Morgunblaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 91

Morgunblaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 91
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984 91 Æ SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI 'TIL FÖSTUDAGS Dagmæður leggja sitt af mörkum Dagmóðir skrifar: Ég sest niður með hálfum hug og skrifa áfram um dagvistarmál barna. Ég held þó að þessi skrif mín skemmi ekki fyrir neinum, það er þeim ekki ætlað að gera, heldur að vekja umræður um önn- ur sjónarmið, sjónarmið sem of sjaldan heyrast og mega það ekki að margra mati. Það er i lagi að fram komi endrum og eins raddir um að ekki séu allir að berjast fyrir byggingu barnaheimila. Ekk- ert hef ég út á þær stofnanir að setja, nema síður sé og ég veit ósköp vel að þær eru nauðsyn. En er ekki alltaf verið að tala um þenslu og aukna skuldasöfnun og hvað börn okkar fá í arf af skuld- um eftir okkar kynslóð? Ein leið til að staldra við er að stöðva eða draga úr dýrum byggingum barnaheimila, sem ég tel ekki nauðsyn á að almenningur borgi og greiði með hverju barni um 5000 krónur á mánuði (fyrir utan byggingarkostnað) þegar hægt er að fara ódýrari leiðir. Ég þakka þér, Sólrún Gísladótt- ir, fyrir að svara bréfi mínu í Velvakanda. Mér finnst þú samt kasta smásteinum í dagmæður, þó þú segist ekki vilja kasta rýrð á störf þeirra. En það gerir kannski ekki mikið til. Við erum vanar því hvort sem við eigum það skilið eða ekki. Dagmæður hafa þó margar starfað árum saman og verða trú- lega áfram nema við fáum engin börn til að gæta, en mér virðist sem þessi starfsemi sé mikill þyrnir I augum sumra. Ekki taldi ég dagmæður besta kost við barnagæslu, en ekki endilega verri kost en dagvistarstofnanir og alls enga „neyðarlausn". Oft hefur ver- ið deilt á okkur opinberlega og gert lítið úr okkar starfi og ef ein- Þessir hringdu . . . Viljum njóta sparnaðarins Hólmfríóur Jónsdóttir hringdi: Eftir að hafa hlustað á viðtal við Pál Pétursson alþingismann sem fram fór I sjónvarpi nýlega, þar sem hann kvaðst vera mjög á móti hækkun vaxta á sparifé, langar mig til að spyrja hann þessarar spurningar: Hvað eru að dómi alþingismannsins sanngj- arnir vextir á sparifé í 40—50% verðbólgu, sem hann og aðrir stjórnmálamenn hafa staðið að að kynda á undanförnum árum. Við sem komin erum um sextugt og þar yfir og farin erum að huga að elliárum og útförinni viljum gjarnan eiga nokkrar krónur að vinnudegi loknum. Það hefur sum- um okkar tekist með sparnaði og vinnusemi. Við höfum flest hlotið litla skólagöngu og þekkjum lítið til völundarhúss viðskipta og fjár- mála. Sparifé okkar er því eina trygging okkar í ellinni. Án inn- lends sparnaðar munu lífskjör á íslandi fara versnandi og það hef- ur ekki reynst vel að taka erlend lán með okurvöxtum. Varla er það markmið þingmannsins. En telur hann að hann og aðrir stjórnmál- amenn hafi siðferðilegan rétt til að svifta okkur árangri ráðdeildar okkar og erfiðis. Það væri óskandi að Alþingi hætti að samþykkja lög, sem sífellt þrengja að og níð- ast á þeim, sem með nægjusemi og sparnaði hafa lagt grundvöll að velmegun þessa lands. Dagmóóir segir að flest börn i aldrinum 3ja minaða til 2ja ira, sem ekki eru í umsji foreldra i daginn, séu hji dagmæðrum. hver okkar mótmælir er það litið hornauga. Dagmæður hafa nær alfarið með höndum gæslu barna á aldr- inum 3ja mánaða til 2ja ára, ef þau eru ekki í umsjá foreldra. Það verður að notast við okkur þangað til börnin komast að í leikskóla eða á dagheimili. Þá eru þau að verða nokkuð státin og þurfa ekki eins mikla umönnun. Poreldrar sækja oft á tíðum um vist fyrir börn sin á dagvistarstofnunum Iöngu áður en börnin hafa aldur til að komast þar inn, til að vera viss um að komast að. Biðlistar eru því mjög villandi, að mínu mati. Fái barnið svo pláss á barnaheimili, þá er ekki alltaf ver- ið að hugsa um hvað komi barninu best heldur hvað sé ódýrast, enda þarf fólk að hugsa um það. Éf for- eldrar borguðu sama gjald til dagmæðra og barnaheimila, þá myndu færri börn fara frá dag- mæðrum til barnaheimila og að- sóknin að þeim minnka. Síðan koma þessi börn aftur til okkar þegar þau eru hætt á barnaheimil- um og komin í skóla. Þá gætum við þeirra með skólanum þar til þau geta verið ein. Einnig má telja upp öll börnin sem hætta hjá dagmæðrum á vorin og byrja aft- ur að hausti. Að lokum dettur mér í hug, hvort það eigi einhvern tímann eftir að heyrast raddir, sem segja eitthvað jákvætt um dagmæður, en finna þeim ekki allt til foráttu, eins og um hálfgerðar vandræða- manneskjur sé að ræða. Slík er umræðan oft opinberlega og er það miður, því ég tel dagmæður leggja sitt af mörkum til samfé- lagsins ekki síður en aðrir. Skrýtnir fuglar og læknamál Jóhann Þórólfsson skrifar: Það eru skrýtnir fuglar sumir af þessum ráðherrum okkar og hefi ég þá í huga læknismálið á Eskifirði og Reyðarfirði. Þar er umdæmið svo stórt og fjölmennt að algerlega er ofviða einum lækni, enda hefur Helgi Seljan fengið því framgengt með laga- breytingu að þar skuli vera tveir læknar. Nú er hins vegar ekki reiknað með þessu í fjárlögum. Rikis- stjórnin hefur ekki efni á að greiða tveimur læknum þarna laun a.m.k. er ekkert sem bendir til þess úr fjárlagaagreiðslunum. Skrýtið er margt í kýrhausn- um segi ég nú, því ef á að byggja bankahöll þá eru nógir peningar til. Það má byggja hallir undir ónýta seðla fyrir tugmilljónir en ef á að veita sjúkum aðstoð og öryggi þá eru engir peningar til. Hvort finnst fólki nú nauðsyn- legra? Svona menn eru ekki þjóðhollir fulltrúar fólksins, sem hugsa svo. Ég skora á þá að sjá til þess að annar læknir komi á heilsugæslustöðina á Eskifirði næsta ár. Annars gæti orðið þarna læknislaust áður en langt um líður. & SlGGA V/CJGA £ A/LV RF HVERJU SKELF- ^URÐU SVONR EINS 06- HRÍSLR.BLÍÐFT^ fc ER BÚINRPN PRKKR INNJÓLR- CrJÖFINNI SEM ÍG ÆTLRR9GEFR SIGGU, Litli liósálfurinn hefur sannað ágæti sítt á Íslandí. Litll Ijósálfurinn gefur þér góöa birtu við bóklestur án bess að trufla aðra, frábær í öll ferðalög og sumarbústað- inn. Kjörin gjöf. _ Litli Ijósálfurlnn er léttur og handhægur, getur jafnt notað rafhlöður og 220 volta rafstraum. Honum fylgir aukapera, hylki fyrir rafhlöður og straumbreytir. Einnig fást geymslutöskur. Litli ijósálfurinn fæst í næstu bóka- og gjafavöruverslun og í Borgartúni 22. HILDA Borgartúni 22, Reykjavík Dönsku barnaskórnir frá Uumhjauiiil eru í hæsta gæöaflokki. Spyrjið um barnaskóna með kanínumerkinu. SKOBÆR Laugavegi 69 sími 17955. & HVR9 KEMUR ÞRÐ ÞESSUM SKJRLFTR W?J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.