Morgunblaðið - 20.12.1984, Page 72

Morgunblaðið - 20.12.1984, Page 72
72 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984 ÚRKCMVU SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 3, S11133 Dalakofiim TÍSKUVERSLUN AUGLÝSIR VORVM AÐ TAKA UPP NÝJAR VÖRUR ÍDAG Vetrarkápur í mörgum litum með og án hettu Kápur og úlpur, loðfóðraðar, á kr. 2.550,- Jakkar og hálfsíðar kápur Kvöldkjólar í miklu úrvali Svartar kvöldbuxur og hálfsíð pils. <SV Dalakofinn, Linnetsííg I, Haínarfírdi. Sími 54295. tískuverslun, Jólagjöfin í — eftir Kjartan Jónsson Nú líður að jólum og fólk er í óðaönn að kaupa jólagjafir handa sínum nánustu. Leysist þá úr læð- ingi það besta hjá jafnvel hinum verstu smásálum og eigingirnis- seggjum. Má þá sjá hinn harðsvír- aðasta bissnissmann laumast inn f leikfangabúð, kaupa brúðu, bil og umbúðapappír, gægjast út um dyrnar og athuga hvort nokkur sjái. Hlaupa út eldsnöggt og standa fyrir utan sakleysislegur eins og ungbarn lesandi nauðung- aruppboðin i Dagblaðinu, með gjöfina vandlega falda innan á sér. Þar sem langt er síðan fjár- hagsleg staða hinna lægst launuðu hefur verið eins slæm og i ár og ekki er við þvf að búast að engla- skarar flykkist af himnum og bæti kjör þeirra, er ég með hugmynd um jólagjafir sem ríkisstjórn og atvinnurekendur gætu gefið í ár. Þeir gætu nú einu sinni verið rausnarlegir, ef ekki launþeganna vegna, þá sjálfs sín vegna. Þeir gætu þá notið jólanna og þess frið- ar sem fylgir hreinni samvisku. Auk þess er ég með tillögu um hvað við Iandsmenn gætum gefið okkur sjálfum i jólagjöf. Ríkisstjórnin segi af sér Kærkomnasta jólagjöfin f ár væri eflaust að ríkisstjórnin segði af sér en þaö myndi sannarlega gleðja hjarta hvers og eins sem orðið hefur að þola 30% kaup- máttarskerðingu. Það ætti líka vel við þar sem jólin eru hátíð barn- anna, en þessi ríkisstjórn hefur svikið loforð sín, bætt við skulda- súpuna og veðsett framtíð barn- anna hjá erlendum bönkum, langt fram yfir daga þessarar stjórnar. Annars eru þeir ekki öfundsverðir, greyin í stjórninni, rígbundnir af vitavonlausu og úreltu kerfi sem inniheldur engar varanlegar lausnir. Þeir hafa heldur ekki ver- ið neitt mikið verri en fyrri stjórn- in, þeir hafa bara verið óvenju fljótir með vitleysu-kvótann sinn. Syndaaflausn fyrir brenniyínsflösku eða konfektkassa Þeir atvinnurekendur sem ekki eru orðnir svo forskrúfaðir að til- biðja Mammon og spámenn hans, Hayek og Friedman, gætu sýnt á sér nýja og betri hlið. 1 staö þess að kaupa friðþægingu og syndaaf- lausn með brennivínsflösku eða konfektkassa, gætu þeir hækkað lægstu launin þannig að fólk gæti lifað af 40 stunda vinnuviku. Svo Kjartan Jónsson gætu þeir bætt um betur og gefið öllu starfsfólki sínu aukna mögu- leika á því að hafa áhrif á sínum vinnustað. Það eru grundvallar- mannréttindi að fólk hafi eitthvað að segja um það umhverfi sem það eyðir helmingi síns vökutíma í. Eignarréttur atvinnurekandans er ekki mikilvægari en mannréttindi alveg eins og eignarréttur á brauði er ekki mikilvægari en réttur þess sem þarfnast brauðsins svo hann verði ekki hungurmorða. Ef atvinnurekandi getur ekki gert þetta, ef forsendan fyrir at- vinnurekstri hans er illur að- búnaður og smánarlaun, ætti hann hiklaust að hætta í atvinn- urekstri og fara að bródera eða eitthvað annað sniöugra. Hann ætti þá að gefa starfsfólkinu val um annaðhvort að taka við rekstr- inum og stofna samvinnufélag launþega eða leggja hann niður. Sem vannærðar hor- renglur með sultar- dropa í nefi Stærsti atvinnurekandinn, rík- ið, gæti gert litla vin sinn með lágu launin hoppandi glaðan með því að hafa jólagjöfina sérlega veglega í ár, því ólíkt félaga hans í einkageiranum er litli vinurinn ekki yfirborgaður. Að vísu hafa heyrst þvílík ramakvein frá ráða- mönnum um blankheit og kreppu, að halda mætti að þar væru á ferð vannærðar horrenglur með sultar- dropa í nefi. En hvað er ekki hægt ef viljinn er fyrir hendi? Það má færa fjármagnsstreymið frá óarðbærum fjárfestingum, óþarfa ár skrauthöllum og sílspikuðum milliliðum í vasa hinna lægst launuðu. Hvað gerir maður ekki fyrir vini sína? Það væri vegleg jólagjöf í ár, 50% kauphækkun, vafin inn í vísitölutryggingu. Kerfiskallar með bindi og stressara í pólitík í dag er í tísku að vera á móti kerfinu. Stjórnarandstöðu- flokkarnir kalla stjórnarflokkana kerfisflokka og Flokkur Mannsins kallar alla hina flokkana kerfis- flokka. Kerfishugtakið á sér þó eitthvað lengri sögu, menn hafa lengi talað um að „lenda i kerf- inu“, þ.e.a.s. hafa þurft að fara frá stofnun til stofnunar, frá starfs- manni til starfsmanns i leit að fyrirgreiðslu. Kerfið hefur þá ver- ið ósveigjanlegar stofnanir og jakkaklæddir kerfiskallar með bindi og stressara. Mun nær væri að kalla þetta afleiðingar kerfisins og skilgreina kerfið sem ákveðinn hugsunarhátt, hugsunarhátt stöðn- unar, eigingirni og íhaldssemi sem býr í okkur öllum í misjafnlega miklum mæli. Hinn dæmigerði kerfiskall rígheldur i ríkjandi ástand og þótt allt sé á leið til andskotans vill hann nekki sleppa. Hendum kerfinu í sjóinn í pólitík í dag er kerfishugsun- arhátturinn ríkjandi hjá þeim sem aðhyllast kerfi fulltrúaveldisins. Flokkarnir vilja allir breyta ein- hverju en það er allt innan ríkjandi kerfis nema hjá Flokki Mannsins. Með því að færa völdin til fólksins ætlar Flokkur Mannsins að koma á raunverulegu lýðræði i stað full- trúaveldis. Annað væri eins og að gera stöðugar endurbætur á mold- arkofa þegar allar aðstæður eru til þess að steypa sér nýtísku hús. Marga er farið að gruna að eitt- hvað sé að í ríkjandi kerfi en hingað til hefur ekki verið boðið upp á neinar útgöngudyr. Alveg eins og einhver átti frumkvæðið hjá forfeðrum okkar þegar þeir stukku úr trjánum, þá tekur Flokkur Mannsins frumkvæðið með hinni nýju pólitik. Það hefur þurft hugrekki á sinum tíma til þess að stökkva niður úr trjánum og eins krefst hin nýja pólitík hugrekkis af fólki en við skulum muna það að þeir sem ekki stukku niður úr trjánum á sínum tima eru þar enn. Hendum þessi kerfi i sjóinn, það væri veglegasta jóla- gjöfin sem við gætum gefið okkur sjálfum. Gleðileg jól. Kjartan Jónsson er verkamaóur og félagi í Flokki Mannsins. FÁLKINN Hrífandi hljómplata komin í hljómplötu- verslanir. Dagur ei meir Morgunn í maí Matthías Johannessen skáld les eigin Ijóö við undirleik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.