Morgunblaðið - 20.12.1984, Page 94

Morgunblaðið - 20.12.1984, Page 94
94 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984 Nú vill Arsenal ná í Sigurð Jónsson! „Höfum mikinn áhuga á því,“ sagði K.J. Friar, framkvæmda- stjóri félagsins, í samtali við Morgunblaðið í gærdag „ÞAÐ ER ekkert launungarmál að vM hjé Areenal höfum mikinn áhuga á þvi að fá hinn unga og efnilega leikmann Sigurð Jóna- eón i okkar raóir. Við höfum fylgat vel meö honum og er vel kunnugt um getu hana. En eina og ataóan er i dag er Iftió haagt aó gera i málinu þar aem nteata ómögulegt er að fá atvinnuleyfi fyrir hann hár á Bretlandaeyjum," aagói KJ. Friar framkvæmda- atjórí hina fræga og þekkta knattapymulióe Araenal i aamtali vió Morgunblaðió í gærdag. • Don Howe þjálfari og umajón- armaóur Araenal-lióaina vill aó félagið fái Sigurð Jónaaon f afnar raóir. Samkvæmt mjög áreióanlegum heimildum þá frétti Mbi. aö eitt þekktasta og um leió ríkasta knattspyrnufélag Englands heföi mikinn áhuga á því aö gera samn- ing viö Sigurö Jónsson iA. En eins og skýrt hefur veriö frá þá hafa nokkur félög sett sig í samband viö Sigurð og hann mun hafa í hönd- unum uppkast aö samningi hjá Sheffield Wednesday. Sá samn- ingur mun vera til þriggja ára ef Siguröur skrifar undir. „Viö höfum ekki sett okkur í samband viö Sigurö ennþá vegna þess aó okkur er vel kunnugt um aö hann fær ekki atvinnuleyfi hér á næstunni. En viö munum setja okkur í samband viö piltinn og skýra honum frá áhuga okkar og jafnframt skýra frá því hvaö viö bjóöum uppá. Ef mögulegt heföi veriö aö fá atvinnuleyfi fyrir hann hór þá vær- um viö fyrir löngu búnir aö bjóöa honum til Arsenal og senda fulltrúa okkar til islands til viöræöna. Okkur er líka vel kunnugt um þau félög sem hafa rætt viö hann og vitum mæta vel um viöræöur hans við Sheffield Wednesday. En eins og staöan er í dag er lítiö hægt aö gera vegna reglu- geröa um atvinnuleyfi. Þeim þarf aö breyta. Ég get ekkert sagt um hvenær eða hvort þeim veröur breytt. Jafnvel er óvíst hvort reglu- geröunum veröur breytt. Þá þurfa margir aö samþykkja atvinnuleyfið og þaö tekur nokkurn tima. En viö fylgjumst vel meö öllu og ef þaö opnast einhver leiö þá munum viö strax fara af staö og gera þaö sem í okkar valdi stendur til aö fá Sig- urö til Arsenal," sagöi fram- • Ensku liðin som oru á sftir Sigurói Jónssyni ÍA eiga I erfióleikum kvæmdastjórinn K.J. Friar. meó að útvega honum atvinnuleyfi á Bretlandseyjum. Þess má geta aö þjálfari Arsenal og umsjónarmaöur liösins, Don Howe, hefur séö Sigurð leika og hefur ýtt undir stjórn félagsins aö gera samning viö Sigurö sé þaö hægt. Þetta sýnir vel aö þaö er glöggt fylgst meö ungum og efni- legum knattspyrnumönnum þegar þeir sýna hvaö í þeim býr. Einn íslendingur, Albert Guö- mundsson, hefur leikiö með Ars- enal og Ríkharöur Jónsson ÍA æföi hjá félaginu um tíma. Arsenal var stofnaö 1886 og er eitt elsta, virt- asta og ríkasta knattspyrnufélag Englands. Liöiö hefur átta sinnum oröiö enskur meistari, síöast 1970—71 og þaö ár vann liöiö líka enska FA-bikarinn sem þaó hefur unniö fimm sinnum, síöan 1979. — ÞR Þekktir leikmenn í LIDI Arsenal í dag eru margir þekktir leikmenn. Má nefna nöfn eins og Brian Talbot, Viv And- ersson, Charlie Nicholas sem reyndar kemst ekki ( liðið um þessar mundir, Tommy Caton, Paul Mariner og Tony Woodcock. Arsenal er núna í fjóröa sæti í ensku 1. deildinni tveimur stigum á eftir Everton sem er meó for- ystuna. ÞR Þeir bestu á Selfoss í kvöld! STÓRMÓT íþróttafréttamanna í innanhússknattspyrnu fer fram I íþróttahúsinu é Selfossi og hefst kl. 19.30. Þar verða á ferðinni flestir bestu knattspyrnumenn landsins — meirihlutinn landsliösmenn, ungir og gamlir, auk ýmissa leynivopna i öllum líðum. Fyrsti leikur mótsins hefst stund- víslega kl. 19.30 og eru þaó liö KR og Samtaka iþróttafréttamanna sem leióa saman hesta sína. Af þeim leikmönnum sem veröa i eldlínunni á Selfossi í kvöld má nefna Valsmennina Guómund Þorbjörns- son og Val Valsson, Ársæl Krist- jánsson og Kristján Jónsson úr Þrótti, Ragnar Margeirsson, Einar Ásbjörn Ólafsson og Valþór Si- gþórsson úr Keflavík, Akurnesingana Árna Sveinsson og Guöbjörn Tryggv- ason, Guómund Magnússon, Sæ- björn Guðmundsson og Aöalstein Aöalsteinsson úr KR og Guömund Steinsson og Pétur Ormslev úr Fram. Þá veróa heimamenn aö sjálfsögöu i fullu fjöri auk sprellfjörugra íþrótta- fréttamanna. Gömlu garparnir Halldór Einars- son Val, Olafur Júlíusson og Einar Gunnarsson ÍBK, Matthías Hall- grímsson og Björn Lárusson iA og Guögeir Leifsson leika svo gegn „gömlum" hetjum Selfyssinga. Ólympíumeistarinn Harkönen notaði „Bolann" árið 1979 NU ER ENN eitt lyfjamálió komiö upp í Finnalndi — sjálfur Ólymp- íumeistarinn i spjótkasti í Los Angeles í sumar, Arto Hárkönen, notaöi Anaboliska steríóða, eóa „Bolann" svokallaöa, áriö 1979. Kom þaó fram í blóósýni sem tekið var eftir aó Hárkönen var tekinn ölvaöur við akstur þaö ár. Fyrir stuttu lýstu Hárkönen og faöir hans, sem jafnframt er þjálfari pilsins, því yfir aö þeir væru alfariö á móti lyfjanotkun íþróttmanna. Arto varö tvítugur árið 1979 — og þaö ár náöi hann sínum besta árangri í spjótkastinu. Hann kastaði þá 90,18 metra á mótl í Búdapest og sigraöi — í keppn- inni „Gullna spjótiö." Þaö ár varö hann í ööru sæti á finnska meist- aramótinu og tryggöi sér sæti á Ólympíuleikunum í Moskvu. „Finnska frjólsíþróttasam- bandiö hefur krafist þess af Arto aö hann leggi fram skriflega út- skýringu um þetta mál," sagöi Tapani llkka, talsmaöur sam- bandsins, nýlega. „Okkur kemur ekkert viö þó hann hafi veriö tek- inn ölvaöur við akstur — en þaö er öllu verra aö anabólískir ster- íoöar skuli hafa fundistí blóði hans.“ Vainio notaði lyf ffyrir HM í fyrrasumar Martti Vainio, langhlauparinn sem fóll á lyfjaprófi á Ólympiu- leikunum í sumar, hefur nú viöur- kennt i viðtali að hafa einnfg not- aö ólögleg lyf fyrir heimsmeist- arakeppnina í fyrrasumar — karlhormóninn testosteron. Hann sagöi jafnframt aö þjálfari langhlauparanna, Timo Vuor- imaa, heföi ráölagt þeim aö nota þetta lyf — þaö réöi bót á þeirri miklu þreytu sem skapaðist við langvarandi æfingar. Varöandi lyfiö sem hann not- aði fyrir ÓL í sumar, „Bolann", var þaö ekki ætlunin. Vainio keypti lyfiö á Ítalíu, er hann var þar á keppnisferöalagi, og hugö- ist kaupa testosteron. Hann fékk hins vegar rangt lyf í apótekinu — og þaö reyndist dýrkeypt. Testosterónið fer tiltölulega fljótt úr líkamanum en þaö gerir „Bol- inn“ ekki. Því féli hann á prófinu í LA... • Daníel Hilmarsson Gott hjá Dan- íel í Noregi NOKKRIR íslenskir skíóakappar dveljast nú við æfingar og keppni í Noregi. Þeir hafa keppt á nokkr- um mótum undanfariö — nú síó- ast um helgina í svigi í Geilo. Daníel Hilmarsson náói bestum árangri íslendinganna. 98 keppendur voru á mótinu í Geilo um helgina og var Daníel 53. í rásrööinni. Hann lenti svo í 19. sæti í keppninni á tímanum 1:50,88. Guömundur Jóhannsson varö 26. á 1:52,51 og Árni G. Árna- son 33. á 1:53,88. Sigurvegari varö Torjus Berge, Noregi, á 1:45,11 og annar Magnus Bergs, Svíþjóö, á 1:45,91. Daníel fókk 67,23 FlS-stig fyrir þetta mót og er þaö veruleg bæt- ing miöaö viö hans fyrrí árangur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.