Morgunblaðið - 20.12.1984, Síða 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984
„Hlífiskjöldur til
varnar tungu vorri“
— eftir Örlyg
Hálfdanarson
f tilefni af útkomu hinnar miklu
Ensk-íslenzku orðabókar birtir
Morgunblaðið formála útgefandans,
Örlygs Hilfdanarsonar, og fer hann
hér i eftir:
Á síðustu tímum mikilvirkrar
fjölmiðlunar er sótt að íslenskri
tungu úr öllum áttum. Góðar
orðabækur eru mikilvæg tæki
gegn erlendri ásælni og mengun
málsins. Þessar staðreyndir voru
mér .löngu ljósar og orðabókaút-
gáfa hefur um árabil verið ofar-
lega á óskalista mínum. Verkefnið
virtist hins vegar nær óleysanlegt.
Til þess lá fjöldi ástæðna sem of
langt mál væri að skilgreina. Það
var því sem svar af himnum ofan
þegar Sören Sörenson bauð mér
handrit að þýðingu sinni á ensk-
íslenskri orðabók, sem hann hafði
unnið samfleytt að í sjö ár eftir að
hann komst á eftirlaunaaldur.
Framtak Sörens er í raun stór-
virki sem aldrei verður ofmetið.
Orðabók af þessu tagi getur þó
aldrei orðið eins manns verk og
því var næsta skrefið að leita að
hæfum manni til þess að velja sér
samstarfsmenn og stjórna undir-
búningi handrits til prentunar.
Nafn Jóhanns S. Hannessonar
kom strax í hugann. I Jóhanni
sameinuðust allir þeir þættir sem
til þurfti: yfirburðaþekking á
ensku og íslensku, næm tilfinning
fyrir hvers konar blæbrigðum
beggja málanna og hafsjór af
“fróðleik um bókmenntir og alla
aðra þætti mannlegs lífs.
Jóhann var tilbúinn að takast á
við verkefnið en til þess þurfti
hann að fá leyfi frá föstum störf-
um við Menntaskólann við
Hamrahlíð. Þau tilmæli mættu
velvild og skilningi rektors skól-
ans, Örnólfs Thorlaciusar, og þá-
verandi menntamálaráðherra,
Ingvars Gislasonar, sem bjó svo
um hnútana að Jóhann hélt kenn-
aralaunum þótt hann tækist þetta
verk á hendur. Annan styrk en
laun Jóhanns hefur þessi útgáfa
ekki fengið frá hinu opinbera.
Þótt fráfall Jóhanns kæmi sem
reiðarslag og tefði óhjákvæmilega
(ramgang verksins, var það jafn-
framt staðreynd að hann hafði
skólað vænlegan hóp við orðabók-
argerðina meðan hans riaut við.
Það var ljóst að þessu fólki myndi
kleift að ljúka ætlunarverkinu í
anda síns látna leiðtoga undir
stjórn Jóhannesar Þorsteinssonar
en hann hafði snemma á undir-
búningstímanum ráðist til starfa
við orðabókina. Jóhann hafði
fljótlega óskað þess að Jóhannes
hefði daglega verkstjórn með
höndum. Sú ráðstöfun reyndist
heilladrjúg og veitti Jóhanni
meira næði og tíma til að leysa
önnur erfið viðfangsefni. Eftir að
Jóhanns naut ekki lengur við lá
hiti og þungi þess vandasama
verks að búa handritið til prent-
unar á Jóhannesi og starfs-
mönnum hans. Bókin er sönnun
þess að þetta fólk var þeim mikla
vanda og ábyrgð vaxið.
Á þeim tímamótum, þegar loks
hillir undir útkomu bókarinnar, er
full ástæða til þess að þakka þeim
mörgu sem lögðu hönd á plóginn.
Mér er efst í huga þakklæti til
Sörens Sörensonar fyrir að
treysta mér til þess að gefa bókina
út og til Jóhanns heitins Hannes-
sonar fyrir hans þýðingarmikla
mótunarstarf. Þá færi ég sam-
starfsfólki Jóhanns og þeim sem
bættust í hópinn á síðari stigum
verksins sérstakar þakkir. Þetta
fólk lét ekki fánann falla þótt á
móti blési heldur hélt ótrautt
áfram og lagði að lokum nótt við
dag til þess að bókin kæmist út á
tilætluðum tíma.
Samhliða hinu fasta starfsfólki
orðabókarinnar ber að nefna þá
mörgu sérfræðinga sem lögðu
málinu lið og hver á sínu sviði
stuðlaði að því að bókin hefði hið
gilda alfræðilega ívaf sem í henni
er.
Vert er að minnast þess sér-
staklega að eftir fráfall Jóhanns
varð Kristján Karlsson bók-
menntafræðingur ljúflega við
þeirri bón að leggja sitt af mörk-
um til bókarinnar, en með þeim
Jóhanni og Kristjáni hafði ríkt
einlæg vinátta um árabil og fyrir
bókmenntum, málfari og stíl var
smekkur þeirra mjög áþekkur og
skilningur gagnkvæmur.
Án efa er útgáfukostnaður þess-
arar bókar orðinn meiri en við
nokkra aðra íslenska bók fram til
þessa, enda hefur sannast sagna
verið miklum erfiðleikum háð að
standa straum af þeim kostnaði.
íslensk bókaútgáfa á ekki að nein-
um stofnlánum að ganga þótt ráð-
ist sé í þjóðhagslega mikilvæg
verkefni sem þetta. Það sætir
raunar furðu að bókaþjóðin skuli
búa svo að þessari grein og telja
jafnframt sæmandi að leggja sölu-
skatt á bækur. Á sama tíma leggja
milljónaþjóðir slíkan skatt niður á
þeim forsendum að þar sé um að
ræða svo smá málsamfélög að
menningu þeirra sé ella stefnt í
voða.
Þaö er ekki ætlan mín að nefna
nöfn þeirra manna em stutt hafa
við bakið á útgáfu þessari og veitt
henni fjárhagslega fyrirgreiðslu. í
þrígang hefðu hjól útgáfunnar
stöðvast algjörlega ef ekki hefðu
komið til skilningsríkir menn sem
lyftu henni yfir, að því er virtust,
óyfirstíganlega örðugleika. Þess-
um mönnum og öðrum sem veittu
okkur fyrirgreiðslu, beint eða
óbeint, færi ég miklar þakkir.
Minningin um velvild þeirra er
geymd en ekki gleymd.
Fyrr á þessu ári lét ég þess getið
í viðtali við Morgunblaðið að út-
gáfa þessarar bókar væri liður í
sífelldri sjálfstæðisbaráttu ís-
lensku þjóðarinnar. Ég er enn
þeirrar skoðunar og styrkist í
henni með hverjum deginum sem
líður. Þessi bók hlýtur að vera
mikilvægur þáttur í sókn og vörn
íslenskrar tungu gegn erlendum
áhrifum. Enginn má skilja orð
mín svo að ég hafi eitthvað á móti
enskri tungu. Það er síður en svo.
Ég hefi allt frá unglingsárum
dáðst að víðfeðmi hennar og feg-
urð en jafnframt lært því meir
sem á ævina leið að meta „ást-
kæra, ylhýra málið" og gert mér
grein fyrir að líf okkar sem sér-
stæðrar og jafnvel sjálfstæðrar
þjóðar byggist á því að það haldi
áfram að hljóma, haldi áfram að
vera lifandi og sæki styrk í upp-
runa sinn og lagi sig með eðli-
legum hætti að breyttum tímum.
Hinn virti og víðsýni skólamað-
ur, Steindór Steindórsson frá
Hlöðum, ritaði nýlega forystu-
grein í tímaritið Heima er best um
þessa orðabók. Þar segir hann
m.a.:
Örlygur Hálfdanarson
„Enskan sækir nú á oss úr öllum
áttum. Þar má nefna útvarp, sjón-
varp, kvikmyndir, dægursöngva,
dagblöðin og hver veit hvað: og á
þessum sviðum er tunga vor ber-
skjölduðust gagnvart hinum
ensku áhrifum, enda sjást þess
víða merki. En hroðvirkni og
subbuskapur í meðferð málsins
stafar oft af því, að oss hefir vant-
að stóra orðabók, sem gæfi réttar
þýðingar, og svo láta menn sér
nægja einhvern samsetning. Svo
hefir löngum verið mælt, að bibl-
íuþýðing og guðsorðabækur Guð-
brands biskups hafi á sínum tíma
bjargað tungu vorri undan áhrif-
um dönskunnar, og er það sfst of-
mælt. Ef til vill þykja það helgi-
spjöll að nefna hina nýju orðabók
í sömu andrá og hinar helgu bæk-
ur. En eitt er þeim sameiginlegt.
Orðabókin á að vera og getur orðið
álíka hlífiskjöldur til varnar
tungu vorri, og það er stærsta
hlutverk hennar og gefur henni
varanlegast gildi. Fyrir það ber að
þakka öllum þeim, sem að henni
standa.
Þessi mikla og fjölbreytta orða-
bók bendir oss á, að ummæli Ein-
ars Benediktssonar:
— Ég skildi, að orð er á íslandi til
um allt, sem er hugsað á jörðu
eru ekki skáldadraumur heldur
veruleiki, sem hún færir oss
drjúgan spöl áleiðis til að ná.“
Það er von mín að orðabókin
verði málinu sá hlífiskjöldur sem
Steindór nefnir í grein sinni. Þá er
tilganginum náð.
Með sanni má segja að leikir
sem lærðir, háir sem lágir, ræði
um þessar mundir um framtíð ís-
lenskrar tungu. Þannig ræddi for-
seti íslands, Vigdís Finnbogadótt-
ir, sérstaklega um landið, þjóðina
og tunguna, í hinni stórmerku
ræðu er hún flutti við embættis-
töku sína í ágúst. Það sem forset-
inn sagði þá var á þann veg að nær
verður ekki komist að lýsa tilfinn-
ingum þeirra sem láta sér annt
um framtíð tungunnar. Ég hefi
fengið leyfi til þess að birta hluta
af ræðu forsetans hér. Mér þykir í
raun svo vænt um þessi orð, að ég
hefi valið þann kostinn að láta þau
verða hin síðustu í þessum for-
mála:
„Maður og land, maður og
tunga, maður og minningar um
land og sögu, skráöar á eina
tungu. Það er fjöregg sem íslend-
ingum hefur verið falið að varð-
veita og gefur oss þjóðerni,
frjálsri þjóð í frjálsu landi, meðal
virtra þjóða heims.
En fjöregg eru brothætt og
þjóðernisvitund landsmanna ætti
einatt að vera vakandi fyrir því
sem gæti brotnað og týnst ef ekki
er farið með gát. Enda þótt landið
sé gjöfult og gott er það svo afar
auðsært, að ganga verður varlega
um það í hverju fótmáli. Því léttar
sem stigið er til jarðar, því fegn-
ara og þakklátara er þetta land,
sem í senn er eign vor og eigandi,
og á engan betri að en vin sinn,
þjóð sína til að græða sárin, þegar
hinir fornu féndur hafa farið um
— eldur, ís, eða snarpir vindar.
Vér eigum orðríka tungu og
þann munað að skilja saman blæ-
brigði hennar betur en nokkur
annar. íslensk þjóð er víða kunn
fyrir að hafa haldið þessari tungu
við. En hún er ekkert sameiginlegt
leyndarmál þjóðarinnar. Með ís-
lenskri tungu hafa skáld Isiend-
inga sagt stórbrotnar sögur af
manninum og mannlegum sam-
skiptum með margvíslegum flétt-
um um aldir, sem aðrar þjóðir
hafa allt frá upphafi Islands
byggðar vitað af. Listamenn og
hugvitsmenn verkmenningar hafa
skapað verk sín með hugsun á
þessari tungu. En það er með
tunguna eins og landið. Þjóðern-
isvitund landsmanna verður að
vera á varðbergi svo hún verði
ekki uppblæstri að bráð við
ágengni nýrra tíma og nýrra siða.
Orðin geta eins og gróðurinn blás-
ið burt, fyrnst og týnst. Og það eru
gömul sannindi, að það tekur
margfaldan tíma að rækta upp
aftur það, sem lagt hefur verið í
auðn, án þess að menn veiti því
athygli frá andartaki til andar-
taks, sem ekki sýnist svo mikil-
vægt og dýrmætt fyrr en litið er
til baka og það hefur runnið inn í
liðna tíma.“
Örlygur Hálídanarson er bókaút-
gefandi í Reykjavík.
Selfosskirkja:
Aðventukvöld og kaffiboð
í rúmgóðu safnaðarheimili
SelfoHHÍ. 14. desember.
HIÐ árlega aðventukvöld í Sel-
fosskirkju var haldið 9. des. sl.
Samkoma þessi er liður í jólaund-
irbúningi Selfossbúa og jafnan vel
sótt. Alls munu um 230 manns
hafa verið á samkomunni.
Dagskráin var með þeim hætti
að sóknarpresturinn, sr. Sigurð-
ur Sigurðarson, bauð gesti vel-
komna og kynnti dagskráratriði.
Nokkur fermingarbörn önnuðust
aðventukynningu á einfaldan og
hátíðlegan hátt. Jón Heigason
dómsmálaráðherra flutti aðal-
ræðu kvöldsins og fjallaöi í ræðu
sinni m.a. um áfengisbölið. Benti
hann á að árlega væri fjöldi
ungmenna fórnað á altari Bakk-
usar og flutti varnaðarorð og
lagði áherslu á að hefta þyrfti
útbreiðslu þessa mikla böls.
Glúmur Gylfason lék á orgel
og dóttir hans Kristín á flautu.
Þá flutti sr. Eiríkur J. Eiríksson
ræðu og fjallaði um þýðingar á
Morgunblaðið/Sig. Jónsson
Fermingarbarn kynnir aðventuat-
riði. A myndinni er einnig sr. Sig-
urður Sigurðson.
Biblíunni. Þá söng Kirkjukórinn
og kirkjugestir tóku vel undir.
f lok þessa aðventukvölds var
öllum kirkjugestum boðið upp á
kaffi í nýju safnaðarheimili
kirkjunnar, i boði kvenfélags
kirkjunnar. Innangengt er í
safnaðarheimilið úr kirkjunni og
er það góð viðbót þegar marg-
menni er þar við messur eða aðr-
ar athafnir.
Gestir á þessu aðventukvöldi
kunnu vel að meta góðgerðirnar
og húsið rúmaði alla í sæti.
Safnaðarheimilið hefur verið í
byggingu undanfarin ár, en
kvenfélag kirkjunnar hefur látið
sér annt um að byggingin gangi
vel og staðið fyrir bösurum o.þ.h.
til styrktar byggingunni. Fyrir
hálfum mánuði var þar haldin
fyrsta erfisdrykkjan en safnað-
arheimilið er einmitt vel til þess
fallið, þar er stór samkomusalur
og eldhús tengt honum.
Ein kvennanna úr kvenfélagi
kirkjunnar sagði mér að það
næsta sem þyrfti að gangast
Gestir þágu góðgerðir.
fyrir væri að setja varanlegt efni
á gólf kirkjunnar það væri alltaf
ófrágengið.
Þegar grunnur var tekinn
undir safnaðarheimili kirkjunn-
ar var einnig lagður grunnur að
turnbyggingu þeirri sem rísa á
við kirkjuna og mun setja mik-
inn svip á hana.
Sig. Jóns.