Morgunblaðið - 28.12.1984, Page 26

Morgunblaðið - 28.12.1984, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 Símamynd/AP. Leifar farangursgeymslu ítölsku lestarinnar, sem sprengd var upp á leiðinni frá Bulogna til Flórens sl. sunnudagskvöld. Bologna: Fimmtán fórust í járnbrautarsprengingu Hologna, Íulíu, 26. deæmber. AP. LÖGREGLUYFIRVÖLD í Bologna á Ítalíu skýrðu frá því í morgun að tekist hefði að bera kennsl á fjórtán af þeim fimmtán sem létust á Þorláksmessu þegar sprengja sprakk á járnbrautarstöðinni í borginni. Um eitt hundrað og áttatíu manns slösuðust, þar af 41 alvarlega. Lögreglan telur að hér hafi hægri öfgamenn verið að verki. Jóhannes Páll páfi II lýsti hryggð sinni og andstyggð á þessu voðaverki og sagði að það hefði skyggt á gleði jólanna og þann frið sem væri inntak jólaboðskaparins. Union Carbide neitar ásökunum: Engar tilraunir með efnavopn í Bhopal Skaðabætur vegna gas- sprengingar Mexíkóborg. 27. desember. AP. HIÐ RÍKISREKNU olíuframleiðslusambönd, Pemex, hafa tilkynnt að hafist verði handa þegar í byrjun hins nýja árs, að greiða þeim skaðabætur sem eiga um sárt að binda og eiga sannanlega kröfu á slíku, vegna gasspreng- ingarinnar í Mexíkóborg í síðasta mánuði. 490 manns létu þar lífið og mörg hundruð særðust. Talsmenn Pemex gátu þess í til- kynningu sinni, að alis hefðu 421 manns gert skaðabótakröfur vegna eignatjóns og næmu þær kröfur 2,3 milljónum dollara. Samtökin vildu ekki geta þess hve margir hefðu krafist skaðabóta vegna meiðsla eða látinna ætt- ingja, né hve háar þær kröfur væru, sögðu á hinn bóginn að eng- inn yrði hlunnfarinn og ef vel tek- ist til ætti skaðabótagreiðslum öllum að vera lokið í lok janúar. Athygli vakti, að talsmenn Pemex sögðu að vanræksla ein væri ekki næg skýring á því hvernig fór. Þóttu þeir gefa í skyn með þessum orðum, að þeir teldu að skemmdarverk hefðu verið unnin og þau hefðu leitt til hinnar mannskæðu sprengingar. Tugir létust í bflslysum Varsjá og Port Elizábeth, jólunum. AP. VÍÐA VORU miklar slysfarir um jól- in og fjöldi manna lét liTið af þeim sökum. f Port Elizabeth í Suður-Afr- íku fér rútubifreið út af fjallvegi fyrir utan borgina og valt. Lagðist yfirbyggingin saman og kramdi 88 blökkumenn undir henni. Helming- ur þeirra lét lífið en hinir slösuðust allir meira og minna, margir lífs- hættulega. Skilyrði til björgunar- starfs voru erfið og margir hinna slösuðu máttu liggja klukkustundum saman undir brakinu áður en þeim varð bjargað. Síðan þurfti að aka 60 kílómetra leið til næsta sjúkrahúss. Rútan var ofhlaðin farþegum og það verulega. Rútubifreið, í suðvesturhluta Póllands, lenti einnig í óhappi. Ökumaður hennar missti stjórn á henni á hraðbraut og ók á krana- bíl með þeim afleiðingum að 10 manns létu lífið og 25 slösuðust. Þrir hinna slösuðu voru lífshættu- lega meiddir. Ökumenn beggja farartækja voru í hópi hinna látnu. Rannsókn er í gangi vegna beggja þeirra slysa sem hér um ræðir, en í Suður-Afríku er öku- maðurinn sagður grunaður um ölvun við akstur. 100 manns biðu bana í sprengingu í Tíflis Moskvu, 27. desember. AP. AÐ MINNSTA kosti eitthundrað manns biðu bana eða særðust lífshættulega í gassprengingu í stórri níu hæða íbúðablokk i miðborg Tíflis, að því er brezkur fréttamaður hefur eftir sjónarvottum. Delhí, 27. nóvember. AP. Talsmenn Union Carbide neituðu því í dag að gerðar hefðu verið til- raunir með ný efnavopn í rannsókn- arstofu verksmiðju fyrirtækisins í Bhopal á Indlandi. Indversk fréttastofa sagði í gær að í sex ár hefðu verið gerðar til- raunir í leyfisleysi með ný efna- vopn í rannsóknarmiðstöð fyrir- Danusois. 27. des. AP. AMIN GEMAYEL, forseti Líbanon kom í óvænta opinbera heimsókn til Sýrlands í dag. Haffez Assad forseti Sýrlands tók á móti honum með fríðu föruneyti og þustu þeir strax til forsetahallarinnar til skrafs og ráða- gerða. A morgun munu þeir ræðast við á ný. Eigi var uppi látið hvað fram fór á fundi þeirra í dag. Þó ekkert hafi verið gert opin- bert, er ljóst að meginumræðuefni forsetanna eru öryggismál Liban- on og viðræðurnar við ísrael um tækisins, sem er í 10 km fjarlægð frá efnaverksmiðjunni í Bhopal, sem verið hefur í fréttum í kjölfar gasleka í verksmiðjunni, sem Jeiddi til dauða rúmlega 2.000 manna. Union Carbide neitar þessum ásökunum, sem fréttastofan bygg- ir á framburði ónafngreinds ind- brottflutning ísraelshers frá suð- urhluta Líbanon, en þær viðræður hafa siglt í strand. Varðandi ör- yggismálin þá er það áhyggjuefni beggja forseta, að illa gengur að bera klæði á vopnin á milli drúsa og falangista, en þeir hópar hafa barist með oddi og egg í landinu síðustu vikurnar og hafa bardag- arnir svipt margan óbreyttan borgarann lífi og limlest enn fleiri. Helstu ráðgjafar og ráð- herrar þeirra Assads og Gemayels taka þátt í fundunum. versks visindamanns, sem starfar á sviði varnarmála. Segir Union Carbide rannsóknarmiðstöðina hafa hlotið viðurkenningu ind- verskra stjórnvalda og hópi hátt- settra indverskra vísindamanna á sviði landbúnaðarvísinda væri kunnugt um allt rannsóknarstarf þar sem hann heimsækti miðstöð- ina reglulega. Aðalráðgjafi Kongress-flokks- ins um lögfræðilec at.riði varaði fólk er varð illa úti er eiturgas slapp út frá verksmiðjunni í Bhop- al við því að ráða sér bandaríska lögfræðinga til að flytja mál sitt gegn Union Carbide. Lögfræðing- urinn kveðst óttast að bandarískir lögfræðingar muni semja um bæt- ur framhjá dómstólum og að slíkt muni andstætt hagsmunum fórn- arlamba eitrunarinnar. Skýrt var frá því í Delhí í dag að Union Carbide hefði sótt um leyfi fyrir þvi að fá að hefja að nýju framleiðslu í verksmiðjunni f Bhopal. Fréttamaðurinn hefur eftir sjónarvottum að gífurleg spreng- ing hafi orðið í fjölbýlishúsinu um klukkan sjö að morgni 2. desem- ber. Stór hluti hússins hvarf hreinlega er sprengingin tætti hluta þess í sundur. Talið er að sprengingin hafi orðið vegna gasleka í húsinu. Sjónarvottar segjast hafa séð björgunarmenn flytja a.m.k. 100 látna íbúa eða stórslasaða á brott og að enn væru að finnast lík í rústunum. Byggingin er ein hin stærsta í Tíflis, níu hæða og með sex inn- göngum. Spurðist slysið ekki út fyrr en þremur vikum seinna er brezkir og franskir blaðamenn voru á ferðalagi í Grúsíu f boði sovézka utanríkisráðuneytisins. Reyndu þeir að komast að bygg- ingunni er þeir fréttu af spreng- ingunni en var þá tjáð af leiðsögu- mönnum sínum að ekki væri nóg- ur tími til þess vegna brottferðar flugvélar þeirra til Moskvu. Starfsmaður ráðuneytisins staðfesti að gassprenging hefði orðið í húsinu vegna gasleka i kjallara þess. Neitaði hann að skýra frá manntjóni, en sagði að sprengingin hefði átt sér stað er viðgerðarmenn voru að athuga lekann. í þingi Grúsíuríkis var á dögun- um lesin upp stutt yfirlýsing þar sem sagði að sprengingin hefði komið niður á 35 fjölskyldum, en aðrar upplýsingar ekki gefnar. Stjórnarblaðið Izvestia sagði 18. desember í stuttri málsgrein frá sprengingu í kjallara níu hæða blokkarbyggingar í Tíflis 2. des- ember, en skýrði ekki frá mann- falli. Var sagt frá þessu í langri frétt um gassprengingu í borginni Ufa í ÚraÍfjöllum þar sem 3 hefðu látið lífið. Ekki var sprengingin í Ufa tímasett en í fréttinni sagt frá gassprengingu í 70 íbúða byggingu í Zelinograd 22. nóvember og fimm hæða blokk í Baku 5. desember. Ekki var sagt hvort manntjón hafi orðið. Hungruðum boðnir golfskór, ávaxtasulta og grænar baunir Addis Ababa, 27. deseraber. AP. ÓH/ETT er að segja að um heim allan hafi verið brugðist vel við söfnun ýmissa stofnana sem vinna að hjálparstarfi á hungursvæðun- um í Eþíópíu, en stofnanir þessar kvarta þó stundum undan því að gjafirnar koma ekki að tilætluðum notum. Þannig sendi Jórdanía reið- innar ósköp af ávaxtasultu, Austur-Þýzkaland sendi skips- farma af niðursoðnum grænum baunum, Oxfam-hjálparstofnun- inni í Bretlandi voru boðnar 35 lestir af spagettí og nokkur fyrirtæki í New York voru langt komin með að reisa loftbrú til að flytja 50 þúsund skópör, þ.á m. háhælaskó og golfskó. fbúar hásléttu Eþíópíu hafa liðið uppskerubrest ár eftir ár vegna þurrka. Aðalfæða þeirra hefur jafnan verið geitakjöt og gufubakað flatbrauð, sem þeir kalla „injera". Neyðin hefur þó rekið þá til að reyna ýmsar fæðutegundir aðrar. Starfsmenn við hjálparstarf í Eþíópíu segja gefendur oft meira umhugað um hvað þeir láta af hendi rakna fremur en hvað helzt komi að gagni. Þá segja hjálparstofnanir að sum fyrirtæki hafi litið á neyð- ina í Eþíópíu sem gott tækifæri til að losa sig við varning sem þau annars losni ekki við og krækja sér þannig í skattaaf- slátt. Spurst hefur einnig að fyrirtæki í Bandaríkjunum hafi sent skipsfarm af niðursoðnum túnfiski, sem talin var óhæfur til neyzlu. Jafnframt að lyfjafram- leiðendur hafi gefið útrunnin lyf. Gemayel og Assad funda

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.