Morgunblaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 86
86
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984
Svar við ásökunum Ólafs M.
Jóhannessonar á samtök-
in Ungt fólk með hlutverk
- eftir Friðrik Ó.
Schram
Tilefnið
Ástæða þessarar greinar minn-
ar eru skrif dálkahöfundar Morg-
unblaösins Ólafs M. Jóhannesson-
ar um:
1. Það sem hann telur afstööu
samtakanna Ungt fólk með
hlutverk (skammst. UFMH) til
fólks sem nú lætur lífið í hung-
ursneyðinni í Eþíópíu.
2. Stöðu UFMH innan þjóðkirkj-
unnar.
3. Trúarafstöðu meðlima samtak-
anna.
Mun ég nú rekja gang málsins.
Órökstuddar
fullyrðingar
í Morgunblaðinu þann 29. nóv.
sl. birtist grein eftir Ólaf og bar
hún yfirskriftina: „Afríka“. Þar
farast honum svo orð: „... ég
heyrði hér á dögunum hreyft
þeirri kenningu, að aðeins heiðið
fólk dæi nú í Eþíópíu, enginn hefði
dáið úr hópi hinna kristnu. Ég hef
grun um að þessi skoðun eigi sér
fylgjendur í trúarsöfnuði er til-
heyrir þjóðkirkjunni. Ég spyr
þetta sannkristna fólk, hvers eiga
litlu börnin að gjalda sem nú eru
að deyja í fangi mæðra sinna aust-
ur í Eþíópíu? Hvað hafa þau til
sakar unnið framyfir hin er lifa
sökum trúarinnar?"
Af þessari tilvitnun mætti álíta
að einhver söfnuður innan þjóð-
kirkjunnar haldi fram þeirri
kenningu að ekki deyi aðrir af
hungri í Eþíópíu um þessar mund-
ir en heiðnir menn. í framhaldi af
því er svo siðferðilegri spurningu
beint til þessa ónafngreinda þjóð-
kirkjusafnaðar. Spurningin væri
fullkomlega réttmæt ef það sem á
undan henni fer hefði við einhver
rök að styðjast. En er það raunin?
Hafði Ólafur rökstuddan grun um
einhvern þjóðkirkjusöfnuð sem
heldur slíku fram? Sjálf er kenn-
ingin svo fráleit að hennar vegna
hefði ég ekki skrifaö þessa grein,
en vegna þess að Ólafur segir í
öðrum dálki sem hann skrifar í
Morgunblaðið 8. des. sl., að þessar-
ar kenningar gæti í samtökunum
Ungt fólk með hlutverk fæ ég ekki
orða bundist.
SÍK telur höggið
ætlað sér
Þessi þokukenndu skrif Ólafs í
Morgunblaðinu 29. nóv. sl. um
grun sinn um trúarsöfnuð í þjóð-
kirkjunni sem þannig kennir, urðu
þess valdandi að einn þeirra ís-
lendinga sem best þekkja til
kristniboðs íslendinga í Afríku,
vinur minn og kristniboðinn séra
Kjartan Jónsson, sá tilefni til að
gera athugasemd.
Séra Kjartan segir m.a. í grein
sem hann skrifar í Morgunblaðið
7. des. sl.: „Ég get ekki skilið orð
Ólafs öðruvísi en að hann beini
spurningu sinni til Sambands ís-
lenskra kristniboðsfélaga,
skammst. SÍK og: „Sem
kristniboðsvinur og kristniboði, er
þekkir kristniboðsstarfið frá
fyrstu hendi, tek ég spurningu
Ólafs til mín, því að mér finnst
skrif hans bera vott um mikla
vanþekkingu á öllu kristniboðs-
starfi og einkennast af fordómum,
sem ekki er hægt að láta ósvarað."
Vísar séra Kjartan því síðan al-
farið á bug að farið sé í mann-
greinarálit þegar kristniboðarnir
deili út matvælum til sveltandi
Eþiópíumanna, að kristnir menn
séu látnir sitja þar fyrir en heiðn-
ir mæta afgangi. Nei, þar sitja all-
ir við sama borð. Kemur meira að
segja fram í máli séra Kjartans,
að við mikla matarúthlutun sem
SÍK stóð fyrir í Eþíópíu árið 1973
voru kristnir menn aðeins 10%
þeirra sem aðstoðar nutu.
Séra Kjartan gerir góða grein
fyrir afstöðu SIK til Afríku-
kristniboðsins til að hreinsa sam-
bandið af ásökunum sem hann tel-
ur Ólaf bera á það. Einnig sést af
greininni að hann óskar eftir að
Ólafur skýri orð sín betur. Hann
fer fram á að Ólafur upplýsi hvar
og hvenær þau orði hafi verið lát-
in falla sem vekji grunsemdir um
mismunun í hjálparstarfinu í
Eþíópíu.
Þessi ósk séra Kjartans verður
síöan tilefni annarrar greinar frá
hendi Ólafs og birtist hún í Morg-
unblaðinu 8. des. sl. Titill þeirrar
greinar er: „Daglegt mál“, en það
er fyrst í síðasta hluta hennar sem
ber yfirskriftina „Svar til kristni-
boða“ sem hulunni er svipt af og
Ólafur talar berum orðum.
Spjótunum beint
að UFMH
I svari sínu útskýrir Ólafur
hvers vegna hann hafi skrifað
fyrri grein sína og segir: „í þessu
greinarkorni (þar vísar hann til
fyrri greinarinnar frá 29. nóv. —
FÓS) hef ég nánast orðrétt eftir
ummæli góðs vinar míns, sem er
meðlimur í söfnuði er nefnist
Ungt fólk með hlutverk, þess efnis
að hann hafi heyrt þess getið að
aðeins heiðið fólk dæi nú í
Eþíópíu, enginn úr hópi hinna
kristnu."
Lítum aðeins nánar á þessa
málsgrein. Hér gefur Ólafur í
skyn að þjóðkirkjusöfnuður sá
sem hann nafngreindi ekki í grein
sinni frá 29. nóv. sé Ungt fólk með
hlutverk. Fyrst vil ég benda ólafi
á að UFMH er ekki söfnuður held-
ur samtök. Nánar um það síðar.
Kjarni málsins hér eru þau orð
Ólafs að þessi góði vinur hans á að
hafa heyrt þess getið að aðeins
heiðið fólk dæi nú af hungri í
Eþíópíu. Ólafur segir ekkert um
það hvar eða hvenær þessi orð hafi
verið látin falla eða hver hafi sagt
þau. Séra Kjartan fór fram á að fá
að vita það í sinni grein frá 7. des.,
en Ólafur hefur augljóslega ennþá
ekkert svar við því. I svari sínu til
séra Kjartans segir Ólafur enn-
fremur: „Ég rökræddi þessa full-
yrðingu nokkuö við vin minn, og
fékk þessi skoöun svo mjög á mig
(þ.e. hungurdauöi heiðingja en
björgun kristinna — FÓS) að ég
ákvað aö varpa henni fram í
greininni um Afríku, í því augna-
miðið að fá úr því skorið hvort
slíkra trúarskoðana gætti meðal
fleiri trúarsafnaða innan þjóð-
kirkjunnar, en svo sannarlega er
Ungt fólk með hlutverk sértrúar-
söfnuður, slík er bókstafstrú þess.“
(Leturbreytingar mínar — FÓS).
Við þessi orð hef ég ýmislegt að
athuga, en tökum nú hlutina í
réttri röð.
Ólafur leikur út
Sem sagt, Ólafi varð svo mikið
um þessi orð sem vinur hans hafði
heyrt einhvern segja, að hann
ákvað að leika ögrandi leik: bera
óljósar sakir á einhvern þjóð-
kirkjusöfnuð. En til hvers? Til
þess annað hvort að fá einhverja
aðra til að viðurkenna sömu ávirð-
ingar? (Þ.e. að halda því fram að
kristnir menn skuli einir lifa af,
en heiðnir farast.) Eða þá til að fá
aðra til að benda á frekari dæmi
um „söfnuði" sem einnig væru
sekir að þessu leyti?
Mér er spurn: Geta menn án
allra raka látið jafn alvarleg orð
falla og hér er raunin? Okkur í
UFMH er Ijóst að kristnir menn
hafa jafnt sem aðrir gegnum ald-
irnar látist af völdum náttúru-
hamfara og drepsótta. Kristinn
maður hefur enga tryggingu fyrir
því að hann bjargist úr lífsháska.
Einnig má minna á að kristnum
Friðrik Ó. Schram
„Okkur í UFMH þykir
sárt aö vera borin jafn
alvarlegum sökum og
hér er gert. Sú afstaða
að hugsa bara um eigin
trúbræður og slá á tóma
hönd deyjandi heið-
ingja, er siðlaus og
ókristileg hvar sem hún
birtist. UFMH hefur
aldrei haldið slíku fram
og mun ekki gera.“
mönnum er ráðlagt að gera öðrum
gott, einkum trúbræðrum sínum,
og er það skiljanlegt. En kristin
kenning býður einnig að trúaðir
skuli gefa sveltandi óvini að eta og
drekka og skyldu þeir þá ekki enn-
þá frekar hjálpa þeim sem ekki
hafa gert þeim mein?
Okkur í UFMH þykir sárt að
vera borin jafn alvarlegum sökum
og hér er gert. Sú afstaða að hugsa
bara um eigin trúbræður og slá á
tóma hönd deyjandi heiðingja, er
siðlaus og ókristileg hvar sem hún
birtist. UFMH hefur aldrei haldið
slíku fram og mun ekki gera. Ég
fullyrði að enginn sem talað hefur
á vegum UFMH hefur gefið slíkt í
skyn, og að því leyti sem ég þekki
til meðlima samtakanna veit ég að
slík skoðun hefur aldrei verið
uppi.
Samtök en ekki
söfnuður
Þegar Ólafur hefur sakað
UFHM um fyrrnefnd ókristileg
viðhorf er eins og honum hitni í
hamsi og penni hans geysist yfir
blaðið. Éftir standa þá þessi orð:
„... en svo sannarlega er Ungt
fólk með hlutverk sértrúarsöfnuð-
ur, slík er bókstafstrú þess.“
Geymum „sértrúna" í bili en lít-
um á „söfnuðinn". Ég nefndi fyrr í
grein þessari að UFMH er ekki
söfnuður heldur samtök. Söfnuður
er sérstök félagsleg heild. t þjóð-
kirkjunni er slík heild hópur fólks
sem býr innan ákveðinnar sóknar,
hefur réttkjörinn prest, viðtekið
messuhald með lútherskum helg-
isiðum og þjónustu að sakrament-
unum auk fleiri þátta. Innan þjóð-
kirkjunnar starfa auk hinna stað-
bundnu safnaða (sókna) ýmis
kristileg félög og samtök sem
vinna að einhverjum sameiginleg-
um áhugamálum meðiimanna, t.d.
kristniboði, Gregorsöng, kristilegu
barnastarfi, kynningu á verkum
Marteins Lúthers og svo mætti
lengi telja. Fólkið í þessum frjálsu
félögum er samtímis meðlimir,
hver um sig, í sínum söfnuði þar
sem það býr. Þannig er og með
samtökin Ungt fólk með hlutverk,
og þau eru því ekki söfnuður, hvað
þá sértrúarsöfnuður. Síðari full-
yrðing Ólafs að UFMH sé sértrú-
arsöfnuður er því órökstudd og
röng.
UFMH eru sjálfstæð samtök
fólks innan íslensku þjóðkirkjunn-
ar sem vill vinna að boðun krist-
innar trúar að lútherskum skiln-
ingi. Við viljum með starfi okkar
kalla skírða íslendinga til virkrar
trúar og þjónustu í söfnuðum
kirkjunnar. Þetta gerum við með
almennu boðunarstarfi, námskeið-
um, bóka- og blaðaútgáfu o.fl.
Samtökin hafa samráð við biskup
íslands og ýmsa presta víðs vegar
um land, með það fyrir augum að
leggja þeim lið við uppbyggingu
safnaðarstarfs þeirra.
Kristin trú og sértrú
En hvað þá með „sértrúna"? Að-
hyllist fólk innan UFMH ein-
hverja „sértrú"? Það virðist a.m.k.
vera trú Ólafs. Kannski er það
hans „sértrú" að UFMH sé
„sértrúarhópur"? Um þessa full-
yrðingu hans ætti ekki að þurfa að
hafa mörg orð en þó vil ég segja
þetta: Kristin trú er ein, s”0 segir
a.m.k. trúarpostulinn Páll. Þær
kirkjudeildir sem mynda kristna
kirkju í heild sinni eru ekki
sértrúarsöfnuðir. Sértrúarsöfnuð-
ir eru þeir sem í grundvallaratrið-
um hafa vikið frá hinni porstul-
legu trúarjátningu (t.d. mormónar
og Vottar Jehóva). Lútherskir
menn líta ekki á kaþólsku kirkj-
una sem sértrúarsöfnuð. Meþód-
istar eða baptistar eru heldur ekki
sértrúarsöfnuðir né heldur hvíta-
sunnumenn. Allar þessar kirkju-
deildir og margar fleiri geta tekið
undir hina postullegu trúar-
játningu og það sameinar þær í
eina kristna kirkju á jörðu.
Orðið „sértrúarsöfnuður" er
mjög afstætt. Sérhver ný kirkju-
deild hefur eflaust í fæðingunni
verið kölluð „sértrúarsöfnuður" af
þeim sem utan hennar stóðu, einn-
ig sá hópur fólks sem síðar varð
lútherska kirkjan, en hver mundi
nú á tímum kalla hana samfélag
sértrúarsafnaða? Breytingin er sú
að nú er hin lútherska kirkjudeild
orðin fjölmenn og útbreidd. Þetta
sýnir að „sértrúar-
safnaðar-kenningin" er út í hött ef
hin nýja kirkjudeild heldur fast
við grundvallarkenningar krist-
innar trúar, enda þótt hún taki
upp að einhverju leyti nýjar
áherslur eða starfshætti. Þetta
verða menn að gera sér ljóst, ella
fara þeir rangt með hugtökin og
þá verður útkoman misskilningur
og staðhæfulausar ásakanir.
Af þessu má Ijóst vera að
UFMH heldur ekki fram neinni
„sértrú“, enda byggjum við á sömu
játningarritum og þjóðkirkja ís-
lands og virðum skipulag hennar
og helgisiði. Sérsvið eða hlutverk
UFMH innan kirkjunnar er svo
boðunarstarf, en það er verkefni
sem hinir staðbundnu söfnuðir
eiga oft óhægt með vegna skorts á
starfsfólki. UFMH hefur því mik-
ilvægu hlutverki að gegna í kirkju
íslands og því köllunarverki vilj-
um við vera trú.
Trú á bókstafinn
Varðandi fullyrðingar ólafs að
UFMH sé bókstafstrúar, er mér
nokkur vandi á höndum, v.þ.a. ég
veit ekki hvað hann leggur í þetta
hugtak. Að vera bókstafstrúar er
hálfgert skammaryrði á íslandi.
HLJÓMSVEITIN Rikshaw gengst
fyrir „jólateiti" í vcitingahúsinu Saf-
ari í kvöld.
Módelsamtökin verða með
tízkusýningu frá verzluninni
Að guðfræðilegum skilningi er
bókstafstrú m.a. það að telja hvert
orð Biblíunnar innblásið af anda
Guðs og að skilja beri vissa kafla
(fleiri frekar en færri) í Ritn-
ingunni bókstaflega.
Ég er þess fullviss að allir
kristnir menn trúa einhverju af
boöskap Biblíunnar bókstaflega,
t.d. því að Jóhannes skírari hafi
boðað iðrun og skírt í ánni Jórdan,
að Jesús hafi fæðst í Betlehem, að
hann hafi kallað 12 lærisveina, dá-
ið á krossi og risið upp frá dauðum
og svo mætti lengi telja. Hins veg-
ar mundu fáir taka þau orð Jesú
bókstaflega að rífa skuli úr sér
augað ef það tælir mann til falls.
Og orð hans til ríka unglingsins,
að hann skyldi selja allar eigur
sínar og gefa fátækum, hafa
kristnir menn ekki talið bindandi
fyrir alla trúaöa, enda þótt sumir
hafi valið þann veg.
Kristna menn greinir vissulega
á um hvað í Biblíunni beri að taka
bókstaflega. Sum atriði hennar
eru þó slík grundvallaratriði að
þau krefjast trúar mannsins og
hlýðni eigi hann yfirleitt að geta
talist kristinn.
Ef Ólafur á við með orðinu bók-
stafstrú, að UFMH vilji halda
boðskap Biblíunnar á lofti og efla
áhrif Guðs orðs með þjóðinni skil-
ur hann okkur rétt, en að kalla
slíkt bókstafstrú þykir mér heldur
djúpt i árinni tekið, já, nánast það
að missa árina útbyrðis. Um þetta
mætti fjalla ítarlega, og er ég
reiðubúinn til þess síðar ef ástæða
þykir til, en nóg um það að sinni.
„Skundið á
suðurslóðir“
í niðurlagi síðari greinar sinnar
hvetur Ólafur Ungt fólk með hlut-
verk til að „skunda beint á suður-
slóðir" til hjálpar þeim sem búa
við neyð. Þarna erum við honum
hjartanlega sammála. Þetta er
einmitt okkar hlutverk auk starfs-
ins hér á landi og undir þetta göf-
uga verkefni erum við nú að búa
okkur.
í næsta tölublaði málgagns
UFMH, „Hlutverk", er þessi
hvatning borin fram að fleiri ís-
lendingar fari til hjálpar- og
kristniboðsstarfa í þróunarlönd-
unum. UFMH er nú að byggja upp
þjálfunaraðstöðu fyrir unga Is-
lendinga sem Guð kallar til að
halda út í heim með gleðiboöskap
Krists, til að lina þjáningar þeirra
sem heiðin trúarbrögð, náttúru-
hamfarir og styrjaldir þjaka.
Þessi bygging er nú risin á jörð
samtakanna, Éyjólfsstöðum, sem
er 10 km fyrir sunnan Egilsstaði á
Héraði. Ennþá er húsið aðeins
fokhelt og því bíður það fjárfram-
laga fólks sömu hugsjónar til að
byggingu þess Ijúki og það geti
gegnt hlutverki sínu.
Lokaorð
Mál mitt vil ég svo enda með
þeirri hvatningu að við öll, hvar
svo sem við stöndum í starfi, inn-
an kirkju eða utan, látum ríflega
af hendi rakna til þess mjög svo
áríðandi hjálparstarfs sem nú er
unnið í Eþíópíu til bjargar fólki úr
helgreipum hungurvofunnar.
Friðrik Ó. Schram er guðíræðinemi
og formaður UFMH.
X-inu, boðið verður upp á jóla-
glögg og piparkökur og auk þess
munu landsliðsmenn í handknatt-
leik mæta á staðinn og syngja
jólalög. .
(Fréttatilkynning)
Jólateiti í Safari