Morgunblaðið - 20.12.1984, Side 79

Morgunblaðið - 20.12.1984, Side 79
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984 79 Oáutttv SKERJABRAUT 1, SELTJARNARNESI „Hitt eigi duldist hám né lágum hógværð hennar og hjartagæði' (Matthías Jochumsson). Mér er brugðið, er ég kom heim eftir vikudvöl erlendis, að ég frétti að vinkona um hartnær 35 ára skeið væri látin. Þó kom mér þetta ekki á óvart, þar sem ættingjar hennar og vina- fólk biðu eftir að hún fengi hvíld eftir erfið veikindi, en það er nú samt svo með okkur mannfólkið, að við erum aldrei viðbúin dauð- anum, þegar hann ber að höndum. Þegar bestu vinirnir í gegnum árin hverfa með stuttu millibili, sem Dóra vinkona mín og maður hennar, Henning, sem lést fyrir rúmum fjórum árum, finnst manni stórt skarð höggvið i vina- hópinn. Dóróthe, eða Dóra eins og ég alltaf kallaði hana, var fædd í Hafnarfirði 27. febrúar 1924. Hún var dóttir hjónanna Bergstein- unnar Bergsteinsdóttur og Vil- hjálms Guðmundssonar. Hún var enda Nú kætast allir skemmtflegur og indæll tími framundan. Á góðri stundu njóta aflir sín vel í peysu frá Iðunni. Dóróthe Vilhjálms- dóttir - Minning Fædd 27. febrúar 1924 Dáin 14. desember 1984 Loks lét hún undan og fékk lausn frá kvölum, vinkona mín Dóróthe Vilhjálmsdóttir, Eskihlíð 9 í Reykjavík og þá var kominn 14. desember. Við bjuggum lengi hvort á móti öðru og dætur okkar urðu vinkon- ur ungar og eru enn. Eins og gengur í nútímanum vissi ég svo sem ekkert um þessa konu þegar ég flutti í húsið, hún var þar bara fyrir og lét stundum til sín taka. Ekki var alltaf að marka snöggt fas hennar og er árin liðu festi vináttan rætur í okkur og dugði. Lífið fór oft ekki sérlega mildum höndum um hana, en margir urðu sólskinsblettirnir í þeirri heiði er hún þurfti að ganga. Ung var hún þegar fyrsti maður hennar fórst í flugslysi og hún þá með barni. Öðru sinni giftist hún og þá dönskum manni og urðu ár þeirra mörg og fögur en svo varð hún ekkja aftur og enn á besta aldri. Með þeim manni eignaðist hún þrjár dætur en átti son frá fyrra hjónabandi. Þannig kólnaði öðru sinni í lífi hennar og Dóróthe þurfti að ná nýjum áttum. Sonurinn kvæntur og tvær dætur byrjaðar að búa en sú þriðja, Bryndís, var heima og stundar nám í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Loks kynntist Dóróthe ljúf- menni og ekkjumanni, Herði Sig- urjónssyni og leiddust þau heiðina frá því áðan. Gönguferðin þeirra varð styttri en menn vonuðu. Banvænn sjúkdómur beið hennar bak við stein og sló hana fljótt til jarðar en lék of lengi að henni. Það er gott að muna Dóróthe. Sviplaus var hún ekki, gustaði stundum frá henni, en bak við bjó varmi og viðkvæmni sem hún fékk í reynslugjöf og reyndi að dylja. Hún er fátækari Eskihlíðin núna, en himininn ríkari. Jónas Jónasson tíunda í röðinni af ellefu systkin- um. Móðir hennar lifir í hárri elli, en faðir hennar lést fyrir allmörg- um árum. Dóra átti margar góðar og skemmtilegar minningar frá æskuheimili sínu og samband þeirra systkina hefur alltaf verið mjög náið. Dóra fór ekki varhluta af sorg- um lífsins, því fyrri mann sinn, Georg Thorberg, flugmann, missti hún árið 1947, er hún gekk með son þeirra, sem svo var skírður Georg. Seinni maður Dóru var Henning Christensen, mjólkurfræðingur,- fæddur á Langalandi í Danmörku. Þau giftust árið 1950 og eignuðust þrjár dætur, Margréti, sem er gift og búsett í Frakklandi, Karen, sem er gift og búsett í Kópavogi, og Bryndísi, sem enn er í foreldra- húsum og stundar nám í mennta- skóla. Henning lést árið 1980. Barnabörnin eru sex. Lánsöm var Dóra, þegar hún eignaðist Hörð Sigurjónsson flugmann að vini og áttu þau margar góðar stundir saman þann stutta tíma áður en hún veiktist af þeim sjúkdómi, er leiddi hana til dauða. Og fannst mér sem öðrum að hún væri búin að höndla ham- ingjuna á ný. Hörður reyndist henni stoð og stytta í veikindum hennar þar til yfir lauk og er það honum þungbær sorg að hafa hana ekki lengur hjá sér. Dóra tal- aði oft um hve hugulsamur og nærgætinn Hörður væri við sig. Góð vinátta var á milli okkar Dóru frá því við kynntumst fyrst. Menn okkar voru báðir danskir og var það til þess að samheldnin varð enn meiri. Það var næstum föst venja, að Dóra og Henning komu til okkar seint á Þorláks- messu í kaffi að afloknum eril- sömum degi. Og eftir lát Hennings hélt Dóra þessum sið, en nú hefur það tekið enda eins og svo margt annað. Eftir að við urðum báðar ekkjur, höfðum við styrk hvor af annari og áttum saman margar góðar stundir. Dóra var mjög viðkvæm í lund, en var samt kát og skemmtileg og gátum við oft hlegið mikið saman. Reyndist hún vinum sínum og ættingjum eins vel og hugsast gat, án j)ess að láta mikið yfir því. Ég votta börnum hennar, fjöl- skyldum þeirra, svo og Herði vini hennar, mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning hennar. Vinkona ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast í í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. f minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.