Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 37 Stykkishólmur: Aukning á nýtingu hótelsins á árinu AÐALFUNDUR Mótelfélagsins l»órs í Stykkishólmi var haldinn í Félags- heimili Stykkishólms, laugardaginn 15. des. sl. Var vel mætt á fundinum. Gissur Tryggvason formaóur félags- ins setti fundinn og Finnur Jónsson kosinn fundarstjóri en Arni Helga- son fundarritari. Formaður skýrði frá starfsemi fé- lagsins sl. ár og kom í ljós að rekst- ur hafði aukist um 95% milli ára. Nýting hótelherbergja hafði aukist að mun og öll þjónusta. Sú ný- breytni var í rekstri að hraðbátur hafði verið leigður til að annast ferðir um eyjasund og út um eyjar. Hafði Pétur Ágústsson umsjón með þeim ferðum. Nýttu þessa þjónustu um 800 manns á þessu sumri og með tilliti til þessarar byrjunar er verið að athuga um veglegri farkost og hefir Pétur verið að athuga þessi mál betur og m.a. fór hann til Nor- egs til að líta á báta sem gætu verið heppilegri. Er þetta nú allt nánar í skoðun, Eins og áður hefir verið skýrt frá var sl. sumar eitt hið votviðrasam- asta og umhleypingasamasta við Breiðafjörð og hafði það auðvitað sín áhrif á rekstur hótelsins, en þeim mun eftirtektarverðari er reksturinn, en þar kemur fram hve vel hótelið er rekið og hefir upp á margt að bjóða og þeir sem hafa gist á hótelinu bera'því gott orð og koma aftur og benda vinum sínum á. Ráðstefnuhald í sambandi við hótel- ið og félagsheimilið hefur aukist og önnur þjónusta svo sem afmælis- veislur og erfisdrykkur. Leysir hót- elið þetta allt fyrir bæjarbúa. Gagn- fræðaskólinn hefir verið til húsa í hótelinu undanfarin ár, en nú líður senn að því að hann flytji í nýju skólabygginguna og þá losnar mikið rými og er nú hugað að nýtingu þess svo sem kostur er. Landssamband vörubifreiðastjóra: Útboð tilræði við búsetu og afkomu fólks úti á landi Á NÝAF'ST()ÐNU þingi Landssam- bands vörubifreiöastjóra, hinu 16. í röAinni sem haldið var i Reykjavík 24. og 25. nóv. sl., fóru fram ítarlegar umra öur um þá þróun síAustu ára, aA forgangsréttur vörubílstjóra í heima- byggðum hefur veriA sniAgenginn, ýmist af utanaðkomandi verktökum eða verktökum í heimabyggð, og valdi verulegri röskun á afkomuskilyrðum vörubílstjóra, sem reka þjónustu- stöAvar í flestum byggðarlögum. Harmaði þingið þá þróun, sem orðin er í útboðsmálum á vegum þess opinbera í vega-, hafna- og flugvallargerð á landsbyggðinni, og telur að tryggja verði að heima- menn njóti síns forgangsréttar til að vinna við þessar framkvæmdir. Þingið telur útboð framangreindra verkefna vera tilræði við búsetu og afkomuskilyrði fólksins á lands- byggðinni, svo sem fjölmörg dæmi sanni. í stjórn til tveggja ára voru kjörnir: Herluf Clausen, Reykjavík, formaður, og meðstjórnendur Björn Pálsson, Egilsstöðum, Guðlaugur Tómasson, Keflavík, Sigurður Ingi- marsson, Reykjavík, Sveinn Árna- son, Skagafirði, Þorsteinn Jónsson, Árnessýslu, og Ævar Þórðarson, Akranesi. (ílr rrétUlilkynninKu) ^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Starfslið hótelsins er um 20 manns. Hótelstjóri er Sigurður Skúli Bárðarson og voru honum þökkuð farsæl störf samt starfsliði. Reikningar félagsins voru lagðir fram með rekstrartekjum og hafa skuldir hótelsins lækkað að mun og skuldir mjög viðráðanlegar. Hlutafé er nú rúmar 20 millj. en skuldir samtals 5 millj. Hótelbyggingin er metin í dag á 42 millj. I stjórn voru kjörin Gissur Tryggvason, Einar Sigfússon og Ólafur Steinar Valdemarsson. K/\nr\A nui 'ic* I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.