkomu milli Tel Aviv og ákvörðunarstaða í Kan- ada með Boeing 767 samkvæmt reglum ICAO. Að sögn TWA er B-767 hagkvæm á lengri flugleið- um þar sem sætanýting er ekki það góð að notkun 431 farþega fjögurra hreyfla Boeing 747 sé réttlætanleg. Að sögn TWA kostar 56.420 dollara að fljúga B-747 yfir Atlantshafið miðað við 30.340 dollara fyrir B-767. Kostnaður á hverja sætismílu er þó minni á B- 747, eða 2,9 sent á móti 3,6 sentum, en sá munur hyrfi samstundis ef hálftómar júmbóþotur væru not- aðar á leiðum, sem Boeing 767 er ætlað að fljúga. Peter Lawford alvarlega sjúkur New York: Fjórða hver bílþjófn- aðartilkynning fölsk Lögreglan setti á fót bílapartasölu til að rannsaka tryggingasvik New York, 18. deaember. AP. LÍÍGREGLAN ákærði í dag 122 einstaklinga, þ. ám. bankamann, lög- regluforingja, endurskoðanda og húsmóður, fyrir tryggingasvik í bílþjófn- aðarmálum í kjölfar leynilegrar rannsóknar, að sögn hinnar viðamestu sinnar tegundar í sögu Bandaríkjanna. „Þetta er ekki glæpur hinna fót falska „bílapartasölu" í fátæku, heldur eignafólks," sagði ríkissaksóknarinn, Raymond Dearie, og benti á, að flestir þeirra sem í hlut ættu, hefðu haft meira en meðaltekjur og átt dýra bíla eins og BMW og Mercedes. „Það sem þarna hékk á spýtunni var að mikið vildi meira," bætti hann við. Alríkislögreglan, FBI, setti á Brooklyn-hverfi og tók svo á móti 142 farartækjum á sex mánaða tímabili, en eigendurnir tilkynntu, að bílunum hefði verið stolið, og hirtu tryggingarféð, að sögn yfirvalda. I stað þess að hluta bílana í sundur og selja partana, eins og venjan er undir slíkum kringum- stæðum, söfnuðu rannsóknar- mennirnir bílunum saman í flugskýli einu og undirbjuggu málsókn á hendur eigendunum og milliliðunum sem vísuðu þeim á sjoppuna. Dearie og aðrir embættismenn sögðu, að rannsóknin leiddi í ljós, að a.m.k. 25% bílþjófnað- artilkynninga í New York-borg væru falskar. Á árinu 1983 var tilkynnt um þjófnað á farar- tækjum að verðmæti alls um 391 milljón dollara (á 16. milljarð ísl. kr.). Los Angeles, 19. desmber. AP. PETER Lawford var í gær lagður inn á sjúkrahús í Los Angeles alvar- lega veikur. Tók fjölskylda þessa fræga leikara, sem fæddur var í Bretlandi, að safnast saman í dag á Cedars-tSinai-sjúkrahúsinu, þar sem Lawford liggur og eru allir undir hið versta búnir. Að ósk Patriciu, eiginkonu Lawfords, hafa frekari upplýs- ingar ekki verið gefnar varðandi heilsufar leikarans en þær, að hann hafi legið á sjúkrahúsinu síðan á sunnudag. Sagði talsmað- ur sjúkrahússins, Ron Wise, í stuttri tilkynningu í dag, að sjúk- dómsgreiningin væri „ekki örugg“ og að kona Lawfords myndi skýra frá öllum breytingum á líðan hans. Lawford, sem er 61 árs að aldri, er kunnur af leik sínum í mörgum kvikmyndum. Lítið hefur þó borið á honum undanfarinn áratug, en hann gekk undir mikla skurð- aðgerð 1972. Lawford var mikið átrúnaðargoð unglinga á fimmta áratugnum og ekki minnkaði frægð hans síðar á sjöunda ára- tugnum, er hann kvæntist Patr- iciu Kennedy, systur John F. Kennedys forseta. Þau skildu þremur árum eftir að Kennedy var myrtur 1963. í júlí sl. kvæntist Lawford aftur 26 ára gamalli konu, sem einnig heitir Patricia. Salen í Svíþjód lýst gjaldþrota Stokkhólmi, 19. desember. AP. SALEN, stærsta skipafélag Svíþjóð- ar, var lýst gjaldþrota í dag þegar Ijóst var orðið að ekki næðist sam- komulag við ríkisstjórnina og helstu lánardrottna félagsins um greiðslur skulda. í flota Salen eru 140 skip og gjaldþrotið mun leiða til þess að um 700 sjómenn missa atvinnuna. Óvíst- er hvað verður um aðra starfsmenn fyrirtækisins, sem eru samtals 2.000, en vöruflutnmga- deild Salen mun halda áfram störfum án eigin flota og getur veitt nokkrum hópi manna at- vinnu. Gjaldþrot Salen þykir sæta miklum tíðindum í Svíþjóð og hef- ur verið líkt við hrun fyrirtækja- samsteypu Ivars Kreuger á fjórða áratugnum. Er talið að gjaldþrot- ið muni draga dilk á eftir sér í fjármálalífi Svía.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.