Morgunblaðið - 28.12.1984, Síða 35

Morgunblaðið - 28.12.1984, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 35 Nýjungar í atvinnumálum IV eftir dr. Jónas Bjarnason í síðustu grein minni fjallaði ég nokkuð almennt um ólífrænan efnaiðnað á íslandi og hugsanlega nýja möguleika í því sambandi. Meginniðurstaðan var sú, að mest- ar líkur séu til þess að finna nýja arðbæra valkosti á sviði orkufreks iðnaðar. Að vísu eru menn ekki á eitt sáttir um hugtakið arðbær, og veldur verndartollun á innfluttum samkeppnisvörum miklum rugl- ingi, ef um framleiðslu fyrir innanlandsmarkað er að ræða. Að öðru jöfnu verður að gera ráð fyrir engum sérverndartollum, þegar valkostir eru bornir saman. Hvort þjóðhagslega sé hagkvæmt að setja sérstaka verndartolla á til- tekinn innflutning til að gera inn- lenda framleiðslu rekstrarlega arðbæra, er mjög flókið mál, sem auk þess er langt frá því að vera óumdeilanlegt. Mestu máli skiptir að gera útreikninga fyrir valkosti og bera þá saman. Þá er oftast unnt að segja, að einn valkostur- inn sé betri en annar, en þá er ekki endilega sagt, að besti valkostur- inn sé arðbær eða þjóðhagslega hagkvæmur yfirleitt. Til þess að svara því þarf að gera mun víð- tækari samanburð og jafnvel fyrir margar atvinnugreinar. Þegar út í slíkan samanburð er komið, fjöl- gar matsatriðunum og umhverfis- vernd, stjórnmál, tilfinningamál svo og þjóðlegar hefðir verða matsatriði. Það er því engin furða, þótt deilur séu miklar um álsamn- inginn nýja. Orkufrek vinnsla. Áður hefur verið minnst á ammoníak. Það ætti að vera unnt að framleiða úr rafgreindu vetni fyrir ca. 300$ tonnið miðað við rafmagnsverðið 15 mill. Það mun alls ekki vera samkeppnishæft verð til útflutn- ings vegna þess, að erlendis eru notuð olía og jarðgas (kol einnig) sem orkugjafar, en þeir eru mörg- um sinnum ódýrari en rafmagn á íslandi nú. Til eru ábyrgir menn, sem létu sér detta í hug að nota ammoníak sem eldsneyti á farar- tæki eða skip. Dr. Jónas Bjarnason „Þegar öllu er á botn- inn hvolft, kemur í Ijós, að þekking skiptir mestu máli en auðlindir minna máli yfirleitt, þótt í sumum tilvikum skipti þær máli saman- ber olíuauðlindir og fiskimið. Þegar lagt er af stað út í einhverja framleiðslu er hollt að átta sig á því, hvað það er í raun og veru, sem maður ætlar að selja.“ Ég átti þess persónulega kost árið 1980 að gera forathugun á eldsneyti á farartæki við Brook- haven National Laboratory, NY, en það er bandarísk ríkisstofnun á sviði orkumála. Niðurstaðan var sú, að heildarkostnaður eldsneyt- iskerfa fyrir fiskiskip ásamt eldsneytinu sjálfu yrði um tvisvar til þrisvar sinnum hærri fyrir ammoníak en fyrir dieselolíu. ís- land getur sem sagt orðið óháð innflutningi eldsneytis á farar- tæki, en verulegur kostnaðarauki fylgir því. Þótt olíuverð meira en tvöfaldist er ekki víst, að ammoní- akleiðin verði hagkvæm, því virkj- unarkostnaður á íslandi stór- hækkar með hækkun olíuverðs í heiminum, en allir stóru kostnað- arliðirnir í virkjunum eru mjög háðir orkuverðinu. En þetta er flókin umræða, og enginn veit í raun nákvæmlega hvað rafmagn kostar á íslandi, hvort heldur um gamlar virkjanir er að ræða eða nýjar. En það er þægilegt að vita af því, að unnt er að vera óháður olíufurstunum, ef í harðbakkann slær. Framleiðsla á brennisteins- hexaflúor (sulphur hexafluoride) með rafefnasmíð gæti komið til greina, en það efni má nota í framleiðslu á einangrandi efnum (insulators). Framleiðsla á vetni sem elds- neyti hefur verið töluvert í frétt- unum á undanförnum árum. Eng- in bylting er í augsýn á því sviði á næstunni. Eldsneytiskerfi fyrir fyrirtæki, sem byggjast á vetn- isbrennslu, eru ákaflega dýr, og jafnvel þótt bylting ætti sér stað í geymslu á vetni í formi málm- hydriða svokallaðra, stendur eftir sú óþægilega staðreynd, að raf- greint vetni er einfaldlega allt of dýrt efni til að nota í „heimskan og brútal" bruna á sprengihreyfl- um, sem hafa mesta nýtingu á bil- inu 20—38% eftir því, hvort um er að ræða bensínhreyfla (Otto vél- ar) eða dieselhreyfla (thermal eff- iciency). Eina raunverulega bylt- ingin, sem gæti nokkru breytt hér, er tilkoma vetnis-rafgeymis (fuel cells), sem nota mætti fyrir rafknúin farartæki. Enn mun all- langt í land í þeim efnum. Prófessor Tobias vid Berkeley-háskóla í Kaliforníu Tobias er prófessor í efnaverk- fræði og er tekið mark á honum. Ég heimsótti hann i september 1980. Hann sagði, að Islendingar skyldu ekki láta sér detta í hug að reyna að keppa við aðrar þjóðir með framleiðslu ódýrra efna. Rafmagn á að nota til að fram- leiða efnasambönd (chemicals) og til að auka verðmæti annarra en ekki til að framleiða eldsneyti. Rafmagn er framtíðarnotkun fyrir farartæki. Hann sagði enn- fremur, að allar nýjar álverk- smiðjur myndu nota Álcoa-aðferð eftir tíu ár (1990), en sú aðferð byggir ekki á súráli eins og verk- smiðjan í Straumsvík, heldur á rafgreiningu á AICI3, en það efni er unnið úr leir, sem finnst mjög víða um allan heim. íslenskur leir eins og Búðardalsleir á að vísu lít- ið skylt við þann leir, sem útlend- ingar kalla svo. Þessi aðferð er einnig hag- kvæmari frá orkusjónarmiði, og auk þess vinnast ýmsir dýrari málmar með í leiðinni. Það verður fróðlegt að fylgjast með því, hvað áhrif þessi þróun hefur á íslensk- an áliðnað á næsta áratug. Pró- fessor Tobias sagði að framleiðsla kísilmálms væri verkefni fyrir Is- lendinga svo og framieiðsla á bróm, klór og joði. Skýrslur Iðn- tæknistofnunar Iðntæknistofnun hefur á undan- förnum tveimur til þremur árum gefið út nokkrar skýrslur og er það mjög þarft framtak. Ein þeirra er frá 1982 og heitir „Orkufrek iðnferli — áfanga- skýrsla". Þar stendur orðrétt í ágripi skýrslunnar: „Niðurstaðan er, að sá orkufreki iðnaður, sem fyrir er í landinu (ál, kísiljárn), sé hagstæður í þessum samanburði auk iðnferla, sem frumathugun er lokið á, á vegum ITÍ og Iðnaðar- ráðuneytisins, þ.e. framleiðsla á kísilmálmi, klórati og magnesium. Einnig koma í ljós aðrir möguleik- ar, sem áhugavert er talið að gefa frekari gaum með forathugun, en þeir eru kísilkarbíð- og kalsíum- silisíð-framleiðsla. Þar að auki er lagt til, að frumkönnun, sem hafin er á framleiðslu mangans, króms, zinks og kopars, verði lokið. Þá er lagt til, að titan- og zirkoniumfr- amleiðsla verði könnuð í tengslum við magnesiumframleiðslu." Samkvæmt skilgreiningu, sem ITÍ notar, er sá framleiðsluiðnað- ur orkufrekur, sem notar meiri raforku en 2 kWst á kíló afurðr. Það má e.t.v. heldur segja, að sá iðnaður sé raforkufrekur, en það hugtak skiptir mestu máli í þessu sambandi. Allar þessar afurðir eru orkufrekar. Auk þess hefur ve- rið tekið tillit til flutnings- kostnaðar hráefnis til landsins og afurðar úr landi, stofnkostnaður verksmiðja og markaðsmála, þ.e. stærðar heimsmarkaðar, verðs á hráefnum og söluverðs afurða. Eins og kunnugt er, er fram- leiðsla á kísilmálmi áformuð á Reyðarfirði. Hvort einhverjar aðr- ar afurðir komast í framleiðslu verður framtíðin að skera úr um. I flestum tilvikum er orkan ekki stór kostnaðarliður í framleiðsl- unni. Það er athyglisvert, að kostnaður raforku í framleiðslu magnesiums, kísilmálms og klór- ats er á bilinu 10—25% af mark- aðsverði erlendis, og er þá miðað við rafmagnsverðið 17,5 mill. Þar sem raforkukostnaður er ekki hærri en þetta, er augljóst, að annað óhagræði má ekki vera mik- ið á Islandi, nema sú vonda staða sé þegar komin upp, að unnt sé að keppa á heimsmarkaði vegna lág- ra vinnulauna á Islandi. Irar hafa auglýst mikið fjárfestingar- tækifæri á írlandi, en lág vinnu- laun þar eru meðal helstu „kosta", ef svo má að orði komast. Þegar öllu er á botninn hvolft, kemur í Ijós, að þekking skiptir mestu máli en auðlindir minna máli yfirleitt, þótt í sumum tilvik- um skipti þær máli samanþer olíuauðlindir og fiskimið. Þegar lagt er af stað út í einhverja fram- leiðslu er hollt að reyna að átta sig á því, hvað það er í raun og veru, sem maður ætlar að selja. I næstu grein verður fjallað um lífefnaiðnað. Dr. Jónas Bjarnason er eínarerk- fræóingur og fyrrrerandi forstjóri Framleiðslueftirlits sjirarafurða. Hann er nú deildarrerkfræðingur á Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins og er jafnframt útgáfustjóri handbókar Hsk rinnslunnar. Hann hefur tekið þitt í störfum Rann- sóknarráðs ríkisins um þróun i ýmsum sriðum íslenzkra atrinnu- mila í undanfornum irum. Þýsk Junkers-vél lendir í Reykjavík: Lufthansa endur- heimtir gamla yinnuþjarkinn ÞÝSK flugvél, af gerðinni Junker 52, lenti á Reykjavíkurflugvelli að kvöldi jóladags, eftir að bilun hafði komið upp í hreyflum vélar- innar skammt vestur af íslandi. Þrír Bandaríkjamenn voru um borð í vélinni og voru þeir að ferja hana frá Bandaríkjunum til Þýskalands. Það var um klukkan 21.00 á jóladagskvöld, að Flugmála- stjórn barst hjálparbeiðni frá flugvélinni, sem þá var stödd skammt undan landi. Hafði bil- un komið upp í hreyflum vélar- innar og var beðið um aðstoð við að leiðbeina vélinni inn til lendingar á Reykjavíkurflug- Morgunblaðift/Árni Sæberg. Clarc Woodard flugmaður í stjórnklefa Junkers-vélarinnar. Junkers Ju52 á Reykjavíkurflugvelli. velli. Haft var samband við Slysavarnafélag íslands og til- kynningarskylduna, og þremur togurum, sem staddir voru á svipuðum slóðum og vélin, var gert aðvart. Flugmálastjórn sendi flugvél á móti þýsku vél- inni og einnig fór þyrla frá varnarliðinu til móts við vélina. Hinni þýsku flugvél var síðan fylgt inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli og náði hún að lenda þar heilu á höldnu. Talið er að hreyflarnir hafi látið undan síga vegna kulda og var bilunin ekki al- varleg. Junker-vélin hélt því áfram för sinni til Þýskalands laust eftir hádegi á annan í jól- um. Junkers Ju52/3m var fram- leidd í Þýskalandi á árunum eftir fyrri heimsstyrjöldina og var útbreiddasta farþegaflug- vél millistríðsáranna önnur en DC 3. Junkerinn var helsta flugvél þýska flugfélagsins Lufthansa og margra annarra evrópskra flugfélaga, en auk þess fjöldaframleidd fyrir þýska flugherinn sem sprengju- flugvél, könnunarvél og her- flutningavél, og notuð geysi- mikið sem flutninga- og fall- hlífaliðsvél í seinni heimsstyrj- öldinni og meðal annars var hún notuð í stórum stíl til her- flutninga í Noregsinnrásinni. Var hún þá oft kölluð „vinnu- þjarkur þyska flughersins". Alls voru smíðaðar 4835 vélar af þessari gerð og voru til 30 mismunandi gerðir, meðal ann- ars bátavélar. Vélin sem kom hér við á jólunum er ein af fáum Junkersvélum sem eftir eru, en Lufthansa mun hafa keypt hana frá Bandaríkjunum og var verið að ferja hana til hinna nýju eigenda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.