Morgunblaðið - 20.12.1984, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984
51
Yf‘irlvsingar vegna sölu á ullarvörum í Bandaríkjunum
Saka Dorette Egilson
um tvenns konar brot
Athugasemd frá lögmönnum Pólarprjóns, Sambandsins og Hildu hf.
LÖGMENN Pólarprjóns, Sam-
bandsins og Hildu hf. í Bandaríkj-
unum. þoir Paul Johnson og Leon-
ard Nadeau, hafa óskað eftir að fá
að koma á framfæri athugasemd-
um um fréttir þær, sem hafðar eru
eftir Dorette Egilson og birzt hafa
í útvarpi og blöðum á íslandi.
Lögmennirnir taka það fram,
að þeir kysu heldur, að Dorette
svaraði ásökunum þeim, sem á
hana eru bornar, fyrir rétti í
stað þess að reyna að flytja mál-
ið í íslenzkum dagblöðum.
í máli því, sem höfðað hefði
verið á hendur Dorette, væri hún
sökuð um tvenns konar brot
fyrir óréttmæta verzlunarhætti.
Væri þar í fyrsta lagi um að
ræða auglýsingar hennar um af-
sláttarverð, enda þótt það væri
það verð, sem hún vanalega seldi
vörurnar fyrir. í öðru lagi hefði
verið höfðað mál á hendur henni
fyrir vanskil við Pólarprjón, sem
hún skuldaði 200.000 dollara
fyrir vörur, er hún hefði pantað
án þess að greiða fyrir þær.
Þá staðhæfa lögmennirnir
ennfremur, að sú fullyrðing
hennar, að þeir hafi aðstoðað
hana við að koma í framkvæmd
söluáætlunum hennar í Chicago,
sé hlægileg. Jafnframt héldu
þeir því fram, að engin áform
væru uppi um að eyðileggja
verzlun hennar og að samkeppni
væri í rauninni góð fyrir þessa
iðngrein. Hið eina, sem þeir
stefndu að fyrir rétti, væri að fá
úrskurð fyrir því, að henni bæri
að fara að lögum.
Ekkert ólöglegt við
söluaðferðir okkar
- segir Dorette Egilson, sem mótmælir kærum
um ólöglegar söluaðferðir og kærir á móti.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
yHrlýsing frá Dorette Egilson,
vegna fréttaflutnings í íslenskum
fjöímiðlum um kæru þriggja ís-
lenskra fyrirtækja á hendur fyrir-
tækinu „The Icelander“, sem hún
veitir forstöðu. Yfirlýsing Dorette
Egilson er svohljóðandi:
„Ég harðneita að nokkuð sé
ólöglegt við söluaðferðir The Ice-
lander á kynningarsölunni í
Chicago. Lögsókn ullarútflytj-
enda hefur það eitt fyrir stefnu,
að koma í veg fyrir frjálsa og
eðlilega samkeppni. Aðdragandi
þessa máls er, að þegar ákveðið
var að halda kynningarsöluna í
Chicago, Illinois, hafði ég sam-
band við konsúl tslands í Chi-
cago, Paul Sveinbjörn Johnson,
og aðstoðaði hann mig við að
finna heppilegustu borgarhlut-
ana og þá staði, sem að hans
mati gætu verið arðvænlegastir
fyrir kynningarsölur okkar.
Hann benti mér líka á fólk, sem
hjálplegt gæti verið við að finna
rétt húsakynni fyrir sölurnar.
Síðan fékk ég söluleyfi frá Illi-
nois-ríkinu og allir söluskattar
hafa verið borgaðir í Illinois-
ríki.
Vörurnar voru seldar á lægra
verði en þær eru seldar á í níu
verslunum okkar, sem eru víðs-
vegar um Bandaríkin, allt frá
Anchorage í Alaska að vestan til
Boston í Massachusetts að aust-
an, enda var tilgangur okkar að
kynna vöruna og kanna grund-
völl fyrir að opna verslanir í
Chicago í framtíðinni. Væri það
ekki svolítið háðslegt, ef þessi
sami konsúll íslands, sem var
okkur hjálplegur við að undirbúa
þetta, væri sá sami Paul S. John-
son, sem nú er lögfræðingur,
sem gerir lögsókn fyrir hönd
Hildu, Sambandsins og Pól-
arprjóns.
Það er enginn vafi á, að mála-
ferli þessi eru einfaldlega gerð af
þeirri ástæðu, að með fjölda
verslana okkar og kynningarsöl-
um telja Hilda, Sambandið og
Álafoss okkur hættuleg sinni
einokun á verðlagningu og sölu-
aðferðuni á íslenskum ullarvör-
um. Þeir virðast reiðubúnir að
beita öllum aðferðum til þess að
gera okkur ókleift að kaupa ís-
lenskan varning á sama hátt og
við höfum gert á undanförnum
árum, þar með að gera okkur
ómögulegt að reka verslanir
okkar. Mér er það alveg ljóst, að
fyrir þeim vakir að koma í veg
fyrir eðlilega samkeppni hvað
sem það kostar.
Það segir sig sjálft, að ekki að-
eins munu lögfræðingar mínir
verja mig gegn fyrrnefndri lög-
sókn heldur munu þeir lögsækja
alla þá sem að henni standa og
þeim ógeðfelldu persónulegu
árásum, sem gerðar hafa verið á
mig í fjölmiðlum að undanförnu.
Lögsókn beinist því að eftirfar-
andi: 1. Ærumeiðingu. 2. Óleyfi-
legu samráði um verðlagssetn-
ingu. 3. Atvinnurógi. 4. Broti á
bandarískum lögum um
hringamyndun.
Hér í Bandaríkjunum er nú
rnikill áhugi meðal almennings
fyrir málum sem þessum. Ég get
því fullvissað hlutaðeigendur
um, að kærurnar um óleyfilegt
samráð um verðlagssetningu og
brot á bandarískum lögum um
hringamyndun muni vekja mikla
athygli í fjölmiðlum og ekki
skulum við láta okkar eftir
liggja að gefa fréttamönnum hér
greiðan aðgang að öllum þeim
upplýsingum sem við getum
veitt.
Þeim sem gripið hafa til
mannorðsmorðs og óhróðurs vil
ég segia að þeir geta aldrei kúg-
að okkur til þess að gefast upp,
þvert á móti. Við búumst við að
opna fleiri verslanir í náinni
framtíð. Ég er ekki svo einföld,
að mér sé ekki ljóst að á Islandi,
sem kannski annars staðar, eru
grimmir og ábyrgðarlausir
menn í embættum, sem væru
betur setin hæfari mönnum. Það
er heldur ekkert leyndarmál, að
það hefur hver atvinnugrein
sinn skammt af skussum og virð-
ist íslenska blaða- og frétta-
mannastéttin engin undantekn-
ing. Hitt er svo annað mál, að við
hjónin og börn okkar erum is-
lensk og eigum íslenska fjöl-
skyldu á Islandi. Meðal annarra
á ég tengdamóður á níræðis-
aldri, sem varð algjörlega miður
sín út af þessum ósköpum. Það
yrði kannski landi og þjóð fyrir
bestu, að upprunamenn þessarar
fréttar fengju sér aðra vinnu, en
það minnsta sem ég get krafist
er að fólk, sem bar þessar
óþverrafréttir fyrir þjóðina,
bæði að minnsta kosti ástvini
okkar fyrirgefningar.
Þegar ég tók mér íslenskan
ríkisborgararétt gerði ég það
vegna þess að mér hefur alltaf
fundist íslendingar besta fólk,
sem ég hef fyrirhitt, og ísland
það yndislegasta land, sem ég
hef búið á. Og þótt það hafi sýnt
sig, að jafnvel á meðal besta
fólks sé margur svartur sauður-
inn, er ég ennþá þeirrar skoðun-
ar. Við hjónin og börn okkar vilj-
um því nota þetta tækifæri og
óska öllum okkar vinum og
kunningjum á íslandi gleðilegra
jóla og farsældar á komandi
ári.“
Dorctte Egilson
Aths. ritstj.
Vegna ummæla í yfirlýsingu
Dorette Egilson vill Morgun-
blaðið að það komi fram að hér í
blaðinu birtist frétt um þetta
mál 13. desember sl. á bls. 73,
þar sem einungis er greint frá
því að nokkur íslensk fyrirtæki
hafi kært Dorette „fyrir ólög-
mæta viðskiptahætti með ís-
lenska ullarvöru“. Sú frétt verð-
ur hvorki talin „mannorðsmorð“
né „óhróður".
Ekki
Álafoss
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Ála-
fossi hf.:
Vegna fréttar yðar um mála-
ferli nokkurra útflytjenda ullar-
vöru við fyrirtækið „The Ice-
lander“ í Bandaríkjunum óskar
Álafoss hf. að koma því á fram-
færi, að ranghermt var í frétt
yðar að fyrirtækið ætti aðild að
þessum málaferlum. Við værum
þakklátir ef þér vilduð leiðrétta
frétt yðar í samræmi við þetta.
Sjálfvirkur sími á Skógarströnd
Stykkishólmi, 17. desember.
í SIIMAR og haust hefir verið unnið
að því að leggja sjálfvirkan síma á
alla bæi á Skógarströnd á Snæfells-
nesi og verður sá sími tengdur við
Stykkishólm.
Með þessum framkvæmdum eru
allir símar tengdir við Stykkis-
hólm þá orðnir sjálfvirkir. Verður
þetta til stórra hagsbóta fyrir not-
endur því handvirki síminn var að
ganga sér til húðar og hefði þurft
stórra lagfæringa með.
Gert var ráð fyrir að verki þessu
myndi ljúka í haust og í seinasta
lagi fyrir jól.
Því miður tekst það ekki vegna
þess að sérstakt stykki vantar í
fjölsímann og er það væntanlegt á
hverri stundu og munu Skóg-
strendingar fá símann í janúar.
Árni
Peningamarkaðurinn
GENGIS-
SKRANING
NR. 244
19. desember 1984
Kr. Kr. TnlL
13n. KL 09.15 Kaup Sala «en«i
IDollari 40,010 40,120 40,070
1 SLpund 47,462 47492 47,942
1 Kan. dollari 30,419 30403 30454
IDönskkr. 3,6200 3,6299 3,6166
1 Norsk kr. 4,4721 4,4844 4,4932
1 Sspnsk kr. 44299 4,5423 44663
1 R mark 64234 64405 64574
1 Fr. fraoki 4,2301 44417 44485
1 Belj>. franki 0,6464 0,6482 0,6463
1 Sv. franki 15,7210 15,7642 1541II
1 llolL gyllini 11,4856 114172 114336
1 V þ- mark 12,9671 13,0028 13,0008
lÍLlíra 0,02105 0,02110 0,02104
1 Austurr. sch. 18562 14613 14519
1 Port escudo 04425 04432 04425
1 Sp. peseti 04340 04346 04325
1 Jap. yen 0,16220 0,16264 0,16301
1 íiskt puud 40,490 40,601 40,470
SDR. (SérsL
dráttarr.) 394352 39,6439
Belí.fr. 0,6432 0,6450
INNLÁNSVEXTIR:
Spariijóðtbækur____________________17,00%
Sparítjóðtreikningar
með 3ja mánaöa uppsögn............ 20,00%
meó 6 mánaða uppsögn
Alþýðubankinn...... ......... 24,50%
Búnaðarbankinn................ 24,50%
Iðnaöarbankinn............;.... 23,00%
Samvinnubankinn.............. 24,50%
Sparisjóóir.................. 24,50%
Sparisj. Hafnarfjaröar...... 25,50%
Útvegsbankinn................ 23,00%
Verzlunarbankinn............... 25,50%
meö 6 mánaöa uppsögn + bónus 3%
Iðnaöarbankinn'1......... 26,00%
meö 12 mánaða uppsögn
Alþýðubankinn................ 25,50%
Landsbankinn................. 24,50%
Útvegsbankinn................ 24,50%
meö 18 mánaða uppsögn
Búnaöarbankinn............... 27,50%
Innlántskírteini_________________ 24,50%
Verðtryggðir reikningar
miðað við lántkjarsvititölu
meö 3ja mánaöa uppsögn
Alþýóubankinn....<............. 4,00%
Búnaóarbankinn................. 3,00%
lönaöarbankinn................. 2,00%
Landsbankinn................... 4,00%
Samvinnubankinn................ 2,00%
Sparisjóöir...............— 4,00%
Útvegsbankinn.................. 3,00%
Verzlunarbankinn.............. 2,00%
meö 6 mánaöa uppsögn
Alþyöubankinn................. 5,50%
Búnaöarbankinn................. 6,50%
lónaöarbankinn................. 3,50%
Landsbankinn.................... 640%
Sparisjóðir.................... 6,50%
Samvinnubankinn................ 7,00%
Útvegsbankinn.................. 6,00%
Verzlunarbankinn............... 5,00%
meö 6 mánaöa uppsögn + 1,50% bónus
Iðnaöarbankinn1'................ 640%
Ávitana- og hlaupareikningar
Alþyöubankinn
— ávísanareikningar..........15,00%
— hlaupareikningar........... 9,00%
Búnaöarbankinn............... 12,00%
lönaöarbankinn................12,00%
Landsbankinn.................. 12,00%
Sparisjóöir................... 1Z00%
Samvinnubankinn
— ávisanareikningar......... 12,00%
— hlaupareikningar........... 9,00%
Útvegsbankinr................. 12,00%
Verzlunarbankinn...............12,00%
Stjðmureikningar
Alþyðubankmn2*................ 8,00%
Alþýöubankinn tH 3ja ára...........9%
Safnlán — heimilitlán — plútlánar.:
3—5 mánuöir
Verzlunarbankinn....... ..... 20,00%
Sparisjóöir................... 20,00%
Útvegsbankinn................. 20,00%
6 mánuöir eöa lengur
Verzlunarbankinn.............. 23,00%
Sparisjóöir................... 23,00%
Útvegsbankinn................. 23,0%
Kjðrbók Landsbankant:
Nafnvextir á Kjörbók eru 28% á ári. Innstæöur
eru óbundnar en af útborgaöri fjárhæö er
dregin vaxtaleiörétting 1,8%. Þó ekki af vöxt-
um tióins árs. Vaxtafærsla er um áramót. Ef
ávöxtun á 6 mánaöa visitölutryggðum reikn-
ingi aö viðbættum 6,5% ársvöxtum er hærri
gildir hún.
Katkó-reikníngur
Verzlunarbankinn
tryggir að innstæöur á kaskó-reikning-
um njóti beztu ávöxtunar sem bankinn
býöur á hverjum tíma.
Spariveltureikningar:
Samvinnubankinn.............. 20,00%
Trompreikningur
Sparitjóður Rvík og nágr.
Sparisjóður Kópavogt
Sparitjóðurinn í Keflavík
Sparitjóður vélttjóra
Sparitjóður Mýrartýslu
Sparitjóður Bolungavíkur
Innlegg óhreyft i 6 mán. eða lengur,
vaxtakjör borin taman við ávðxtun 6
mán. verðtryggðra reikninga, og hag-
stæðari kjðrin valin.
Innlendir g jakfeyritreikningar
a. innstæöur i Bandaríkjadollurum.... 8,00%
b. innstæöur í sterlingspundum.... 8,50%
c. innstæöur í v-þýzkum mörkum.... 4,00%
d. innstæóur i dönskum krónum..... 8,50%
1) Bónut greiðist tH viðbótar vöxtum á 6
mánaða reikninga tem ekki er tekið út af
þegar innttæða er laut og reiknatt bónutinn
tvitvar á ári, í júlí og janúar.
2) Stjömureikningar eru verðtryggðir og
geta þeir tem annað hvort eru eldri en 64 ára
eða yngri en 16 ára ttofnaö tlíka reikninga.
ÚTLÁNS V EXTIR:
Almennir vixlar, forvextir
Alþýðubankinn................ 23,00%
Búnaöarbankinn............... 24,00%
lónaóarbankinn............... 24,00%
Landsbankinn................. 23,00%
Sparisjóóir.................. 24,00%
Samvinnubankinn.............. 23,00%
Útvegsbankinn................ 22,00%
Verzlunarbankinn............. 24,00%
Viðskiptavíxlar, lorvextir.
Alþyðubankinn................ 24.00%
Búnaðarbankinn............... 25,00%
Landsbankinn................. 24,00%
Útvegsbankinn................ 23,00%
Yfirdráttartán af hlaupareikningum:
Alþýöubankinn................ 25,00%
Búnaöarbankinn............... 25,00%
lönaöarbankinn............... 26,00%
Landsbankinn................. 24,00%
Samvinnubankinn.............. 25,00%
Sparisjóöir ...„........... 25,00%
Útvegsbankinn................ 26,00%
Verzlunarbankinn... ......... 26,00%
Endurteljanleg lán
fyrir framleiöslu á innl. markað.. 18,00%
lán í SDR vegna útflutningsframl. 9,75%
Skuldabréf, almenn:
Alþýöubankinn................ 26,00%
Búnaöarbankinn.............. 27,00%
lönaöarbankinn............... 26,00%
Landsbankinn................. 25,00%
Sparisjóöir.................. 26,00%
Samvinnubankinn.............. 26,00%
Útvegsbankinn................ 25,00%
Verzlunarbankinn............. 26,00%
Viðtkiptatkuldabréf:
Búnaöarbankinn............. 28,00%
Sparisjóöir.................. 28,00%
Útvegsbankinn................ 28,00%
Verzlunarbankinn............. 28,00%
Verðtryggð lán
í allt aö 2'k ár______________________ 7%
lengur en 2'k ár...................... 8%
Vanskitavextir____________________2,75%
Ríkisvíxlar:
Ríkisvixlar eru boönir út mánaöarlega.
Meðalávöxtun októberútboös........ 27,88%
Lífeyrissjóðslán:
Lífeyrissjóöur ttarftmanna rfkiaint:
Lánsupphæö er nú 300 þúsund krónur
og er lánið vísitölubundið með láns-
kjaravísitölu, en ársvextir eru 5%.
Lánstími er allt að 25 ár, en getur verið
skemmri, óski lántakandi þess, og eins
ef eign sú, sem veö er í er litilfjörleg, þá
getur sjóöurinn stytt lánstimann.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna:
Lánsupphæð er nú eftlr 3ja ára aöild aö
lifeyrissjóönum 144.000 krónur, en fyrir
hvern ársfjóröung umfram 3 ár bætast
viö lániö 12.000 krónur, unz sjóösfélagi
hefur náö 5 ára aölld aö sjóönum. Á
tímabilinu frá 5 til 10 ára sjóösaöild
bætast viö höfuöstól leyfilegrar láns-
upphæöar 6.000 krónur á hverjum árs-
fjóröungi, en eftir 10 ára sjóösaöild er
lánsupphæöin oröin 360.000 krónur.
Eftir 10 ára aöild bætast viö 3.000 krón-
ur fyrir hvern ársfjóröung sem líöur. Þvi
er i raun ekkert hámarkslán í sjóönum.
Höfuöstóll lánsins er tryggöur meö
lánskjaravísitölu, en lánsupphæöin ber
nú 7% ársvexti. Lánstiminn er 10 tll 32
ár aö vali iántakanda.
Lánskjaravísitalan fyrir des. 1984 er
959 stig en var fyrir nóv. 938 stig.
Hækkun milli mánaöanna er 2,24%.
Miöaö er viö visitöluna 100 í Júní 1979.
Byggingavfsitala fyrir okt. til des.
1984 er 168 stig og er þá miöað viö 100
i janúar 1983.
Handhafaskuldabréf i fasteigna-
viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nú
18-20%.