Morgunblaðið - 20.12.1984, Page 80
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984
Selma Kaldalóns
- Minningarorð
Fædd 27. desember 1919
Dáin 12. desember 1984
Tengdamóðir mín, Selma
Kaldalóns tónskáld — eða Cecelia
Maria eins og skírnarnafn hennar
var — verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í dag. Hún lést á
Borgarspítalanum að kvöldi hins
12. desember eftir að hafa orðið
fyrir sviplegu slysi réttri viku áð-
ur.
Selma fæddist í Ármúla við ísa-
fjarðardjúp 27. desember 1919 og
hefði því orðið 65 ára nú um jólin.
Foreldrar hennar voru Sigvaldi S.
Kaldalóns læknir og tónskáld og
kona hans, Karen Margrethe
Christine Mengel-Thomsen hjúkr-
unarkona. Selma ólst upp í Ár-
múla, Flatey og Grindavík en á
öllum þessum stöðum var faðir
hennar héraðslæknir.
7. maí 1944 giftist Selma eftir-
lifandi eiginmanni sínum, Jóni
Gunnlaugssyni iækni. Þau bjuggu
fyrst í stað í Reykjavík meðan Jón
var að ljúka Iæknisfræðinámi en
fluttu til Reykhóla í Barðastrand-
arsýslu 1947 þar sem Jón var ráð-
inn héraðslæknir. Þar bjuggu þau
í sex ár. Fluttust til Selfoss 1953
þar sem þau reistu sér mikið og
glæsilegt hús. Er Jón og Selma
fluttu frá Selfossi um áramótin
1964—65 keypti Selfossbær húsið
af þeim og gerði að héraðslækn-
isbústað. Atvikin höguðu því svo
að faðir minn fluttist með fjöl-'
skyldu sína til Selfoss í árslok
1968 þar sem hann var ráðinn hér-
aðslæknir. Fluttumst við þá í hús
það sem Jón og Selma höfðu reist
og komst ég þannig í mjög óbeina
snertingu við fjölskyldu Selmu
löngu áður en leiðir okkar Gunn-
laugs, sonar hennar, lágu saman.
Ári eftir að Selma og Jón fiuttust
til Reykjavíkur höfðu þau reist sér
nýtt og skemmtilegt heimili á
Skólabraut 61, Seltjarnarnesi, þar
sem þau hafa búið síðan.
Mín fyrstu kynni af Selmu voru
um áramótin 1976—77 er ég hafði
kynnst Gunnlaugi, elsta syni
hennar, sem síðan varð eiginmað-
ur minn. Ég man ég kveið því dá-
lítið að hitta hana. En sá kvíði
reyndist algjörlega ástæðulaus.
Um það geta vitnað þeir sem
kynnst hafa henni. Orðið tengda-
móðir er í hugum furðu margra
tengt afskiptasemi og óþarfa ráðs-
vnennsku. Kynni mín af Selmu
eiga ekkert skylt við þau hugtök.
Hún reyndist mér fremur móðir
en tengdamóðir.
Skammt er um liðið siðan Selma
og Jón heimsóttu okkur Gunnlaug
og bðrn okkar hingað til Lundar í
Svíþjóð. Þau dvöldu hjá okkur í
hálfan mánuð i byrjun september
síðastliðins. í þeirri heimsókn
komu vel í ljós ýmsir af bestu eig-
inleikum Selmu. Þannig hafði vilj-
að til að á leið með ferju yfir
Eyrarsund hafði Selma snúið sig
svo illa á fæti að hún varð að
halda kyrru fyrir á heimili okkar í
nokkra daga meðan Jón sótti bæði
Rotary- og læknaþing í Malmö.
Selma lét það ekki á sig fá þó
minna yrði úr ferðalögum um
Skán en staðið hafði til og var hún
þó mikið gefin fyrir ferðalög. Ekk-
ert hljóðfæri höfðum við heldur
upp á að bjóða. En liti var hægt að
útvega. Selma settist þá út í garð í
fallegu haustveðrinu og tók að
mála blómamyndir. Og ekki leið á
Iöngu þar til hún var komin í gott
samband við hóp barna í hverfinu
sem hópast höfðu til að fylgjast
með henni teikna og mála. Blóma-
myndirnar sem hún gaf okkur áð-
ur en hún kvaddi okkur í síðasta
sinn munu prýða heimili okkar í
framtíðinni.
f þessu litla atviki birtust tveir
áberandi eiginleikar í fari Selmu.
Annars vegar hinir listrænu eig-
inleikar sem engan veginn voru
bundnir við tónlistina eina og hins
vegar lýsir þetta atvik því hversu
félagslynd hún var og átti gott
með að komast í samband við fólk
og þá ekkert síður börn en full-
orðna. Heimsókn Selmu og Jóns
hingað til Lundar í september síð-
astliðnum var mjög ánægjulegur
tími og á þessari stundu er ég sér-
staklega þakklát fyrir að eiga
þessar minningar.
Ég á líka margar góðar minn-
ingar frá heimili Selmu og Jóns á
Skólabraut 61. Ekki síst frá því að
ég kom þangað síðast en það var í
maímánuði síðastliðnum. Þá átti
Jón sjötugsafmæli og þau hjónin
fjörtíu ára hjúskaparafmæli. Er
ekki ofmælt að segja að hjóna-
band þeirra hafi verið mjög far-
sælt og þó þau væru ólík í mörgu
þá voru þau afskaplega samhent.
Gestrisni hefur alltaf verið ein-
kennandi fyrir þau bæði og á
tímamótunum í lífi þeirra síðast-
liðið vor hvarflaði aldrei að þeim
að vera „að heiman". Haldið var
upp á afmælið af mikilli reisn og
að sjálfsögðu sat tónlistin í fyrir-
rúmi þar. Jón studdi Selmu ætíð
með ráðum og dáð í tónlistinni og
eru mörg laga hennar samin við
ljóð hans.
Selma var einstaklega hlýleg
kona og birtist hlýja hennar í mik-
illi nærgætni gagnvart umhverfi
hennar öllu. En fjölskyldan sat þó
alltaf í fyrirrúmi hjá henni og hún
fylgdist alltaf mjög náið með öll-
um börnunum og barnabörnunum
þrátt fyrir að stór hluti þeirra búi
erlendis. Mér hefur alltaf fundist
það vera afskaplega sterkt ein-
kenni á heimili Jóns og Selmu
hversu opið og líflegt það er. Vinir
allra barnanna ganga þar út og
inn og ekki bara sem gestir heldur
sem vinir sem ekki þurfa að gera
boð á undan sér. Þó mörg barn-
anna búi erlendis hafa margir af
gömlu vinum þeirra haldið áfram
að koma á Skólabraut 61. Selma
var alltaf afskaplega vel að sér í
því sem var að gerast hjá yngri
kynslóðinni og aldrei var hægt að
merkja neitt kynslóðabil þar.
Tæpast verður svo um Selmu
Kaldalóns rætt að ekki sé minst á
tónlist í sömu andrá. Tónlistin var
Selmu í blóð borin enda Sigvaldi
faðir hennar, eitthvert ástsælasta
tónskáld íslensku þjóðarinnar.
Sjálf hefur Selma í endurminn-
ingarkafla um föður sinn í bók
Gunnars M. Magnúss um Sigvalda
S. Kaldalóns lýst því hversu mikil
áhrif faðir hennar hafði á hana.
„Ég vaknaði oftast við músík á
morgnana og sofnaði við músík á
kvöldin," skrifar hún meðal ann-
are þar. Svipaða sögu hafa börn
Selmu að segja um æskuheimili
sitt. Þar heyrðist oft leikið á píanó
snemma á morgnana og enn al-
gengara var að Selma léki tónlist
þá er komið var fram undir mið-
nætti. Það var þó ekki fyrr en á
síðustu árum sem Selma gat sinnt
þessu áhugamáli sínu að einhverju
marki. Árið 1980 kom út hljóm-
plata með tólf lögum Selmu og tíu
lögum eftir Sigvalda, föður henn-
ar, og í fyrra kom út nótnahefti
með 27 af lögum Selmu.
Það liggur í augum uppi að ekki
var mikill tími til að sinna áhuga-
málum þegar barnahópurinn var
jafn stór og raun ber vitni. Öll
barnabörnin hafa um lengri eða
skemmri tíma dvalið hjá ömmu
sinni, og elsta barnabarnið, Jón
Stephenson, hefur alveg alist þar
upp. Ekki er óalgengt að allt að
fimmtán manns hafi setið til
borðs á Skólabraut 61. En þrátt
fyrir hið stóra heimili tókst Selmu
alltaf að finna tíma til að setjast
við hljóðfærið, oft með eitthvert
barnabarnanna í fanginu enda
samdi hún lög fyrir mörg þeirra
og tileinkaði þeim. Selma sagðist
sækja styrk í hljóðfærið þegar
eitthvað bjátaði á. Tónlistin var
hennar líf og yndi og þó hún í
lítillæti sínu liti aldrei á sig sem
listamann þá veit ég að henni
þótti afskaplega vænt um þá við-
urkenningu sem hún hlaut er
henni voru veitt listamannalaun á
síðastliðnu ári.
Mörg af lögum Selmu eru samin
við trúarlega texta enda hefur hún
sagt að hún hafi haft sérstakan
áhuga á að semja tónlist við trú-
arleg ljóð. Það þarf ekki að koma á
óvart því að guðrækni var í háveg-
um höfð á heimili Selmu og Jóns
og sjálf var Selma um skeið
kirkjuorganisti. Sérstakt dálæti
hafði Selma á mörgum Ijóðum
Stefáns frá Hvítadal og gerði hún
lög við nokkur ljóða hans, meðal
annars ljóðið „Skýldu mér“. Þar
segir meðal annars:
Klukkurnar kalla mig,
kveðja á herrans fund.
Hjarta mitt hikar við,
heilög er þessi stund.
Nú hefur Selma sjálf verið
kvödd á „herrans fund“. Henni
fylgja saknaðarkveðjur níu barna,
tengdabarna og sextán barna-
barna I fimm löndum, íslandi,
Kanada, Danmörku, Noregi og
Svíþjóð. Öll eiga þau um sárt að
binda en sárastur er missir Jóns,
tengdaföður míns, sem nú sér á
bak lífsförunaut sínum eftir
fjörtíu ára farsæit hjónaband.
Honum sendi ég mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur og veit að
hann mun sækja styrk I þá trú,
sem hann og Selma ólu börn sín
upp í: „Því að ég er þess fullviss,
að hvorki dauði né líf ... né nokk-
uð annað skapað muni geta gjört
oss viðskila við kærleika Guðs,
sem birtist í Kristi Jesú Drottni
vorum“. (Rómv. 8:38.)
Þessum minningarorðum um
Selmu, elskulega tengdamóður
mína, fylgja að lokum einlægar
samúðarkveðjur mínar til allra
annarra aðstandenda hennar.
Guðrún H. Brynleifsdóttir,
Lundi, Svíþjóð.
„En vinternatt daa vinden
sang.“
Þessi Ijóðlína er titill að fallegu
lagi eftir Selmu Kaldalóns, sem ég
minnist sérstaklega í dag.
Selma Kaldalóns er látin. Við
sem fengum að njóta vináttu
hennar, ómældrar gestrisni og
hlýju eigum vart orð til þess að
þakka né heldur hugga.
Selma Kaldalóns var hrifnæm
kona og mikill húmoristi, henni
tókst alltaf, þrátt fyrir gífurlegar
annir á stóru heimili, að finna sér
tíma til þess að sinna sínum hugð-
arefnum tónlistinni og myndlist-
inni. Að vera vinur barnanna var
líka að vera vinur hennar, hennar
móðurfaðmur átti sér engin tak-
mörk.
Það verða aðrir til þess að rekja
æviferil Selmu, ég vil aðeins með
þessum fáu orðum lýsa þakklæti
mínu fyrir að hafa eignast þann
mikla fjársjóð að vera alltaf tekin
sem fjölskyldumeðlimur á yndis-
legu heimili Jóns og Selmu. Orð
eru fátækleg á stundu sem þess-
ari, en minningin um merka konu
lifir.
Guð blessi ykkur öll og gefi ykk-
ur styrk í ykkar miklu sorg.
Samúðarkveðjur.
Elísabet Brekkan
Frú Selma Kaldalóns, húsmóðir,
tónskáld, píanóleikari, var ástsæl
af kunningjum, félögum, vinum,
ættingjum. Engan sem kynntist
henni, furðar heldur á, þó að hún
væri vinsæl og nyti virðingar
fólks. Framkoma hennar var
þannig, að hún laðaði alla að sér
með móðurlegri ástúð.
Frú Selma var ein af þeim fáu
manneskjum, sem vekja það bezta
hjá öðrum með návist sinni. Ekk-
ert óhreint eða Ijótt gat þrifist
nærri henni. Frú Selma var frið-
arhöfðingi. Fróð var hún, minnug
og skemmtin í tali. Gestrisin við
hvern sem bar að garði. Það er því
ekki að undra, þó að menn fýsti að
heimsækja þau hjón og minnist
viðkynningarinnar við þau sem
einhvers þess bezta, sem þeir hafa
reynt.
Við munum sakna hennar, sæti
hennar meir en vandfyllt.
Foreldrar mínir og við Berit
sendum Jóni lækni, börnum þeirra
hjóna og öllum aðstandendum
dýpstu samúðarkveðjur.
Helgi Vigfússon,
Ál, Noregi.
Húsfreyjan settist við hljóðfær-
ið, og innan skamms tíma hljóm-
uðu um stofu undurfagrir tónar,
tónlist sem við öll þekktum svo
vel, lög sem sungin hafa verið á
flestum heimilum þessa lands á
liðnum áratugum, lög Sigvalda
Kaldalóns, föður húsfreyjunnar.
Síðan hóf hún einnig að leika af
fingrum fram eigin stef, og stund-
in varð heilög. Ut um stofuglugg-
ann gaf að líta til Nesstofu, þar
sem starfsbróðir húsbóndans
hafði fyrir tveimur öldum fyrstur
íslendinga hafið það verk að líkna
og lækna. Faxaflóinn speglaðist í
roða síðsumarsólar, Snæfellsjök-
ull fullkomnaði þessa fögru mynd.
Þessi lýsing úr dagstund kemur
upp í huga okkar hjónanna er við
minnumst listakonunnar Selmu
Kaldalóns og hennar fagra menn-
ingarheimilis, og sjálf teljum við
okkur ríkari að hafa átt þess kost
að kynnast henni í lífi og starfi
meðal íbúa okkar unga bæjarfé-
lags, Seltjarnarneskaupstaðar.
Selma og eiginmaður hennar, Jón
Gunnlaugsson læknir, festu sér
búsetu um svipað leyti og við
hjónin á Seltjarnarnesi. Síðan eru
liðnir tveir tugir ára. Húsbóndinn
gerðist heimilislæknir okkar, og
bæði hófu þau hjónin þátttöku í
ýmsum menningar- og framfara-
málum vaxandi bæjarfélags.
Kynnin efldust og úr varð einlæg
vinátta, vinátta sem hér skal
þökkuð á kveðjustund Selmu.
Aðrir munu vafalítið rekja lífs-
feril þessarar merku konu, æsku-
heimili hennar og fyrstu mann-
dómsár, þrautseigju og baráttu
listakonunnar sem elskaði jafnt
æðstu gyðju allra lista, tónlistina,
sem eiginmann sinn og þeirra
stóra glæsilega barnahóp. Soropt-
imistasystur votta hinsvegar
þakklæti fyrir hugheil störf Selmu
að málefnum Soroptimistaklúbbs
Seltjarnarness, en málefni soropt-
imista áttu stórt rúm í hjarta
Selmu allt frá stofnun klúbbsins.
Bæjaryfirvöld Seltjarnarnes-
kaupstaðar þakka af alhug öll þau
störf að framfara- og menningar-
málum sem Selma Kaldalóns lagði
til síns unga bæjarfélags. Ávallt
stóð hún sem klettur við hlið
mannsins síns að eflingu fjöl-
margra hagsmunamála bæjarfé-
lagsins.
Ungt bæjarfélag er fátækara
eftir en áður við fráfall Selmu
Kaldalóns. En minningin um ein-
staka heiðurs- og listakonu mun
lifa, svo lengi sem tónar hljóma.
Verði vinkonu okkar Selmu
Kaldalóns hvíldin vær.
Ingibjörg og Magnús Erlendsson.
„Það hefur orðið breyting í
mínu húsi,“ sagði góðvinur minn
og nágranni Jón Gunnlaugsson
þegar hann tilkynnti mér lát eig-
inkonu sinnar, Selmu Kaldalóns,
þann 12. des. síðastliðinn. Það hef-
ur líka orðið breyting í mínu húsi.
Að missa góðan og virtan granna í
gegnum 19 ár er áfall fyrir mig og
allt mitt fólk.
Fyrir réttri viku sat hún hjá
mér í eldhúsinu, skrafaði um dag-
inn og veginn, meðal annars hvað
hún hefði á prjónunum viðvíkj-
andi sín hugðarefni. Hún gekk
héðan fáein skref, rann á hálku og
hlaut slæman höfuðáverka. Eftir
vikudvöl á Borgarspítalanum kom
kallið skyndilega.
Þegar Jón og Selma fluttust
hingað i næsta hús árið 1965, birti
heldur betur upp í þessu fámenna
nágrenni. Fjölskyldan var stór, 9
börn, sem nú eru orðið allfátítt.
Strax tókst góður vinskapur á
milli heimilanna. í gegnum öll
þessi blessuðu ár, sem við höfum
átt því láni að fagna að eiga Jón og
Selmu að vinum og nágrönnum,
hefur aldrei borið skugga á. Jón
sagði í tölu sem hann hélt i mínu
húsi, fyrir um ári, „að aldrei hefði
þurft grindverk á milli lóðanna".
Þetta segir sína sögu.
+ Móöir min, tengdamóöir, amma og langamma. + Móðir min,
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR, INGIBJORG GUDRÚN MAGNÚSDÓTTIR,
áöur Gullteig 4, Brekkuhvammi 6,
lést á Elliheimilinu Grund 18. desember. Hafnarfiröi,
Útförin fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 28. desember kl. lóst á Sólvangi miövikudaginn 19. desember.
13.30. Fyrir hönd vandamanna.
Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Laugarneskirkju. Fyrir hönd vandamanna, Maddý Guömundsdóttir.
Þórdís Guönadóttir.
t + Faöir minn.
Móðir okkar. JÓN STEFÁNSSON VOPNI,
GUDBJÖRG KRISTINSDÓTTIR, Grónufólagsgötu 43,
er látin. andaöist á Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri 18. desember.
Krietin Jónsdóttir, Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Arndís Jónsdóttir. Unnur Jónsdóttir.