Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1985 tPjfc 46 Fagan viðurkennir að Liverpool-liðið sakni Souness Frá Bob Htwwny, Iréttamanni Morgunbittéaina á Englandi. JOE FAGAN, framkvœmdastjóri Liverpool, lét hafa eftir aér ( fyrata skipti, eftir leikinn viö Watford é dögunum, að þad heföi verið mikill missir fyrir lið sitt að Graeme Souness var seldur til it- alíu í sumar. .Ég gerði mér ekki grein fyrir því aö þaö heföi svo mikil áhrif á liö mitt aö Souness færi,“ sagöi Fag- an. Eftir aö Fagan sagöi þetta var haft eftir Souness sjálfum, frá heimili hans á Ítalíu, aö hlekkurínn, sem vantað heföi i keöju Liv- erpool-liösins í vetur, væri ekki hann sjálfur heldur lan Rush. „Viö lékum hvaö eftir annaö illa í fyrra- vetur, en unnum engu aö síöur viö- komandi leiki vegna þess aö Rush náöi aö skora. Hann hefur veriö mikiö meiddur i vetur og ekki náö sér jafnvel á strik — og þaö er stærri ástæöa fyrir því aö liöinu hefur ekki gengið betur en raun ber vitni. Ég er hins vegar á þeirri skoöun aö Liverpool muni vinna bikarkeppnina í vor — og enginn ætti aö afskrifa þaö í keppninni um Englandsmeistaratitilinnr sagöi Souness. KA sigraði Þór 30—16 EINN leikur fór fram í 2. deild ís- landsmótsins ( handknattleik ( gærkvöldi. KA sigraöi Þór með miklum yfirburöum, 30—16. í hálfleik var staðan 18—8. Friðjón var markahæstur í liði KA meö 10 mörk en Árni skoraði flest mörk fyrir Þór, 7. Víkingar leika báða leikina hér á landi Víkingar sömdu ( gær við júgóslavneska félagiö Crevenka um að béðir leikir liðanna (étta liða úrslitum Evrópukeppni bik- arhafa í handknattleik fari fram hér é landi. Viöræöur hafa veriö i gangi milli félaganna í nokkurn tima en samningar náöust ekki fyrr en í gær. Fyrri leikurinn fer fram í Laug- ardalshöll föstudagskvöldiö 25. þessa mánaöar og sá síöari á sunnudeginum 27. janúar. Crevenka kemur meö sextán manna hóp hingað til lands — en þaö sem stóö í vegi fyrir þvi um tima aö báöir leikirnir yröu hér á landi var aö Júgóslavarnir vildu koma meö mun stærri hóp til landsins. Víkingar greiöa feröir hópsins hingaö til lands svo og hótei- kostnaö, auk nokkurs annars kostnaöar. „Þetta veröur okkur dýrt, en viö leggjum allt i sölurnar til aö komast áfram og teljum möguleika okkar mun meiri fari báöir leikirnir fram hér á landi," sagöi Hallur Hallsson, stjórnar- maöur í handknattleiksdeild Vík- ings, í samtali viö Morgunblaöiö í gærkvöldi. Horgunblaðið/Júllus. • „Af þeim titlum og viöurkenningum #em ég hef fengið é síöasta éri, þé þykir mér vænst um kjðr íþróttamanns érsins hér é íslandi," sagöi Ásgeir Sigurvinsson knattspyrnumaöur í gær eftir að hann hlaut titilinn íþróttamaöur érsins. Á érinu sem var að líöa hlaut Ásgeir hverja viðurkenninguna af annarri. Var kjðrinn leikmaöur érsins í V-Þýskalandi af leikmönnum 1. deildar og var í 13. sæti sem einn af bestu knattspyrnumönnum heims hjé hinu virta blaði „World Soccer“. Ásgeir Sigurvinsson: „Þykir vænst um þessa viðurkenningu“ AF ÖLLUM þeim viðurkenníngum og hóli sem ég fékk é sföasta éri þykir mér vænst um þé útnefn- ingu sem ég hlaut í dag. Síöast- liðid ér var einstaklega gott íþróttaér é islandi og hjé íslensk- um íþróttamönnum é erlendri grund og það er mér mikill heiður að veröa fyrir valinu sem fþrótta- maður érsins. Það eru í það minnsta þrír til fjórir íþróttamenn sem voru ( efstu sætunum sem éttu allir skilið aö hljóta titilinn Iþróttamaður érsins 1984, sagöi Asgeir Sigurvinsson eftir að hann hafði hlotiö útnefningu sem íþróttamaður érsins 1984. Þetta er (annað sinn sem Ásgeir Sigur- vinsson hlýtur titilinn. Hann var útnefndur fyrir tíu érum, érið 1974. Ásgeir er mjög vel að útnefn- ingunni kominn. Eftir mðrg ér ( eldlínunni varð hann Þýska- landsmeistari í knattspyrnu með liöi sínu, Stuttgart, og é síöasta érí var hann jafnframt valinn ( hóp bestu knattspyrnumanna heíms eins og skýrt hefur verið fré. Við inntum Ásgeir eftir þvi hvað væri honum efst í huga þeg- ar hann hugsaöi til baka til íþróttaviöburða érsins sem er nýliðið. — Þaö er enginn einn leikur sem er mér minnisstæöastur og ekkert eitt atvik á leikvelli sem stendur verulega uppúr. Hinsvegar eru mér minnisstæöar móttökur þær sem viö leikmenn Stuttgart fengum þegar meistaratitillinn var í höfn hjá okkur eftir síöasta leikinn í „Bundesligunni“ þegar keppnis- tímabilinu lauk í fyrra. Stemmning- in var hreint út sagt stórkostleg og þaö veröur manni ógleymanlegt þegar leikmönnum var ekiö í opnum bifreiöum frá leikvanginum aö ráöhúsi borgarinnar. Þetta var í fyrsta sinn sem Stuttgart tryggöi sér meistaratitilinn í 32 ár og þaö kunnu stuðningsmenn Stuttgart svo sannarlega aö meta. Sú stund er því efst í huga mér. Nú hefur Stuttgart ekki gengíö vel þaö sem af er keppnistímabil- inu. Hverju er um aö kenna? — Fyrst og fremst því aö viö höfum ekki leikiö meö sama liö og vann meistaratitílinn í fyrra. Leik- menn hafa átt viö þrálát meiösl aö stríöa og leikmenn hafa veriö færöir til i stööum og þaö gefur ekki góöa raun. Liöiö hefur ekki náö réttum takti í leik sinn en ég á von á því aö þaö lagist i siöari umferöinni því aö þá munum viö aö öllu forfallalausu leika meö sama mannskap og vann meist- aratitilinn. Nú er því oft haldiö fram aö ef þú leikur vel þá leiki liö Stuttgart vel en ef þú náir ekki toppleik þá gangi illa. Hvaö vilt þú segja um þetta? — Ekkert liö leikur betur en veikasti hlekkurinn. Ég er einn af elfefu leikmönnum og reyni ávallt aö gera mitt besta í leik. En aö sjálfsögöu dugar þaö ekki ein- göngu, liöiö veröur aö vínna sam- an sem ein heild, annars gengur dæmiö ekki upp. Ég er því ekki sammála þvi aö leikur Stuttgart standi og falli eíngöngu meö minni frammistööu. Hiö virta knattspyrnutímarit „World Soccer“ valdi þig sem þrettánda besta knattspyrnumann heimsins, er þetta ekki mesta viö- urkenning sem þú hefur fengiö á ferli þínum? — Þetta er mikil viöurkenning og mér þykir mikiö til hennar koma, en eins og ég sagöi áöan þá þykir mér vænst um aö vera kjör- inn fþróttamaöur ársins á íslandi. Sér í lagi þegar frammistaöan íþróttafólksins var jafngóö og raun bar vitni. En aö vera settur á meöal bestu knattspyrnumanna heims af sérfræöingum sem um málefni knattspyrnunnar fjaila yljar manni, því veröur ekki neitaö. Mér þykir vænt um þegar vel gengur því aö ég hef svo sannariega fengiö aö kynnast hvoru tveggja í hinum haröa heimi atvinnumennskunnar þegar vel og illa gengur og aö vera atvinnumaöur ( knattspyrnu er enginn dans á rósum. En eins og ávallt áöur þegar ég hef rætt viö Asgeir sátu hógværöin og litillætiö í fyrirrúmi, þar er svo sannarlega íþróttamaöur á feröinni sem miklast ekki af afrekum sínum og vill á stundum sem minnst um þau tala. Litla bikarkeppn- in innanhúss LITLA bikarkeppnin I innan- hússknattspyrnu verður haldin í annað skipti é morgun, aunnu- dag, í íþróttahúsinu é Akranesi. Þétttakendur eru Haukar, FH, ÍBK, ÍA og Breiðablik og veröa leiknar tvær umferðir (1X12 mín- útur. Keppnin hefst kl. 11.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.