Morgunblaðið - 22.01.1985, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1985
29
BRETLANDSSAGA
Erlendar
bækur
Siglaugur Brynleifsson
Kenneth O. Morgan: The Oxford III-
ustrated History of Britain.
Edited by Kenneth O. Morgan. Ox-
ford University Press 1984.
The Unknown Mayhew. Selections
from the Morning Chronicle
1849—50. Edited with Introductions
by E.P. Thompson and Eileen Yeo.
Penguin Books 1984.
Hver kynslóð skrifar sína sögu
og þeir sem hafa mesta unun af
sagnfræði, skrifa einnig sína út-
gáfu sögunnar (Burckhardt). Saga
einnar þjóðar er aldrei afgreidd í
eitt skipti fyrir allt. Atburðarásin
er að nokkru vituð, en ástæðurnar
fyrir því að hún varð eins og við
vitum best, hafa ekki alltaf verið
taldar eins. Og svo er spurningin,
hvað á að leggja áherslu á í tak-
markaðri frásögn af því sem gerst
hefur með einni þjóð á vissu tíma-
bili? Það sem veldur mestum
breytingum, en það má deila um
hvað það er hverju sinni.
Hver þáttur einstaklingsins í
atburðarásinni. Um hvaða at-
burðarás og hvaða breytingar ber
að fjalla. Eignarhald jarða, breyt-
ingar á framleiðsluháttum, hern-
aðartækni, þróun lista og bók-
mennta, trúarbrögð, sögu
mennskrar meðvitundar? Þá er
komið að gildismatinu. Hvað gefur
lífinu gildi? Móta trúarbrögð alla
sögu (Lord Acton)? Hvenær hefur
listaverk verið skapað í hópvinnu?
Þurfti ekki Bach til þess að semja
dýrlegustu tónlist allra tíma?
Hvað um hversdagslegri viðfangs-
efni, sem valdið hafa stórbreyt-
ingum í atvinnusögu? Mótar ein-
staklingurinn gang sögunnar,
snillingurinn eða snjall herfor-
ingi, trúarhöfundur eða uppfynd-
ingamaður?
Er söguleg þróun heilaspuni?
Saga hverrar þjóðar er lykillinn
að menningu hennar — menning
nútíðarinnar er einnig öll menn-
ing fortíðarinnar. Án þekkingar á
fortíðinni er engin menning hugs-
anleg — slit við fortíðina menn-
ingarhrun.
Sérhver þjóð á sér sérstæða
sögu og Bretlandseyjar e.t.v. sér-
stæðari en ýmsar aðrar. Seint á
15. öld höfðu sendiherrar Feneyja-
ríkis orð á því að Bretar ættu sér
mjög svo sérstætt þjóðfélag og
væru einstakir að mörgu leyti.
„Voltaire og Tocqueville voru svip-
aðrar skoðunar og bandarískir
blaðamenn á 20. öld eru sama
sinnis. Breskir höfundar hafa
haldið fram þessum sérleika, þótt
þeir væru ekki sammála um neitt
annað, svo sem Churchill og Or-
well.“
Útgefandinn segir í formála „að
tilgangurinn með þessari bók, sé
að komast að aðalatriðunum og
einkennunum í breskri sögu, allt
frá dögum Rómverja til síðari
hluta 20. aldar. Það er ætlunin að
rekja þá þræði sem einkenna póli-
tískt, félagslegt, efnahagslegt,
trúarlegt, menningarlegt líf
bresku þjóðarinnar". Sagan er því
margþætt eins og líf hverrar þjóð-
ar, höfundarnir endurskoða ýmsar
söguskoðanir og einkum þær sem
jaðra við þjóðrembu (sem er ákaf-
lega misnotað orð, einkum meðal
þeirra sem vilja helst sleppa allri
sögu) í réttri merkingu orðsins.
Útgefandinn talar um sameining-
arkennd Breta, þegar hætta steðj-
ar að, og þjóðernisvitund, sem er
ekki hvað mögnuðust meðal þeirra
sem mest hafa að athuga við
breskt samfélag fyrrum og nú og
nefndir í því sambandi Morris,
Tawney og Orwell.
Það eru tíu kunnir sagnfræð-
ingar sem rita þessa Bretasögu,
fjölbreytt myndefni í litum og
svart/hvítu fylgir, svo og kort og
bókaannáll.
Höfundarnir setja hér fram
fjölmörg atriði, sem þeir sýna í
nýju ljósi nýjustu rannsókna og
hlutfall efnisþáttanna er í þá veru
að jafnvægi skapast. Ritið er alls á
sjöunda hundruð blaðsíður í stóru
broti.
Frásögn höfundanna er lifandi
frásögn, ágætlega skrifuð og þeir
koma til skila þeim einstakling-
um, sem mótuðu gang mála á ör-
lagastundum og þeim hreyfingum
meðal hins nafnlausa fjölda sem
orkuðu til breyttra viðhorfa og
síðast en ekki síst tjáningu alls
þess fjölskrúðuga mannlífs í list-
um og bókmenntum.
Henry Mayhew var blaðamaður,
sem er nú talinn meðal þeirra
merkustu á 19. öld einkum fyrir þá
þætti, sem hann skrifaði og birti í
The Morning Chronicle á árunum
1949—50, og síðar sérprentaða eft-
ir að hann hvarf frá blaðinu.
Þættirnir fjölluðu um fátæklinga í
London, hryllileg kjör þeirra,
hungur, sjúkdóma og spillingu.
Það var fremur leitast við að hafa
ekki hátt um skuggahliðar samfé-
lagsins á Viktoríutímabilinu, því
vöktu uppljóstranir Mayhews
mjög mikla eftirtekt og áttu sinn
þátt í auknum áhuga á einhverj-
um úrbótum.
Lýsingarnar minna á lýsingarn-
ar úr slummum stórborga þriðja
heimsins nú á dögum, enda hefur
það gerst að slummin hafa færst
frá Evrópu og Bandaríkjunum til
þriðja heimsins.
Um þunglyndi
Erlendar
bækur
ekki ætlan höfundar. Og tengsl
þunglyndis og langlífis eru ekki
skýrð nánar.
Nýtt rit um Alþýðu-
flokkinn og ríkis-
stjórnina 1934—38
Sagnrræðistofnun Háskóla fslands
hefur sent frá sér ritið Alþýðuílokkur-
inn og stjórn hinna vinnandi stétta
1934—1938 eftir Valdimar Unnar
Valdimarsson. Um er að raeða nánast
óbreytta BA-ritgerð höfundar við
heimspekideild háskólans vorið 1982,
en hann stundar nú nám í sagnfræði á
kandídatsstigi við skólann.
í ritinu fjallar Valdimar Unnar
um þátttöku Alþýðuflokksins í sam-
steypustjórn með Framsóknar-
flokknum á árunum 1934—1938, en
hún hefur verið nefnd „stjórn hinna
vinnandi stétta." Fram kemur í inn-
gangsorðum höfundar, að megin-
markmið hans er að kanna hver
varð árangur flokksins í stjórnar-
samvinnunni, hverju hann barðist
einkum fyrir, hvaða stefnumálum
sínum hann fékk framgengt, hverj-
um ekki og þá hvers vegna.
Meginkaflar ritsins eru fimm:
„Alþýðuflokkurinn og islensk
stjórnmál fram að 1934“, „Málefna-
samningur stjórnar hinna vinnandi
stétta og efndir hans“, „Þriggja
mánaða víxillinn", „Kveldúlfsmálið
og kosningarnar 1937“ og „Áfram-
haldandi stjórnarsamstarf og
stjórnarslit". Ritinu fylgja síðan að
venju tilvísanir í heimildir og heim-
ildaskrá en að auki skrá yfir
mannanöfn.
Sögufélagið, Garðastræti 13b,
hefur söluumboð fyrir Sagnfræði-
stofnun háskólans og er hægt að fá
ritið þar og í nokkrum bókabúðum.
Jóhanna Kristjónsdóttir
Jytte Willadsen: Depression, dit
nafn er kvinde. Útg. Lindhardt og
Ringhof 1984.
í inngangi bókar þessarar
skrifar höfundurinn meðal ann-
ars að það sé töluleg staðreynd
að í iðnaðarsamfélögum lifi kon-
ur að jafnaði sjö árum lengur en
karlmenn. Hver geti verið skýr-
ingin á því. Með þá staðreynd
bak við eyrað að þunglyndi með-
al kvenna sé að minnsta kosti
þrefalt algengara en hjá körl-
um...
Af þessum sérstæðu inn-
gangsorðum mætti því draga þá
ályktun að höfundur sjái ein-
hver tengsl á milli þunglyndis
og langlífis kvenna ... Alténd
voru þessi orð nægilega skringi-
leg til að vekja forvitni og þegar
bókin er nú lesin nokkuð ítar-
lega reynist hún töluvert fag-
legri en þessi orð gefa til kynna;
enda getur verið tvíbent að taka
nokkrar setningar og hálf- eða
alslíta þær úr samhengi, sem
virðist hafa verið gert hér, óvilj-
andi áreiðanlega.
Bókinni er skipt niður í all-
marga kafla, meðal annars einn
skilmerkilegan þar sem reynt er
að gera grein fyrir mismunandi
gerðum þunglyndis ef svo má
taka til orða og er þar margt
fróðlegt sagt og aðgengilega. At
være kvinde er at være deprim-
eret heitir sá næsti og þar er
farið inn á þær brautir að skýra
kenningar helztu sálkönnuða á
konunni og sálarlífi hennar. í
öðrum köflum bókarinnar er
meðal annars vikið að konuhlut-
verkinu versus karlhlutverki
bæði félagslega og tilfinninga-
lega.
Bara fýsileg bók, þótt ekki fá-
ist endanleg svör, enda sjálfsagt
Á HAUSTIN FER í HÖND HÁLKUTÍMI VOLVO FÆST MEÐ LÆSTU DRIFI
Þá grípa eigendur afturdrifinna bíla til þess
ráðs að hlaða sandpokum í skottið, til að auka
þungann á afturhjólunum.
Þetta ráð dugar þó ekki alltaf. Hægt er að
losna við þessa fyrirhöfn, með því að fá bæði
afturhjólin til að snúast jafnt, hvernig sem
undirlagið er. Veltir býður læst drif í flestar
gerðir Volvo-bíla, sem bætir aksturshæfnina í
snjó og hálku.
Fyrirhyggjusamur Volvo-kaupandi pantar
nýja bílinn sinn með læstu drifi.
Eigendur eldri Volvo-bíla þurfa þó ekki
að hafa áhyggjur af þessu, því þeir geta að
sjálfsögðu fengið læst drif í bílinn.
Þú kemst lengra á læstu drifi.
Leitið upplýsinga um læst drif hjá okkur.
SUÐURLANDSBRAUT 16 SIM1 35200
Glæsileg og vönduö
þýsk kjólföt, kjólvesti,
kjólskyrtur.
Sígildur klæðnaður
á hátíðarstund