Morgunblaðið - 20.12.1984, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 20.12.1984, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DBSEMBER 1984 SINGER SAUMAVÉL Á KR. 10.944.- Vegna hagstæðra samninga við SINGER verksmiðjurnar bjóðum við nú SINGER SAUMAVÉLAR gerð 7146 á kr. 10.944- • FRÍARMUR + SJÁLFVIRKUR HNAPPAGATASAUMUR • STYRKTUR TEYGJUSAUMUR (OVERLOCK) • EINFÖLD í NOTKUN + SPÓLA SETT í OFANFRÁ • SKIPTING Á SAUMAFÓTUM AUÐVELD (SMELLTIR) • ALLUR HELSTI NYTJASAUMUR SINGER ER ALLTAF SPORI FRAMAR. SINGER 7146 ER MEST SELDA SAUMAVÉLIN í EVRÓPU í DAG. SSfSSS SAMBANDSINS ÁRMÚLA 3 SI'MI 687910 Elízabeth Taylor Liz í gift- ingarhug- leiðingum New York, 13. desember. AP. SÚ SAGA gengur nú fjöll inum hærra í New York og er höfð eftir vinum leikkonunnar Elizabeth Taylor, að leikkonan hyggi i gift- ingu í sjöunda sinn alveg á næst- unni. Si útvaldi er sagður vera bandarískur kaupsýslumaður, Dennis Stein. Þau Elizabeth og Dennis kynntust fyrir mánuði og hafa verið óaðskiljanleg síðan. Vict- or Luna, einn af mörgum fyrr- verandi unnustum Elizabeth, sagði að hún hefði hringt til sín og sagzt vera trúlofuð. „Hún hringdi til mín af því að við erum enn svo miklir vinir,“ sagði unnustinn sem eitt sinn var. John J. Miller vinur brúð- gumans og væntanlegur svara- maður staðfesti gleðifréttina í samtali við blaðið New York Post. Dennis Stein er jafngam- all Elizabeth, 52ja ára. Hann hefur ekki verið giftur nema einu sinni áður. Fyrsti maður Elizabeth var Nicky Hilton, síðan leikarinn Michael Wilding, sá þriðji kvikmyndaleikstjórinn Michael Todd, fjórði söngvarinn Eddie Fisher, síðan Richard Burton, sem hún giftist tvívegis og loks John Warner, bandarískur stjórnmálamaður frá Virginiu. Elizabeth skildi við alla menn sína, nema þann þriðja sem lézt í flugslysi. STÓRVIRKI UM SKALTÁRELDA SKAFTARELDAR 1783-1784 RITGERÐIR OG HEIMILDIR Tvær aldir eru liðnar frá lokum Skaftárelda, og er þess minnst með útgáfu þessa stóra verks með ritgerðum og heim- ildum um eldana og Móðuharðindin. Hér skrifa margir okkar bestu fræöimanna á sviöi sagnfræði, jaröfræði, læknisfræöi og landafræði um þetta mesta gos frá því land byggðist og afleiðingar þess. Sagt er frá nýjustu jarðfræöiniðurstööum um eðli gossins, gerð grein fyrir áhrifum þess á byggð, bændur og búalið, og rakin viðbrögð stjórnvalda i Kaupmannahöfn og ,,aðstoð“ ein- okunarverslunarinnar. Þá er í bókinni itarlegur og áhrifamikill heimildahluti með samtímalýsingum á gosinu og ástandi ís- landsárin 1783 —1784. Þessi sérlega eigulega bók er prýdd fjölda mynda, bæði svarthvitra og i litum, og i henni eru mörg kort. Bókin er í senn. handbók, vísindarit og fróðleiksnáma um einhverja mestu hörmungartíma islandssögunnar. Ritnefnd hennar skipuðu þeir Sveinbjörn Rafnsson, Þorleifur Einarsson, Gylfi Már Guð- bergsson, Gisli Ágúst Gunnlaugsson og Sigurður heitinn Þór- arinsson. Verökr. 2500,- NB Tilboðsverð f ram til 1. apríl 1985: kr. 1995. — Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Hitíð er framundan og verður in efa mikill og góður matur i borðum víða. Það getur því komið sér vel að hafa handhæga uppskrift sem sýnir hvernig nýta mi vel afgang af kjöti — hamborgarhrygg eða öðru létt- reyktu kjöti. Hér er dýrindis Hamborgar osta bakstur fyrir 6 'k bolli laukur fínsaxaður 2 matsk. smjör(vi) 2 bollar fínskorið hamborgarkjöt 3 stk. egg létt þeytt 1 bolli rifinn ostur (bragðmeiri teg. Maribó) % bolli tvíbökumylsna, fín 1 'h bolli mjólk Örlítill pipar malaður 1. Saxaður laukurinn er látinn krauma í feitinni eða þar til hann er mjúkur orðinn en ekki brúnn. 2. Síðan er öllu blandað saman lauk, kjöti, niðurifnum osti, eggjum, brauðmylsnu og mjólk og hrært vel. 3. Smyrjið vel stórt eldfast mót (ca. 25—15 sm, uppskriftin er stór), setjið deigið í mótið og bakið í ofni við 180° í 45—50 mín. Rétturinn er tilbúinn þeg- ar hnífsoddi eða prjóni er stungið í miðju og hann kemur út hreinn. Sem meðlæti með hamborgar- bakstrinum er hvers konar grænt grænmeti mjög gott, t.d. soðið sprotakál (Broccoli) með örlitlu bræddu smjöri hellt yfir. Við undirbúning jólasteikurinn- ar huga margir að víninu í sósuna. Vegna misjafnrar reynslu margra í þeim efnum skal bent á, að þegar vín er sett í heita sósu þá þarf að sjóða sósuna þar til alkóhólið er horfið. Alkóhólið gefur sósunni rammt bragð. Það eru bragðefni í víninu sem eiga að bragðbæta sós- una. Bragðið fer því eftir gæðum vínsins. Léleg ódýr vín geta auð- veldlega eyðilagt annars frábæra sósu. Margir bera fram ís á jólum og er súkkulaðisósa á ís alltaf vinsæl. Hér fylgir uppskrift af einni tunguhálli. 100 gr. súkkulaði eða súkkulaðilíki '/< bolli vatn V* bolli sykur 2 matsk. smjör(vi) 1 tsk. vanilla eða 1 matsk. góður líkjör sem er enn betra, nú eða gott kóníakstár 'k ltr. rjómi 1. Súkkulaði, vatn, sykur, smjör (og vanilla) er hitað að suðu og síðan látið sjóða við vægan hita þar til það hefur náð að þykkna. 2. Þá er það tekið af hellunni og líkjörnum bætt úr í og blandað vel saman. 3 Sósuefnið er síðan kælt. Þegar það kólnar verður það þykkt, næstum seigt. 4. Þeytið rjómann og vinnið sósu- þykknið upp í rjómann. Þessa sósu má útbúa á aðfanga- dag og setja í skál með loki eða plasti yfir og geyma í kæli. Hún geymist prýðilega í 3—4 daga eða lengur án þess að breyta sér eða tapa gæðum. Ath. Brennd vín eins og Ifkjör eða koníak sem notaðar eru í sæt- ar sósur þarf ekki að sjóða. Við förum létt með verðið í hrá- efni að þessu sinni. Áhyggjur af verði matvæla verða meiri eftir jól. Njótið því hátíðar. Gleðileg jól.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.