Morgunblaðið - 20.12.1984, Síða 74

Morgunblaðið - 20.12.1984, Síða 74
*MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984 Afmæliskveðja á tímamótum 7^ — Hafnarfjarðarkirkja 70 ára — eftir Guðmund Guðgeirsson Nú ljómar merkur dagur á tímamótum Hafnarfjarðarkirkju, en klukkur hennar hafa hringt til helgra tíða síðan 20. desember 1914 og hljómur þeira hefur borist upp til fjallanna og út til sjávar, við hinn friðsæla fjörð og ná- grannabyggðir. Umhverfis Hafn- arfjarðarkirkju er fyrst getið í Landnámabók, sem hefur að geyma elstu heimildir sem vitað er um Hafnarfjörð. Snemma á öldum leituðu aðrar þjóðir til íslands- stranda, vegna fengsælla fiski- miða og þá með aðsetur í Hafnar- firði. Þar voru hin bestu hafnar- skilyröi frá náttúrunnar hendi, enda var þar brátt aðal verslun- arstaður landsins. Fyrst koma Norðmenn við sögu um árið 1394. Á fyrri hluta 15. aldar koma Eng- lendingar, sem hafa verslun og afurðakaup um áratugi. Þegar leið undir lok 15. aldar komu Þjóðverj- ar og ná verslunaryfirráðum í Hafnarfirði. Eftir að Þjóðverjar höfðu komið fyrir miklum umsvifum á staðn- um, með nokkrum átökum varð ekki annað séð að þeir hefðu feng- ið nokkurn eftirþanka vegna yfir- gangs og leituðu því eftir sálarró við Himnaföðurinn. Sem þakk- argjörð byggðu þeir kirkju Drottni til dýrðar og fólkinu til uppbyggingar. Það verður að ætla að trúarlíf hafi verið iökað við upphaf búsetu og við hinn fagra fjörð og kyrrláta mannlíf, sem þá hefur verið. Þessi kirkja var hin fyrsta í Hafnarfirði, sem byggð var á 16. öld, sem einnig er talin hin fyrsta lúterska kirkja hér á landi. En ekki er vitað um aðrar kirkjubyggingar þegar leið fram á aldir, fyrr en að Fríkirkjan var byggð og vígð 1913 og Hafnar- fjarðarkirkja árið eftir 1914. Þessi mikla spenna um kirkjubyggingar í Firðinum, með árs millibili, var vegna skoðanaskipta í prestskosn- ingum á sínum tíma, en upp úr þvi var stofnaður Fríkirkjusöfnuður og er það ekki óþekkt fyrirbrigði í söfnuðum kirkjunnar í gegnum- tíðina, því vitað er að myndaðir hafa verið sérsöfnuðir vegna deilna um val á þjónum kirkjunn- ar, sem er orðið tímabært að endurskoða og fella niður ævi- ráðningar og koma 4 ár til greina, sem fyrsti áfangi. Slík er skoðun margra klerka og leikmanna. Hafnarfjarðarkirkja er fyrsta Þjóðkirkja sem byggð hefur verið í Hafnarfirði og hefur hún verið mikil bæjarprýði í miðbæ kaup- staðarins, við hinn hýra Hafnar- fjörð, sem horfir á móti sól. Kirkj- an stendur nú á timamótum, sem nánar verður vikið að. Stórhugur fólks í byrjun aldar Kirkjur eiga tímamót eins og aðrar opinberar stofnanir, sem í upphafi var vel að staöið og lengi skal standa og eiga langa framtíð samkvæmt þörf og vilja fjöldans, sem fylkir sér um boðum kirkj- unnar. Það mun teljast til nokk- urra tíðinda á árinu 1984, þegar þess er getið að kirkja af þeirri stærð sem Hafnarfjarðarkirkja er, hafi verið byggð á tæpu ári á sínum tíma eða árið 1914. Eftir að kaupstaðarrétturinn var fenginn 1907 fóru frammám- enn bæjarins að huga að ýmsum menningarmálum og framtíðar- verkefnum. Ekki leið langur tími þar til sá stórhugur kom í Ijós, hjá forystumönnum að beita kröftum sínum til þess að byggja kirkju, því engin kirkja var fyrir í vax- andi byggð við hinn lygna fjörð, en Hafnfirðingar áttu kirkjusókn að Görðum, Álftanesi. Guðmundur Guðgeirsson Eftir að afstaða var tekin til kirkjubyggingar voru margar fús- ar hendur tilbúnar að taka þátt i byggingu Hafnarfjarðarkirkju, um það ríkti einhugur, og boðin voru mörg gjafadagsverk, sem aldrei verða metin til peninga. Snemma vors 1914 var fram- kvæmdin hafin og átti kirkjan að rúma 450 sæti, en þá voru íbúar sóknarinnar um 16 hundruð manns. Unnið var af miklu kappi og stórhug, meginhluta ársins, að heita mátti dag og nótt, að sögn kunnugra. Áætlað var að kirkjan yrði fullbúin í desember og sú áætlun stóðst sem kunnugt er, því þann 20. desember 1914 var kirkj- an vígð af Þórhalli Bjarnasyni, biskupi. Slikur var áhuginn fyrir hinni nýju kirkju á vígsludegi hennar, að heimildir herma, að talin voru um 11 hundruð manna út úr kirkjunni að athöfn lokinni. Þetta þóttu mjög athyglisverð tímamót í hinum unga kaupstað sem Hafnarfjörður var þá, eða um sex ára gamall. Byggingarkostnaður kirkjunnar var talinn 42 þúsund. Þá gaf safn- aðarfólk 12 þúsund auk þess marga verðmæta kirkjugripi, messu- og altarisklæði. Atkitekt kirkjunnar var Rögn- valdur Ólafsson, sem var fyrsti húsameistari ríkisins. Hann var mikill listamaður i arkitektúr, stíll Hafnarfjarðarkirkju ber þess glöggt vitni, enda á hún margar fagrar systurkirkjur viðsvegar um landið, eftir sama höfund. Það var sagt á sínum tima, að tæplega væri lengra komist i silfegurð kirkna, enda verður þessi stílfeg- urð ávallt sigild, sem kirkjan f heild metur mikils og seint mun gleymast. Eg tel víst að arkitektar þessa lands meti að verðleikum þennan forfaðir i þessari grein, því hæfi- leikar hans skiluðu mikilli þróun í byggingarlist til komandi kyn- slóða, þó að hann hafi látist um aldur fram. Prestar kirkjunnar og orgelleikarar Vegna tímamóta Hafnarfjarð- arkirkju, má geta þess, að fyrsti prestur kirkjunnar var séra Árni Björnsson í Görðum, Álftanesi. Hann þjónaði um 17 ár, en hann mun hafa látist í mars 1932. Við kirkjunni tók um sinn séra Friðrik Friðriksson, sem þjónaöi fram yfir prestskosningar þá um sumarið. Um prestakallið sóttu margir merkir prestar, og tveir guðfræðingar. Úrslit kosninganna fóru á þann veg, að Garðar Þor- steinsson, cand. theol. hlaut lög- mæta kosningu við Hafnarfjarð- arkirkju. Honum veitt kallið þann 18. júní. Hann var vígður þann 23. júní. Síðar skipaður prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi 14. maí 1957. Séra Garðar þjónaði Hafnar- fjarðarsókn um 45 ár eða til þess að hann lét af embætti fyrir ald- urs sakir og heilsubrests á árinu 1977. Um vorið fór fram öðru sinni prestkosning í Hafnarfjarðarsókn og með 45 ára bili á milli kosn- inga. Um brauðið sóttu tveir prestar og hlaut séra Gunnþór Ingason lögmæta kosningu og hef- ur hann setið prestakallið síðan. Orgelleikarar kirkjunnar hafa verið tveir, sá fyrri var Friðrik Bjarnason, tónskáld, sá siðari er hinn kunni orgelleikari Páll Kr. Pálsson, sem var ráðinn þann 1. september 1950, og hefur stjórnað söngmálum kirkjunnar síðan. Páll hefur nú íátið af starfi, eft- ir 33 ár fyrir aldurs sakir eftir einkar farsæla þjónustu sem mik- ill hæfileikamaður i organleik. Hann fyllti jafnan kirkjuna af lif- andi og andlegri tónfegurð í lífs- starfi sinu svo athygli vakti. Helgi Bragason hefur núverið ráðinn organisti við Hafnarfjarð- arkirkju. Mikil endurnýjun Við sóknarnefndarmenn höfum leitast við í gegnum árin, að hafa kirkjuna í sem bestu formi, með þeirri von að helgiblær eigi ávallt ríkan þátt í þeim athöfnum sem fram fara í þeim anda sem við á. Með hliðsjón af 70 ára tímamótum Hafnarfjaðarkirkju, voru fyrir rúmum tveimur árum, gerðar miklar endurbætur á kirkjunni. Hún var máluð utan og innan, þá voru sætin stórbætt með bólstruð- um setum og endurnýjuð teppi kirkjunnar. Atlaristaflan var endurbætt af mikilli vandvirkni, því fylgir ferskur blær sem túlkar velgjörð skaparans og boðun kirkjunnar. Hátalarakerfið var búið nýrri tækni svo flutningur talaðs orðs kæmist betur til skila. Þá hlaut hið hljómfagra orgel kirkjunnar miklar og góðar endur- bætur, svo það varð sem nýtt, en orgelið var keypt árið 1955. Þessar framkvæmdir hlutu að kalla á talsvert fjármagn. En það eru ekki óþekktar ástæður að kirkjur búa við magran sjóð af þeim staðreyndum varð að leita til safnaðarfólks á þeim tíma með fjárhagslegan stuðning, sem brást mjög vel við sem fyrr. Á skömm- Jens Guð á villigötum — eftir Eggert Jónasson Loksins sá Jens Kr. Guð- mundsson sér færi á að svara grein minni sem birtist í Mbl. hinn 13. nóvember sl. Það er svo sem skiljanlegt að hann skuli ekki hafa dýft penna í blek fyrr — það er jú sennilega tímafrekt mjög að vera ritstjóri sorpblaðs á borð við það sem Jens ritstýrir. Ég var satt best að segja farinn að halda að Jens hefði ekki tekið eftir grein minni, eða öllu heldur ekki viljað sjá hana. Persónuníð Jens Guð hefur grein sína (Um gagnrýni Hjáguðs á rás 2 — Mbl. 12. des.) með því að lýsa tilgangi Hjá- guðs og reynir hann þar að rétt- læta árás blaðsins á starfsmenn rásar 2. Hann segir m.a.: „Það þarf að ganga svo hressilega fram af lesandanum að hann sýni við- brögð, og helst að hann standi á fætur.“ Eg vil vinsamlegast benda Jens á það að til eru aðrar leiðir en persónuníð og meiðyrði til að koma skoðunum sínum á fram- færi. Það þjónar engum tilgangi að kalla menn ruglukolla, fáfræð- inga og aulahúmorista þegar gagnrýna á gerðir manna. Kök- styðja þarf fullyrðingar á borð við þær sem þú leggur fram, annars dæmast þær marklausar. Kök- stuðningur virðist annars vera hugtak sem Jens þekkir ekki og kemur það berlega í Ijós í greinum hans í Hjáguð, sem og í skrifum hans í önnur blöð. Slíkt ber gleggstan vott málefnafátæktar. „Ég endurtek það að eigi gagnrýni að vera marktæk. þá verður hún að byggjast á rökstuðn- ingi en ekki meiðyrðum í garð einstakra manna eða órökstuddum dylgj- um.“ „Fyrst enginn hrósar mér þá verð ég að gera það sjálfur," heyri ég stundum einn merkismann segja. Það sama gerir Jens í grein- inni: „Ekki er annað að sjá en Hjá- guði hafi tekist vel upp,“ segir hann á einum stað. Til marks um það nefnir hann að Hjáguð hangi uppi ljósritað á auglýsingatöflu rásar 2. Mér er það mjög efins að þetta teljist blaðinu til hróss, öllu nær held ég að skýringin á þessu sé sú aö Hjáguð þjóni tilgangi skemmtiefnis á töflu þeirra rás- armanna, þ.e. að þegar stund gef- ist milli stríða, þá hlæi menn sig máttlausa að umfjöllun Jens! Orðabók Menning- arsjóðs Jens verður tíðrætt um Orðabók MenningarsjóðH í grein sinni. Ég má til með að fræða þig á því, Jens, að ég hef átt þá merku bók frá 14 ára aldri. Áskorun Jens á ættingja mína um að gefa mér bókina í jólagjöf er þó góðra gjalda verð, þar sem mig dauð- langar að eignast nýja útgáfu hennar. Ef ættingjar mínir sjá sér ekki færi á þessari gjöf, þá ert þú e.t.v. aflögufær um eitt eintak mér til handa? I fyrri grein minni gagnrýndi ég málfar í Hjáguð og nefndi þar til dæmi um 6 orð sem ég sagði að tilheyrðu ekki íslenskri tungu eft- ir mínum bestu heimildum. Um- mæli þessi hafði Jens svo orðrétt eftir mér (innan gæsalappa) í grein sinni og sagði að öll orðin mætti finna í íslenskri orðabók Menningarsjóðs. Það er undarleg tilviljun, að í beinni tilvitnun í grein mína hafa 2 orðanna 6 fallið niður hjá Jens, orðin „kómedía" og „sándgrúppa". Það er undarleg til- viljun í ljósi þess að þetta eru einu orðin sem ekki er að finna í Orða- bók Menningarsjóðs! Það er rétt hjá Jens að hin orðin fjögur eru í orðabókinni, en hann gleymir að geta þess að þrjú þeirra eru merkt með „?“ fyrir framan, sem þýðir skv. skýringum ritstjóra: „Vont mál. Orð og merkingar sem forð- ast ber í íslenzku (O.M., formáli, 1976).“ Fjórða orðið, „kópía" er ekki til í þeirri merkingu sem Hjá- guð leggur í það. Þessi „vinnubrögð" Jens, að hafa rangt eftir mér, eru í fullu samræmi við annað það sem birt- ist eftir manninn á prenti. Það er frumskylda allra blaðamanna (svo ekki sé minnst á ritstjóra) að hafa Eggert Jónasson beinar tilvitnanir rétt eftir, annað er vond blaðamennska (sorp). Jens gerir ennfremur að um- talsefni túlkun mína á orðinu ólæti. Enn leitar hann fanga í orðabókina góðu, og kemst að þeirri niðurstöðu að ólæti þýði há- vaða eða skarkala, en ekki slags- mál eins og ég taldi. Gott og vel, en þá spyr ég Jens: hvers konar hávaða og skarkala olli Poppbókin — í fyrsta sæti? En enn á ný „gleymir" Jens og vil ég benda honum á að fleiri orð eru til yfir ólæti samkvæmt orðabókinni. Þau tvö sem hún nefnir til viðbótar eru fyrirgangur og læti, og fæ ég ekki betur séð en þau styðji túlkun mina á orðinu ólæti. Ég vil því í framhaldi af um- mælum Jens skora á ættingja hans að gefa honum ekki Orðabók Menningarsjóðs í jólagjöf. Hann er nefnilega ekki orðinn nógu þroskaður til að geta notfært sér hana! Hér að lokum vil ég benda Jens á það, að enginn skrifar né talar nú forníslensku hér á landi, þó mismunandi sé eftir landshlutum og fleiru hversu menn komast ná- lægt því að tala gamla málið. Við íslendingar höfum þó reynt að varðveita sem mest af uppruna- lega málinu, enda er íslenskan hvað best stödd af Norðurlanda- þjóðunum hvað slettur og ambög- ur í máli varðar, þó ekki sé það Hjáguð að þakka! Gaman þætti mér að fá fram skilgreiningu Jens á orðinu „nýíslenska“ sem hann minnist á. Þar skildi þó ekki vera á ferðinni „ensk-íslenska“? Poppbókin og Frístund Byrjum á ágreiningi um sölu Poppbókarinnar. Enn á ný hefur Jens rangt eftir mér þegar hann segir mig hafa sagt að Poppbókin hafi selst í meðallagi í bókabúðum á Reykjavíkursvæðinu. Ég sagði að bókin hefði selst í slöku meðal- lagi í bókabúðum. Þetta orðalag er þannig tilkomið að ég vildi ekki taka of stórt upp í mig, en stað- reyndin er sú að þeir bóksalar sem ég ræddi við sögðu ýmist að bókin hefði selst lítið sem ekkert, eða að þeir könnuðust ekki við hana og þaðan af síður við að hafa selt hana! Jens uppfræðir mig á því að bókin hafi verið bókaklúbbsbók og hafi selst þar vel. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt um bókaklúbb Æskunnar þó vel megi vera að hann fyrirfinnist. Vill ekki Jens vera svo vænn að upplýsa lesendur Mbl. um þennan bókaklúbb og meðlimafjöla í honum, sem og fjölda seldra eintaka af bókinni þar. Þetta gæti leyst þennan ágreining okkar, þó mig gruni að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.