Morgunblaðið - 20.12.1984, Side 70

Morgunblaðið - 20.12.1984, Side 70
 70 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984 Sanitas NÚ ER VERÐMUNURINN JóladiYkkimír á ótrúlega lágu verði Gleðíleg jól. Sanítas hf. Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Hlutlaust framúr- stefnurokk Ég man ekki eftir að hafa heyrt hlutlausari plötu en Phantoms með The Fixx. Platan vakti hvorki upp neikvæðar né jákvæðar tilfinningar þegar hún var tekin upp til að vera sett á plötuspilarann. Svo rann hún í gegn án þess að nokkuð af henni sæti eftir. Og þannig er þetta bú- ið að vera allt frá því hún fyrst var spiluð. Átakalaust eru báðar hliðarnar spilaðar og ekkert sit- ur eftir. Hvorki tilfinning um að platan sé leiðinleg eða köllun eftir að hún sé spiluð aftur. Tónlistin gæti flokkast sem framúrstefnurokk. Hún er vönd- uð, vel spiluð og hljómgæði plöt- unnar eru mikil. Sá sem „pro- dúserar” plötuna heitir Rupert Hine en hann er þekktur fyrir að hafa sent frá sér mjög skrýtnar en góðar plötur. Þessi plata þarf greinilega mikil og náin kynni. Sá sem nennir og hefur þörf fyrir að sökkva sér niður í eina ákveðna plötu ætti að athuga þessa. Hann verður örugglega ekki fyrir vonbrigðum. Innantómt Eins og mig grunaði er tónlist Juice Newton ekki af þeim toga sprottin að um hana verði skrif- aðar bækur eftir 10 ár og hún lofuð fyrir að standast tímans tönn. Stúlkan er Amerísk, hefur ágæta rödd og plata hennar „Can’t Wait All Night“ inniheld- ur sýnishorn af nokkrum amer- ískum tónlistarafbrigðum. Á plötunni eru 10 lög sem flest eru hin þokkalegustu. Lögin eru vel flutt og sérlega vel unninn. Heyrist það meðal annars mjög vel þegar hlustað er eftir hljómgæðum plötunnar sem eru dágóð. Fyrri hlið plötunnar er hin rólegasta. Fyrsta lagið er sjálf- sagt það besta. „A Little Love“ heitir söngurinn og er grípandi ballaða. Næstu fjögur lög eru á sinn hátt hvorki fugl né fiskur. Þau skilja ekkert eftir, renna áreynslulaust í gegn og gera enga kröfu til þess að þau séu spiluð aftur. Hafi einhver gaman af þeim er það gott og gilt. Þau eru auðmelt afþreying sem má finna á mörgum stöðum. En ég er ekki viss um að allir sem við þessa tónlist fást gætu gert þetta jafn vel tæknilega en um innantómleikann efast ég ekki. Þegar plötunni er snúið við rennur fyrst í gegn „Let’s Dance“. Rokkari á svipaðri línu og Bruce Springsteen, en ekki í sama gæðaflokki. Það sem fer alveg með lagið eru einhver fá- ránleg fagnaðarlæti sem bland- að er inn í. Næsta lag er rólegt og stingur dálítið í stúf við það fyrra. Milt, fallegt og kryddað með stengjum, sem verða sem betur fer ekki of áberandi. Þriðja lagið keyrir hinsvegar um þverbak. Það er eins langt frá fyrsta laginu eins og verið getur. Rólegt, fullt af væmni og strengjum og á frekar heima í þýskum skemmtiþætti en á þess- ari plötu. Síðan koma tvö lög sem leggja ekkert til eins og lög- in fjögur á fyrri hliðinni. Þegar síðan leggja á dóm á plötuna í heild veit ég ekki hvort á að segja hana samhengislaust safn laga og óheilsteypta eða fjölbreytta afþreyingaplötu. En eins langt og hún nær er hún ágæt. En ef valið stæði um ein- hverja aðra plötu myndi ég hlusta vel áður en kaup væru ákveðin. Hvorki betra né verra... Eftir að vera búin að hlusta á þessa plötu nokkrum sinnum var ég ekkert yfir mig hrifinn. Rokk- ið sem Kiss spilar nú er hvorki betra né verra en það sem Kiss hefur hingað til haft fram að færa, en stenst því besta ekki snúning. að minnsta kosti mundi ég alltaf velja Dio ef um þessar tvær plötur væri að ræða til að setja á spilarann. En svo var verið að ræða þetta og þá kom fram athugasemd sem ég hafði ekki leitt hugann að. Einhver sagði að þessi plata væri góð og það mætti hafa mik- ið gaman af henni. Ekki var ég á sama máli eða þar til rökin fyrir þessu komu fram. Jú, sjáið til. í samanburði við Dio er platan ekkert sérstök en berðu hana saman við Manowar, Venom eða Metalica. í samanburði við þess- ar þrjár hljómsveitir spilar Kiss hið ágætasta rokk. Með þetta í huga verður ekki kveðinn neinn dómur yfir þessa plötu. Af þeim níu lögum sem eru á plötunni sat aðeins eitt eftir í minningunni þegar búið var að hlusta nokkr- um sinnum. Heaven’s On Fire heitir söngurinn sá. K.K nzia THORELLA Laugavegs Apótekí THORELLA Miðbæ við Háafeitisbraut w* VERÐTRYGGÐUR — vaxtareikningur VÖRNGEGN VERÐBÓLGU Mánaðarlega eru borin saman kjör hávaxtareiknings og verðtryggðra reikninga hjá bankanum, og vaxtabreytingar gerðar svo að Hávaxtareikningur verði alltaf betri kostur. ^ Betrí kjor bjóðast varía. > Samvinnubankinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.