Morgunblaðið - 20.12.1984, Síða 53

Morgunblaðið - 20.12.1984, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984 53 Fjárlagatillögun Styrkir til flóabáta og vöruflutninga Fram er komið á þingi nefndarálit samvinnunefndar samgöngumála um framlög til flóabáta, fólks- og vöruflutninga. Nefndinni bárust um- sóknir frá 63 aðilum. Samkvæmt til- lögum nefndarinnar verður varið samtals 56.346.000,- til flóabáta og vöruflutninga á fjárlögum 1985. Hér er getið helstu styrkþega: • Akraborg: Árið 1983 var halli á rekstri annað árið í röð, 9 m.kr. t árslok var eigið fé neikvætt um rúmar 30 m.kr. og veltufjárstaða versnaði um 11,7 m.kr. Skamm- tímaskuldir námu 31,5 m.kr. og höfðu aukizt um 10,7 m.kr. á ár- inu. Samkvæmt rekstrar- og efna- hagsreikningi janúar-júní 1984 var rekstrarhalli orðinn 38,6 m.kr., en veltufjármunir aðeins 5 m.kr. Á sama tíma námu tekjur fyrirtækisins 21,5 m.kr. Áætluð heildarskuld við ríkisábyrgðarsjóð um næstu áramót er rúmar 100 m.kr. — Ríkisstyrkur 1984 nam 6 m.kr. • Baldur: Annast áætlunarferðir milli Stykkishólms og Brjánslækj- ar með viðkomu í Flatey. Sam- kvæmt áætlun um rekstur bátsins 1984 er gert fyrir 450 þúsund króna halla. Hlutfall ríkisstyrks af heildrútgjöldum verður þá 54%. Niðurstaða nefndar, sem fjallað hefur um þessar ferðir, er að smíðaö verði 200 smálesta skip, sem geti flutt 15—17 bifreiðir. Áætlun bátsins fyrir næsta ár gerir ráð fyrir 6,6 m.kr. ríkisstyrk. • Fagranes: Framlag ríkissjóðs til rekstrarins nemur 4,9 m.kr. á þessu ári, eða sem svarar 62% heildartekna. Gert er ráð fyrir 6,1 m.kr. ríkisstyrk 1985. • Drangur: Gengur milli Akur- eyrar, Hríseyjar, Ólafsfjarðar, Siglufjarðar og Grímseyjar. í lok október var hagnaður af eiginleg- um rekstri, utan fjármagnsgjalda, l, 9 m.kr., en halli, ef fjármagns- gjöld eru reiknuð, tæpar 2 m.kr. Samkvæmt áætlun Útvegsbanka íslands, sem sér um greiðslur af lánum vegna kaupa Drangs, þarf 9,3 m.kr. í stofnstyrk á næsta ári. • Hríseyjarferja: Sækir um 1,5 m. kr. styrk. • Mjóafjarðarbátur: Nýr bátur, var keyptur 1978 á 40 m.kr. Sam- kvæmt rekstraráætlun 1985 er sótt um tæplega 1,2 m.kr. styrk. • Herjólfur: Heildarútgjöld ársins urðu 54,3 m.kr. en rekstrartekjur 35,4 m.kr. Halli 18,9 m.kr. Upp i þennan halla fékkst 7,9 m.kr. rík- isstyrkur, þannig að tap fyrir fjár- magnsliði nam 10,9 m.kr. Að teknu tiliiti til fjármagnshreyf- inga skilaði reksturinn 375 þús. kr. hagnaði. Hreint veltufé í árslok var neikvætt um 1,2 m.kr. Málefni aldraðra: 30 milljónir vantar FRUMVARP til laga um málefni aldraðra kom til þriðju umræðu á fundi neðri deildar síðastliðinn mið- vikudag. Við umræðurnar lýsti Ellert B. Schram, að hann myndi, ef ekki lægi fyrir yfirlýsing frá heilbrigðis- ráðherra um að nauðsynlegt fjár- magn verði tryggt, greiða atkvæði breytingartillögu Guðrúnar Helga- dóttur, Alþýðubandalagi, og fleiri um að ekki verði varið lægri upphæð til málefna aldraðra að raungildi en á yfirstandandi ári. Ekki var búist við að breyt- ingartillagan næði fram að ganga, en talið víst að frumvarpið yrði að lögum, á kvöldfundi neðri deildar. Samkvæmt upplýsingum er heil- brigðis- og tryggingarráðherra veitti við aðra umræðu vantar um 30 milljónir króna á fjárlög fyrir 1985 til að framlög á næsta ári haldi raungildi sínu. í breyt- ingartillögum fjárveitingarnefnd- ar við fjárlagafrumvarpið er ekki gert ráð fyrir að framlögin hækki. Fötluðum kynnt réttarstaða þeirra f félagsmálaráðuneytinu eru ekki til neinar haldbærar tölur um hversu margir fatlaðir menn hafa fengið störf hjá ríkinu á grundvelli ákvæða 24. greinar laga nr. 31, 23. mars 1983, um málefni fatlaðra, varðandi forgangsrétt þeirra til starfa hjá rik- inu að öðru jöfnu. Þetta kom fram í svari félagsmálaráðherra, Alexand- ers Stefánssonar, við fyrirspurn Geirs Gunnarssonar, Alþýðubanda- lagi, um þessi mál. Ráðherra sagðist mundu beita sér fyrir því að fötluðum yrði kynnt hver réttarstaða þeirra er. I umræðum sem spunnust vegna fyrirspurnarinnar, kom fram í máli Guðrúnar Helgadóttur og Helga Seljan að mun auðveldara er fyrir fatlaða að fá vinnu hjá einkaaðilum en hjá opinberum fyrirtækjum og lögðu þau áherslu á að bragarbót verði gerð hið fyrsta. Bændafundur um riðuveikivarnir í Barðastrandarsýslu: Fordæmir gerræðis- lega aðför að einstökum fjárbændum „VIÐ fordæmum gerræðislega aðför að einstökum fjáreigend- um á svæðinu, þar sem skorið hefur verið niður gegn mótmæl- um þeirra, án þess aö staðfest væri riðuveiki í hjörðum, eða nokkur önnur viðhlítandi rök leidd að nauðsyn þessara að- gerða. Með tilliti til ákvæða reglugerðar nr. 556/1982 eru að- gerðir sem þessar með öllu óheimilar," segir í ályktun frá almennum fundi bænda og ann- arra fjáreigenda í Ketildala-, Suðurfjarða- og Tálknafjarö- arhreppum vegna niðurskurðar í sýslunni vegna riðuveikivarna. í ályktuninni er ítrekað fyrra samþykki fjáreigenda um sam- starf við þá aðila sem vinna að útrýmingu á riðuveiki og lýst yfir samþykkti við niðurskurð í hverri þeirri hjörð sem staðfest riðuveiki kemur upp í. Telja bændurnir að með þeim niðurskurði sem fram fór í haust hafi verið skorið niður fé á öllu því svæði í Vestur- Barðastrandarsýslu „sem fullvissa er eða grunur getur leikið á um riðuveiki og þó verið gengið lengra en efni standa til“. Þá er vakin athygli á að byggð standi mjög höllum fæti í öllum framangreind- um hreppum og geigvænleg hætta á búseturöskun ef farið er að skera niður heilbrigða fjárstofna, og „biðjum alla aðila að ígrunda málið vel, áður en ákvarðanir eru teknar um frekari aðgerðir í þess- um efnurn", segir ennfremur í ályktun bændanna. Husqvarna Optima O Husqvarna Optima er full- komin saumavél, létt og auö- veld í notkun. O Husqvarna Optima hefur nytjasauma innbyggða. O Husqvarna Optima saumar allt frá þynnsta silki til gróf- asta striga og skinns. O Husqvarna Optima óska- draumur húsmóðurinnar. Verð frá kr. 12.000.- stg. <A Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 Simi 9135200 © Husqvarna HJÁLPARSJÓÐUR GÍRÖNÚIHER 90000-1 5* fl iln-« akkmn spilid Spennandi fjölskylduleikur Eykur ordaforöann Þjálfar lestrarkunnáttuna Eflir ímyndunarafliö Skerpir hugsunina Siml 91-73411 r i Demantshringar — Draumashart Gull og demantar Kjartan Ásmundsson gullsmiöur L Áðalstrœti 7 sími 11290. Á auglysingastotan ht
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.